Tíminn - 25.03.1965, Qupperneq 10

Tíminn - 25.03.1965, Qupperneq 10
10 TlMINN FIMMTUDAGUR 25. marz 1965 MINNING GUÐMUNDUR LÝÐSSON BÓNDI í FJALLI Kveðja frá Framnesi. Til Guðmundar Lýðssonar, óðals bónda í Fjalli á Skeiðum. F. 17. 4. 1867, d. 8. 3. 1965. Um aldamótin síðustu verða aldahvörf í atburðasögu íslands. Sú kynslóð, sem þá var komin til vits og ára, var bæði sjónar- vottur og þátttakandi í þeim að- gerðum er þá gerðust. Nú eru þeir síðustu að kveðja, sem þá voru á skarpasta skeiði lífsins og tóku mikinn þátt í þeim þróunar störfum á flestum sviðum athafna lifsins hér á landí. Einn þessara manna erum við að kveðja, Guðmund Lýðsson, óð- alsbónda í Fjalli á Skeiðum. Við voram stödd hér við Fjallið eins og nú, við sjáum vasklegan mann léttan í spori koma austan með brekkunum, hann nálgast óðum, gerir kaup á hálfu Fjallinu, sem þá var á boðstólum. Þessi maður flytur hingað vorið 1902 og hefur síðan verið hér til dánardægurs í 63 ár. Hann var þá orðinn 35 ára. Ævíárin eru því að verða 98. Þegar hann kom hingað var hann búinn að fá fullan þroska og lífsreynslu, á allan hátt búinn að búa síg undir lífið, bæði efnalega og þó einkum andlega, því að hann var sjálfmenntaður, hófsmaður, heiðarlegur á allan hátt, frá sínum ágætu foreldrahúsum. Farsæld og friður fylgdi þessum manni. At- höfn og atorka var honum í blóð borin. Hann var bráðglöggur á að hitta á rétt mið, eins og hann sjálfur komst að orði við ungan mann, sem hann var að örfa tíl athafna lífsins. Hann var góður nágranni, laus við öfund eða rig, því ávallt var hann hinn prúði samferðamaður, sem alls staðar vildi koma fram til góðs og fylgja því sem réttast reyndist. Enda mun gatan sú geymast lengi, er hann varðaði fyrir þá yngri hér í Fjalli með prúðmennsku og ró- lyndi fram til hins síðasta, er hann skilur eftir óðalsmerki sítt hér yfir þessum heimagrafreit sín um. Ævin er liðin, dagurinn að kvöldi komínn. Blessuð sé minn ing hans. Nú leggst hann til hinztu hvíldar hér í Fjalli eftir langan vinnudag og þungan, síð ustu sjö árin rúmliggjandi. Þar var aldrei æðruorð, en alltaf fríður og sólarbjarmi úr augum skein, með alúðarþökk fyr ir næstum einstæða umönnun bama sinna, sem annast foreldra sina af alhug og einlægni, ást og virðingu, þeim til heiðurs um aldir fram hér í Fjalli. Að síðustu vildi ég leyfa mér að kveðja minn ágæta vin og ná- granna okkar allra hér frá Fram- nesi með orðum skáldsins, er komst þannig að orði: „Er munarklökkum huga veitir frið, með bliðri þögn þú lýsir huld- um harmi, sem heimur kaldur ekki kann- ast við. Á banastund frá brjósti þá þú líður, er berst að eyrum þegar hverfur allt. Frá frelsisheim þinn bergmáls- ómur blíður. Bróðir, í dag þú með mér vera skalt“. Brynjólfur Melstað. . 17. apríl 1867. d. 8. marz 1965. Undír suðvesturhorni Vörðu- fells á Skeiðum, standa tvö reisu leg steínhús. Stærra húsið er hið upphaflega íbúðarhús í Fjalli. Eftir útliti að dæma gæti það ver ið fárra ára gamalt, en þegar að er gáð er húsið reist árið 1929 og kostaði þá um 30 þús. kr. Þetta húis segir mikið um þann mann, sem reisti það. Fyrir 35 árum voru örfáir bændur gæddir þeim stórhug að reisa á jörðum sínum íbúðarhús, sem voru þannig gerð, að hver nútímamaður væri vel sæmdur af að búa í þeim enn í dag þrátt fyrir miklar breytingar í byggingaformi og allskonar kröf um. Þégar heim er komið að Fjalli, breiða úr sér 30-^40 ha tún, ræktuð úr mýri og nokkuð af henni hinn versti dýjasvakki. Upphafsmaður að þeim verkum, sem nú var lýst var Guðmundur Lýðsson bóndi í Fjalli. Hann er fæddur í Hlíð í Gnúpverjahreppi, sonur Lýðs Guðmundssonar f. 1831, d. 1918, bróðir Lýðs var Þorsteinn einn fyrsti lærður list- málari á íslandi. Guðmundur fað- ir Lýðs bjó einnig í Hlíð. Hann var sonur Þorsteins Halldórsson ar fræðimanns frá Skarfanesi, Halldórssonar, Bjarnasonar, Hall- dórssonar á Víkíngslæk og er Vík- ingslækjarætt við Bjarna Halldórs son kennd. Kona Lýðs í Hlíð, móðir Guð- mundar, var Aldis Pálsdóttir frá Brúnastöðum í Flóa, f. 1832, d. 1904, talin gáfuð kona og merk Margt var Lýði vei gefið. Hon- um er lýst þannig: „Lýður Guðmundsson var stór maður, lotinn í herðum, mikil- leitur, fölur i kinnum, grá augu gáfuleg. Hann var stjörnufróður. Smiður og iðjumaður svo mikill, |að honum féll aldrei verk úr i hendi. Leysti hvers mann vand- ræði ef hann sá sér fært. Bóka- l maður og átti gott bókasafn. Trú- maður, en þar fór hann ekki leið ir fjöldans. Lýður vann mikið að túnrækt." í „Óðni“ XII, 43—45, er grein um hjónin i Hlíð ásamt mynd af þeim. Einnig er þeirra að sjálf- sögðu getið i Víkingslækjarætt. f fyrsta hefti þeirra rita er einnig að finna myndir af fjölskyldunni í Fjalli ásamt ættartöju. Þegar Guðmundur Lýðsson var rúmlega tvítugur, lagfti hann land undir fót og fór norfjur í Bárðar dal, dvaldi hann lerijfst á Stóru völlum. Ljóst er, að Guðmundur hefir verið að kynna *ér búskapar hætti í Þingeyjarsýi-,u og sýnir þetta að snemma hefcr vaknað á- hugi, umfram aðra m »nn, á þekk i ingu og reynslu. Sigv 6ur Sigurðs son, síðar ráðunautur, fór einnig norður sömu erinda og dvöldu þeir nyrðra eitt ár. Þá þegar hefur Guðmundur haft augun hjá sér í leit að bújörð, sem hentaði honum. Ein þeirra jarða, er hann leit hýru auga, var Hreðavatn í Borgarfirði og kom honum til hugar að kaupa þá jörð. Sjálf- sagt hefði honum vegnað vel þar. Guðmundur var athugull maður og framsýnn. Hann vissi vel, að í Fjalli á Skeiðum höfðu búið ríkir menn, náttúrufegurð er þar mikil, víður og fagur sjóndeildar hringur, kjaimgresi hlutu að vera í Vörðufellí, lax var í Hvítá, ár- bakkinn frjór af góðgresi og mýrar til ræktunar skorti ekki. Þessa jörð, Fjall á Skeiðum, valdi Guðmundur sér til búsetu. Hann keypti 3/4 jarðarinnar 1902. Kunnugir vita, að Guðmundur gekk upp í túnbrekkuna, settist þar og horfði yfir land sitt. Geta má nærri um það hvað hann hafi séð og hugsað. Hann hefir án nokkurs vafa séð, að í samstarfi við góða eiginkonu og dugmikil ! börn myndu verða ræktuð hér víðáttumikil tún, alið arð- ; samt búfé, reist góð hús og með i góðri forustu og félagsskap myndi ! þróast smátt og smátt menning og jbættur efnahagur allra manna. ! Ekki mun hafa verið langt að , bíða þeirrar ákvörðunar, að á viss 'um tilteknum stað skyldi honum búinn hínzti hvílustaður svo sem j nú e.r orðið. Guðmundur hefir án efa hugs að langt fram í tímann hverju sinni og fylgt ákveðinni vissri stefnu, sem reist var á útsjónar semi og síðan framkvæmd af ein urð og kappi. Að veruleika skyldu hugmyndir hans verða ef Guð gæfi honum líf og heilsu. Eg vil skjóta þvi hér inní vegna þess, sem á eftir kemur, að Helgi Pjet- urss, sem síðar varð frægur vís indamaður, hafði miklar mætur á heimilinu í Hlíð, enda er vitað, að þar var honum veitt aðhlynn- ing og aðstoð þegar hann þarfn- aðist þess. Með Hlíðarbræðrum, Guðmundi og Páli og Helga Pjeturss tökst mikil vinátta. Merkur maður rit- aði um það í Lögréttu að þeir Hlíðarbræður hefðu stutt H. P. svo um munaði. Eitt er staðreynd að árið, sem G. L. keypti Fjallið og hóf þar búskap, lagði Helgi Pjeturss í rannsóknarferð um Borgarfjörð og Snæfellsnes og með honum um sumarið var eng- inn annar en ungi bóndinn í Fjalli. Flestir áhugamenn hefðu heldur kosið að stunda heyskap- inn á jörð sinni. Fyrir Guðmundi mun hafa tvennt hafa vakað, góð vilji og vinátta við Helga og hug ur hans á náttúruvísindum og að kynnast landinu því að fróðleiks- þrá hans var einlæg, mikil og sí- vakandi. Þetta verkefni að hefja búskap og ferðast allt sumarið var þó ekki nóg, um haustið þetta sama ár, gekkst hann fyrir stofn un rjómabús við Framneslæk, var síðan formaður þess og gjaldkeri til 1917, er búið var lagt niður. Með stofnun rjómabúsins hóf hann afskipti af opinberum mál- um og var við þau kenndur æ síðan meðan kraftar leyfðu. Guð mundur var aldrei hrakinn úr neinu trúnaðarstarfi Hann baðst undan þeim sjálfur þegar honum fannst tími til þess kominn og alltaf í tæka tíð. Þetta gera ekki allir menn. Eg vík síðar að trún aðarstörfum G. L. í almanna þágu Haustið eftir, að Guðmundur keypti Fjallið eða 29. okt. 1903, kvæntist hann Ingibjörgu Jóns- dóttur bónda í Holti í Stokkseyrar hreppi og konu hans Ingibjargar Grímsdóttur frá Gljákoti í söimu sveit og e<r það Bergsætt. Ingi- björg lifir mann sinn, nú 82 ára, hún er mjög farin að heilsu. Á- samt öðru, sem leiddi þennan dánumann og höfðingja til far- sælla ævidaga var gifting hans og Ingibjargar. Við líkbörur Guð- mundar, sagði presturinn séra Ing. Ástmarsson, að unga konan hans hefði verið vel ættuð, góð og falleg. Þetta hafði prestur eflaust frá beztu heimildum, því að hans sæmdarkona var ung nágranni hjónanna í Fjalli. | Eg veit með sanni, að líf þess I ara hjóna var samofið af ástúð og starfi. Góðar heimildir eru fjarir í því, að enginn hafi heyrt þeím hjónunum verða sundurorða. Þetta er líka mjög trúlegt því að bæði voru þau mikil prúðmeni og gædd lifandi starfsáhuga. Böm þeirra eru sex; Ingibjörk, f. 1904, skrif stofustúlka í Reykjavík, Aldís, f. 1906, Lýður, f. 1908, Sigríður, f. 1911, Guðfínna, f. 1915 og Jón, f. 1919. Tvær systranna og bræðurn ir búa saman í Fjalli, tóku við búi þar af foreldrum sínum 1944. Guðfinna býr einnig í Fjalli með börnum sínum, maður hennar Valdimar Bjamason, er nýlega látinn. Valdimar var sonur Bjama Þorsteinssonar bónda á Hlemmi- skeiði (Reykjaætt) og konu hans Ingveldar Jónsdóttur frá Vorsa- bæ. Valdimar var mikið prúð- menni og hinn bezti drengur, sér lega verklaginn og séður eins og hann átti ætt tíl. Ásamt konu sinni hafði Valdimar, sem féll frá á bezta aldri, sýnt mikinn dugnað í ræktun og húsagerð sam hliða uppeldi og skólagöngu þriggja vel gefinna barna. Þau era: Guðmundur, Ingibjörg og Bjarni Ófeigur, hann er yngstur, en kominn yfir fermingaraldur. Auk eigin bama var einlægt fjöldi annarra bama og unglinga í Fjalli. Kann ég ekki skil á því máli. Meðal barna, sem vom í Fjalli að sumarlagi var Þorkell sonur minn, tvö sumur níu og tíu ára gamall. Vorum við for- eldrar hans þakklát fjölskyldunni í Fjalli fyrir drenginn, sem dáði alla þar og eígnaðist ævarandi vini. Síðar sagðist hann hafa séð og vanist ýmsu, sem hefði orðið sér til varanlegra, hlýrra og gagn legra minninga. Það, sem einkenndi búskap Guð mundar i Fjalli, var þessí órjúf- andi rótfesta, aldrei að hvika frá markaðri stefnu. Um Ingibjörgu húsfreyju má með sanni segja, að vart hafi hún farið að heiman nema þá í mjög skammar heim- sóknir tíl frænda og vina. Eg l minnist þess, að vor eitt var hún ! meðal nokfcurra kvenna, sem sóttu ! svokallaða sæluviku að Laugar- vatni. Börn hennar fulltíða voru heima með föður sínum og hvöttu öll Ingibjörgu til að vera rólega þennan tíma henni til hvíldar og tilbreytingar í félagsskap með skemmtilegum konum. Þegar hún hafði dvalið í sælunni tvær eða þrjár nætur vildi hún fara heim. Reynt var að telja hana af þessu, en hún var ósveigjanleg. Þegar hún var spurð að því hvers vegna hún vildi ekki vera kyrr lengur var svar hennar til reiðu, hispurs laust, ákveðið og fagurt: „mér líð ur bezt heima hjá manninum mín um, bömum mínum við búverkin. Guðmundur, sem oft var að heim an vegna tímafrekra trúnaðar- starfa vissi lika, að öllu var vel borgið í höndum Ingibjargar, trúrra hjúa og síðar dugmikilla barna, þeírra hjónanna. Fjölskyld an í Fjalli er þekkt fyrir sam- heldni árvekni og ráðdeild. Það verður ævarandi sæmd fyrir syst kinin hvernig þau hafa vakað yfir foreldrum sínum í elli þeírra og hmmleika. Það er algild og for- svaranleg ráðstöfun að koma öldr uðu fólki á elliheimili, slíkt mátti vart hugsa hvað þá segja í Fjalli. Ást gömlu hjónanna á heimilínu varð að ráða, ekki með hangandi hendi af syistkinanna hálfu, held ur að sjálfsögðu. Þegar Guðmund ur hóf ræktunina ákvað hann að byrja við rætur fjallsins og halda suður og niður mýrina. Varð þá fyrst fyrir Votíkrókur svokallað- ur, dýjamýri og vont land. Verk- færin vom reka og sennilega kekkjakrókur í fyrstu, síðar komu kvíslar. Gerð vom holræsi með grjótlögum í botni, landið síðan stungið upp og þýfi í túnum slétt að með ristuspaða og skóflu. Fyrstu búskaparár Guðmundar komu svo til sögunnar hestaverk- færí, plógur og herfi og brátt gerði G. L. sína fyrstu sáðsléttu, þá fyrstu í Skeiðahreppi, míg minnir árið 1907. Búnaðarsam- band Suðurlands hóf kennslu f plægingum 1909, framtakssömustu bændur voru byrjaðir að nota plóg áður, ég tel að ungi bóndinn í Fjalli hafi verið einn þeirra. Sem ungur maður heyrði ég Guð- mund ræða og skýra þessa nýju möguleika í ræktun og gleymi ég ekki leiftrínu i svip hans. f fyrstu reisti hann einskonar bráðabirgða íbúðarhús í Fjallí og bjó í því þar til 1929 er hann reisti stórhýsi, sem fyrr var nefnt. Bústofn í Fjalli var jafnan vel við veg og með því gripaflesta, sem gerðist á hverjum tíma. Fyrstur manna bólusetti Guðmundur fé sitt fyrir bráðapest. Eín var sú búgrein, sem Guð- mundur náði góðum tökum á, það var ræktun hrossa. Þegar hann fór frá Hlíð átti hann skjóttan gæðing, skeiðhest annálaðan. Síð- ar eignaðist hann rauðan hest og kom aldrei á bak öðrum hesti í 20 ár og var sá hans síðasti reið- hestur. Að eignast gott reiðhesta- Framhald á 11. síðu. Björn E. Geirmundsson Fæddur i5. maí 1891. Dáinn 7. febrúar 1965. Kæri Björn minn. Ég minnist minnist þín fyrst, er þú varst á Strjúgsstöðum í Langa- dal. síðan á Bollastöðum i Blöndu dal. þai næst Mjóadal i Laxár- dal svo í Holt) s Ásum, og loks man ég eftir oei á Hnjúkum við Blönduós. Þai heimsótti ég þig siðast og eiginkont’ þína. Guðrúnu J. Þorfinnsdóttui Ævinlega voru það sömu góðu viðtökurnai og hlýjan sem eg mætti hja þér, góði vinur. Ég minnist þin nú með kæm þakklæti fyrir hið liðna. Þegai ég neyrði andlátsfregn þína útvarpinu, minntist ég þess, að Guð kallar til sín börnin sín öll um síðir, og þá er öllu lokið hér á jörðu. En minningamar um þig geymast i huga mínum. Ég verð aldrei svo gamall, að ég gleymi þér. Kæri Björn minn, ég get ekki valið þér nógu góð kveðjuorð. En ég bið Guð að blessa þig, eigin- konu þína og astkær böm þín og barnabörn. Það segir í Guðs orði: „Sælir eru hreinhjartaðir, þvi að þeir munu Guð sjá.“ Þú munt upp rísa til hins eilifa lífs. Björn E. Geirmundsson, hafðt) þökk mína fyrir allt og allt gott Friður sé með bér um aldir alda Þannig kveður þig vinur þinn Guðmundir j. Jóhannesson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.