Alþýðublaðið - 21.08.1957, Page 3
Miðvikudagur 21. ágúst 1957.
Alþý8ubla8iS
VEGNA ÞEIRRA, sem eru
með vangaveltur út af því, hvort
þeir eigi að flytja af landi burt
og freista gæfunnar vestur í
ICanada, vil ég vekja athygli á
því, að stjórnin í Ottawa hefur
skýrt svo frá, að hún muni nú
stöðva innflytjendastrauminn til
landsins. Þessar fregnir hafa
birst í erlendum blöðum, en ég
hef ekki heyrt eða séð þeirra
getið hér enn sem komið er.
í ÞESSUM fréttum, er skýrt
svo frá, að ástæðan fyrir því,
að stjórnin muni stöðva inn-
flytjendastrauminn, sé fyrst og
fremst sú, að hágengistímarnir
séu á enda, atvinnuleysi sé
mjög farið að gera vart við sig
og ýmiskonar vandræði, sem
alltaf stafi af því.
ÞAÐ ER auðséð að sjálf stjórn
arvöldin í Kanada vilja ekki að
straumurinn haldi áfram og at-
vinnuleysingjafjöldinn fari vax-
andi. Sjálf hefur hún enga hags-
muni af því. Enginn hefur hags-
muni af því nema agentar og ef
til vill. nokkur. fyrirtæki, sem
spekulera með vinnuaflið, vilja
fa mikið framboð til þess að
verðið lækki á manneskjunni.
íslendingar ættu að vera það
stoltir, að þeir létu ekki kruml-
ur slíkra spekúlanta l'æsa um
sig.
ÉG. HEF skrifað allmikið um
þessi mál undanfarið. Flestir
uafa þakkað mér fyrir þessi
skrif, en nokkrir eru mér ofsa-
xeiðir. Einn sagði við mig í
Innflytjandastraumurinn
til Kanada.
Yfirlýsingar stjórnarinn-
ar í Ottawa.
Þegar menn eru sviftir
draumum sínum af lífs-
lygi.
^•-f
Hversvegna eru skattarn-
ir svona háir?
símann: „Hvern fjandann villt
þú vera að þvaðra um þetta, sem
aldrei hefur 'til Kanada 'komið?
Og svo leyfir þú þér, að leiða
baunadjöfla, sem vitni“. Hann
reiddi ekki vitið í þverpokum
þessi.
EN SVONA ER ÞAÐ. Það get-
ur reynst hættulegt að svipta
menn draumum sínum. Það get-
ur verið hættulegt að vekja
mann af draumi. Hann getur
jafnvel drepið mann í andfælun
um. Enn hættulegra er þetta þeg
ar fjöldinn á í hlut. Það getur
líka verið hættulega að svifta
líka lífslygi sinni. Það eru
mörg dæmi um það. Einn miss-
ir glæp sinn, annar missir lygi
sína. Það verður að koma eitt-
hvað í staðinn, ef ekki á illa að
fara.
ANNARS TALA flestir um
það, að það séu skattarnir, sem
allt séu að drepa hérna. Það
getur vel verið að illa sé farið
með opinbert fé. Svo hefur verið
um langan aldur. En þó að miklu
sé eytt í veizlur, utanfarir, nefnd
ir og annað, þá liggur sjálft mein
ið, ,ef um mein er hægt að tala
í þessu sambandi, ekki þar held-
ur liggur það í því, að við erum
svo óþolinmóðir. Við höfum
gert svo mikið á allt of skömm-
um tíma. Við höfum numið land
ið og gjörbreytt því á öllum svið
um á tæpum 40 árum.
ÞAÐ, SEM MARGAR kynslóð
ir gera annarsstaðar, gerir ein
hér á landi. Svo er annað. Við
efndum til margvíslegrar starf-
semi bjargar á íímum atvinnu-
leysis og skorts. Því höfum við
haldið áfram eftir að allt hefur
gjörbreytzt og skilyrðin til hjálp
arstarfseminnar eru ekki fram-
ar fyrir hendi.
ÞETTA VELDUR líka mis-
ræmi í stjórnarháttum okkar.
Við verðum að gera okkur grein
fyrir því, að skattar lækka ekki
fyrr en við lærum betur að fara
með íé og við hættum að kepp-
ast í kröfum. Það er eins og
fólk geri sér alls ekki grein fyr-
ir því, að þao er með hverri
nýrri kröfu, að fara í sjálfs síns
vasa eftir fénu til að uppfylla
þær.
Hannes á horninu.
NiðnsrsiaSa síidarrannsdkEianna í sumar:
ver
úpmiðum norðan
f»etta sfidarmagn hefur þc ekki nýtzt aé
neinu ráSi, vegna þess að síld þessi hef-
jhut ekki vaSið ©g því mikium erfiðleEkiim
bundið a'ð veiða hana í herpinét
SAMKVÆMT skýrslu fiskifræðinganna, er haft hafa með
Jiöndum síldarrannsóknir í «umar, er ljóst, að mikið síldarmagn
Kefur verið í allt sumar á djúpmiðum norðanlands. Þetta síld-
armagn hefur þó ekki nýtzt að neinu ráði, vegna þess, að síld
Þessi hefur ekki vaðið og því miklum erfiðleikum bundið að
veiða hana í herpinót.
miðum, þ. e. a. s. á sömu slóð-
um og síldarmagn var mest. Á
miðunum austan Langaness
fannst hins vegar mikil áta
fyrri hluta júií, en tiltölulega
lítið síldarmagn virtist þá vera
á því svæði.
Skýrsla fiskifræðinganna
Jakobs Magnússonar og Ingv-
ars Hallgrímssonar fer hér á
eftir:
SÍLD Á HÚNAFLÓA
,,Eins og undanfarin ár hefur
varð- og rannsóknaskipið Ægir
verið við síldarleit á miðunum
norðan- og austanlands. Jafn-
Sramt síldarleitinni hefur. verið
safnað gögnum um sjávarhita
og átu.
Fyrri hluta júlímánaðar
fannst allmikið síldarmagn um
utanverðan Húnaflóa og á
stóru belti 60-—100 sjómílur út
af annesjum norðanlands.
Síldin á Húnaflóa óð allvel
öðru hvoru, svo að talsvert varð
þar úr veiði. Einnig veiddist oft
talsvert út af Sporðagrunni,
enda þótt þar væri ekki um
mjög mikið síldarmagn að
ræða. Hins vegar óð ekki síld
.sú, sem fannst á djúpmiðum. Á
þessum tíma, þ. e. fyrri hluta
•júlí, fannst mest átumagn norð
anlands um utanverðan Húna-
flóa, Sporðagrunn og á djúp-
A DJUPMIÐUM NYRÐRA
Síðari hluta júlí minnkaði
síldarmagnið á vestursvæðinu,
en stöðugt fannst mikil síld á
djúpmiðum norðanlands. Síldar
magnið austan Langaness fór
þá vaxandi eins og líkur bentu
til vegna hinnar miklu rauð-
átu, sem þar var að finna. Á
þessum tíma fór átumagnið yf-
irleitt minnkandi á vestursvæð
inu, en jókst stöðugt austan
Langaness. Allan júlímánuð
var þannig átusnautt á grunn-
slóðum norðanlands að undan-
skildu þvi magni, sem fannst á
Húnaflóasvæðinu.
Um og eftir mánaðamótin
júlí-ágúst virtist síldarmagnið
á djúpmiðum vestan Kolbeins-
eyjar hafa minnkað, en hélzt
enn á austurhluta djúpmið-
anna.
■ ■
DREIFÐ SÍLD
Á ÖLLU STRANDAGRUNNI
Hins vegar fannst dreifð síld
á öllu Strandagrunni og víðar
á vestursvæðinu á þessu tíma-
bili. Talsvert síldarmagn
fannst við Langanes um mán-
aðamótin, en fór minnkandi
fljótlega eftir þau. Hins vegar
jókst síldarmagnið út af Aust-
fjörðum mjög, og er þar enn
um talsvert síldarmagn að
ræða.
Mjög lítið átumagn er nú á
Norðurlandsmiðunum, bæði
djúpt og grunnt, en allmikil
rauðáta er út af Austfjörðum
sunnan Glettingarness. Einnig
er talsvert átumagn, í ýmsum
fjörðum og flóum eystra.
Síðastliðna tvo daga hefur
Ægir fundið allmikið síldar-
magn á djúpmiðum austan Kol
beinseyjar og norðan Melrakka
Framhald á 11. síðu.
Símanúmer okkar er
1-14-20
Bifreiðasalan.
Njálsgötu 40
SALA - KAUP
Höfum ávallt fyririiggj-
endi flestar tegundir bif-
reiða.
Bífasalan
Hallveigarstíg 9.
Sími 23311.
Pvalarheimilf
aldraðra
sjómanna
— Minningarspjöldin fást
hjá: Happdrætti D. A. S.
Aasturstræti 1, sími 7757
— Veiðarfæraverzl. Verð-
andi, sími 3786 — Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur,
sími 1915 — Jónas Berg-
mann, Háteigsvegi 52, sími
4784 — Tóbaksbúðin Bost-
on, Laugaveg 8, sími 3383
— Verzl. Laugateigur,
Laugateig 24, sími 81666
— Ólafur Jóhannsson,
Sogaþletti 15, sími 3096
— Nesbúðin, Nesvegi 39.
Samúðarkort
Slysavarnafélags fslands
kaupa flestir. Fást hjá slysa-
varnadeildum um land allí.
í Reykjavík í Hannyrðaverzl-
uninni 1 Bankastr. 6, Verzl,
Gunnþórunnar Halldórsdótt-
ur og í skrifstofu félagsins,
Grófin 1. Afgreidd í slma
14897. Heitið á Slysavarnafé-
lagið. — Það bregst ekki. —
Hafnarfjörður
©g nágrenni.
Hið nýja símanúmer
okkar er
Leiðir allra, sem ætla agj
kaupa eða selja
BÍL | 11-
liggja til okkiT
50888
(2 Iínur)
Góðir bílar.
Fljót afgreiðsla.
BíIstöSin h.f.
Bílasalan
Klapparstíg 37. Sími 19032
°g
Krisfján Eiríksson
hæstaréttar- og héraðs
dómslögmenn.
Málflutningur, innheimta,
samningagerðir, fasteigna-
og skipasala.
Laugaveg 27. Sími 1-14-53.
Húsnæðis-
miðiunin,
Vitastíg 8 A.
Sími 16205.
Sparið auglýsingar og
hlaup. Leitið til okkar, ef
þér hafið húsnæði til
leigu 'eða ef yður vantar
húsnæði.
önnumst alkkonar vstnfc-
o% Mtalagnlr.
Hitálagnir si.
Símar: 33712 og 12899.
KAUPUM
prjónatuskur og vað-
málstuskur
hæsta verSi.
Aíafoss,
Þingholtsstræti 2.
SJÓÐEJR
óuMumrn
■+iá/mn.ðtn.6 - ó'oru '23970
I NNHEtMTA
LÖöFKÆQtSTÖRF