Tíminn - 14.03.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.03.1965, Blaðsíða 3
SUNNUDAGTJR 14. marz 1965 TÍMINN 3 í SPEGLITÍMANS ton vaxmyndasafn. Er þetta eins konar sagnfræðilegt safn, sem sýnir helztu atburði í sögu Bandarikjanna og merkustu menn þeirra. Myndin hér að neðan, af frú Kennedy og börn um hennar er meðal vaxmynd- anna. Þar er einnig mynd af Leifi Eiríkssyni, þegar hann finnur Vínlandið. •k Refur einn í Englandi lék heidur betur á 32 veiðihunda og 18 veiðimenn nú nýlega. Hundarnir voru alveg á hælum refsins, eftir að hafa hlaupið i tæpa tvo kilómetra. Refurinn hljóp þá að stað einum, sem notaður var fyrir úrgangstjöru frá tjöruverksmiðjunum f Yorkshire. Hann þekkti örugga leið í gegnum þetta tjöruhaf, en hundamir voru of ákafir og hlupu beint út í tjöruna og festust! Veiðimennimir urðu þegar aff hætta eftirförinni og það tók þá margar klukkustundir að ná hundunum upp og þvo af þeim tjöruna með sér- stakri olíu frá tjöruverksmlðj- unum. * Næstelzta prinsessa Hollands Margriet, opinberaffi nýlega trúiofun sína og manns af borg aralegum ættum, Pieter van Vollenhoven. Foreldrar hennar veittu henni blessun sína, og Margriet mun fá að halda erfða rétti sínum til krúnunnar, þótt hún hafi ekki náð sér í mann af konungsættum. Myndin af Margriet og Pieter var tekin nú á dögunum í garði Soest- dijk-hallar. Elzta prinsessan og ríkisarf- inn, Beatrix, er ekki eins hepp- in og yngri systirin. Hún er ennþá ógift, en hefur oft verið nefnd við ýmsa unga menn af borgaralegum ættum. Foreldr ar hennar hafa aftur á móti alltaf skipað henni að slíta þeim samböndum, — virðast þau staðráðin í því að finna prins handa henni. Það er því kannski ekki furða, að Beatrix brast í grát, skömmu eftir að tilkynnt var um trúlofun yngri systurinnar, sem fékk að njóta þess frelsis, sem henni er neit að um. Þessar laglegu stúlkur leika í kvikmyndinni „Secret Wars.” Sú eina, sem eitthvað er þekkt, er stúlkan lengst til vinstri. Hún er ítölsk og heitir Maria Grazia Buccella, og er þetta fyrsta stóra hlutverk hennar. Þaff tók hana þrjú ár að fá sæmilega stórt hlutverk, og það var ekki. fyrr en hún fékk að leika í einni James Bond-kvikmyndinni, að kvikmyndaframleiðendur fóru raunveru- lega að taka eftir henni. Skurðlæknir einn í Valpar- aiso í ChUe skar nýlega upp mann, sem kvartað hafði und- an verkjum í maga. í maga mannsins fann hann heila kóka- kóla-flösku! Þegar læknirinn spurði sjúkling sinn nokkru síff ar að því, hvernig í ósköpunum flaskan hefði komizt þangað, varð fátt um svör, en sjúklingur inn taldi þó líklegast, að hún hefði lent í maga hans, þegar hann átti í miklum slagsmál- um skömmu áffur. Hið nýjastr. frá Bandaríkjun um er „loftvogarhnappar” í skyrtuermarnar. Hnappar þess- ir eru gerðir úr ofni, sem skiptir Iit eftir því, hvernig veður er, svo að menn þurfa aðeins að líta á hnappana til þess að sjá, Iivers konar veð- urfar er í vændum. Þessi Iitli Land-Rover er sa eini sinnar tegundar, sem til er í heiminum, og hann var sérstaklega gerður fyrir Abdullah prins, son Husseins Jórdaníukonungs, en litli prinsinn, sem hér sést aka blfreið sinni, er einungis 3ja ára. Bifreiðin er knúin tveim 12 volta batteríum, og getur farið 18 km. á klukkustund. ★ Maður nokkur í Nyköbing, Ragnar Jörgensen, formaffurr klúbbs frímerkjasafnara þar í borg, skrifaði fyrir nokkru ★ ★ bréf til sjálfs sín og sendi það umhverfis jörðina. Nú er það komið til hans á ný — eftir 150 daga ferð um- hverfis jörðina, — með póst- stímplum frá Buenos Aires, San Fransisco, Auckland, Tókíó og Cape Town. Bréfið var sent frá Nyköbing 10 .október í fyrra, en þá var \ 25. sinn haldið upp á „dag frímerkisins.’ Nú eru brezkir þingmenn í örgu skapi út af dönsku tyggi- gúmmíi cinungis vegna þess að utan á pökkunum eru myndir af frekar léttklæddum yngis- meyjum úr síðustu James Bond-kvikmyndinni, „Goldfing- er’. Richard Crankshaw, einn af þingmönnum Verkamanna- * flokksins, vill láta banna inn- flutning á þessum pökkum. ★ S»gt hefur verið um ákveðma bflategund, sem hefur f|utzt hingað eins og aðrar bílateg- undir, sem ‘ramleiddar eru f heiminuin, að þegar frost sé, þá beri bíliinn heit'ið Marteinn Lúter. Og kynni einhver að að spyrja, hvaða samhengi sé í þessu, þá er því til að svara, að þeir, sem hafa fundið upp þessa frost-nafngift á bíltium, minna á, að Aarteinn Lúter sagði eitt sinn: „Hér stend ég og get ekki annað“. * Ákveðið hefu verið að kvik- mynda skáldsöguna „Vesturfar amir” eftir Wilhelm Moberg. Það er Svensk Filmindustri, sem ætlar að gera kvikmyndina og forstjóri félagsins, Kenne Fant, ætlar að reyna að fá Max von Sydow og Bibi And- erson til þess að leika aðal- hlutverkin. ★ Maria Scheii hin þekkta þýzka kvikmyndaleikkona, leik ur um þessar mundir Nóm í leikriti Ibsens, Brúðuheimilið, í Theater am Kurfiirstendamm í Berlín, og eru gagn- rýnendur sammála um, að leik ur hennar sé herfilegur. Aftur á móti leikur hin svo til ó- þekkta systir hennar, Immy Schell, einnig í Ieikhúsi i Ber- lín, Renaissance Theater, og fær geysigóða dóma. Hún leik- ur í gamanleikritinu „Sostell ich mir das vor”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.