Tíminn - 19.03.1965, Blaðsíða 8
i
TÍMINN
FÖSTUDAGUR 19. marz 1965
Atriðl úr kvikmyndinni
Kvikmynd Mai Zetter-
ling sýnd í Cannes
- HEFUR VAKIÐ MIKLA ATHYGU j SVÍÞJÓÐ
Mai Zetterling, sem er ís-
lendingum að góðu kunn, hef-
ur nú gert kvikmynd sem
mikla athygli hefur vakið í
Svíþjóð og hefur verið valin
til sýninga á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes í vor. Myndin
ber nafnið „Álskande par“ og
er hún byggð A skáldsögu, eða
öllu heldur skáldsagnaflokki,
Ágnes von Krusenstjema,
„Fröknarna von Pahlen."
Eins og allir blaðalesendur
vita, er Mai Zetterling kunn
eikkona af sænskum uppruna,
þótt frægð hennar sé löngu
í orðin alþjóðleg, enda hefur
hún dvalizt langdvölum fjarri
heimalandi sínu. Eins og svo
margar kvikmyndastjörnur hef-
ur hún freistað gæfunnar sem
kvikmyndaframleiðandi og gét
ið sér þar gott orð.
Hingað til hefur hún mest
haldið sig við stuttar heimild-
arkvikmyndir, sem hafa mikið
.] verið sýndar i sjónvarpi, en
nú hefur hún lagt á brattann.
j og árangurinn orðið góður.
j Fyrir nokkru dvaldist Zett-
f erling hérlendis og tók þá kvik
l mynd af landi og þjóð. Sunv
" ir voru óánægðir með það, sem
.jj út úr þeirri mynd kom, töldu
frúna hafa lagt helzt til mikla
áherzlu á að sýna það sem mið-
ur fer á sumum sviðum þjóð-
lífs okkar. Mun þó mála sann-
ast að þar hafi sannazt mál-
tækin tvö: Glöggt er gestsaug-
að og Sannleikanum er hver
sárreiðastur. Að minnsta kosti
fór meira fyrir hneyksluninni
yfir að sjá ósómann á tjald-
inu en áhuganum fyrir að upp
ræta hapn hjá sumum, en nóg
urp það. ,
Sænska hlaðið Stockholms-
tidningen segir um hina nýju
mynd Mai Zetterling, að ekki
fari á milli mála, að lærifeð-
ur hennar sóu Alf Sjöberg og
Ingmar Bergman — og munu
víst ýmsir segja, að þar sé ekki
leiðum að líkjast .Ekki fer
heldur hjá þvi að manni detti
Ingmar Bergman í hug, þegar
leikendalistinn í Álskande par
er skoðaður, en aðalleikend-
urnir eru: Anita Björk, Harri
er Anderson, Eva Dahlbeck,
Gunnel Lindblom. Gio Petré.
Gunnar Björnstrand, Jan
Malmsjö, Hans Straat og Bengt
Brunskog. Stockholmstidning-
en segir enn fremur, að þessi
inynd sé ekki „Krusenstjerne
mynd“ heldur hápunktur þeirr
ar þróunar, sem hafi skapað
frægð sænskra kvikmynda á ár
unum eftir síðari heimsstyrj-
öldina. Blaðið segir enn frem-
ur, að ef til vill hafi Mai Zett-
erling ekki tekizt fullkomlega
að ná blæbrigðum ástands milli
stríðsáranna, en engu að síður
sé kvikmyndin meistaraverk,
og minni hún stundum á Gull-
ö]d‘Bunuels. nífnisiírnu in-(!
Ekki eru samt óli blöð á ,
bessari skoðun. Talsvert er um
„djarfar" senur í þessari mynd.
eins og nærri má geta, því án
þess hefði hún vart verið nefnd
„hápunktur beirrar þróunar.
sem skapaði frægð sænskra
kvikmynda á árunum eftir síð-
ari heimsstyrjöldina“ og sum-
um Svíum þykir reyndar nóg
um, eða að minnsta kosti ástæð
una til hennar. Afton-
sagði til dæmis eftir frumsýn-
ingu myndarinnar nú um ára
mótin, að hún ?é samansafn
kynlífsóra og slái jafnvel út
kvikmyndina 491. sem gerð er
eftir samnefndri sögu en um
þá mynd stóðu á sínum tíma
hvað mestar deilur, er upp
hafa komið um sænska kvik-
mynd fyrr og síðar. Aðrir að-
Framhald á 14 stðu
í HLJÓMLEIKASAL
Þrennir orgeltónleikar í sömu
vikunni, með gjörólíkum við
fangsefnum, eru sannarlega
enginn hversdagsviðburður. en
það stórvirki gerði Ragnar
Björnsson að veruleika í s.l
viku. Sú tilraun hans að kynna
og túlka þriú gjörólfk tfmabil.
sem á efnisskránni voru hefut
eflaust orðið mörgum hlustend
um ofurefli þótt sú mikla
vinna, sem 'rarn var lögð verð
skuldaði allt annað en hina
tómu Dekki kirkjunnar.
UpphafstónJeikarnir voru
eðlilega Bach Fjórar Toccötur
dásamlega ólíkir einstaklingar
úr sömu fiölskyldu. en hver
með sitt sterka persónulega
svipmót.
Næsta kvöld réði rómantík
m ríkjum með þeim Regei
Cesar Frank og Mulet, þriðja
og síðasta kvöldið var svo helg
að nútímanuro með verkum E.
Bergman og Oliver Messiaen.
Heildarsvipur þessara þriggja
t.ónleika bar vitni um mjög
mikla alúð flutningi og
stranga vinnu organleikarans
Rangars Björnssonar.
Af Toccötunum fjórura varð
sú doriska d-moll einna minn
isstæðust oa Choralinn í a-moll
eftir Cesar kYank. var glæsi
legur í flutningi. og átti sterk
ar stoðir i staðgóðri uppbygg
171 gu
Þriðja og síðasta kvöldið
hófst á Exultate Erik Berg-
mans með breiðum og hrika
legum inngangstónum. þar sem
Ragnai sýndi mjög sterka per
sónulega ínnlifun. og varð verk
'ð einkar áhrifamikið í túlkun
hans 4ð ,'>Rum voru svo *
oættir úr Hæðingu frelsar
ans’ eftir Messiaen Þetta er 1
stuttu mán beillandi verk, að-
cengilegt hverjum. sem vill
hlusta og nefi>- óta) hliðar
byggðar upp af einfaldasta efni
við. Að auki bregður höf víða
upp sérstæðrt og skemmtilegri
orgel-tækni, sem Ragnar gerði
með afbrigðum góð skil. Yfir
registri hans er yfirleitt bjart.
og tækni hans mjög haldgóð
Þótt kirkjutónleikar. gefi ekki
tilefni til að hylla listamann
inn. svo sem gerist. á öðrum tón
leikum. nát.tj vel merkja 6
venjulega stemmningu hins fá
menna hóps nlustenda i kirkj
unni þetta K'>ðld Ragnar er nú
á förum af iandi burt að sinni
og fylgja nonum allar góðar
óskir f þá .*etsu og þakkar und
irrituð honum þann stóra
skerf til Kirkíutónlistar sem
hann lét i -e með sínum þrem
tónleikum vonandi bregðast á
heyrendur udrei aftur svo
urapallega sjalfum sér oa óðJ
um og koma auga a ovar hin
sönnu verðm.Bti er að finna.
Unnur Arnórsdóttfr
Nýr sproti á íslenzkum Ijóðbaðmi
Raddir morpnsins
Mikið hefur verið deilt um
listgildi órímaðra ljóða. Og
sumir virðast álíta, að rímið
eitt veiti Ijóðum listgildi, svo
að órímað ljóð sé í rauninni
aðeins nafn andlausra orða.
Svipað má segja um ljóðstafa-
setningu íslenzkra kvæða, án
þeirra ekkert Ijóð, sem nefnzt
geti því nafni
Sízt skal ég lasta rím og
ljóðstafi. Þetta form hafa stór-
menni andans á íslandi notað
af snilld um aldaraðir.
Samt hefur mig oft furðað
á skrifum ágætra og viturra
manna, sem ekki virðast geta
viðurkennt skáldskap, nema
hann sé í þessum hefðbundnu
klæðum ríms og ljóðstafa.
Nú hljóta þessir sömu
menn að vita, hve andlausa
flatneskju að hugsun og til-
finningu er hægt að birta í
rími og ljóðstöfum.
Og þeim hlýtur líka að vera
kunnugt, að sjálf Völuspá, eitt
frægasta Ijóð íslenzkt er rím-
laust ljóð og sama er að segja
um sum fegurstu kvæði Jón-
asar Hallgrímssonar, t.d. Sól-
setursljóð hans, svo að eitt-
hvað sé nefnt.
Mér er einnig sagt, að ljóð-
stafir séu nær eingöngu ís-
lenzkt fyrirbrigði í framsetn-
ingu Ijóða. Þótt slík framsetn-
ing só fögur og enginn mundi
vilja sneyða íslenzkt mál þess-
um búningi, þar sem hann á
við eða hefur verið notaður af
snillingum, þá væri þó of mikið
að synja fyrir, að öll útlend
Ijóð séu skáldskapur og lista-
verk, af því að Ijóðstafina
vanti.
Svo mætti gjarnan minna á
það, að sum erlendra ljóða á
íslenzku þýdd, hafa verið hin
áhrifamestu á alla hugsun og
list, þótt ekki hafi verið færð
í íslenzkan búning ljóðstafa og
ríms.
Þar vil ég minna á ljóð
Ritningarinnar: Sálma ísraels,
Sæluboðanir Krists, Kærleiks-
óð Páls postula. Allt eru þetta
listaverk í ljóðum, flestum
frægari, en skortir algjörlega
þessi einkenni íslenzks kveð-
skapar. Enginn mundi dirfast
að rýra listgildi slíkra gim-
steina anda og hugsunar, þótt
slíkt atriði vanti og frægari
skáld en Kristur og Páll
mundu vandfundin í veröld-
inni, enda ortu þeir Ijóð sín
í búningi síns máls, þótt ann-
að gæfi þar búningnum svip.
Lengi hef ég þráð að sjá
laufgaðan sprota þessarar aust
rænu spekiljóðagerðar á ís-
lenzku. Steinn Steinarr komst
þar næst. En efniviður hans
og aðferð var ekki af svipuð-
um toga nema sjaldan.
Ljóð Tagores, þýdd, voru
næst þessu ljóðformi, þar sem
segja mætti, að efnið bæri ytri
búning ofurliði. Þá kom ijóð-
þýðing á „Spámanni" Gibrans.
En vart_ mun almenningur á
nútíma íslandi hafa gefið sér
tíma til að gaumgæfa svo fram
andi boðskap og búning þótt
heillandi sé.
En nú hefur þýðandi Gibr-
ans, Gunnar Dai sjálfur ort
heila Ijóðabók - þessu nýja
formi austrænna spekiljóða.
Það má telja hana nýjan
sprota á íslenzkum Ijóðbaðmi.
Og þótt hann verki framandi
við fyrstu sýn á þessum forna
meiði Eddu. Óðs. dróttkvæða
og rimna, þá hygg ég, að hér
sé upphaf sem iengi verður
minnzt.
Ég veitti þessari bók satt
að segja ekki sérstaka athygli,
vissi ekki um gerð hennar fvrr
en ég sá hana fordæmda í
blöðum dagsins. Fordæming
gagnrýnenda. minnsta kosti
þeirra, sem mest baða út and-
Iegum öngum nú og hróoa vej,
vei, er yfirleitt tákn og kall
um, að þar sé eitthvað nýtt
og sérstætt og þá oftast einn-
ig fagurt og dýrmætt á ferð.
Og aldrei skil ég, hvernig þeir
menn eru valdir til að dæma
um listir annarra, sem ekki
eru snillingar sjálfir á því
Gunnar Dal
sviði, sem þeir dæma. En slepp
um því, þetta kann allt af hafa
sitt gildi. Gagnrýnin er alltaf
löngu gleymd, þegar skáldið
hefur letrað sitt letur í hjört-
un, svo hefur verið með Jón-
as og Steingrím, Einar og
Matthías og öll okkar beztu
skáld.
Þessi bók Gunnars Dal,
Raddir morgunsins er austræn
að formi og anda, en samt á
ijúfu íslenzku ljóðmáli, rim-
laus ljóð og ljóðstöfum bregð-
ur fyrir ekki öðruvísi.
Og sannarlega má sitthvað
finna til foráttu. Öll frumsmíð
stendur til bóta. Vel gæti
manni orðið á að telja eitt-
hvert ljóðið iítilsvirði við
fyrstu sýn. En lesi maður það
aftur og aftur, verkar einhver
töframáttur, sem brýtur niður
alla andstöðu og orðin syngja
sig inn í vitundina líkt og
biblíuljóð, spekirit.
Það er næstum sama, hvar
bókin er opnuð. Orðin líða
fram hjá, fersk og hlý, líkt
og morgunblær. Og þau gætu
horfið án áhrifa, án samleiks
við nokkurn streng. En lesir þú
tvisvar sama kvæðið byrjar það
að óma iíkt og töfrandi lag.
Tökum t.d. þetta, valið um
leið og bókin opnast af sjálfu
sér:
„Það er ekki fjöldinn, sem
gerir bjóðir miklar,
heldur hinir frjálsu, sterku
menn,
sem hefja sig til flugs á
vængjum framtíðarinnar.
Frá dauðum hugmyndum,
steingervingum andans
en flytja þó hina fornu horn-
Framhald á 12. síðu