Tíminn - 20.03.1965, Síða 11

Tíminn - 20.03.1965, Síða 11
LAUGARDAGUK 20. marz 1965 TÍMINN n 21 húsgögnum. Hreint ekki neitt. Handan vegarins sáum við nokkra brezka fanga, og með því að fela okkur í dyrunum, svo að varðmennirnir gætu ekki séð að við vorum að senda merki, komumst við að því, að þeir voru af herskipinu Stronghold og olíuskipinu Francol. Einn sjóliðsforingi var meðal þeirra — eini yfir- maðurinn af Stronhold, sem bjargazt hafði, en honum hafði áður verið bjargað af Prince of Wales. Hann hét Ian Forbes, mjög fær ungur liðsforingi, sem lent hafði í sjóhrakniugum þrisvar sinnum á þremur mánuðum auk þess, sem hann hafði tekið þátt í bardaganum um Noreg. Moskítóflugurnar voru óþolandi þessa nótt. Þær, óþæg- indin af að liggja á hörðu gólfinu, þreytan og hungrið komu í veg fyrir, að við gætum sofið. Við þetta bættist svo, að við vorum farnir að gera okkur fullkomlega ljóst, að við vorum fangar Japana. Við vorum búnir að finna smjörþefinn af grimmdinni. Hann var ekki upplífgandi. Hagyrtur náungi úr okkar hópi lýsti einu fyrsta vanda- máli okkar í smávísu, en innihaldið var eitthvað á þá leið, að það væri ekki virðulegt að sjá liðsforingjana sitja á hækjum sér í hinum fjarlægari Austurlöndum. Salernin, sem upphaflega höfðu verið ætluð hinum inn- fæddu, voru þannig, að menn urðu að sitja á hækjum sér, á meðan athöfnin fór fram. Þetta og skorturinn á næði, hafði þau sálrænu áhrif, að flestir liðsforingjanna voru með hægðateppu í fyrstu tvær eða þrjár vikurnar. Japanamir höfðu valið hollenzkan ofursta, Gortmans að nafni, sem vera skyldi æðsti yfirmaður fangabúða af okk- ar hálfu. Þetta var eðlilegt, þar sem Hollendingarnir voru 1800, við aðeins 945 og Bandaríkjamennirnir 167. Eftir nokkurra vikna dvöl í fangabúðunum kom skipun um, að háttsettustu liðsforingjarnir úr hverjum hópi og sérfræð- ingar allir skyldu sendir til Japan. Þar sem ég var þriðji í tignarröðinni ofan frá, og var ekki sendur í burtu, tók ég fljótlega að mér yfirstjórn okkar manna í búðunum. Aðbúnaðurinn var langt frá því að vera góður. Fyrsta mánuðinn fengum við ekki annað að borða en hnöttótta hveitibollu í morgunverð, og síðdegis fengum við skál með soðnum hrísgrjónum með dálitlu af grænum hrafnaklukk- um og þurrkuðum fiski, sem lyktaði illa. Það var allt og sumt. Við bjuggum til smápappírshatta úr umslögum til þess að hafa hrísgrjónin í, þar sem ekki var um neina diska að ræða. Menn fóru að verzla við hina innfæddu í gegn um girðingarnar til þess að reyna að seðja hungur sitt, en það var algjörlega andstætt reglum Japana og leiddi til mikilla vandræða í sambandi við varðmennina og orsak- aði ofbeldisaðgerðir og judoæfingar. Sums staðar var mjög þröngt um mennina í bröggunum. Fyrir kom, að fjórum mönnum væri aðeins ætlaður einn fermetri án nokkurs rúmstæðis eða húsgagna. Hitinn var óskaplegur, og það var næstum hægt að sjóða vatn með því að setja það í potti út í sólskinið og halda smáglerbroti yfir því. Við hin almennu óþægindi bættist svo svefnleysi og klæðaskorturinn varð til þess að moskítóflugurnar lögðust enn frekar á menn, og gekk þetta stundum svo langt, að rotnun komst í flugubitin. Á hinn bóginn voru Hollendingarnir fremur vel settir. Þeir voru í stígvélum, einkennisbúningum, höfðu öll nauð- synlegustu tæki, moskítónet og önnur þægindi. Þeir áttu líka peninga. Nokkrum einstaklingum heppnaðist að fá lánaðar hjá þeim lágar upphæðir, en bæði mér og yfir- manni Bandaríkjamannanna mistókst gjörsamlega að fá lán fyrir flokka okkar. Okkur var sagt, að ekki væri nóg til þess að styrkja okkur, en síðar, þegar skipta varð öllum hollenzkum peningum fyrir japanska hermanna- gjaldmiðilinn, afhentu Hollendingarnir 47 þúsund gildi (yfir 6000 pund). Þegar mér barst fregnin til eyrna, hóf ég máls á þessu aftur við Hollendingana og tókst þá að þá að fá lán hjá yfirmanni þeirra, sem kom fram sem fulltrúi hollenzku stjórnarinnar. Mönnunum voru síðan greidd eitt eða tvö gildi á mánuði, og auðveldaði það þeim að kaupa brýnustu nauðsynjar, svo sem sápu og tannkrem, og auk þess bannvörur og þá sérstaklega pálma- sykur. Það dró mjög úr kjarkinum þennan fyrsta mánuð og aginn var orðinn að engu. Ménnirnir gerðu það, sem þeim þóknaðist. Siglingafræðingurinn okkar, R:K. Hudson, vann mikið og erfitt verk á þessum tíma, sérstaklega sem milli- göngumaður milli okkar og Hollendinganna, en þeir voru grunaðir um að deila matnum ekki alltaf réttilega út. Hann var rólyndur, samvizkusamur og duglegur liðsfor- ingi, sem féll bezt einvera, hættur og mannraunir. Hann hafði fengið heiðurmerki fyrir störf sín í sambandi við tundurduflaslæðingar, áður en hann kom á Exeter, og {| _ FYRRIK0NAN HANS DENISE ROBBINS hér . . vera góð við Conrad og Kate. Þau eru næstum óþekkjan- leg frá því fyrr, bæði hvað snert- ir hegðun og kunnáttu. — Ég er fegin, að þér eruð ánægður með mig, sagði ég vand- ræðalega. Hann gekk að dyrunum og opn aði þær. Svo brosti hann til mín. — Allt gleymt? — Auðvitað, fullvissaði ég hann um. — Þökk fyrir, vina mín, þér skuluð ekki halda að öllum smá- greiðum yðar sé engin athygli veitt. Þér eruð mjög nærgætin og jafnlynd og það er áreiðanlega ekki alltaf auðvelt fyrir yður hérna. Ég vissi að hann átti við ýmsar illgirnislegar athugasemdir systur sinnar í minn garð. Ég hafði grun um, að hann hefði stundum orð- ið undrandi upp á síðkastið að sjá, hversu erfið hún var, en mér þótti ekki vænt um það. Ég vildi ógjaman verða þess valdandi að í odda skærist milli þeirra. En þegar ég gekk út úr her- berginu fannst mér að hann harfnaðist mín engu síður en börn in hans. Og það var stórkostlega yndisleg hugsun. 7. kapituli. Það lá við að ég yrði fegin, þegar Esmond fór til Milano í lok vikunnar, þar sem hann átti að stjóma hljómleikum. Samt var allt tómt og kalt eftir að hann fór og það leið næstum heill mán- uður áður en ég sá hann aftur. Nokkrum dögum seinna sendi lafði Warr boð eftir mér og gaf mér fyrirmæli að pakka fyrir sjálfa mig og bömin. Hitinn við Rivierana var kæfandi og doktor Valguy hafði stungið upp á, að við færum öll upp í fjöllin nokkurn tíma. — Og doktor Valguy kemur með okkur, sagði lafði Warr ijóm- andi af gleði — er það ekki elsku- legt að hann kemur með bara til að líta eftir mér. Ég gladdist ekki við tilhugsun-l ina um að búa á sama hóteli og' Lucien Valguy. Það var nógu erfitt að halda honum í hæfilegri fjarlægð hérna. Hótelið var við, Mont Viso. Þar voru sundlaugar og tennisvellir og ailt að sjálf- sögðu íburðarmikið og dýrt. Ég var ögn farin að venjast þessum nýja heimi, þar sem peningar virt ust ekki skipta minnsta máli. Og ég hafði getað sparað ögn saman svo að ég gat sent Robin væna ávísun í afmælisgjöf. Ég hafði líka keypt mér kjólaefni í Cannes og ætlaði að sauma nokkra kjóla og pils. Ég var orðin mjög sólbrún uppi í fjöllunum, börnin og ég vorum venjulega úti allan daginn. Ég hefði notið dvalarinnar, ef skki hefðu verið t/eir agnúar á. Fyrst og fremst hinn uppáþrengjandi Lucien og í öðru lagi saknaði ég Esmonds meira en ég kærði mig um að viðurkenna. Ég þorði ekki að spyrja eftir honum. Ég þorði ekki einu sinni að nefna hann við lafði Warr. En hann sendi börnunum póstkort frá Ítalíu, svo að þau sögðu mér að minnsta kosti, hvar hann var staddur. Og einu sinni . . . sendi hann kveðju til mín. Til allrar óhamingju nefndi hann mig með fornafni. — Skilaðu kærri kveðju til Shelley. Ég vonaði, að lafði Warr fengi ekki að sjá kortið en Conrad sýndi henni það um hádegið sama daginn. — Pabbi bað líka að heilsa Shelley. — Mjög hugulsamt af honum, sagði sir Austen og horfði vina- lega á mig. —Shelley? Meinarðu ungfrú Bray? Hann skrifaði Shelley, svaraði Conrad. — Einstaklega heillandi nafn, sagði Lucien og leit á mig. Ég fann að ég roðnaði. Lafði Warr tók kortið, las það og rétti frænda sínum þar aftur. Hún sagði ekki orð. En andrúms- loftið var svo þungt, að það hefði mátt skera bað með hníf. Vesalings Esmond, hugsaði ég. — vissi víst ekki í hversu mikla klípu hann kom mér með þessum hlýlegu orðum. Einhverra hluta vegna hafði lafði Warr haldið áfram að vera þægileg við mig, eftir að við kom- um hingað. Nú dró hún bréf upp úr vasa sínum jg sneri sér að Lucien. — Ég ætla að leyfa þér að eiga þátt í leyndarmáli, Lucien, sagði hún blíðlega. — Austen varð svo glaður. þegar ég sagði honum frá því . . . þú manst eftir hinni töfrandi greifynju de la Notte? — Já, auðvitað, svaraði Lucien — Hin fagra Sophie. — Þú veiz kannski líka, að hún skildi við eiginmann sinn? — Já, ég heyrði það og hún fékk umráðarétt yfir barninu, var það ekki. Ég man að ég var sóttur til telpunnar, þegar hún var hér í fyrra og fékk kíghóstann. — Einmitt. Jæja, maðurinn hennar Sophie dó fyrir nokkru, svo að nú er hún fullkomlega frjáls. Alveg yndisleg manneskja . . . og alltof ung til að vera lengi ein . . . ekki nema þrítug, veiztu, og Renata er jafngömul Kate. — Og faðir greifynjunnar er milljónamæringur, ef ég man rétt. — Já, hún er ein af ríkustu konum Frakklands. — Hún verður þá ekki í erfið- leikum með að ná sér í mann, sagði Lucien — Rík, fögur, tja, tja. — Einmitt, og þess vegna varð ég svo glöð þegar ég fékk bréfið frá Esmond. Svo virðist sem þau séu mikið saman um þessar mund ir. Hún fór til Milano gagngert til að hitta hann og hún er þar núna. Hún er mjög músíkölsk. Ég sagði einmitt við Austen, að það væri dásamlegt ef . . Hún sneri sér að mér, svo hélt hún áfram — ef okkar kæri Esmond gæti fundið hamingjuna í hjónabandi með Sophie. Ég gæti ekki afborið, að hann giftist konu, sem mér félli ekki við. Sophie hefur alltaf ver- ið dásamleg manneskja. Esmond lýsti því fyrir mér, hvað hún hefði verið töfrandi í Dior kjól þegar þau borðuðu saman eftir hljómleikana um daginn. Auðvit- að má ekki slá neinu föstu, eða tala um þetta við óviðkomandi, en . . . Ég heyrði ekki meira en hjarta mitt barðist ákaft þegar ég kom upp I barnaherbergið. Ég hlustaði vélrænt á tal barnaanna. Þau vildu fá nesi og fara í gönguferð að lítilli á, sem við höfðum nýlega uppgötvað. En fyrst áttu þau að leggja sig. — Get ég ekki skrifað pabba á meðan, spurði Conrad. — Jú, svaraði ég. Kate vildi líka skrifa og ég hjálpaði henni. Mig langaði líka til að skrifa til ans, en ég þorði ekki. Ég hugsaði um hina fögru ríku greifynju de la Notte sem var með honum í Milano. Kona sem hafði allt að bjóða honum . . . fegurð, reynslu, peninga og tón- mennt . . . Það var ekki fyrr en nú, að ég viðurkenndi fyrir sjálfri mér að ég elskaði hann. Að ungpíuleg ásthrifning mín hafði vaxið og þroskast og orðið að heitri og djúpri ást. Ég horfðist í augu við þessa staðreynd . . . og var skelfd. i Ég vissi að ég hafði engan rétt ; til að hugsa um Esmond á þenn- ■ an hátt og ég varð að kæfa þessa | ást áður en hún yrði mér að öllu leyti yfirsterkari. Conrad sýndi mér bréfið, áður en við fórum út úr hótelinu. Það var barnalegt og þó með nokkr- um villum, en mjög elskulegt. Ég vona þér líði vel. Mér fanst gaman að korrtinu frá Kyrkjunni í Milen. Nú förum við að veyða með ungfrú Bray. Mér finnst meira gam- an hér enn heima. En mér leiðist doktor Val. Hann er ómerkilegur kjaftaskúmur. Kveðja frá Conrad. Ég varð að kyngja tvisvar og ' ég vissi, að Conrad horfði rann- sakandi á mig. — Hvers vegna skrifar þú að doktor Valguy sé kjaftaskúmur, Conrad — raunar skrifarðu það með tveimur f-um í staðinn fyrir einu. — Af því hann er það, svaraði Conrad. Viltu segja mér hvers vegna. Drengurinn brosti. — Ég skal veðja að þú ' eizt það. 1

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.