Tíminn - 14.03.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.03.1965, Blaðsíða 5
SUNNTJDAGUR 14. man 1965 TÍMIWW Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Hitstjórar: Pórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði 6. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gislason. Ritstj.skrifstofur ! Eddu- húsinu, slmar 18300—18305 Skrifstofur, Bankastræti i. Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar sknfstofur, sími 18300. Askriftargjald kr. 90,00 á mán. tnnanlands — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Þjóðviljinn og Bjami á sömu „línu“ Það kemur ekki á óvart, þótt Þjóðviljinn taki undir með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, og and- mapli þeirri skoðun Tímans, að umbótamenn eigi að skipa sér saman í einn flokk eða fylkingu, þótt þeir kunni að vera ósammála um einstök dægurmál, ef þeir eru sammála um meginstefnu. Bjarni ér á móti þessu, vegna þess að hann og nánustu fylgifiskar hans óttast ekkert meira en að umbótamenn skipi sér saman og sundrung þeirra hætti að verða vatn á myllu íhaldsins. Þjóðviljinn óttast þetta, því að honum er ljóst, að slík samstaða um- bótamanna myndi gera hina fámennu hjörð kommúnista áhrifalausa með öllu. Annars er það mjög gott að fá þá játningu Þjóðvilj- ans ,að flokksmönnum beri í einu og öllu að hafa sömu skoðun og afstöðu og flokksstjórnin. Kommúnistar hafa mjög reynt að leika þann leik, að vinstri-jafnaðarmenn og fleiri róttækir menn gætu vel unnið með kommún- istum, þótt þeir væru ósammála um margt. Með þessum hætti voru Héðinn Valdimarsson og Sigfús Sigurhjartar- son ginntir til samstarfs á sínum tíma, ög síðar þeir Finnbogi Rútur Valdimarsson og Hannibal Valdimarsson. Skrif Þjóðviljans nú sýna bezt, að þótt fagurlega sé talað við slíka menn, meðan verið er að ginna þá til samstarfs, þá er þeim ekki ætlað að hafa neitt sjálfstæði eftir að samstarf hefur komizt á. Þá er það vilji flokks- stjómarinnar einn, sem ræður. Fyrir honum verða menn að beygja sig, nauðugir viljugir. Skoðanafrelsi er útilokað. Menn verða að sitja og standa eins og flokks- stjórnin segir fyrir um. Þetta kemur ekki öðrum á óvart en þeim, sem í góðri trú hafa villzt til náins samstarfs við kommúnista. Þar sem kommúnismi ræður, er allt skoðanafrelsi úr sög- unni. Þar ákveða valdhafarnir, hverjar skoðanir menn mega hafa, hvað sé list, hvernig sagan hafi verið, og hverju megi trúa. Þar verða menn að dýrka hjáguði eins og Stalín eða Mao, hversu fjarstætt og hjákátlegt, sem mönnum finnst það, eins og Magnús Kjartansson hefur lýst ágætlega í Kínabók sinni. Slík skoðanakúgun getur þrifizt í einræðisríkjum eins og Þýzkalandi Hitlers og Kína Maos, en hún er útilokuð í lýðræðisríki. Af þeim ástæðum eru bæði Alþýðubanda- lagið og Sósíalistaflokkurinn í upplausn, því að menn hafa ekki þolað skoðanaþrældóminn, sem þar hefur verið reynt að viðhafa. Lýðræðið byggist á því, að menn geti unnið saman, þótt ágreiningur sé um ýmis atriði. Umbótamenn geta því aðeins knúið fram breytta stjórnarhætti og stjórnar- stefnu, að þeir fylki sér saman, þótt þeir séu ekki sam- mála um allt. Ekkert sýnir betur en óttaslegin skrif B]arna Benediktssonar og Þjóðviljans ,að þetta eru hin réttu vinnubrögð. Um það stendur deílan Mbl. bendir á það í gær, að eklci sé hægt að gera allt í einu. Um þetta eru allir sammála. En þegar ekki er hægt að gera allt í einu: verður eitthvað að víkja. Og um það stendur deilan. Ríkisstjórnin segir, að framkvæmdir gróðamanna slculi hafa forgangsrétt. Það er kjarni deil- unnar um það, hvað skuli víkja, og hvað ekki. f Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Styrjöldin í Vietnam má ekki hindra umbæturnar heima fyrir Bandaríkin verSa aö marka skýrt skuldbindingar sínar út á við I New York Herald Tribune 3. þ. m. ritar Walter Lippmann grein, sem hefst á þessum orð- um: „Virtur starfsbróðir minn, Richard Wilson, sem ritar fyr- ir Washington Evening Star lét svo ummælt um daginn, að við værum . margir hverjir á góðum vegi með að snúa aftur til einangrunarstefnu þeirra Tafts öldungadeildarþingmanns og Hoovers forseta. Þetta er — ef mér leyfist að taka svo til orða — líkt og að scgja að mað- ur, sem horfið hefir frá of- drykkju til hófdrykkju, sé bindindismaður.“ Lippmann rekur síðan í greininni mismuninn á því, sem nú er nefnt „nýeinangrunar- stefna“ og hinni gömlu einangr unarstefnu. Bendir hann m. a. á, að gömlu einangrunarsinn arnir hafi ekki talið Bandaríkin eiga svo brýnna hagsmuna að gæta neins staðar annars stað- ar en á meginlandi Ameríku, að leggjandi væri í stríð þeirra vegna. „Nýeinangrunarsinnam ir“ telji brýna hagsmuni Banda ríkjanna ná til alls hins vest- ræna samfélags. Þeir viður- kenni, að Bandaríkin hafi ým issa hagsmuna að gæta á sum um svæðum í Asíu og Afríku, en mikilvægi þeirra hagsmuna sé takmarkað. „Við eigum þann ig ekki að blanda okkur í stríð í Asíu, þar sem Bandaríkja- menn — og raunar Bandaríkja menn einir — berjast gegn Asíubúum“, segir hann. Enn fremur sé það skoðun „nýein- angrunarsinnanna“, að Banda- ríkjamönnum beri að vinna með Sameinuðu þjóðunum og öðmm alþjóðasamtökum, og í gegn um þau. Grein sinni lýk ur Lippmann með þessum orð um: „Til þess að fyrirbyggja mis skilning vil ég taka fram, að hér er aðeins fjallað um Iiem aðarleg afskipti. Þetta á ekki við um efnahagsaðstoð, tækniað stoð, friðargæzlusveitimar eða menningarleg samskipti. Það á aðeins við um, hvert og hve- nær Bandaríkjunum beri að senda hermenn sína til ótak- markaðrar þátttöku í hemaði, og hvert og hvenær ekki.“ Greinina ,sem hér fer á eft- ir og birtist í New York Herald Tribune 5. þ. m., má ef til vill Iíta á sem óbeint framhald af hinni, sem drepið er á hér á undan. Sýnir hann þar fyrst og fremst fram á, hvað ótakmark aðar skuldbindingar erlendis geti orðið Bandaríkjaþjóðinni málefnalega dýrar! Hefst svo sú grein: Á UMLIÐNUM mánuðum hefir forsetinn og þjóðin ásamt honum, allt í einu og mjög ein- dregið orðið að beina athygli sinni frá innlendum verkefn- um og að utanríkismálunum. Allan janúarmánuð beihdist at- hyglin fyrst og fremst að„ hinu mikla þjóðfélagi", sem forset- inn kynnti þinginu og þjóðinni í mörgum og athýgiisverðum orðsendingum og ræðum. JOHNSON Svo gerðist það, að því er virðist gagnstætt því, sem vænzt hafði verið; að ástandið i Suður-Víetnam breyttist allt í éinu uggvænlega til hins verra. Sigur 'Viet Cong virtist vera á næsta leiti og við þessu brást ríkisstjóm Bandaríkjanna með aukinni þátttöku í hem- aðaraðgerðum. ENDA þótt unnt reynist að lægja svo stríðseldana í Asíu að við þá verði ráðið, eins og ég raunar vona og trúi enn að takist, er reynslan af umskipt- um viðhorfanna um mánaða- mótin janúar—febrúar tákn- ræn um það, sem framtíðin ber í skauti sínu. Fullvíst má telja, að ríkisstjórn Johnsons reki sig hvað eftir annað á, að um- bóta og þróunaraðgerðir heima fyrir verði fyrir trufl- unum og töfum vegna ýmissa verkefna, sem óleyst era á er- lendum vettvangi. Enn era engar horfur á friði í Asíu og þjóð okkar hlýtur hvað eftir annað að verða aö taka erfiðar ákvarðanir, nema og þar til að friður er fyrirsjá anlegur þar í álfu. En langt er þó frá, að með þessu sé allt upp talið. Við sjóndeildarhringinn hrannast upp myrkir skýjabólstrar efna legs óveðurs, sem stofnað get ur í hættu þeirri velmegun, sem er undirstaða hins mikla, pólitíska styrks forsetans. Að mínu áliti liggur meginhættan í árekstrum milli ólokinna verk efna við að tryggja öragga starfssemi lýðræðisins okk- ar hér heima fyrir og hálf- verks á hagræðingu skuld- bindinga okkar erlendis. ÓLEYSTUR vandi okkar hér heima fyrir er fólginn í þeim verkefnum, sem hlaðizt hafa upp undangengna hálfa öld ófriðar. Allan þann tíma hefir bandaríska þjóðin aldrei getað beint huga sínum óskiptum að eigin viðfangsefnum nema ör- skamma stund í senn. Hún hefir ýmist þurft að búa sig undir stríð eða heyja stríð. Af þessu hefir aftur leitt, að Bandaríkjamenn hafa hvorki haft tíma, orku né fé aflögu til þess að veita bömum sínum fullnægjandi menntun, breyta borgunum í samræmi við kröf- ur nútímans eða varðveita nátt úruauðæfi landsins eins og þarf. Afleiðingar þessarar van- rækslu era svo ofbeldið, bit- urðin, óhreinleikinn og glæp- irnir, sem ógna innanlandsfrið inum. KOSNING Johnsons sem for seta og áætlun hans um „hið mikla þjóðfélag“, sem hann lagði fram og reifaði í janúar- mánuði, voru eðlileg og nauð- synleg viðbrögð við ófullnægð um þörfum þjóðarinnar. Þjóð okkar hafði að vísu auðgazt veralega á undangengnum ár- um, en henni hafði ekki leyfzt að beina allri athygli sinni og orku að lausn eigin viðfangs efna. Þegar síðari Kúbu-deilan var um garð gengin og takmarkað bann við kjamorkuvopnatil- raunum komið á, varð nokkurt stormahlé í alþjóðamálum. Boðskapur Johnsons forseta var við það miðaður að not- færa sér þetta hlé. Fengin reynsla af framvindu mála í febrúarmánuði er svo aftur alvarleg aðvöran um, að ekki sé víst að okkur gefist tóm til að sinna til hlítar okk- ar eigin málum heima fyrir, nema við afgreiðum fyrst ó- leyst verkefni erlendis. Stærstu, óleystu verkefnin er lendis era ófrágengin uppgjör eftir heimsstyrj aldirnar. Evr- ópa er klofin, Þýzkaland er klofið, Berlín er klofin. Telja verður að vísu miklar og góð- ar horfur á að skurðimir grói smátt og smátt saman á næsta mannsaldri, en enginn vissa er þó enn fyrir því. ÓREIÐAN í Asíu er þó jafn vel meiri og alvarlegri en í Evrópu. Framvinda mála hef- ir orðið á þá leið, — án þess að við höfum lagt á ráðin,. þar um eða viljað sjálfir að svo færi, — að við eram flæktir í málefni Asíu langt umfram það, sem ábyrgum Bandaríkja- mönnum hefir nokkum tíma þótt eðlilegt, nauðsynlegt eða sanngjarnt. Ríkisstjóm Johnsons for- seta fær U:ki frið til að helga sig verkefnum „hins mikla þjóðfélags" hér heima fyrir, nema hún móti utanríkisstefnu, sem leysi á ljósan og jákvæð an hátt brýnan vanda allt of Víðtækra skuldbindinga Banda ríkjanna á erlendum vettvangi. Að móta slíka stefnu og koma henni á krefsl bæði mik illa vitsmuna og siðferðilegs hugrekkis hér heima fyrir á fyllilega jafn háu stigi og það líkamlega hugrekki er, sem vió krefjumst að hermenn okkar sýni á crlendri grand, þegar þeir leggja allt í hættu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.