Tíminn - 14.03.1965, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.03.1965, Blaðsíða 6
TIMINN SUNNTJDA GUR 14. marz 1965 Dóltir forsætis- ráðherrans Margir brezkir stjórnmála- menn hafa lagt stund á rit- mennsku í tómstundum sínum. Þeir hafa ekki látið sér nægja að skrifa um stjómmál og at- burði samtímans, heldur oft fengizt við að kanna liðna at- burði eða æviferil látins stór- mennis. Þannig hefur hinn ný- orðni flugmálaráðherra Bret- lands, Roy Jenkins, nýlega lát- ið fara frá sér ítarlegt rit um Asquith, er hlotið hefur lof- samlega dóma, og nokkrum misserum áður kom út ævisaga Neville Chamberlains, er Mac- leod, einn af aðalleiðtogum íhaldsmanna, hafði samið. Nokkur brögð hafa og verið að því, að brezkir þingmenn fengj- ust við skáldsagnagerð. M. a. sömdu þeir Disraeli og Churc- hill þokkalegar skáldsögur, sem enn eru lesnar, en þó senni- lega meira vegna höfunda sinna en innihalds. Af þeim brezkum þingmönnum, sem hafa fengizt; við skáldsagnagerð í seinni tíð, mun Maurice Edelman einna þekktastur. Hann er þingmaður fyrir Verkamannaflokkinn. Ed- elman hefur samið þrjár skáld- sögur, sem allar fjalla um stjómmál, en em þó ekki vera- lega flokkslitaðar, heldur ber- sýnilega fyrst og fremst skrifað- ar til að varpa ljósi á stjóm- málalífið, eins og það gerist að tjaldabaki. Seinasta skáldsaga hans kom út á síðastl. án og nefndist Dóttir forsætisráðherr- ans (The Prime Minister‘s Daughter). í þessari skáldsögu, sem hlaut yfirleitt góða blaða- dóma, er fjallað um einkalíf stjómmálamanna og stjómmála brögð að tjaldabaki og má vafa- laust margt af henni læra um þau mál. Þótt hún sé staðsett í Bretlandi, myndi hún vafalaust hafa getað gerzt víðar. Þótt eigi verði sagt að hér sé um stór brotið verk að ræða, er það at- hyglisvert og skemmtilegt lestr- ar og ber þess merki, að höfund ur þekkir ekki aðeins vel til, heldur lætur vel að segja frá og lætur gagnrýni sína koma óbeint fram, eins og Breta er oft siður. Mayland blaðakóngur Margar persónu koma við sögu í Dóttur forsætisráðherr- ans. Eftirminnilegust þeirra er vafalítlO Mayland blaðakóngur. Hann hefur byrjað blaða- útgáfuferil sinn í Ástralíu (tveir helztu blaðakóngar Bret- lands hafa komið frá Kanada)), en síðan flutt sig til föður landsins og náð tökum á einu útbreiddasta blaðinu þar, en samkvæmt lýsingu höfundar minnir það allmikið á Daily Mirror. Mayland er harðskeytt- ur dugnaðarmaður og auglýs- ingamaður af lífi og sál. Hann býr til og auglýsir mikið einskonar siðvæðingarhreyf- ingu, sem ætlað er að þjóna persónulegum frama hans, en ,þegar það tekst ekki, lætur hann hreyfinguna lognast út af. Hann ræður ungan og efnilegan þingmann til að skrifa fastan dálk í blað sitt og auglýsir hann mikið, en þegar það mistekst að segja honum fyrir verkum, er honum óðar vísað á dyr. May- land styður stjórnina, en hann vill fá það endurgoldið. Draum- ur hans er að fá sæti í lávarða- deildinni. Forsætisráðherrann vill verða við þessari ósk May- lands,, enda er honum stuðn- ingur Maylands mikilvægur, en það strandar á siðanefndinni, sem á að fylgjast með því, að enginn taki óverðugur sæti í. þeirri virðulegu deild. Siða- nefndin grefur það nefnilega upp, að Mayland hefur lent í einhverju miður heiðarlegu klandri í uppvexti sínum í Ástralíu. Forsætisráðherrann treystir sér ekki til að rísa gegn siðanefndinni og verður því að synja bón Maylands. Þá er jafnframt lokið hollustu May- lands við stjómina og hann nær sér niðri, þegar dóttir forsætis- ráðherrans lendir í bifreiða- árekstri og uppvíst verður, að hún hefur átt bandarískan elsk huga, sem var giftur annarri konu. Einokun blaðakónga Lýsing Edelmans á Mayland blaðakóngi sýnir glögglega hin gífurlegu völd ensku blaðakóng anna. Þeir hafa meiri áhrif á ahnenningsálitið en nokkrir menn aðrir. Þeir beita þessu valdi oft og tíðum vægðarlaust, án þess að almenningur verði þess var. Fátt er. því mörg- um brezkum lýðræðissinnum meira áhyggjuefni en það, að ensku blöðin era í sívaxandi mæli að komast í hendur fárra blaðakónga. Frjálslyndir gáf- ust upp við blað sitt, News Cronicle, fyrir nokkru, og Verkamannaflokkurinn gafst upp við blað sitt, Daily Her- ald, á síðastl. ári. Öll útbreidd ustu dagblöð Bretlands em nú á valdi örfárra blaðakónga, sem haga málflutningi þeirra eftir geðþótta sínum. Ritstjóm þeirra er alveg háð duttlungum blaða- kónganna. Styrkur íhaldsflokks ins fellst ekki sízt í því, að hann hefur flesta blaðakóng- anna með sér, þegar á reynir, þótt sumir þeirra telji stundum hagkvæmt að látast vinveittir Verkamannaflokknum til þess að afla sér lesenda meðal fylg ismanna hans. Þessi blöð snúast hins vegar oft gegn flokknum, þegar honum kemur verst. Eins og nú er að verða háttað blaðaútgáfu í Bretlandi, er erfitt að tala þar um frjáls blöð, því að frelsi þeirra lang- flestra er háð geðþótta blaða- kónganna, þótt hægt sé að benda á nokkrar ágætar undan tekningar. Þetta sama gildir um Bandaríkin og mörg lönd Vestur-Evrópu. Það, sem helzt vinnur nú gegn þessu alræði blaðakóng anna, er það, að útvarp og sjón varp er ríkisrekið í flestum þessum löndum og tryggir flokkunum nokkum veginn jafn rétti. Þó lætur franska sjón- varpið de Gaulle og fylgismenn hans hafa mikinn forgangsrétt. GUNNAR THORODDSEN — hverjum verSur fórnað næst? Fá finnsk og sænsk öð ríkisstyrk? Meðal margra þjóða er það vaxandi áhyggjuefni, að blöðin skuli meira og meira dragast í hendur fárra auðkónga. Menn sjá þá augljósu hættu, sem lýð- ræðinu er búinn af slíkri öfug- þróun. Af þeim ástæðum hafa ríkisstjómir Finnlands og Sví- þjóðar falið sérstökum nefnd- um að athuga hvort það sé ekki nauðsynlegur þáttur í viðhaldi lýðræðisins, að ríkið styrki flokk anna til þess að geta haldið uppi hæfilegri blaðaútgáfu. í báðum þessum löndum hefur meirihluti umræddra nefnda komizt að þeirri niðurstöðu, að slíkir ríkisstyrkir eigi fullan rétt á -sér. Litlu munaði, að frv. um þetta mál næði samþykki á finnska þinginu í vetur, en það stöðvaðist á seinustu stundu. Fullvíst er talið, að það verði ! tekið upp aftur og þá sennilega samþykkt. Frumvarp um þetta ' efni mun þegar hafa verið lagt fram í sænska þinginu eða verða lagt þar fram innan skamms. Af hálfu hinna öflugu blaða kónga í Svíþjóð og Finnlandi er mjög hamast gegn þessum til- lÖgum. Blaðakóngarnir telja, að blöðin verði háð ríkinu með þessum hætti. Þetta er augljós misskilningur, þar sem andstæð- ir flokkar ráða yfir blöðunum. Með þessum framlögum er þvert á móti verið að tryggja það, að sem flestar ólíkar skoðanir geti notið sin. Hitt leiðir hins vegar til augljóss ófrelsis blaðanna, ef , þau lenda í höndum fárra auð- manna, eins og nú horfir í flestum löndum hins vestræna heims. Ef svo fer, sækir ekki í ólíkt horf og í kommúnista- löndunum, þar sem öll blaðaút- gáfa er í höndum eins flokks. Samkomulagið í Vestur-Þýzkalandi Vitanlega má tortryggja það, ef rikið fer að styrkja útgáfu blaða eða starfsemi stjórnmála flokka. í sumum löndum hefur hins vegar náðst fullt samkomu lag um þetta, t. d. í Vestur- Þýzkalandi. Þar styrkir ríkið starfsemi stjórnmálaflokkanna eftir reglum, sem flokkarnir hafa orðið sammála um. Jafn- framt þessu semja flokkamir um, hve miklu fé þeir mega verja til starfsemi sinnar. Einn- ig gangast þeir undir eðlilegt eftirlit til tryggingar því að samkomulaginu sé framfylgt. Þetta þykir hafa gefizt vel og eiga þátt í því, að lýðræðið hef ur reynzt ólíkt traustara í sessi eftir síðari heimsstyrjöldina en hina fyrri. Þjóðverjar höfðu þá reynslu í huga, að nazism- inn komst til valda í Þýzkalandi m. a. vegna þess, að auðkóng amir veittu Hitler nær ótak- mörkuð fjárráð. Gunnari fórnað Það hefur nú verið ákveðið á stjómarheimilinu að fórna Gunnari Thoroddsen, ef það mætti vera til þess að draga eitt hvað úr óvinsældum stjórnar- innar. Gunnar hefur sem fjár- málaráðherra orðið einskonar merkisberi þeirrar skattpíning- ar- og óráðsíustefnu, sem ríkis- stjómin hefur fylgt. Að sjálfsögðu er þáttur hans mikill í þessu, en þó raunar engu meiri en hinna ráðherr- anna. Það mun því hvorki verða breyting til hins betra eða verra við brottför hans. Sömu ráðleysisstefnunni verður hald ið áfram, ekkert lát mun verða á óráðsíunni og skattpíning- unni. Bót á þessum málum fæst ekki fyrr en ráðherrarnir, sem nú eru í stjórninni, fara allir, og við taka menn, sem ekki eru hættir að sjá og finna, að hér er þörf stórbreyttrar og bættr ar stjórnarstefnu. Slíkir menn eru vissulega margir til í stjórnarflokkunum. Ráð þeirra munu hins vegar ekki njóta sín meðan núv. ráðherrar hanga í stólunum. Þess vegna þarf ekki einn þeirra að fara. Þeir þurfa að fara allir. Sjálfsblekkingin Það mun langt síðan, að hér hefur verið ríkisstjórn, sem hef ur haft eins litla tiltrú og núv. ríkisstjórn. Vantrúin á vilja hennar og getu til að fást við vandamálin, er engu síður á- berandi meðal fjölmargra fylg- ismanna stjómarflokkanna en andstæðinga hennar. Fleiri og fleiri gera sér Ijóst, að ríkis- stjómin hefur ekki nema eitt stefnumál. Það er að sitja með an sætt er og hlynna að hags- munum spekulanta og gróða- manna, sem mestu ráða í Sjálf stæðisflokknum og eiga mál- gögn hans. f öryggisskyni er feitum embættum haldið óráð- stöfuðum, þar sem ráðherramir ætla að eiga framtíðarskjól, ef stjórnarfleyinu hlekkist á. Þegar svona er komið er ekki von á góðu. Og við þetta bætist svo hin taumlausa sjálfs blekking. Dag eftir dag era stjómarblöðin látin hamra á því, að fjárhagsástandið hafi batnað á seinasta ári, þótt verð- bólgan hafi stórmagnazt, hvers konar uppbætur margfaldazt, af koma ríkissjóðs versnað, þrátt fyrir óhófsálögur, og framund an bíði stórfelldar kaupkröfur. sem óhjákvæmilegt er að taka tillit til. Svo mjög hamra ráð- herrarnir og málgögn þeirra á hinu batnandi fjárhagsástandi, að það hefur auðsjáanlega sann azt á þeim, er Bjami Benedikts son sagði í seinasta Reykja- víkurbréfi Mbl., að þeir, sem blekki aðra, endi með því að blekkja sjálfa sig og ráði því ekki við verkefnin, sem þeir hafa tekið að sér. Ekkert get- ur betur afsakað núv. ráðherra en að þeir séu haldnir takmarka lausri sjálfsblekkingu. Prófraun Hið alvarlegasta við lánlitið stjórnarfar, eins og það, sem þjóðin hefur búið við seinustu árin, er vaxandi ótrú á getu þjóðarinnar til að fara sjálf með mál sín. Þessi vantrú gref ur nú mjög um sig og kemur fram í ýmsum myndum. Sumir virðast trúa því, að ekki sé fram tíð í öðru en að hleypa inn í landið sem mestu af erlendu fjármagni og leyfa hér erlenda hersetu til langframa. Þetta geti þó alltaf tryggt þjóðinni nokkurn fjárhagslegan ávinn- ing og varið hana verstu skakkaföllunum af rangri stjóm arstefnu. Aðrir vilja fá aðstoð úr austri. Hvort tveggja er þetta jafn rangt og hættulegt. Þjóðin má ekki missa móðinn, þótt hún búi við rangt og spillt stjórnarfar um stund. Flestar þjóðir hafa þurft að ganga und ir slíka prófraun. Sumar hafa að vísu fallið á því prófi og orðið erlendum yfirgangi að bráð. Aðrar hafa hins vegar lært af mistökunum, rekið hina ónýtu og óhæfu valdamenn úr stjórnarstólum og tekið upp ný og bætt vinnubrögð með nýj- um mönnum. Það er einmitt þetta, sem þarf að gerast hér. Og það er einmitt þetta, sem fleiri og fleiri menn í öllum flokkum eru að gera sér ljóst. Því er enn ofsnemmt að trúa því, að íslands óhamingju verði allt að vopni. Það geta vissu- lega verið betri og bjartari dag- ar framundan, ef þjóðin trygg- ir sér nýja stjórn, sem hugsar meira um það að fást við vanda málin á raunhæfan og ábyrg- an hátt en að sitja í stólunum og þjóna sérhagsmunum. \ ' t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.