Tíminn - 14.03.1965, Síða 7

Tíminn - 14.03.1965, Síða 7
STJNNTTDAGUR 14 mar* 1965 TÍMINN 7 Ungur ítali, sjómaður og her maður, með ævintýra- og frels- isþrá ólgandi í blóðinu, manna glæsilegastur á velli, var stadd- ur á skipsfjðl útifyrir strönd Brazilíu árið 1839. Hann var þegar búinn að taka þátt í uppreisn heima á Ítalíu og hafði verið dæmdur til dauða. Hann hafði víða farið og mörgu kynnzt, fjöldi vina hajis og félaga höfðu fallið í orustum eða farizt í skipstapa. Sjálfur sagði hann: „Ég þarin- aðist einhvers, sem elskaði mig, elskaði mig strax. Vinátta þróast með tímanum, hún full- komnast aðeins á mörgum ár- um, en ástin er eins og eld- ing, hún er dóttir stormsins. Ég kýs mér storminn, hvemig sem hann er, fremur en rólegt líf, fremur en mókandi hjarta.“ Hann stóð með sjónauka fyr ir auga við borðstokk skipsins og horfði til strandar. Þar voru nokkrar ungar Kreólastúlkur að sinna daglegum störfum. Og ekki var það nú- tímastúlka með kollinn fullan af kvikmyndum og skáldsög- um, sem þama var annars veg- ar. Anita Ribeira de Silva gaf sig hiklaust á vald unga mann inum, þó að hún vissi, að faðir hennar myndi aldrei rjúfa heit sitt og samþykkja þennan hjú- skap, þrátt fyrir ljóma þann, sem lék um nafn Garibaldis. Tveimur náttum síðar sótti Garibaldi hana, þau fóm út á skip hans og sigldu brott á laun. Garibaldi fyrirvarð sig alltaf fyrir að hafa numið hana á brott á þennan hátt. — Þann- ig hófst ein stórienglegasta ást- arsaga, sem við höfum spurn- ir af. Þær hafa eflaust verið margar meyjarnar, sem áttu erfitt með að standast töfra þessa rúmlega þrítuga manns. Honum er svo lýst, að andlit hans hafi í senn líkzt ljóni og dýrlingi. Hárið var ljóst og liðað og augun dimmblá, eins og úthafið, þegar hann komst þaut að þeim fallbyssukúla og Aníta og tveir sjómenn féllu við. Garibaldi kom æðandi, hélt hún væri dáin, en hún spratt ósærð á_ fætur, en menn- imir tveir voru dánir. Gari- baldi sárbað hana að fara und ir þiljur. „Já, það skal ég gera,“ sagði hún, „ég ætla að reka þá upp á þilfar, sem hafa falið sig niðri í skipinu." Nokkrum dögum síðar lentu þau aítur í orustu. Anita hlóð fallbyssumar og miðaði og taldi kjark í hásetana. Fall- byssurnar voru eyðilagðar og milli skipa dundu skot úr smærri byssum. Þá þóttist Gari baldi sjá ráð til að koma Anitu úr hættu. Hann bað hana að fara í land og biðja landsstjór- ann um liðsauka, og koma ekki aftur um borð. Þess í stað kom hún aftur siglandi með skot- færi og þar sem fátt var um liðsforingja, stjómaði hún hik- laust flutningum milli lands og skips í dynjandi kúlnahráð og Ogleymanleg kona - Anita Garibaldi... Brátt beindist athygli hans öll að einni þeirra. Hánn flýtti sér í land og hóf að leita henn- ar. Þetta var í smábænum Lag- una, sem var á valdi lýðveldis- sinna, er börðust gegn hersveit um hinnar keisaralegu portú gölsku stjómar og vildu stofna lýðveldið Rio Grande do Sol. Ungi maðurinn var orðinn ugg andi um að hann fyndi stúlk- una, er vingjamlegur heima- maður mætti honum -og bauð honum að koma inn og fá kaffi bolla. Gesturinn þáði það og fyrsta manneskjan, sem hann sá inni í húsinu var einmitt stúlkan, sem hann hafði leitað. Þannig hittust þau í fyrsta sinni Giusepppe Garibaldi og Anita Ribeira de Silva. í ævi- sögu sinni segir Garibaldi: „Við heilsuðumst, ekki eins og þeir, sem hittast fyrsta sinni, heldur eins og þeir, sem leita einhvers gamalkunnugs í hvers annars augum — og svo sagði ég aðeins: Þú átt að verða mín. Ég kunni illa portúgölsku og sagði þessi orð ósjálfrátt á ítölsku. Þetta var að vísu óvenjulegt bónorð, en einhver sefjun^ hefur fylgt ákafa mín- um. Á þessu augnabliki batt ég bdnd, sem dauðinn einn fær leyst og kveikti tilfinningu, sem ég mun aldrei gleyma. Ég hafði fundið fjársjóð — for- boðinn fjársjóð. Á þessum slóð um ákveða feðurnir giftingu dætranna og faðir Anitu hafði lofað hana ungum manni í þorpinu, en hún fellldi sig ekki við hann.“ í geðshræringu. Rómur hans í tali og söng var í senn þýður og sterkur og vopnabræður hans sögðu, að þegar hann gengi um og hjúkraði særð- um, hefði hann ljónshjarta, en konuhönd. Anita var þeldökk og blóð- heit. Faðir hennar hafði vanið hana við að stunda veiðar og draga fisk, svo líkami hennar var stæltur og hertur. Hún sat hest afburða vel og vakti jafn- an aðdáun, er hún reið við hlið manns síns á ólmum gæð- ingi. En hún kunni líka að koma fram með fasi spænskr- ar hefðarkonu. Eins og maður hennar, var hún hjálpsöm og elskuleg við alla. Hún fylgdi Garibaldi í blíðu og stríðu og hermenn hans dýrkuðu hana. Hún sat hjá þeim við varðeld- ana, ræddi við þá og hjúkraði þeim þegar þeir voru sjúkir og sárir. En hún gerði meira. Hún tók sér vopn í hönd og barðist við hlið þeirra. Um þessar mundir var Gari- baldi eins og fyrr var drepið á í þjónustu uppreisnarstjómar héraðsins Rio Grande do Sol. Honum höfðu verið fengin þrjú skip til að berjast við stjórnarherinn útifyrir Brazilíu strönd og nú sigldi hann áfram þeirra erinda, með unnustuna um borð. Brátt sló í bardaga við mikið ofurefli og vildi Gari baldi, að Anita færi í land, ^n hún neitaði. Hún^skipaði sér í fylkingu sjómannanna á þilfar- inu með byssu í hönd og hvatti þá sem ákafast. Allt í einu hafði til þess smábát og tvo ræðara. Ræðararnir bældu sig oft niður í bátinn þegar mest gekk á, en Anita stóð keik við stjórnvölinn. En hvorkl dugði kjarkur né harð- fylgi. Uppreisnarmenn voru í miklum minnihluta og urðu að hörfa í land en þar tók ekki betra við. Brátt varð mikið mannfall í liði þeirra og nú vora þeir hraktir á flótta um óbyggð landsvæði og frum- skóga, yfir vötn og stórfljót. Að lokum var svo komið, að með Garibaldi voru aðeins 63 m'enn, er 500 manna stjórnar- lið umkringdi þá. Anita tók ekki þátt í bardögum, en sá um skotfæraflutninga og ann- aðist hina særðu eftir föngum. í þetta skipti lenti hún og þeir, sem flutningana önnuðust með henni, í kví milli óvinanna. í fyrstu hvatti hún menn sína til bardaga, en þegar hún sá, að vonlaust var um sigur, keyrði hún hestinn sporum og hleypti á óvinaliðið. Kúla flaug í gegn um hattinn hennar og sneið af henni nokkur hár, án þess að særa hana og sennilega hefði hún sloppið, ef hesturinn henn ar hefði ekki orðið fyrir skoti og hefði fallið. Hún var gripin höndum og færð hershöfðingj- anum. Að vísu dáðust fjand- mennirnir að framgöngu henn ar, en veittust þó óspart að henni í orðum, en ekki var tal- ið, að hún hefði farið halloka í þeirri viðureign. Anita hélt, að Garibaldi væri fallinn og bað leyfis að mega leita að líki hans. Hún reikaði inn og hugaði að hverju líki, lengi ein um blóðidrifinn val- sem líktist ástmanni hennar, en fann hann hvergi. Varð hún þá sannfærð um, að hann hefði komizt undan og hún ákvað að reyna að flýja. Tækifærið bauðst sama kvöldið, þegar sigurvegararnir fögnuðu sigrinum með mikilli drykkju- veizlu, en flestir urðu ofurölvi. Tókst Anitu að laumast brott og komast í hús til konu einn- ar, sem faldi hana. Um nótt- ina fékk hún hest og reið ein út í niðdimman frumskóginn. Hún vissi hvar Garibaldi var að leita, ef hann var á lífi, en þangað komst hún ekki með öðru móti en fara fleiri dagleiðir, ein og matarlaus, um skóginn. Nokkrir Indíán- ar bjuggu á þessum slóðum og voru þeir uppreisnarmönnum fjandsamlegir. Þegar þeir fréttu um ósigurinn bjuggust þeir í launsátur á víð og dreif ■m skóginn og hugsuðu sér að grípa flóttamennina, sem þang að leituðu. Tókst þeim a.m.k. á einum stað að myrða fjölda manna. En Anita komst óá- reitt leiðar sinnar. Kona, þeys- andi á hestbaki um skóginn í stormi og myrkri, hlaut að vera draugur eða einhvers kon ar andi, og Indíánarnir hörf- uðu í felur. Við fljót eitt voru fjórir hermerin á verði. Anitu bar þar að í þrumuveðri og þeir urðu svo skelfingu lostn- ir, er hún kom þeysandi, áð þeir lögðu allir á flótta og földu sig í skóginum. En fljótið hafði vaxið í rign- ingunum og ólgaði nú upp á bakka. Anita fór af baki, hvatti hestinn út í vatnið, hélt sér í faxið og lét hann draga sig þannig yfir. Eftir fjóra sólar- hringa kom hún til Lagos og hitti fyrstu uppreisnarmennina og eftir viku var hún komin til Garibaldi, sem hafði talið hana af. Nú létti bardögum um sinn og Garibaldi og Anita fengu húsaskjól á lítilli eyju. Þar ól Anita fyrsta bam þeirra, son- inn Menotti, hinn 16. septem- ber 1840. Þegar drengurinn fæddist var dæld á höfði hans. Var kennt um byltu, sem Anita varð fyrir á flóttanum. Ekki var nú af miklu að taka handa litla drengnum, þegar hann kom í heiminn, naumast til lín bútur að vefja um hann, svo að Garibaldi reið til næsta bæj ar að kaupa brýnustu nauð- synjar. Meðan hann var fjar- verandi, var gerð árás á hér- aðið þar sem Anita dvaldi. Uppreisnarmenn ugðu ekki að sér og voru hraktir á flótta Tólf dagar voru liðnir frá því Anita ól drenginn. Hún sá sér ekki annað fært en að flýja inn í skóginn með barnið og þar fann Garibaldi hana innan skamms. En óvinirnir hurfu brátt og þau gátu á ný leitað hælis hjá fólki því, sem skjóta vildi yfir þau skjólhúsi. Það varð þó skammgóður vermir og aftur lögðu þau á flótta á miðjum regntímanum, þegar allt var marand í kafi r. láglendi og kalt og rakt ..ð ferðast um fjalllendi.. í þrjá mánuði hröktust þau þannig og höfðu fátt til bjargar, enda sagði Garibaldi, að það hefði verið hræðilegasti tími, sem hann hefði lifað. Margar kon- ur og börn sem voru með her- mönnunum dóu af vosbúð og harðrétti, en Anita þraukaði og hugsaði aðeins um litla drenginn, sem nú var þriggja mánaða. Þar sem brattast var í fjöllunum eða þegar var yfir ár að fara, hafði Garibaldi hann í klút bundinn um hálsinn og reyndi að halda á honum yl við brjóst sitt og með því að anda á hann. Þegar þau loksins komust til strandar og hittu þar nokkra vopna- bræður sína héldu þau að drengurinn væri skilinn við. Þá vermdi einhver hermaður- inn ullarklút við bál og vafði um drenginn og smám saman raknaði hann við. Nú var Garibaldi ljóst, að hann varð að breyta um lifn- aðarhætti, ef Anita og bamið áttu að lifa og auk þess þráði hann að fá fregnir heiman frá Ítalíu. Hann gekk því úr þjón- ustu þessa vanburðuga lýðveld- is og fluttist til Montevideo. Þar gátu þau Anitá loks látið gifta sig, en presturinn neitaði að framkvæma vígsluna, nema pússunartollurinn lægi á borð- inu og varð Garibaldi að láta hann hafa_ gamalt silfurúr fyr- ir vikið. f Montevideo reyndi hann að hafa ofan af fyrir sér með verzlun, en fénaðist lítt. Menn óttuðust árás Argen tínumanna á Montevideo og safnaði Garibaldi þá saman ftölum, sem þarna voru og þjálfaði herdeild, sem átti eft ir að geta sér mikið frægðar- orð. Það voru þeir, sem fyrst- ir klæddust rauðu skyrtunum, sem hersveitir Garibaldi gerðu frægar, en tildrögin voru síður en svo rómantísk. Kaupmaður í Montvideo átti mikið óselt af rauðu flúneli og bauð ríkis- stjóminni það í hermanna- skyrtur fyrir hagstætt verð. En þar kom að Garibaldi hvarf heim til Ítalíu árið 1848. Brátt tók hann þátt í bardögum þar gegn Frökkum, páfastóli og Austurríkismönnum. Anita var sjaldan langt frá honum, klædd ist jafnvel karlmannsfötum og var sem fyrr órög þó kúlur þytu yfir höfði hennar. En ekki var stríðslánið með þeim þar og árið 1849 urðu hersveit- ir Garibaldi að hörfa frá Róm. Anita vildi hvergi vera nema hjá eiginmanni sínum þótt hún væri komin langt á leið að fjórða barni. Allar tilraun- ir til að sameina ríkið undir ítalska stjóra mistókust að þessu sinni og þetta varð á ný flótti yfir fjöll og dali í sí- felldri lífshættu og við hvers- konar erfiðleika. Þeim smá- fækkaði, sem vildu fylgja þess- um bálandi hugsjónamanni og svo var að lokum komið, að aðeins tvö hundruð manna hóp- ur fylgdi honum, er komið var austur að Adriahafi. Þar var fólkið þeim vinsamlegt og hjálpaði þeim til að dyljast fyrir hersveitum Austurríkis- manna. Garibaldi ætlaði að reyna að komast til Feneyja með leifaraar af liði sínu og í smáþorpinu Comacchia fékk hann báta til að sigla á síð- asta spölinn. En þá var Anita orðin alvarlega veik, kvalin af hitasótt. Ekki tókst þeim að komast sjóleiðina til Feneyja. Austur- rísk flotadeild varð þeirra vör og hrakti þau að landi. Gari- baldi þreif Anitu í fangið og hljóp til skógar og fylgdi hon- um að lokum einn maður. Eft- ir langa leit fundu þeir lítinn kofa að dyljast í og einn af heimamönnum kom þeim til hjálpar. Anita var holdvot og skjálfandi af hitasótt. Karl- mennirair báru hana í skjól, en þá var þrek hennar búið og hún andaðist í fangi Gari- Framhald á 11. síðu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.