Tíminn - 20.03.1965, Side 12
HDSB9B TÍMINN HENNAR
LAUGARDAGUK 20. marz 1965
Stórveldin keppast
um framleiðsluna
í glampandi sólskini er för okkar heitið niður á Oddeyrina á
Akureyri, en þar er prjóna og fataverksmiðjan Hcgla í núýum húsa-
kynnum. Ætlunin er að liitta að máli Ásgrím Stefánsson, forstióra,
sem er nýkominn frá Ameríku og spyrja hann frétta úr fðrinni.
— í hvaða tilgangi var för pín
farin?
— Ætlunin var að athuga um
sölumöguleika á framleiðsluvör-
um verksmiðjunnar, og fór ég
þangað ásamt Harry Fredriksen.
norðan, enda þótt hafísinn sé hér
í fjarðarmynninu.
*
Fjöldi þakkarbréfa.
— Við höfum gert dálítið af
því að auglýsa Heklu peysur í
Ástralíu, frá Noregi því mikla
peysulandi, Þýzkalandi, Finnlandi
og víðar. Þetta er frá einstakling-
um, sem panta eina og eina peysu,
og má segja að eldgosamynztrið
njóti mestra vinsælda.
framkvæmdastj. verksmiðja S.Í.S. íslenzkum kynningarritum, sem
— Selduð þið mikið af peysum\? dreift er erlendis. Árangurinn hef j
— Nei, það var ekkert selt í
þessari fer, þó að þeim hefði ekki
veitt af því að fá sér nokkrar
hlýlegar peysur í New York. Það
ur orðið sá, að okkur hafa borizt I
fjöldi pantana frá einstaklingum, j
víðsvegar að úr heiminum. Það'
hafa borizt fyrirspurnir og pant- j
var kaldara þar en héma fyrir anir frá landi sauðkindarinnar,1
RITSTJÓRI: OLGA ÁGÚSTSDÓTTIR
—Og Ásgrímur sýnir okkur
bunka af bréfum, sem hafa bor-
izt meðan hann hefur verið fjar-
verandi, margt af þessu eru þakk-
arbréf, þar sem kaupandinn þakk-
ar fyrir góða og fallega flík og
fljóta afgreiðslu.
— Hvað framleiðir verksmiðj-
an margar peysur á dag?
—Um það bil 400 eða 8 þús-
und peysur á mánuði. Rússamir
kaupa stóran skammt af þessu,
peysurnar era eftirsóttar þar í
landi og seljast á háu verði.
— Hvaða lit era Rússamir
mest gefnir fyrir.
— Það er auðvitað rautt, því
næst gult, grænt og blátt. Aðal-
lega era það sterkir litir, sem
þeir vilja, en þetta eru ekki ein-
litar peysur, þær eru allar með
einhverju mynztri.
Svo eram við farnir að fram-
leiða peysur fyrir amerísku túr-
i istana, sem koma til landsins. Þær
eru þó nokkuð öðruvísi en Rússa
peysurnar, sem að líkum lætur.
Þær peysur, sem ferðamennirnir
kaupa eru í sauðalitunum og ýfð-
i ar í þar til gerðum vélum. Þeim
! er gefinn kostur að velja um heil-
ar peysur eða hnepptar með silf-
urhnöppum. Það má segja að
stórveldin keppist um peysur frá
okkur og er það vel. Þrátt fyrir
þetta er alltaf hugsað um að fram
leiða nóg fyir innlenda markað-
inn. Eftir stríðið var aðallega
framleitt úr erlendri upp, en nú
er svo komið, að nær eingöngu
er framleitt úr íslenzkri ull, sem
er hentug fyrir veðurfarið hér á
landi. Er mér óhætt að fullyrða,
að þessar íslenzku peysur eru ódýr
ustu prjónavörarnar á markaðin-
um í dag.
— Er nokkuð nýtt hjá ykkur
í vændum?
— Já, við erum alltaf að breyta
um liti og mynztur. S.l. ár var
byrjað að prjóna úr Dralon-efni,
sem bæði er sterkt og hlýtt. Það
er gott í þvotti og heldur sér vel.
Við framleiðum líka brúna jakka
úr skinnlíki fyrir æskulýðinn.
— Ætlið þið að hefja fram-
leiðslu á mynztruðum kvensokk-
um, eins og eru mest í tízku
París núna.
— Nei, enga slíka sokka. Ég
seldi vélina til Afríku fyrir löngu
síðan. Það er alltof tímabundin
tízka til þess, að það borgi sig
að framleiða slíkt.
Lyftir 5
tonnum
af þvotti
Ennþá höfum við engar
nákvæmar upplýsingar um
það< hvort þvottur slitnar
méira við venjulegan hand
þvott eða í þvottavél. Samt
bendir allt í þá áttina, að
sé þvegið upp á gamla mát
ann, í stórum suðupotti
og á þvottapotti, slitni
tauið minna.
En þessi vafasami ávinn-
ingur er dýrkeyptur. Talið
er að 1 kg. af blautum
þvotti vegi 3 kg„ og þar
sem áætlað er, að 4 manna
fjölskylda hafi rúmlega 500
kg. af óhreinum þvotti um
árið, þá er ekki fjarri lagi
að áætla að liúsmóðirin
lyfti 5 tonnum af þvotti ár-
lega, einungis við að skola
hann. Því getur þvottavél,
sem léttir þessu oki af kon
unni ekki talizt beinn lúx-
us, heldur ómissandi heim
ilistæki.
Vönduð framleiðsla.
Auk þess að framleiða peysur,
þá era framleiddar hér úlpur
sokkar, vinnufatnaður og fleira.
Ég vil halda því fram, að íslenzk-
ur vinnufatnaður sé vönduð vara
og standist fyllilega samkeppni
við erlenda. fslendingar eru marg
ir hverjir því marki brenndir, að
þeir halda að allt sem erlent er,
sé gott.
Nú flæðir yfir markaðinn er-
lendur fatnaður, sem er mjög lé-
legur að gæðum en ódýrari en
sá íslenzki. Gæðamat hjá íslenzk-
um verksmiðjum er hátt og efn-
ið, sem unnið er úr, er fyrsta
flokks vara. Eins og húsmæður
hafa orðið varar við, þá er á út-
sölum nær eingöngu erlendur
vinnufatnaður, sem hefur dagað
uppi. Það heyrir til undantekn-
inga, ef verksmiðjan fær endur-
sendar vörur vegna galla. Ég vil
hvetja alla til þess að styrkja ís-
lenzkan iðnað og ber saman
vöragæðin á honum og erlendum
áður en kaupin eru'gerð, segir
Ásgrímur að lokum.
NYLON
ÚLPUR
VERÐ
NO.: 6— 8 KR. 595,00
NO.: 10—12 KR. 680,00
NO.: 14—16 KR. 765,00
RETTUR VIKUNNAR
BÆNDUR!
Óska eftir að koma tveim
drengjum i sveit í sumar.
Þarf ekki að vera á sama
bæ. Annar alvanur sveita-
störfum.
Upplýsingar í síma 13777,
eða tilboð sent afgreiðslu
blaðsins, merkt: „Drengur
í sveit“.
Franskt buff.
1/2 kg. nautakjöt (bein-
laust)
salt og pipar
40 gr. smjörlíki
1/2 dl soð
20 gr smjör
50 gr smjör
persilla
Úr 50 gr af smjöri era mót-
aðar smjörkúlur, og þær hafð-
ar jafnmargar og biffsneiðarn
ar eru. Persillan er söxuð í
smátt og undin í þurrum lín-
klút. Smjörkúlunum er velt
upp úr persillunni. Kjötið er
skorið í sneiðar. barið og stráð
salti og pipar. Smjörlíkið lát-
ið á pönnu og brúnað. Buffið
brúnað í því i 3—4 mín á
hvorri hlið. Buffinu síðan rað-
að upp á heitt fat. 1/2 dl. af
soði er sett á pönnuna og 20
gr af smjöri bar saman við,
síðan er suðan látin koma upp
og því hellt í sósukönnu.
Smjörkúla er látin á hverja
buffsneið og soðnar kartöflur
bornar með.
Kálfakjöt í rjómasósu.
400-500 gr. kálfakjöt
30 gr. svínaflesk
2 tsk. hveiti
1/2 tsk. salt
pipar
40 gr. smjörlíki
1 dl. rjómi.
Kjötið skorið í fingurþykk-
ar sneiðar, 4—6, og þær barð-
ar. Fleskið skorið í ræmu og
ræmunum stungið inn í kjöt-
sneiðarnar. Hveiti og kryddi er
blandað saman. Kjötsneiðun-
úm velt upp úr því og brún-
aðar í smjörlíkinu. Þá er rjóm-
anum hellt yfir og h'lemmur
settur á. Kjötið er soðið við
mjög hægan hita í ca. 15—20
mín, eða þangað til það er
meyrt. Kjötið og sósan er lát-
ið á fat, ofurlítið vatn sett á
pönnuna og soðið augnablik
og því einnig hellt á fatið.
Borðað með soðnum kartöfl
um.