Tíminn - 14.03.1965, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 14, marz 1965
TIMINN
ÞÁTTUR KIRKJUNNÁR
Freistarinn
Fólk trúir e kki lengur á
persónulegan djöful, líkt og
mynd var af hér í gömlu al-
manaki, sem gefið var út fram-
an af 20. öldinni. Það var
mynd af svörtum mjúkvöxn-
um manni með kvenlíkama í
aðskornum buxum líkt og
stretsbuxurnar eru núna. Katt-
mjúkar hreyfingar handa og
fóta líkt og handa- og arm-
sveigingadansi nútímafólks
seiddi augun að þessari mynd.
En þá kom í ljós að þessi
vera hafði klær á höndum,
klaufir á fótum og mjóa fín-
lega rófu niður á milli fót-
anna.
Nú verka slíkar myndir nán-
ast hlægilega. Og listamenn
þeir, sem þannig gjörðu hinn
fræga Satan úr eyðimörkinni
eru löngu úr tízku.
En hitt er svo annað mál,
hvort hættan af aðsókn freist-
arans sé þar með úr sögunni.
Líkingarmál kirkjunnar um
veldi og vald hins illa hefur
verið með ýmsu móti. Og ein
aðalhætta á vegi guðrækins hug
ar og saklausrar sálar virðist
einmitt vera sú að taka lík-
ingar sem veruleika og gleyma
þannig aðalefnum kjarna máls
ins.
Ekki dettur mér í hug, að
Satan sé raunverulega neinn
sérstakur persónuleiki, hvorki
sem höggormur Gamla-testa-
mentisins eða klódýr miðalda-
guðfræðinnar, sem Lúter og
fleiri stórir menn hafa óttazt.
Helzt gæti hann þá verið í
persónugervingi einhvers
manns, og þá mundi sá maður
sannarlega ekki vera talinn af
lakara taginu, hvorki að and-
legu né líkamlegu atgjörvi. Ég
á t. d. hægast með að hugsa
mér djöfulinn sem Hitler eða
Bismark Stór-Þýzkalands.
Nei, Satan, líkingapersóna
guðspjallanna, er fyrst og
fremst órætt og ósýnilegt afl
í mannssálunum sjálfum, glætt
af hinum ytra heimi til and-
stöðu við vilja Guðs, hið góða,
fagra og fullkomna.
Vald hans eykst þvi í jöfnu
hlutfalli við það vald, sem
mannshugur og hönd fær yfir
umhverfinu og tilverunni, þar
að þessi máttur eða magnan
til þess, sem kallað er illt er
í okkur sjálfum.
Þess vegna er gáfuðum
manni miklu hættara við að
verða á valdi hins illa og gera
illt en t. d. hálfvita eða ör-
vita. Þess vegna er ríkum
manni eða manni með fullar
hendur fjár miklu hættara að
ganga á mála hjá Satan en
hinum sem lítils er um kom-
inn og á fárra kosta völ. Það
er ekki ut í bláinn, að svo
er orðað í líkingasögu ÍCrists
um freistingar og baráttu, að
hann hafi verið leiddur út í
eyðimörku freistinganna af
andanum, það er að segja
krafti Guðs, hinu mannlega
yfirlæti og mannlegum yfir-
burðum. Skepnan eða dýrin
freistast ekki á sama hátt.
Þessvegna er aðalatriði að
eiga nóg af krafti hins góða
til að standast árásir hins illa.
Eigi meira af speki en heimsku,
sannleika en lygi, meira af
kærleika en eigingirni. En
hvorttveggja gætu virzt grein-
ar á sama meiði.
Þess vegna er miklu meiri
djöfulgangur, ef svo mætti
segja á vegum nútímaæskunn-
ar á íslandi, en t. d. var á
vegum sjálfs Galdra-Lofts
Freistingar aukast í réttu hlut-
falli við fjárráð unglinga, ferða
lög þeirra og víðförli, skemmt-
anir þeirra og tómstundir.
■Þetta virðist þó í fljótu
bragði hin beztu gæði, en geta
snúizt eins og sverðið eða byss
an í hendi óvitans á hengi-
flugi freistinganna. Að ónefnd-
um djöfli áfengisins, en það
finnst mér hinn persónuleg-
asti Satan, sem ég hef kynnzt.
Og hann er alltaf skrauhtbúinn
til að byrja með. Og hann er
líka fallegur, töfrandi og
skemmtilegur, birtist oftást
gervi orðum og atlotum ijúf-
ustu vina, brosum þeirra og
atferli
„Gæt þín,‘- er það töfraorðið.
„Oft er flagð undir fögru
skinni“.
Þið skynjið hann glöggast
bak við myndir dagblaðanna
af prúðbúnu yfirstéttafólki,
góðu, prúðu og gáfuðu fólki.
sem kannske er á ráðstefnum
til aukinnar menningar, en
stendur eða situr brosandi með
glitrandi vínglas í gullskreytt-
um höndum.
Maður gæti sízt átt von á
nokkrum halapúka með klær
eða klaufir á slíku málþingi.
En það var heldur ekki von á
honum i Eden, þar sem hann
vann sinn fyrsta stóra sigur
samkvæmt líkingamáli Heilagr-
ar ritningar, eða þá á sjálfum
turni eða þakbrún musterisins
í nánd hins „allra helgasta."
Svona er áfengispúkinn á ís-
landi nútímans. Og hann er
skæðasti útsendari og hertogi
hins illa hér. Nautnasýkin, sem
honum fylgir er hundrað sinn-
um skæðari en þráin til frægð-
ar og valda. En hún dvínar
í drykkjurímunni og allt, sem
heitir kraftur í sál og líkama
hverfist og sogast inn í foss-
andi flaum drykkjulöngunar.
Og einasta ráðið, einasta
verndin, sem mannssálin, já,
þjóðin öll á gegn þessum drísJi
er viljinn til að segja, ,nei,“
rólega ákveðið nei, þegar þetta
nátttröll í ljósengilslíki guðar
á glugga sálarinnar. Og til þess
að styrkja slíkt andóf, þessa
andstöðu geta foreldrar og
leiðbeinendur lagt drjúgan
skerf með góðu, traustu og
öfgalausu eftirdæmi, ekki orð-
um heldur athöfnum og eigin
sjálfsafneitun, sem stendur
vörð um hjartahreinleika, sjálf-
stæði og sálarfegurð barna og
æskufólks.
Allt er hreinum hreint. Krist
ur var vel uppalinn það er auð-
fundið á öllu, og hann varði
sig með skínandi vopnum úr
spekiritum sannleikans, án
þess að slaka á rökréttri hugs-
un og drenglund.
Það sem móðir og foreldrar
kenndu ljómar skært í orðum
hans og aðstöðu. Hann fellir
freistarann með hans eigin
vopnum. Maður lifir ekki á
einu saman brauði. Það er
ekki öll hamingjan falin í mat
og drykk og dýrum veizluföng-
um. Ekki að freista Drottins,
það er að segja tefla á tvær
hættur fyrir hégómlegan ávinn
ing. Og svo síðast, Drottin
Guð skal tilbiðja og þjóna hon-
um einum, og það er sama hug-
sjónin gagnvart lífsstefnu og
innstu þrá, sem kemur fram
í áminningunni fögru:
„Lifðu Jesú, ekkert annað
,er og verður lífs þíns hrós.
Fórna honum, engum öðrum
allra fyrstu hjartans rós“.
Hafið þið heyrt um hvíta,
hreina blómið, sem hve vaxa
í kolanámum Englands? Einu
sinni kom hópur af ungu ferða
fólki til að skoða eina slíka
námu. Og þegar hópurinn gekk
um þarna niðri í reyk og sorpi,
kom ein stúlkan auga á þetta
snæhvíta blóm, svo guðdóm-
lega hreint og hvítt. Hún vakti
athygli á þessu og fylgdarmað-
urinn tók handfylli af kolaryki
og kastaði því yfir blómið, en
það hneigði sig svolitiff og
reisti sig aftur jafn skínandi
fagurt sem fyrr. „Það kann að
hneigja sig svona, sagði hann,
og svo framleiðir það efni inn-
an í sér, sem gerir blóm og
blöð ónæm fyrir óþverranum
í umhverfinu." Eru það ekki
tilbeiðsla og hjartahreinleiki?
Beztu varnir gegn freistaran-
um.
Árelíus Níelsson.
BRÉF Tll BLAÐSINS
Framkvæmdanefnd Bindindis-
vikunnar á Akureyri fékk góðfús-
lega leyfi hjá Ríkisútvarpinu að
flytja sitt mál i þættinum „Um
daginn og veginn“ s.l. mánudag.
Undirrituðum var falið að sjá um
erindi þetta.
Erindið átti svo að heita flutt á
sínum tíma, en alls ekki eins og
ég gekk frá því hjá umboðsmanni
útvarpsins hér. En það var lesið
inn á segulbana hér 13. febr. —
samkv. ósk þeirra syðra, að fá er-
indið með V2 mán. fyrirvara. Er-
indið hafði verið stytt að mun og
veigamiklum atriðum sleppt úr
svo að til miMls tjóns er fyrir
| heildina. Þetta er framkvæmt af
einhverjum þarna syðra, alveg án
þess að á það væri minnzt við
þann, er samdi og flutti. Að vísu
var erindið vitund lengra en áætl-|
að var, tók 26V2 mín. (í stað 20—
24 mín.), en umboðsmaður út-1
varpsins, sem tók það upp, sagði
tvívegis ákveðið (greinilega að
spurður) að við það væri ekkert
að athuga.
Mér var auðvelt að stytta tím-|
ann nokkuð, bæði með því að
lesa hraðara og sleppa einhverj-
um veigaminni atriðum.
Svo var nógur tími til stefnu
(hálfur mán.) ti) þess að láta mig
vita, ef breyta þyrfti eða stytta
— en því alveg sleppt. Eg hefði
aldrei samþykkt að erindi mínu
væri skilað þannig til áheyrenda,
sundurslitið og niðurstöðum
sleppt. Og ég mótmæli harðlega
slíkri meðferð, og tel ástæðulau.«a
þótt nokkuð Jangt sé frá Stór-
Reykjavík til mín!
Hver ber ábyrgðina á þessu?
Akureyri, 3. marz ’65.
Jónas frá Brekknakoti.
Leikfélag Vestmannaeyja hefur sýningu á Fórnarlambinu í Tiam
arbæ klukkan 8.30 í kvöld. Leikritið hefur þegar verið sýnt fjór-
um sinum í Vestmannaeyjum, og tvisvar sinum hefur það verið
sýnt í Höfn í Hornafirði. Ein ssýning var á Fórnarlambinu í gær-
kvöldi í Tjarnarbæ og fyrir fullu húsi. Verður sýningin endur
tekin í kvöld. Miðasala er í Tjarnarbæ frá klukkan eitt í dag
sími 1-51-71. ________ ■______
Minningabók Bern-
harðs Stefánssonar
Mér þykir ástæða til að skrifa
fáein orð í tilefni minningabókar
Bernharðs Stefánssonar, síðara
bindi. Ekki mun ég ræða bókina
almennt en höfundur gerir mér
þann sóma að minnast mín tví-
vegis í sambandi við umræður um
áfengismál.
Fyrra tilefnið er frá flokks-
þingi 1946. Segir Bernharð að
þar hafi ég „verið með stífa bind-
indis- og banntillögu." Ekki mun
ég gera árgeining við hann út af
því orðalagi, þó að mér finnist
nokkuð stórt til orða tekið að
tala um stífa banntillögu. Bern-
harð segir satt frá afdrifum til-
lögunnar, en hann fer ekki rétt
með ræðuupphaf mannsins. sem
flutti breytingartillöguna. Sá
maður var Páll heitinn Zóphónías
son.
Eins og fleiri bindindismenn
hef ég orðið fyrir þeirri reynslu,
að menn, sem hætt hafa verið
komnir vegna áfengisnautnar hafa
reynt að hafa styrk af félagsskap
við mig þegar komið var á helj-
arþröm og allt þeirra hékk á blá-
þræði. Getur verið erfitt að sætta
sig við vofeifleg endalok slíkra
skjólstæðinga og kemur þar í
hug hið fornkveffna að reiðst hef-
ur Magriús konungur minni mót-
gerðum en að drepinn sé hirð-
maður hans. En því get ég þessa
hér, að mér er það hugstætt, að
málavextir voru til þess, að ég
fylgdi tillögu minni eftir af nokkr-
um skapsmunum.
Páll Zóphóníasson var bindind-
ismaður og drengur góður í hví-
vetna. Hann mun hafa litið svo
á, aö flokkurinn hefði ekki efni
á að samþykkja tillögu mína og
ekki viljað eiga hlut að sýndar-
samþykkt, sem hugur fylgdi ekki.
Slíkt var ekki í samræmi við
drengskap hans. Vel þykist ég
ég muna eftir þessari ræðu Páls.
Hann byrjaði á því að faðir sinn
hefði lengi verið sáttasemjari. Síð-
an gat hann þess, að hann hefði
jafnan verið bindindismaður. En
sagan um wiskyið, sem hann hefði
haldið að væri öl og spýtt út úr
sér kannast ég ekki við að hafi
verið í ræðunni.
Þá eru það umræðurnar um
forsetabrennivínið. Ekki mun ég
mótmæla neinu, sem Bemharð
segir um þær. En í sambandi við
það, sem hann segir um „yfir-
klór“ mitt skai það tekið fram,
að ég vildi ekki beina athyglinni
frá því, sem ég taldi aðalatriði
málsins með óljósu orðalagi eða
teygjanlegu. Þegar ég nefndi
„fimm þúsund króna mútu“ átti
ég ekki við að mennirnir væru
keyptir til neins fyrir þau hlunn-
indi. Ég var reiðubúinn að þola
málssókn vegna þess, sem ég
hafði sagt um þessi hlunnindi, en
ég vildi ekki að Bemharð stefndi
mér fyrir aðdróttun um mútu-
| þægni. Annars var ég ákveðinn
; í að bjóða þá þær sættir, að orð-
ið hlunnindi kæmi í staðinn fyrir
múta.
| Hins vil ég geta, að enginn
! þingmaður Framsóknarflokksins
talaði við mig um að friðmælast
við Bernharð. Hann sagði mér
sjálfur í síma að hann sæi sig
tilneyddan að stefna mér og rædd-
um við málið um stund, og upp
út því gerði ég mitt „yfirklór"
svo að augljóst mætti vera hvað
ég meinti.
Ég held, að menn hafi almennt
ekki tekið þetta jafnhátíðlega og
Bernharð virðist ætla.
En aðalástæðan til þess, að ég
skrifa þetta era þessi orð, sem
Bernharð hefur um þessi áfengis-
réttindi:
„Reyndar var þetta forsetavín
alls engin hlunnindi, því að búið
var að básúna það út um allt
land, að þingforsetarnir hefðu vín
ókeypis, og svo að segja hver mað-
ur þóttist eiga rétt á að fá í
staupinu hjá þeim.“
Undarlegt, að haldið skuli vera
í þennan sið, fyrst hann er engin
hlunnindi.
En í mínum augum er það aðal-
atriði málsins, að með þessari
venju er vínmanninum betur laun
Framhald a 11. síðu.