Alþýðublaðið - 24.01.1957, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.01.1957, Blaðsíða 1
Sjá grein Peiers Frever á 5. síðu. XXXVIII. árg. Fimmíudagur 244. janúar 1957 18. tbl. Metframleiðsla af ópimm 1955, sjá 4. síð'u. sér úr greipum ganga tilboð urn hag- stæða samninga til langs tíma um , olíuflutninga til landsins. Doktorsprófið í háskólanum á laugardag: Dr. Jan Petersen yfirsafnstjóri í Stafangri (í miðið) leggur spurningar og athugasemdir fyrir hinn nýja doktor, Kristjón Eldjárn þjóðminjavörð (tit vinstri), en dr. Jón Jóhannesson prófessor (tii hægri) situr og hlustar á. MAÐUR um fimmtugt hefur .horfið í Kópavogi. Heitir hann Björgvin Skaftason, til heimil- is að Hringbraut 112. Ætlaðí 'hann til systur sinnar sl. laug- ■aröagskvöld, en hún býr skammt frá vegamótum Hafn- arfjarðarvegar og Fífuhvamms vegar. Kom hann aldrei til syst ur sinnar og hafði ekkert til hans spurzt í gærkvöldi, er blað ið hafði samband við rannsókn- arlögregluna. ísrael sefur SÞ skllyrðl. ÍSRAEL hefur nú afhent Hammarskjöld, framkvæmda- stjóra SÞ, svar varðandi brott- för herliðsins frá Gaza og Ak- abaflóa. Segir í svarinu, að ís- raelsmenh séu fúsir til þess að flytja herinn á brott, ef 3 skil- yrðum verði fullnægt. Skilyrðin eru þessi: 1) Að egypzk yfirvöld veiti tryggingu fyrir því, að látið verði af árásum á ísraelsmenn við Gaza. 2) SÞ tryggi að skip ísraels fái að sigla óhindrað um Súez- skurð. 3) ísrael fái frjálsan aðgang að höfninni á Akabaflóa. Hellisheiði varð íær kl. 3 í gær, . ekki mun þurfa að skammta mjóik Leiðin um Krýsuvík og Þlngvöll ófær. ALLAR helztu samgönguleiðir til Reykjavíkur voru orðnar ófærar i fyrrakvöld. Hófst vinna snemma í gærmorgun að því að ryðja veginn með stórvirkum vinnuvélum, snjóplógum og ýtum. Um kl. 3 í gærdag hafði fekizt að opna veginn yfir Hell- islieiði og gátu þá mjólkurbílarnir að austan komizt leiðar sinnar. Varð mjólkin síðbúin í bæinn, svo að vinna varð fram á nótt í mjólkurstöðinni. Hins vegar barst næg miólk til bæjar- ins og þarf því ekki að taka tii skömmtunar mjólkur. Alþýðublaðið fékk þær upp- Krsingar hjá Vegagerð ríkisins í gær, að vélar vegagerðarinnar hefðu unnið að því í gær að opna allar helztu samgönguleið ir og hafði tekizt að opna alla helztu vegi til bæjarins nema Hvalfjarðarleiðina síðdegis í gær. Var útlit fyrir að Hval- fjörður opnaðist seint í gser- kvöldi. ILLFÆRT Á HAFXARFJARÐARLEIÐ Keflavíkuileiðin lokaðist einnig alveg í fyrrakvöld og varð jafnvel illfært til Hafnar- fjarðar. Áætlunarbíilinn, sem fór til Keflavíkur kl. 9 i gær- morgun, var tvo tíma á leið- inni vegna þess hve færðin var slæm. KRYSUVIKURLEIÐIN OFÆR Krýsuvíkurleiðin er alveg ó- fær og heíur ekkert verið átt við hana enn. Hefur snjóað mun meira þeim megin heldur en á Hellisheiðina. Þingvalla- leiðin er einnig ófær, enda mik- ill snjór í Almannagjá og hefur enn ekkert verið gert í því að ryðja veginn til Þingvalla. HEULISHEIÐI HALDIÐ OPINNI Ekki taldi Vegagerð ríkisins þorandi annað en að láta vélar halda áíram á Hellisheiðinni til þess að halda henni opinni. Veðrið í dao A og NA kaldi, skýjað. Greiða átti 60 shillfnga fyrir tonnfð. í MIKLUM umræðum, sem urðu í sameinuðu þingi í gæt í fyrirspumartíma um innflutninginn á olíu og benzíni, sagll Ingólfur Jónsson fyrrverandi viðskiptamálaráðherra í íhalds- stjórninni, að olíufélögin höfðu átt kost á að gera hagstæðam samning til margra ára um olíuflutning íil landsins. Sagði Ingólfur, að einn af forstjórum olíufélaganna hefði í fyrra tjáð sér að hægt væri að leigja olíuskip til langs tíma fyrir 60 shillinga tonnið. Samn ingar hefðu þó ekki verið gerð- ir vegna umhyggju fyrir vænt- anlegu olíuskipi, sem olíufélag- ið hafði í hyggju að kaupa, það er að segja núverandi Hamra- felli. Ingólfur gagnrýndi mjög nú- verandi valdhafa fyrir samn- inga stjórnarinnar við eigend- ur Hamrafells um olíuflutn- inga til landsins, en lýsti þá þessari sök á sjálfan sig. Allur fundartíminn í samein- uðu þingi í gær fór í að ræða um olíumálin og nokkrir þing- menn Sjálfstæðismanna töluðu sig „dauða“, þ. e. a. s. notuðu allan ræðutíma, sem þeir gátu. Höfðu þeir þó aðeins fram að færa fánýt rök með máli sínu. Viðskiptamálaráðherra, Lúð- vík Jósefsson, skýrði frá því að farmgjöld af heilum förmum hefðu ætíð fylgt heimsmarkaðs verði þegar um íslenzk skip hafi verið að ræða og sé svo enn um kol og salt. Um Hamra fell gegnir því öðru máli, því aá tekizt hefur að semja . um 6# shillinga lægra verð á tonni ea heimsmarkaðsverð var á þeim tíma, sem samningarnir voru. gerðir. Nú. er svo komið, sagði ráð~ herrann, að olíuverð á íslandi er langtum lægra en í nokkrat öðru nágrannalandanna, enda sækja erlend skip nú um að fá að taka olíu hérna. Olíuverð hef ur farið stórhækkan-di alls síað ar erlendis. Hjá hækkuðu olíu- verði hér hefði verið komizt, ef Ingólfur Jónsson hefði gripið tækifæri-ð þegar það gafst um leigu á olíuskipi til langs tíma. Benti viðskiptamálaráðherra á að óheppilega hefði verið haldið á þessum málum und- anfarið með því að alltaf hafi jverið leigt eitt og eitt skip í senn með þeim kjörum. sem þá og þá hefðu boðizt. Viðskiptamálaráðherra skýrði frá því að varnarliðið hefði láh að togaraolíu af birgðum sín- um í Hvalfirði og með því eí' tryggt að allur fiskiflotinn get- ur haft nægar olíubirgðir á ver- tíðinni í allan vetur. Þrír islendiiigar sátu sveita- stjórnarþing EvrópuráSsianda Þingið stóð í Strassburgh 12.-14. janúar og sóttu það í 16 fuiltrúar. j ÞRÍR ÍSLENDINGAR sátu sveitastjórnar|>ÍBg Evrópuráðs- landa, sem haldið var í Strassburgh dagana 12.-14. janúar. Vowa það þeir Jónas Guómundsson, form. Sambands ísl. svcitastjórn- arféiaga, Gunnar Thoroddsen borgarstjóri og Hálfdán Sveinssom forseti bæjarstjórnar á Akranesi. Blaðinu barst í gær eftirfar- andi frá Sambandi ísl. sveita- stjórnarfélaga um þingið: Hinn 14. október 1955 sam- þvkkti ráðgj afarþing Evrópu- -ráðsins að kveðja saman full- trúafund sveitarstjórnar- manna frá öllum þeim löndum, sem aðild eigá að Evrópuráð- inu. 116 FULLTRÚAR. Fulltrúafundur þessi kom saman í fyrsta sinn í Strass- burgh hihn 12. þ. m. og sóttu hann 116 menn frá 13 Evrópu- ráðslöndum. Fundurinn hafði verið undir- búinn með þeim hætti, að ein. af fastaneftidum Evrópuráðsins — Sveitarstjórnar- og héraðs- málanefndin — hafði snúið sér til Alþjóðasambands sveitar- félaga með tilmælum um, að sveitarstjórnarsambönd Ev- rópuráðslandanna hlutuðust til um, að valdir yrðu á sveitar- stjórnarþingið jafnmargir full- trúar og fastafulltrúar við- Framhald á 2. síðu. J alþýðuflokksfélög) ( IN í Hafnarfirði halda spila-^ S kvöld í »• Alþýóuhúsinu yið ^ S Strandgötu í kvöld kl. 8.30..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.