Tíminn - 19.03.1965, Blaðsíða 13
I I M I ' ' ' ' ' I |
'1' !! 11 [\ ,n , ' 11
| -y I • t-"IJ! 11 / V'M
FOSTUDAGUR 19. marz 1965
ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR
VI -----
13
VILL SIGRA I MOSKVU
ÁDUR EN HANN HÆTTIR
Viljastyrkur liggur bak við
Tíu kílómetra lilaupið á Olympíuleikjunum í Tókíó
var að allra áliti stórkostlegt, sérstaklega lokaþátturinn.
öllum á óvart sigraði lítt þekktur Bandaríkjamaður,
Billy Mills, en á hæla hans komu Túnis-maðurinn Gam-
oudi og ástralski stórhlauparinn Ron Clarke, sem hafði
verið spáð sigri. — Billy Mills, þessi 26 ára gamli
hlaupari, var fyrir hiaupið nær óþekktur, jafnvel ekki
nærrí allir í bandaríska liðinu á Olympíuleikjunum
nsm nafn hans fyrr en eftir hlaupið. Var sigurínn til-
viljun? í fljótu bragði gæti svo virzt, en svo er þó ekki,
og bak við það liggur saga.
Allt frá Barnæsku hefur
Mills orðið að leggja hart að
jgr. Hann er kominn af indí-
ónaættum, fæddur 1938 í Pine
Ridge í Suður Dakota og ólst
þar upp við kröpp kjör. 13
ára gamall missti hann föður
sinn og þá fann hann enn bet
ur fyrir alvöru lífsins, þegar til
hans kasta kom að hjálpa veik
burða móður sinni. Vegna upp
runa síns mátti Mills þola háð
og spott leikfélaga sinnna, en
það aðeins stælti hann — og
hann var staðráðinn í að sýna
þeim, að hann væri fremri
en þeir. Þessi ásetningur hans
— að vilja vera fremstur —
hefur síðan fylgt honum.
Aðeins fjórum árum síðar
missti Mills einnig móður
sína. Eftir það lá leiðin í heima
vistarskóla fyrir indíánadrengi
f þessum heimavistarskóla
vaknaði áhugi hans fyrst veru
lega fyrir íþróttum. Hann
stundaði margar greinar, en
lagði helzt rækt við hnefa-
leika til að byrja með. Hnefa
leikasaga hans varð þó stutt.
Þremur fyrstu kappleikjunum
tapaði hann og það var meira
en þessi stælti indíánadrengur
gat þolað, sem hafði sett sér
það mark að vera fremstur.
Og leiðin lá á hlaupabrautina.
Sjálfur hefur Mills sagt, að
hann hafi fljótlega uppgötvað,
að það hafi verið auðveldara
fyrir sig að hlaupa frá mótherj
um sínum á hlaupabrautinni
en hlaupa frá þeim í hnefa-
leikahringnum!
Ferill hans, sem hlaupara,
hefst 1954, en þá hljóp hann
880 yards á 2:21,0 mín. og 1
mílu á 5:09,0 mín. Ári síðar
bætti hann tíma sinn 1 mílunni
og hljóp þá á 4:30,0 mín. Og
sama ár sigraði hann í 3000 m
víðavangshlaupi í bandarísku
skólakeppninni og hljóp á 4:
22,8 mín. Þessi árangur hans
gerði það að verkum, að hon
um var boðin ókeypis skóla
ganga í Kansas-háskólanum, en
í þeim skóla hafa margir fræg
ir íþróttamenn verið, t. d.
tugþrautarmeistarinn á 01-
leikunum 1932, Jim Bausch,
einnig Bill Nieder og A1 Oert-
er.
Jafnframt náminu æfði Mills
íþróttir af kappi, en framfar-
irnar voru hægar. Árin liðu.
Mills hafði sett sér það mark
að fá að keppa á Olympíuleik
unum í Róm 1960, en hætti
fljótlete|^a& hugsa um
enda yar námið strangt' I 18
mánuðl leit hann ekki upp
úr bók, ef svo má að orði
komast, lagði íþróttirnar al-
gerlega á hilluna, og lauk
prófi frá háskólanum með á-
gætiseinkunn.
Mills hafði ekki beinlinis
hugsað sér að taka aftur upp
íþróttaiðkanir, en eftir skól
ann gegndi hann herþjónustu
og það var í hernum, sem
hann fékk áhugann aftur. En
í janúar 1963 eftir 5 mánaða
æfingu — varð hann að hætta
að æfa. Blóðrásin starfaði ekki
eðlilega. En nú var áhuginn
feril Billy Mills
orðinn ódrepandi og eftir stutt
hlé byrjaði hann aftur að æfá
og tók skömmu síðar þátt í
Silvester-hlaupinu í Sao Paulo
Þetta hlaup markaði alger
þáttaskil fyrir hann. Honum
tókst ekki að sigra í því, en
í Sao Paulo hitti hann rétta
þjálfarann, Pat nokkum
Clohessy, sem gat bent honum
á ýmsa galla á hlaupalaginu
— og útvegaði honum einnig
hentugt „þjálfunar-prógram“.
Tokíó var eins og fjarlægur
draumur, engu að síður va\
Mills ákveðinn í að komast
þangað. Svo fór, að hann var
valinn í Olympíulið Bandaríkj
anna efcki til að keppa í 10
km. fyrst og fremst heldur í
maraþonhlaupi — hins vegar
fékk hann að taka þátt í 10
kílómetra hlaupinu. Billy Mills
vissi alltaf hvað hann vildi og
hagaði æfingum sínum eftir
því. Skömmu eftir sigurinn í
10 km. sýndi hann 2 blaða
mönnum dagbók, sem hann
hélt, og hún sýnir glögglega
hvernig hann æfði og hvaða
mark hann hafði sett sér. 6.
marz, 1964, hálfu ári fyrir leik
ana í Tokíó skrifaði hann í dag
bókina: „Er í góðri æfingu.
Það verður gull í Tokíó.“ Og
skömmu áður en leikarnir hóf
ust, eða 5. október, skrifaði
hann: „Nálgast nú „toppæf-
ingu“ 200 metra spretturinn
/er, .stórkostlegur. Það getur
pþki orðið annað en gull.“ 8.
október skrifaði hann svo: „Nú
er ,,toppæfingin“ við næsta
horn. Það er enginn sem get
ur unnið mig.“
Ef til vill finnst sumum,
sem þarna sé skrifað af barna
legri bjartsýni, og raunveru-
lega er það svo. En Mills
trúði umfram allt á sjálfan sig
— og það var honum á vissan
hátt styrkur, að hann var því
sem næst óþekktur og enginn
reiknaði með honum. Sjálft
hlaupið í Tokíó var æsispenn-
andi og Mills virtist óheppinn,
þegar Clarke stjakaði honum
Billy Mills fremstur í 10 km hlaupinu í Tokíó.
af innstu brautinni út á ytri
braut í næst síðasta hring. En
þetta varð honum þó til happs
því sú braut var þéttari. Þeg-
ar u.þ.b. 200 metrar voru eftir,
voru þeir þrír í einum hnapp,
á innstu braut, Mills, Gamoudi
og Clarke, en þá geystist Mills
skyndilega fram úr og fór út
á ytri braut og nú kom honum
að góðum notum, að li'ann
hafði æft sig á styttri vega-
lengdum, því meðan Clarke og
Túnis-maðurinn bitust um
innstu brautina sigldi Mills
fram úr á þeirri ytri. Hann
kom í mark rétt á undan þess-
um tveimur höfuðkeppinautum
sínum á nýju olympísku meti
28.24,4 mín. Gamoudi, Túnis,
hlaut 28.24,8 mín. og Clarke
28.25,8.
Hinir 70 þúsund áhorfend
ur fögnuðu þessum úrslitum
gífurlega, fyrst og fremst
vegna þess, að óþekktur hlaup
ari hafði unnið. Bandaríkja-
menn höfðu sérstaka ástæðu
til að fagna, því þetta var í
fyrsta sinn, sem Bandaríkin
hlutu sigur í vegalengd yfir
800 metra á Olympíuleikum í
meira en 40 ár. Heima í Banda
ríkjunum fagnaði kona Mills,
ásamt lítilli dóttur þeirra,
sigrinum.
.Mills hefur látið að því
liggja, að hann ætli að enda
sinn sérstæða feril bráðlega,
— finnst mörgum, sem hann
sé að hætta í byrjun. Mills
hefur sagt, að áður en hann
hætti, vilji hann sigra í lang-
hlaupi í Moskvu. Og það hefur
hann hugsað sér að gera á
sumri komanda, þegar Banda-
ríkin og Sovétríkln mætast á
Lenin-leikvanginum í júlí-
niánuði n.k. Ef að líkum lætur,
ætti honum að takast það, en
hann verður ekki í sömu að-
stöðunni og í Tokíó. Sá Billy
Mills, sem væntanlega hleyp-
ur fyrir Bandaríkln í Moskvu,
er heimsfrægur maður.
(Stytt úr Aktuelt)
Knattspyrnufréttir í stuttu mali
í fyrradag fóru fram
merkir knattspyrnuleikir
erlendis. í Reykjavík fóru
einnig fram nokkrir leiltir,
— að vísu ekki eins merki-
legir, — en í fyrrakvöld
lauk að Hálogalandi inn-
anhúss-knattspyrnumóti
Víkings með sigri Þróttar,
sem vann Keflavík í úr-
slitaleik, 6:5. — Lítum þá
út fyrir landssteinana:
Liverpool—Köln 0:0
Liverpool og Köln mættust
í síðari leik sínum í Evrópu-
bikarkeppninni á Anfield Road
í Liverpool í fyrrakvöld. Eins
og fyrri leiknum lauk þessum
leik svo, að ekkert mark var
skorað, þrátt fyrir mikla yfir-
burði Liverpool, sem átti 90%
af leiknum, og hafa þá Liver-
pool og Köln leikið í samtals
180 mín. án þess að mark væri
skorað.
Á miðvikudaginn í næstu
viku mætast þessi lið aftur,
og þá í Rotterdam. sem er
hlutlaus völlur. Það lið, sem
sigrar, er , komið i undanúr-
slit keppninnar', ásamt Bene-
fica, Vasas, Ungverjalandi, og
meisturunum. Inter-Milan.
Real Madrid—Benefica 2:1
Real Madrid og Benfica
mættust í Madrid í síðari leik
liðanna i Evrópubikarkeppn
inni — frægustu Evrópubikar-
liðin — og sigraði Real Madrid
með 2:1. En þessi sigur nægir
Real Madrid skammt, þvi að
Benfica vann fyrri leikinn með
5:1, — og heldur því áfram í
keppninni með betra marka
hlutfall, 6:2.
Vernon til Stoke.
Síðasti söludagur á pessu
keppnistímabili á Englandi var
á þriðjudag, og merkilegast
var, að Stoke keypti tvo leik-
menn fyrir 70 þúsund pund.
þá Vernon, fyrirliða Everton,
fyrir 40 þúsund og Burrows,
fAston Villa).
Á þriðjudaginn vann West
Ham svissneska liðið Lusanne
með 2:1 í Sviss í Evrópukeppni
bikarhafa. Líklegt er því, að
West Ham komist í undanúr-
slit, en þegar hafa tryggt sér
þann rétt Torino, Ítalíu, og
Múnchen, Þýzkalandi.
Jafntefli á Hampden
Úrvalslið skozku og ensku
deildanna léku á miðvikudag-
inn á Hampden Park í Glasgow
og varð jafntefli 2:2. John
Charlton skoraði fyrir enska
liðið á 29. mín.. en Hughes
(Celtic) jafnaði. Bridges
(Chelsea) náði forystu aftur.
en rétt fyrir leikslok tókst
Hughes að jafna. Enskt deilda-
lið hefur aldrei sigrað í þess-
ari árlegu keppni í leikjum í
Skotlandi. Charlton var góður
sóknarmiðvörður ,en skildi eft-
ir gapandi holur í vörninni. Á
miðvikudag vann Stoke Birm-
ingham 2:1 í 1. deild, og Cryst-
al Palace Preston 1:0 í 2. deild.
Heimsmeistarakeppnin
Wales sigraði Grlkkland í
Cardiff í síðari leik landanna $
undankeppni HM með 4:1. Al-
church var maðurinn bak við
sigurinn og skoraði tvívegis.
England (Blackburn) og Vem-
on (Stoke), skoruðu einnig.
írland vann Holland 2:1, einn-
ig á miðvikudag í undankeppn-
inni .Það var fyrri leikur fé-
laganna, en Sviss er einnig í
riðlinum. Crossan og Neil skor-
uðu mörk írlands.
1 t
a: