Alþýðublaðið - 21.08.1957, Side 6

Alþýðublaðið - 21.08.1957, Side 6
8 A Iþýgiiblagið Miðvikudagur 21. ágúst 1957. Hneykslismál í Svíþjóð - Otgeíandi: Aiþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Heigi Sæmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. Prcntsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfiagðtu 8—18. Kveðja yíir hafið NORSKI Alþýðuflokkur- inn er sjötugur í dag. Al- þýðublaðið vill af því tilefni senda honum kveðjur og heillaóskir. Verkalýðshreyfingin í Nor egi og stjórnmálasamtök jafnaðarmanna hafa unnið marga og merka sigra í bar- áítunni fyrir hugsjónum og itagsmunum alþýðunnar. Oft hefur raunar á móti blásið, ea Alþýðuflokkurinn jafnan snúið vörn í sókn. Hann hef- ur nú um áraskeið verið meiriihlutaflokkur í landinu og haft á hendi forustu upp- byggingarstarfsins í Noregi eftir síðari heimstyrjöldina. Það var mikið verkefni, en jafnaðarmenn hafa reynzt vandanum vaxnir. Norski A1 þýðuflokkurinn stendur í dag föstum fótum heima fyr ir, og afmælisgjöfin honum til handa á að verða öflugt átak í þingkosningunum, er fram fara í október. Jafn- framt nýtur hann álits og virðingar úti um heim. Hvort tveggja er að nokkru leyti að þakka víðsýnum, frjálslyndum og kappsfull- um forustumönnum og braut ryðjendum. En það, sem úr- slitum ræður, er þó grund- völlur hans, stefna og hug- sjónir. Hann er traust virki lýðræðis-sósíalismans og hefur sýnt í verki, að hug- sjónir hans geta orðið fagur og farsæll veruleiki. Noregur er harðbýlt Iand af náttúrunnar hálfu. Það krefst hraustrar og cljarfrar þjóðar, sem hikar ekki við að leggja hart að sér og setja markið hátt. Slíkt hefur ávallt einkennt Norðmenn. En síðustu ára- tugina hafa þeir borið •gæfu til skipulags og sam- starfs á grundvelli lýðræð- issósíalismans, metið heild ina meira en einstaklinginn um afkomu og lífskjör og sótt fram fylktu liði í átt- ínt til réttlátara og örugg- ara þjóðlífs. Þetta er fyrst og fremst afrek Alþýðu- flokksins. •— Víkingslund- in forna er í nútíðinni orð- in samstarfsvilji og ábyrgð artilfinning. Svo fagur er í framkvæmdinni draumur- inn, sem vakti fyrir braut- ryðjendum og frumherjum jafnaðarstefnunnar í Nor- egi. Aðalsmerki norska Alþýðu flokksins er sú skemmtilega og ótvíræða staðreynd, hvað þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Hann er í senn róttækur og frjálslyndur. Og norsk alþýða hefur gert sér ljóst, hvað hann vill vera henni. Hún hefur sannarlega ekki orðið fyrir vonbrigðum. Þess vegna dettur engum í hug, að viðhorfin breytist í norskum stjórnmálum. Þró- unin mun halda áfram. Sumt er raunar enn á byrjunar- stigi og mörg framtíðarverk- efni fyrir hendi, en straum- ur atburðanna hnígur í rétta átt. íslenzki Alþýðuflokkurinn á norsku samherjunum margt að þakka. Samskiptin hafa jafnan verið ánægju- leg. Og jafnaðarmenn á ís- landi senda í dag austur vfir hafið þakkir og heillaóskir á sjötugsafmæli norska Al- þýðuflokksins. Höfuðhorgaráðstefnan FULLTRÚAR norrænu höfuðborganna hafa undan- farna daga setið.á ráðstefnu hér í Reykjavík. Þetta er einn þátturinn í aukinni nor rænni samvinnu. Ber að fagna’ því, að ísland gerist aðili að henni í vaxandi mæli eftir því sem við verður komið. Ráðamenn Reykjavíkur- bæjar gætu margt lært af stjórn og rekstri hinna höf- uðborganna á Norðurlönd- Urval af kvenkápum, peysufatafrökkum og poplin-kápur Hagstætt verð. Kápu- og DömubúSin Laugavegi 15. um. Jafnframt færi vel á því, að þeir kynntu sér þessa starfsemi þeirra bæja á Norðurlöndum, sem sam- bærilegastir eru við Reykja- vík um verkefni og fólks- fjölda. Þá myndu þeir sjá, að íslenzka höfuðborgin er um margt eftirbátur, ef yfir- bygging eyðslunnar og sýnd- armennskunnar er undan- skilin. Og þá kemur að þeirri skyldu kjósendanna, að færa þessi viðhorf á ann- an veg og betri í framtíðinni. FÁTT VEKUR nú meiri at- hygli í Svíþjóð, og jafnvel ná- lægustu löndum, en Husebys- hneykslið svonefnda. Ekki hvað sízt vegna þess að sænska kon- ungsættin er við mál þetta rið- in, enda þótt ekki sé neinn með- iimur hennar sökum borinn. Husebv er gamalt aðalssetur í Smálöndum, og í fornurn •i sænskum orðskvið segir: „Falli ' Húsabær er kóngur falli nær“. II Adolfs, en hann var einn af voldugustu mönnum Svíþjóðar á sinni tíð. Karl X Gu.staf átti óðalið og um skeið, síðan Adolf Jóhann hertogi, Gustaf Bergh- man og von Essen. Afi Fiorence Stephens var prófessor við Hafnarháskóla, en sonur hans, I. S. F. Stephens, keypti Hu.se- by og gerðist hinn frægasti óð- alsbóndi. Það er Florence, dótt- ir hans, sem nú á í mesturr. svikið af mér meira en sex mill- jónir króna. Hann hefur falsað nafn mitt á víxla. Nafn prinsins notaði hann sem skálkaskjól. Mig lét hann síðan gera ómynd- uga með dómi á fölskum for- sendum, og svipta öllum fjár- ráðunum. Eg er ekki í neinum vafa um, að hann átti sök á bruna málmsteypuhúsanna. Nú liggur allt óðalið í auðn. Allur bústofninn var seldur á uppboði Hvíta höllin í Húsabæ var reist árið 1813. Ekki er þó Svíakonungur sjálf- ur til þesáa máls nefndur, en Karl yngri prins, erfingi að Huseby, því meir. Stendur þann ig á því að núverandi eigandi setursins, hin aldraða Florence Stephens, orfleiddi Karl prins j Bernadotte, son Karls heitins j Bernadotte prins og Ingiborgar , dönsku, að Huseby eftir sinn j dag. Er Huseby stærsta óðal í j Svíþjóð og var þar áður auður mikill, — áður en mölurinn komst í mjölið. Eftir að Huseby var þannig crðinn arfleifð Karls vngri Bernadotte fór hann að gerast afskiptasamari um rekstur bú- garðsins, hinnar miklu málm- bræðslu og annarra fyrirtækja, _er óðalinu fylgdu. Meðal ann- ars fékk hann Florence S’teph- ens ráðsmann einn fyrir nokkr- um árum, og hét sá Gutenberg. Hann situr nú í gæzluvarðhaldi, ákærður um gífurleg fjársvik, víxilfalsanir, ík.veikju og fleira. Þá hefur og einn af verkstjór- um á óðalinu verið tekinn hönd- um, og sömuleiðis háttsettur endurskoðandi í Stokkhólmi. Er þó talið að enn séu langt frá því öll kurl komin til grafar í þessu víðtæka máli, Husebv er frægt óðal í sænskri sögu; þeir sem lesið hafa Sögur herlæknisins í býð- ingu Matth; : ar kannast eflaust við Húsabæ. Hin mikla, hvíta óðalshöll við Helgeána var reist : ið 1813 af þeim greif- unum i xlcolm og Hamilton, en aðalsæti.r þær hafa verið va’damiklar, bæði í.Svíþjóð og á Bretlandi. Fyrstur frægra eig- enda óðalsins var franski ævin- týramaðurinn KaiT de Mosney, er háði styrjöld gegn Jóhanni III, og var tekinn af lífi 1574. Annar frægur óðaiseigandi þar var Karl Gyllenhjelm, sonur Karls IX og hálfbróðir Gustafs vandræðum fyrir svikastarf- semi ráðsmannsins. Ekki vill hún þó kenna ráðs- manninum um það eingöngu,1 hvernig komið er. Hún telur enn voldugri öfl standa þar á bak við. Marcus Wallenberg vildi kaupa óðalið, segir hún. Það var skömmu eftir lok síð-, ri heimsstyrjaldar. M. Wallen- berg er forstjóri Enskilda Bank i í Stokkhólmi, en hann og ætt hans sú voldugasta í fjármála- og' atvinnulífi Svía. En Florence Stephens vildi ekki selja, og þá byrjuðu vandræðin, að hennar sögn. | „Gutenberg var vei'kfæri í höndum annarra. Hann hefur í vor, allar vélar og tæki sömu- leiðis. Þetta var særsti viðburð- ur ársins á þessum slóðum. Og nú gat fólk leyft sér að henda gys að stoltu óðalsungfrúnni að Huseby. Hún var ómyndug, hún hafði látið svikara féfletta sig^ ■------Nú þyrpist hér að hóp- ur ferðamanna dag hvern og' situr um mig, ef því skvldí tak- ast að ná í mynd af mér----“. Enn er fjársvikamál þetta ekki rannsakað nema að litlu leyti. En óhætt er að segja að menn bíði frekari uppljóstrana með mikilli eftirvæntingu í Sví- þjóð. „Falli Húsabær er kóngur falli nær“, segir sænska mál- tækið. Aðalfundur R. K. í.: Koma ungverska ilóttafólksin; merkasfi Frk. Sigríði Backmann afhent heiðursmerki Florence Nightingale AÐALFUNDUR Rauða kross íslands var haldinn á Akranesi hinn 17. þ. m. Framkvæmda- stjóri RKl, dr. Gunnlaugur Þórðarson, gaf skýrslu um starfsemina á umliðnu starfs- skeiði, gerði m. a. grein fyrir komu úngversks flóttafólks til landsins, rekstri sjúkraskýlis í Sandgerði og sumardvöl barna. Gjaldkeri félagsins, Árni Björnsson, lagði fram endur- skoðaða reikninga og voru þeir samþykktir. HEIÐURSMERKI AFHENT Á fundinum. afhenti formað- ur RKÍ frk. Sigríði Backmann heiðursmerki Florence Nightin gale, sem Alþjóða Rauða kross- inn sæmdi hana 12. maí sl. fyr- ir störf hennar að mannúðar- málum. Samþykkt var 20 þúsund króna framlag til Hafnarfjarð- ardeildar Rauða krossins til stofnunar heimilis til sumar- dvalar fyrir börn í Flafnarfirði. FORM. ENDURKJÖRINN Þorsteinn Scheving Thor- steinsson var endurkjörinn for- maður RKÍ. í framkvæmdaráð RKÍ voru kosnir auk formanns RKÍ dr. Gunnlaugur Þórðarson, Árni Björnsson lögfræðingur, Guido Bernhöft stórkaupmaður, séra Jón Auðuns dómprófastur, Óli J. Ólason kaupmaður, Jón Mat- hiesen kaupmaður.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.