Alþýðublaðið - 10.04.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.04.1957, Blaðsíða 4
Alþýdublaðið Miðvikutlagur 10. apríl 1957 Wolfgang Harich: . • • Onnur grein SAMBAND okkar við Ráð- stjórnarríkin, byggist á eftir- farandi atriðum: Ráðstjórnar- ríkin eru fyrsta sósíalistaríki í heimi. Stalínismi getur jafnvel ekki breytt þessari staðreynd. En sovét-sósíalistakerfið getur ekki: .verið fyrirmynd allra ann arra landa, Ráðstjórnarríkin sjálf verða meira að segja að breyta því, vegna þess að í nú- verandi mynd er það orðið Þrándur í Grötu frekari sósía- listískrar þróunar, jafnvel inn- anlands. 1. Sú mynd, -sem sósíalisminn hefur tekið á sig í Ráðstjórn- arríkjunum, er mótuð af sög- unni. Burtséð frá því, að Rúss- ar hafi staðið illa að vígi mið- að við aðrar þjóðir og skort lýðræðiserfðir, stafaði sá of- vöxtur, sem einkennir flokks- og rlkisbáknið, af þörfinni á því að ná Vesturlöndum í iðn- aðarþróuninni. Þessi fyrsta iðn væðing Ráðstjórnarríkjanna var nauðsynleg: að þessu leyti hafði Stalín rétt fyrir sér en Trotáky ekki. En þær leiðir og skipulag, sem gripið var til til þess að framkvæma þetta, hlutu að leiða til hnignunar Bolsévika- flokksins og Sovétríkjanna. Þetta sá Trotsky réttilega fram á. Stalín varð sú skyssa á að neita því. Það er þessi hnignun flokksins og ríkisins, sem knúði 20. flokksþingið til þess að gagnrýna aðferðir og skipulag Stalínismans. En slík gagnrýni á Stalín byggðist ekki á Marx- ískri skýringu: þar var jafn- vel ekki hreyft við grundvall- arástæðunum fyrir hnignun sovétskipulagsins. Ekki var heldur hreyft við helztu spurningunum varð- andi samband Ráðstjórnarríkj anna við alþýðulýðveldin. 2. Eftir 1945 hafa áhrif Ráð- stjórnarríkjanna í Austur-Ev- rópu leitt til hvorttveggja í senn; framfara og stöðnunar. Þau hafa leitt til framfara að því leyti, að þau bundu enda á kapitalisma og lénsskipulag. ,stjórnarríkin stjómmálakerfi, sem var þegar orðið Þrándur í götu frekari þróunar í Ráð- stjórnarríkjunum sjálfum: að þessu leyti var hlutverk þeirra afturhaldssamt. En það sem var jafnvel verra, var þó, að þau fóru að arðræna alþýðulýðveld in og virða að vettugi fullveld- isjafnrétti þeirra og þjóðarsjálf stæði. í dag er augljóst, að stefna Ráðstjórnarríkjanna gagnvart alþýðulýðveldunum er gersam- lega misheppnuð. Hún hefur leitt til sundurlyndis og yfirvof andi upplausnar í sósíalistaher- búðunum. Andstaða alþýðulýð- veldanna gegn einráðri for- ustu Ráðstjórnarríkjanna er í beinu framhaldi af hinni bylt- ingarsinnuðu stéttabaráttu al- þýðunnar gegn Stalínistaflokkn um, æðsta stjórnarhringnum, og aðferðum hans. Hvar sem hin heilbrigðu öfl flokksins taka forustu í þessari stétta- baráttu, leiðir hún til endur- reisnar og nýrra sigra á braut- inni til sósíalisma. Pólland er skýrasta dæmið. í Ráðstjórnarríkjunum sjálf um varð Stalínstahringurinn þess var eftir dauða Stalíns, að hann er að komast í ógöngur. Hann ákvað að veita alþýðunni tilslakanir. Þetta er skýringin á stefhu Malenkovs í efnahags- málum og gagnrýni Krústjovs á Stalín. Tilgangur 20. flokks- þingsins var að reyna að af- stýra hugsanlegri byltingu neð an frá með endurskipulagningu að ofan og halda stjórnartaum unum í höndum forustuhrings- ins. Það gat ekki borið tilætlað an árangur í reyndinni, vegna þess að það er eimitt tilvera þessa forustuhrings, sem er að- alþröskuldurinn í vegi endur- skipulagningar. 3. Hvað snertir alþýðulýðveld- in, þá reyndu Ráðstjórnarríkin eftir 20. flokksþingið að knýja fram útþurrkun Stalínismans á jafn vélrænan hátt og þau höfðu knúið Stalínstefnuna fram áður. Þetta olli árekstri innan alþýðulýðveldanna, og um eftir eigin leiðum. En það varð aftur til þess að knýja Sovétríkin til þess að beita Stalínista- og jafnvel fastista- aðferðum. Dæmi: viðbrögðin varðandi viðtal Togliattis eftir 20. flokksþingið; orðsending Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna um Júgóslavíu til allra kommúnistaflokka; framkoma þeirra í Póllandi og Ungverja- landi; áframhaldandi Stalín- ismi í þýzka alþýðulýðveldinu. Það eina, sem hægt er að segja um þessa endurvakningu Stalínismans í Ráðstjórnarríkj unum, er, að hún réttlætir á engan hátt þá kröfu Ráðstjórn- arríkjanna, að þau hafi á hendi forustuhlutverkið í sósía listaherbúðunum, þrátt fyrir þá staðreynd, að Ráðstjórnarríkin eru voldugasta sósíalistaríki veraldarinnar. í dag er rúss- neski Kommúnistaflokkurinn málsvari þjóðernisstefnu og Stalínisma; til þess að breyta þessari afstöðu hans, verður að knýja fram breytingu á stefnu hans, a. m. k. eins frjálslega og stefnu Malenkovs og samþykkt ir 20. flokksþingsins. 4. í samræmi við þessar skoð- anir okkar á núverandi aðstæð um komumst við að eftirfar- andi niðurstöðum um framtíð Sameiningarflokks sósíalista og þýzka alþýðulýðveldisins:: 1) Flokkurinn — Við viljum endurskipuleggja uppbyggingu flokksins. Við höldum fast við Marx-Lenimsma. Við afneit- um Stalínisma. Hvað snertir Marx-Lenin-kenninguna merk- ir þetta: stefnuskrá flokksins verður að auðga og byggja á breiðari grundvelli með því að hafa hliðsjón af skoðunum Trotskys og jafnvel frekar af skoðunum Bukharins (skotinn í hreinsuninni miklu, sem Stal- ín lét framkvæma), Rosu Lux- emburg (þýzks kommúnistaleið toga, sem myrtur var ásamt Karl Liebknecht 1919) og að nokkru leyti af skoðunum Karls Kautskys (þýzka sósía- listaforingja ,sem Lenin réðist harðlega gegn og rússneskir OKKAR A MILLI SAGT FORSTJÓRI Áfengisverzlunar ríkisins, Guðbrandur Magnússon, dvelst í Finnlandi um þessar mundir, en hann mun innan skamms láta af eibætti sínu fyrir aldurs sakir. Sem hugsanlegir eftirmenn hans hafa verið tilnefndir m. a. Jón Kjartansson, bæjarstjóri á Siglufirði, en ''Tann er reglumaður og mun hafa hug á að flytjast til höfuðstaðar- ins, Sigurjón Guðmundsson í Freyju, Kristinn Stefánsson, forstjóri lyfjadeildar AVR og Svavar Marteinsson, skrif- stofustjóri stofnunarinnar hafa einnig verið tilnefndir. Samkvæmt lögum um áfengisverzlunina skal forstjórinn verða lyfjafræðingur eða hafa slíkan sér til aðstoðar. ELZTI BÍLL Á LANDINU er 34 ára, en tveir eru 32 ára. Langflestar bifreiðir eru frá árinu 1946, alls 3289, næstflestar frá árinu 1942, alls 2067, og þar næst frá 1947 alls 1516. * * Sjaldgæfar bifreiðategundir hér á landi erh t. d.: Talbot-Lond- on, Sunbeam, Relanki, Meteriak, Gry-wolf, Chandler og La- Salle. Styrkveiting Menntamálaráðs til íslenzkra námsmanna er- lendis eru bundin því skilyrði, að styrkþegar inni af hendi að námi loknu fimm ára þjónustu í þágu landsins, ella ber að endurgreiða styrkinn. Stúdentar við Háskóla íslands fá engan beinan styrk, heldur námslán með 2% vöxtum, og greiðist lánið eftir að nemendur ljúka prófum. Heimastúdentar benda á að það sé ódýrara fyrir stúd- enta utan af landi að fara utan til náms og hljóta styrk heldur en að nema hér og kosta sig í Reykjavík. Bæjarfulltrúi á stað einum úti á landi, sem kvæntur er yfirsetukonunni þar, er í. sama stjórnmálaflokki og bæjar- stjórinn, og er vinátta mikil með þeim. Nú bar svo við í haust, að bæjarstjórinn hélt ræðu í hófi, sem haldið var til heiðurs nokkrum utanbæiarmönnum. í ræðu sinni lýsti hann staðnum og fólkinu er þar býr, kvað það réttilega hið mesta atorkufólk Að ræðu hans lokinni var nokkurt hlé og til að fylla upp í það rís bæjarstjóri úr sæti sínu og segir til áréttingar fyrri orðum sínum, að það, sem af væri árinu, hefðu fæðzt á staðnum 60 börn, og 36 mundu fæðast fyrir áramót. Nú kom í ljós um ára- mótin, að börnin urðu 97. Bæjarstjóri var þá spurður að því, hvernig stæði á þessum mismun. En hann svaraði: „Jú sjáðu til, góði. Ein þeirra fæddi sko tvíbura“. HANNES Á HORNINU VETTVANGUR DAGSINS tilraunir voru gerðar af þeirra I icommúnistar líta enn á sem Um helgina hættir „um sinn“ — Kemur vonantli aftur næsta haust — Alþingi veitir heiðurslaun — Gleymir Asgrími Jónssyni BJÓRN TH. BJÖRNSSON og Gestur Þorgrímsson fluttu síð- asta þátt sinn „Um helgina“ á sunnudagskvöld. Það er full á- stæða til þess að þakka þeim fyrir þetta framlag þeirra til dagskrár útvarpsins í vetur, því að vafalaust er þetta vinsælasti þátturinn hjá öllum þorra út- En á sama tíma útbreiddu Ráð hálfu að útrýma Stalínisman- ’ erkióvin kommúnismans), flokk | varpshlustenda, sem komið hef- Nokkrar stúlkur geta fengið stöðu við flugvélaafgreiðslu flugmálastjóm- arinnar á Keflavíkurflugvelli. Umsóknir, er tilgreini menntun og fyrri störf, ásamt Ijósmynd, sendist skrif- stofu minni á Reykjavíkurflugvelli fyrir 30. þ. m. Reykjavík, 9. apríl 1957. Flugmálastjórinn Agnar Kofoed-Hansen. Af alhug sendi ég mínar hjaxtans þakkir öllum ætt- ingium og vinum nær og fjær, svo og nemendum mínum eldri og yngri og málleysingjaskólanum, sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á átt- ræðisafmæli mínu hinn 27. rnarz 1957. Sérstaklega þakka ég öllum þeim, sem minntust s dagsins með því að leggja fé í styrktarsjóð bágstaddra S málleysingja. Ennfremur vil ég og sérstaklega þakka Thorvald- sensfélaginu fyrir höfðinglega gjöf. Margrét Th. Rasmus. inn verður að auðga með því að taka upp eftir nákvæmt mat atriða úr kenningum Fritz Sternbergs og annarra kenni- manna jafnaðarmanna. Fylgj- endur Merx-Leninkenningar- innar verða einnig að taka til greina þá reynslu, sem fengizt hefur í Júgóslavíu og þær nýju hugmyndir, sem komið hafa fram í nýafstöðnum hugsjóna- umræðum í Póllandi og í Kína; 8. flokksþing kínverskra komm únista hefur leitt í ljós sérstak lega mikilvæg atriði í þessu sambandi. Hvað skipulagningu snertir, þá eru eftirfarandi ráðstafanir nauðsynlegar: taka verður al- gjörlega fyrir yfirdrottnun fiokksstjórnarhringsins yfir flokksmeðlimum; „Sýðræðjs- legt miðstjórnarvald“ verður að gera lýðræðislegt í fyllstu merkingu þess orðs; taka verð ur aftur upp grundvallarkenn- ingu Marx, Engels og Lenins í starfsemi flokksins; reka verð- ur alla Stalínista úr flokknum. 2) Ríkið -— Eftirfarandi Framhald á 11. síðu. ur í útvarpinu. ÉG HYGG, að það sé rétt hjá þeim Birni og Gesti, að ljá ekki máls á því að hafa þáttinn sum armánuðina. En þess óskum við áreiðanlega öll, að þeir taki þáttinn upp að nýju á næsta hausti. Þessir tveir útvarpsmenn hafa sannarlega kunnað að blanda. Þeir hafa ekki verið teprulegir, þeir hafa kunnað að velja gamlan og góðan fróðleik og íslenzka skemmtan, en þó ekki bundið efni sitt við þetta, lieldur og flutt hlustendum ýms ar nýjungar. LISTUNNANDI skrifar: „Ég sé að alþingi er búið að kjósa nefnd til þess að útlúuta laun- um til listamanna. Störf þess- arar nefndar hafa oft vakið deilur og stundum, allt of oft liggur mér við að segja, hafa á- deilurnar verið mjög ósann- gjarnar. Ég ætla mér ekki að fara að kenna nefndinni og held ur ekki að segja skoðanir mínar yfirleitt á fyrirkomulagi úthlut unarinnar. Það er aðeins eitt at- riði, sem mig langar að minnast á. ALÞINGI lætur þá klásúlu fylgja samþykkt sinni um fram- lag til listamannalauna, að af fénu skuli veita tveimur skáld- um ákveðnar fjárupphæðir. Þetta fé er því tekið af nefnd- inni, en hinu, sem eftir er, skal hún deila milli margra. Nú er ég alls ekki andvígur því, að Halldór Laxness og Gunnar Gunnarsson séu í hæsta flokki. Þeir eiga að vera þar. En mér finnst alþingi ekki farast vel, er það ákveður sjálft launin til þessara ágætisskálda, en gleym- ir brautryðjanda og frábærum listamanni eins og Ásgrími Jóns- syni. ÉG SIÍRIFA ÞÉR líka þessar línur til þess að benda á það, að Ásgrímur Jónsson stendur eins framarlega í sinni list og hinir tveir, en auk þess er hann upp- lrafsmaður og brautryðjandi í málaralistinni, en hinir tveir að eins arftakar mikilla bókmennta afreka þjóðarinnar. Þessu at- riði megum við alls ekki gleyma. ÉG VEIT EKKI BETUR en að Ásgrímur Jónsson vinni nú að- eins þjóð sinni. Hann selur ekki verk sín nú orðið. Það setur og stoðir undir þá skoðun mína, að Ásgrímur Jónsson eigi einnig, og ekki síður, að njóta heiðurs- launa af alþingi, því að fyrst alþingi telur rétt að gera sér- staka samþykkt um laun Lax- ness og Gunnars, þá ber að líta á laun þeirra fyrst og fremst sem heiðurslaun — og fyrst svo er, þá er vansæmd að því fyrir alþingi að gleyma Ásgrími Jóns- syni.“ Hannes á liorninu. '

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.