Tíminn - 25.03.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.03.1965, Blaðsíða 1
ísinn dunar • 'i'i'ii'ifiMiittáriTifiBíir r - i iíinrnmiyhi af öskrum bjarndýra MB—Reykjavík, miðvikudag. f dag heyrðust greinilog bjarn dýrsöskur frá Mánarbakka á Tjör nesi og virtust þau koma skammt frá landi. Virðist því bersýnilegt að ísbirnir hafist við á ísnum fyr ir norðan, enda þarf það engum að koma á óvart eftir reynslu fyrri ísára. Má því hvenær sem er bú- ast við því að ísbimir geri vart við sig í mannabyggðum nyrðra og vissara fyrir ibúa þar að vera við öllu búnir. Blaðið átti í kvöld tal við Aðal geir Egilsson á Mánarbakka og sagðist honum svo frá: Kári Jónasson, blaðamaður við Tímann, var fyrr en nokkurn varði kominn í jeppa upp á há- bungu Langjökuls nú fyrir skömmu. Hann hafði verið send- nr upp á jökulinn til að tala við og taka myndir af þýzkum kvik- myndaleikurum. Vinnufélögum Kára á Tímanum þótti 'hlýða að taka á móti iöklafaranum með rjómatertU/ sem var eftirlíking af jöklinnm og rauður jeppi efst. Hér er Kári að skera tertuna, en á bls. 6—7 í dag skrifar hann um jökulferðina. — Við erum búnir að heyra þessi öskur nokkrum sinnum í dag, í fyrsta skipti milli klukkan þrjú og hálf fjögur og síðast klukk an rúmlega fjögur. Okkur virtust öskrin koma örskammt frá, en hæg norðan gola var á, svo öskrin gátu borizt langt að, en sagt er að þau heyrist ótrúlega langt að, ef veðurskilyrði eru þannig. Við vorum á göngu hér austur með sjó í leit að minkum, þegar við heyrðum öskrin. Með mér var Þórður Pétursson minkaeyðir frá Húsavík og piltur þaðan. Ástæðan fyrir ferð okkar var sú, að hér sást í gær slóð eftir mink og ætl uðum við að drepa hann. — Hverju líktust þessi öskur? — Ef ég á að miða þau við ein- hver dýrahljóð, sem ég hefi áður heyrt, þá voru þau einna líkust dimmu nautsöskri, nema öllu hljómmeiri, og einstaka sinnum brá fyrir eins og góli. — Við héldum heim, skömmu eftir að við heyrðum öskrin, en fórum svo aftur austur með í von um að heyra meira og getá betur áttað okkur á þessu en komum heím í rökkrinu, án þess að verða neins varir. Framhald á 11. síðu. FRELSISGÚNGUNNILAUKIGÆR E.J.-Reykjavík, miðvikudag. í rigningu í kvöld kom frelsis gangan svonefnda til Montgo- mery í Alabama eftir að hafa gengið 80 km leið frá Selma með dr. Martin Luther King, friðarverðlaunahafa, og Ralph Bunche, aðstoðarframkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, í fararbroddi. 4000 hermenn úr þjóðvarðaliði Alabamaríkis vernduðu göngumennina á leið þeirra samkvæmt skipun Bandaríkjastjórnar, eins og sést hér á myndinni. Gangan gekk mjög friðsamlega fyrir sig, en á einstaka stað hrópaði þó hvítur múgur haturs- og ókvæðisorðum að göngumönn- um. Aðeins um 300 manns gengu mestan hluta leiðarinnar. Það kom þó ekki til af því að fleiri hefðu ekki feng- izt í gönguna, heldur vegna þess, að dómstóll einn í Ala- bama bannaði fleirum að ganga alla leið vegna umferðarörygg- is á þjóðveginum. Um 5000 manns gekk fyrsta daginn. Þegar göngumenn komu inn til Montgomery í kvöld var úr- hellisrigning, en þeir létu það ekki á sig fá, heldur héidu ótrauðir áfram og báru fána sína hátt. Baráttumenn fyrir jafnrétti í Alabama höfðu tvisvar sinn- um áður reynt að fara í göngu til Montgomery frá Selma, en í bæði skiptin stöðvaði lögregl- an þá, í fyrra skiptið af mikilli grimmd. Höfrungavaða drapst í hafísnum við Þórshöfn KJ-Reykiavík, míðvikudag. f gærkvöldi voru þrír menn frá Þórshöfn á ferð úti á Sauðanesi, skammt utan við Þórshöfn, og komu þá auga á höfrungahóp, sem var innilokaður í ísnum skammt undan landi, og lét all ófriðlega. f morgun fóru svo menn frá Þórs höfn tii að huga að höfrungunum, skutu þeir og skáru ellefu höfr- unga, en það sem eftir \ar drapst í vökinni og sökk. Tíminn hafði í kvöld tal af Gunnlaugi Sigvaldasyni verzlunar manni á Þórshöfn, en hann og Gísli Pétursson kaupfélagsstjóri fóru strax út að vökinni í gærkveldi þegar fréttist um höfrungana. — Við fórum í gærkveldi út á Sauðanes, sem er skammt fyrir ut an Þórshöfn, strax og fréttist um að höfrungahópurinn væri þar innilokaður í vökinni Staðurinn þar sem höfrungarnir lokuðust inni er um einn kílómetra utan við flugvöllinn, og um 150 metra frá fjöruborðinu. Þegar víð kom um þangað út eftir blasti við okk ur heldur óhugnanleg sjón, og mikil óhljóð bárust að eyrum okkar. Höfrungarnir, um 40—50 að tölu börðust um í vökinni. og strokkuðu upp og niður. ísinn í kringum vökina var þá þegar orð inn blóðlitaður, og lágu þrír þá dauðir á ísnum sem höfðu stokkið upp á hann og orðið þar til. Kraumaði þarna eins og í potti, og gufu lagði úr vökinni vegna hamagangsins í höfrungunum. — í morgun fóru svo þrír menn héðan frá Þórshöfn og höfðu þeir smábát með sér til þess að komast í gegnum ísskæn una og út að vökínni. Voru þetta þeir Gísli Pétursson kaupfélags- stjóri, Jóhann Jónasson útgerðar Framhald á 11. síðu AÐALFUNDUR MIÐSTJÓRNAR HEFST Á MORGUN KL. 2. Aðalfundur miðstiórnar Framsóknarflokksins hefst kl. 2 á morgun í félagsheimili flokksins, Tjarnargötu 26. Áætlað er að fundurinn standi í þrjá daga. Fundurinn hefst með yfirlitsræðu formanns, Eysteins Jónssonar, skýrslu ritara, EJelga Bergs, og skýrslu gjaldkera, Sigurjóns Guðmundssonar. Auk miðstjórnarmanna eru boðaðir á fundinn, formenn kjördæmissam- bandanna og ritstjórar allra flokksblaðanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.