Tíminn - 14.03.1965, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.03.1965, Blaðsíða 2
2 TIMINN SUNNUDAGUR 14. mars 1965 Á förnum vegi Sextíumenningar beðnir að boða til fundar..... Blöðin skýra frá því, að „Félag ísl. sjónvarpsáhugamanna” hafi haldið fund mikinn, þar sem „dr. Gylfi Þ. Gíslason, mennatmálaráð- herra flutti aðalræðuna,” að frá- sögn Vísis. Ýmis gaumgæflverð vitneskja kom fram í ræðu hans, svo sem um undirbúning að stofnun ís- lenzks sjónvarps, ráðningu starfs- fólks þess og sitthvað fleira. Hann sagð it.d. — að því er Vísir hermir — að byrjað yrði að sjónvarpa meff. litlum sendi af Vatnsendahæð, en síðan verði „flutt eins skjótt og mögulegt er upp á Skálafell, en þar er fyrirhugað, að sendirinn verði 5000 wött. Sá sendir mun ná til um eða yfir 60% af þjóð- inni,” hefur Vísir eftir mennta- málaráðherra. Menn hljóta að nema staffar við þessi orð. Ráðherrann virðist ekki hafa gert því glögg skil, hver sé áætlun sjónvarpsstjórnar um að látá sjónvarpið ná til allrar þjóð arinnar eða því sem næst, eða hvort hún er nokkur. Hér virðist gefið vel undir fótinn með að láta það dragast, og allir vita, að sé ekki gerð um það ákveffiin áætlun, sem sé dyggilega fram fylgt og við það miðuð að koma sjónvarp inu um allt Iand á nokkrum miss- irum, mun það dragast, — og drag , ast lengi. Hér duga engin hálfyrði. Ef ríkið tekur að sér stofnun sjón- varps og rekstur og leggur til þess mikið fé úr ríkissjóði, er þaff óþolandi siðleysi í lýðræðislegum samfélagsbúskap, að rúmlega helm ingur þjóðarinnar einn njóti þess. ! Heildaráætlun um stofnun sjón- varps fyrir Iandið allt verður að liggja fyrir og sá tími, sem líður frá því sjónvarp hefst, og þar til áætlunin er að fullu framkvæmd, verður að vera fastákveðinn og eins stuttur og unnt er. Önnur vinnubrögð eru óhæf í þessu máli. Um þetta hefði verið æskilegt, að ráðherrann tæki skýrar til orða en Vísir greinir frá. Ennfremur segir Vísir : „I sambandi við sjónvarpið á i Keflavíkurflugvelli hafði dr. Gylfi þaff að segja, að hann áliti, að með tilkomu íslenzka sjónvarpsins hyrfi það vandamál úr sögunni, sem af því hefði hlotizt.” Ýmsir munu telja, að hér sé | ráðherrann harla bjartsýnn, og; minnast þess, að ekki gætti jafn j mikillar bjartsýni hjá Benedikt Gröndal, formanni útvarpsráðs og helzta leiðtoga Alþýðuflokksins í sjónvarpsmálum. Hann skrifaði síðast í janúar pistil í blað sitt, þar sem hann ka|laði þetta mál „eina andstyggilega sjálfheldu”, og hélt síðan áfram: „Sjálfsagt eru þeir menn til, sem vilja afnám sjónvarpsins, hvað sem eigendur tækja á íslenzkum heimilum segja. En verði ekki. grip ið til þeirrar leiðar, er aðeins ein önnur fær. Hún er sú að draga smám saman úr amerísku sending- umun um leið og íslenzkt sjón- varp hefst og veita varnarliðinu þannig 2—3 ára umþóttunartíma til að koma sér upp lokuðn kerfi í staðinn.” Nú hljóta menn að spyrja, hvort menntamálaráffherra og sjónvarps leiðtogi Alþýðuflokksins séu ekki sammála um leiðir út úr hinni „andstyggilegu sjálfheldu”. Bene- dikt vill draga úr ameríska her- sjónvarpinu og láta síðan loka því svo, að það nái til vallarins eins. Hann hefur hugleitt starf- semi íslenzks sjónvarps mikið og sér og skilur, að þetta er eina færa leiðin. Menntamálaráðherra telur að vandinn muni hjaðna af sjálfu sér, og hann virðist gera ráffi fyrir því, að víkja erlenda hersjónvarp inu til hliðar og horfir ekki í þá hættu, sem ungu og fálmandi ís- lenzku sjónvarpi hlýtur að stafa af þessum keppinaut, bæði fjár- hagslega og menningarlega. Óneit- anléga er stefna Benedikts já- kvæðari og raunsærri en Gylfa menntamálaráðherra. Vafalítið mun þó kenning Gylfa falla „ís- lenzkum sjónvarpsáhugamönnum” betur í geð en stefna Benedikts, og er það líklega skýringin á því, að honum var boðið á fund- inn, en ekki formanni sjónvarps- nefndarinnar. Þó að félagið heiti „Félag íslenzkra sjónvarpsáhuga- manna” er mjög vafasamt, að við hæfi væri að breyta nafni þess í „Félag áhugamanna um íslenzkt sjónvarp.” En úr því að menntamálaráð- herra hefur flutt boðskap sinn í félagi sjónvarpsáhugamanna, legg ég til ,að sextíumenningamir svo- nefndu, sem til þessa hafa verið meginskjöldur íslenzkra sjónar- miða í hersjónv.-málinu boði nú til annars fundar og bjóði mennta- málaráðherra að flytja þar mál sitt. Gæti sá fundur orðið til nokk urs gagms og hjálpð mönnum tíil að átta sig á því, hvor stefnan, Gröndals eða Gylfa, á að teljast stjómarstefnan í málinu. Þaff myndi ekki saka, þótt samvizka þjóðarinnar, sem hinir sextíu hafa stundum verið bendlaðir við, léti örlítið á sér bæra. — AK. SÆNSKUR STYRKUR Dr Bo Ákerrén, læknir í Sví- þjóð og kona hans tilkynntu ís- lenzkum stjórnarvöldum á sínum tíma, að þau hefðu í hyggju að bjóffa árlega fram nokkra fjárhæð sem ferðastyrk handa íslendingi, er óskaði að fara til náms á Norð- urlöndum. Hefur styrkurinn verið veittur þrisvar sinnum, í fyrsta skipti vorið 1962. Ákerrén-ferðastyrkurinn nemur að þessu sinni eitt þúsund sænsk- um krónum. Þeir, sem kynnu að vilja sækja um hann, skulu senda umsókn til menntamálaráðuneyt- isins, Stjórnarráðshúsinu við Lækj artorg, fyrir 15. aprfl n.k. f um- sókn skal greina, hvaða nám um- sækjandi hyggst stunda og hvar á Norðurlöndum. Upplýsingar nm náms- og starfsferil fylgi, svo og staðfest afrit prófskírteina og meffmæli. Umsóknareyðublöð fást í mennt amálaráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 1. marz Þessi mynd or tekin þegar lögreglan í Selma, j Alabama, er að lumbra á John Lewis, sem er einn af leiðtogum svertingja. Lewis var fluttur á spítala með höfuðkúpubrot. JHM-Reykjavík. Á undanförnum vikum hafa orðið mikil átök á milli svert- ingja og hvítra manna í Ala- bama-ríki í Bandaríkjunum. Hér er aðeins um einn lið að ræða, í hinni miklu baráttu svarta kynstofnsins, fyrir aukn um mannréttindum, og einn kafli í þeirri þjóðfélagsbylt- ingu, sem á sér stað í Banda- ríkjuuum. Um hundrað ár eru liðin síðan þessi bylting hófst eða nánar til tekið, þegar hinum svörtu þrælum í Suðurríkjun- um var gefið frelsi. Síðan er liðinn langur tími, en á þess- um árum hafa svertingjarnir smám saman unnið að því skref fyrir skref, að þeir verði viðurkenndir af samborgurum sínum sem jafningjar þeirra, bæði lagalega og siðferðislega. Á síðustu árum haft svörtu borgararnir fengið nægju sína af órétti og kynþáttahatri hvíta mannsins, og hafa nu um sinn háð baráttu fyrir auknum réttindum. Átökin hafa verið mikil og hörð að undanförnu, og ávinningurinn hefur ^erió drjúgur fyrir þá, en fjarri þvi að vera nægilegui til að tryggja þeim þau borgararétt- indi, sem frjálsir menn í frjáls um löndum njóta. Margir hafa iátið lífið í átök- um þeim, sem orðið hafa í Ala- 'iama að undanförnu bar á neðal hvíty.r orestur «,em hvítir meðbmgarar hans höf uðkúpubrutu fyrir það eitt aö iá hinum svörtu lið, og einn : ára gamall svartui skógar höggsmaðui. sem lögvaldið sjálft skaut i magann. í Ala- bama þykir það ekki glæpur þótt lögreglumanni, „verði það á“ að myrða einn „nigger,“ eins og þeir kalla þá. Alabama er eitt af fáum ríkjum Banda- ríkjanna, þar sem svertingja- hatur þykir sjálfsagt, og þar sem svertinginn lifir sem rétt- laus maður. Ríkisstjórinn, Gor- ege Wallace er frægur fyrir kynþáttahatur sitt, vegna þess komst hann í embættið. Wall- ace er á engan hátt frábrugð- inn öðrum hvítum kynþáttahöt urum í Suðurríkjunum, nema hvað hann hefur leyfi til að siga ríkislögreglunni á svert- ingja, sem berjast fyrir jaf- - rétti. Kynþáttahatarar hafa margt sameiginlegt, þeir eru þröngsýnir menn að eðlisfari, þeir vita í rauninni ekki af hverju þeir eru á móti hinum svörtu borgurum. þeir hafa ajdrei getað skilið af hverju „niggararnir’ vilja aukin rétt. indi. og segja stöðugt til sannfæra sjálfa sig, að „nigg- urunum líði vei," og allir þeir sem styðja jafnréttisbaráttuna 'eru ,.kommúnistar“ í þeirra augum. Þa ma segja, að Bandaríkin líði öli fyrir þann stimpil, sem Snðurríkin hafa komið á þjóð ina í þessum kynþáttaátökum. Eins er óhætt að segja, að megnið af þeim hvítu Banda- ríkjamönnum. sem lifa í öðr- um landshlutum, skammast sín fyrir ástandið, en þeii geta lít- ið gert til að bæta það, nema styrkja lagavald stjórnarinnar i Washington Af fréttum síð ustu daga má sjá, að þeir borg- arar, sem Suðurríkjamenn kalla „Yankees," síðan á dög um borgarastríðsins, hafa reynt að .nótmæla ástandinu í suður hlutanum og styðja kröf- ur svertingjanna. í Detroit, Michigan, var farin 10.000 manna kröfuganga, og í farar broddi var George Romney, rík isstjóri. Jafnt svartir sem hvít- ir, hafa gengið í mótmæla göngu umhverfis Hvíta húsið dag og nótt undanfarið. í Wis consin-ríki gekk nópur af há- skólanemum 80 km. til höfuð borgarinnar til að sýna samúð sýna með baráttu svertingj anna í Alabama. Fréttir um mótmælagöngur hafa og kom- ið frá borgum eins og Bost- on, New York, Chicago, Los Angeles, Cleveland, Baltimore og mörgum fleiri. Ríkisstjórar og þingmenn hafa lýst samúð sinni nieð Dr Martin Luther King og öðrum svertingjum. sem leggja líf sitt í haéttu til að skapa börnum sinum oetri framtíð Ríkislögrpjlanr \)r- ■jfir’Tir— bama slasaði s.l. sunnudag sjö- tíu svertingja. Johnson, for- seti, hefur lýst yfir því, að hann fái ekki skilið „hrotta- skap“ lögvaldsins í Alabama. En forsetinn getur ekkert gert, fyrr en algjört öngþveiti ríkir í lögreglumálunum í Alabama, þá fyrst getur hann sent her- lið inn í ríkið. Sjálfur dómsmálaráðherrann í Alabama, Richard Flowers, sagði: „Það er svo mikið hatur í Alabama, að það er átakan- legt að sjá það.“ Eitt af blöð- unum í ríkinu, „The Alabama Journal". sem styður kynþátta- aðgreininginn, sagði í ritstjórn argrein: „Með heimskulegu’, hrottalegu, og með of miklu valdi, höfum við lagt grundvöli inn að .^jum jafnréttindalög- um, sem þóttu ósennileg fyrir skömmu, en eru nú kaldur raunveruleiki “ Blaðið hélt áfram og sagði, að Alabama hefði iiengt sjálft sig 1 skömm og fyrirlitningu, sem það hefði skapað sér á síðustu dögum. Þá aeði bað að hægt hefði veri* að afstýra megninu af undan- gegnum átökum, ef rétt hefði verið haldið á málunum. Þingmenn í Washington hafa skorað á forsetann í skeyti, sem þeir sendu honum, að gera allt, sem í hans valdi stendur, til að stöðva harmleikinn í Alabama. Um leið lögðu þeir áherzlu á, að hann styddi allar þær tillögur, sem lægju fyrir þinginu til að auka jafnrétt- indi allra borgara landsins. Ro bert Kennedy, fyrrv. dómsmála ráðherra sagði, að atburðimir á síðustu vikum væru til skamm ar fyrir Alabama og alla þjóð- ina. Louis Armstrong, hinn kunni Dandaríski listamaður sagði á blaðamannafundi, fyrir skömmu i Kaupmannahöfn: „Þeir inyndu lumbra á Jesú Kristi, ef hann væri svartur og færi i mótmælagöngu.” Sá, sem hefur séð og kynnzt kynþátta- höturum þeim, sem búa í Suð- urríkjunum, eins og sá, sem þetta skrifar, er Armstrong al veð sammála jhm.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.