Alþýðublaðið - 21.08.1957, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 21. ágúst 1957.
Alþý^nbSaSiS
7
FINNSK LIST er ekki göm-
ul. Sögulega séð var fyrst lagð-
lir að henn;. grundvöllur, þegar
listaféiagið’ var stofnað í Hels-
ingfois árið 1846. Félagið leysti
öll þau vandamál, sem ríkið er
annars vant að leysa, kom til
dæmis upp listaskóla og sýn-
ingarsölum, og að síðustu reisti
það 1888 listasafnið Atheneum
í Helsingfors.
Flestir finnskir málarar hafa
leitað sér menntunar í Þýzka-
landi og Frakklandi, og hafa
þeir flutt með sér heim listræn
áhrif þaðan. Meðal hinna
fyrstu, er vann sér frægð sem
listmálari, var Gustav Verner
Hohnberg (1830—1860), sem
þrátt fyrir stutta ævi hafði
.mikilvæg og vekjandi áhrif á
samtíð sína í Finnlandi. Hann
gekk á listaskóla-nn í Dússel-
•dorff og bar þess vott alla daga,
en þrátt fyrir þetta er það þó
fyrst og fremst andlit Finn-
lands, sem maður sér í list
hans. Vinsælastur varð hann
fyrir málverkið: „Söngur hinna
finnsku skóga“, og vakti það
.ekki aðeins eftirtekt meðal
inálara, heldur og hjá almenn-
Ingi, sem skynjaði í listaverk-
inu ævintýrasvip finnskrar
máttúru. Olfuprentun gerð eftir
þessu málverki prýðir mörg
finnsk heimili. — Annað þekkt-
asta listaverk hans er „Haust-
morgunn", og hlaut hann fyrir
það gullmedalíu listaskólans í
Dússeldorff. Auk þessa er nafn
jhans tengt hinum frægu kalk-
málverkum í dómkirkjunni í
Ábo.
Meðal þeirra, sem teljast
mega tengiliðir milli finnskrar
og franskrar málaralistar, er A1
bert Edeífeldt (1854—1905)
frægastur. Það málverk, sem
borið hefur nafn hans lengst,
er af hinum fræga franska efna
fræðingi Pasteur. Eftirlíkingar
af því hafa borizt um allan
heim. Myndin sýnir efnafræð-
ínginn í tilraunastofu hans við
rannsóknir. — A. Edelfeldt
vann sér fyrst frægð fyrir mál-
verkið „Blanka drottning“, sem
sýnir unga og fallega konu með
dálííinn dreng á hné sér. Einnig
þetta málverk hefur náð mik-
illi frægð. Það er oftast nær
kallað ,,Að ríða á hné“. Hafa
margir, bæði menn og konur,
fundið í þessu listaverki endur-
gjöf lífsins eða lýsingu á þeim
Albert Edelfelt.
dýrmætu augnalikum, er þeir
sjálfir sátu með barn á hné
sér og hossuðu því.
Albert Edelfeldt hefur einn-
ig málað fræg söguleg málverk,
meðal þeirra „Karl hertoga hjá
líki Klás Flemmingssonar". Það
segir frá þeim atburði í sög-
unni, þegar hertoginn stendur
y-fir líki óvinar síns og rífur í
skegg hans með þessum orðum:
,,Ef þú hefðir lifað nú, mundi
íhöfuð þitt ekki lengur vera
fast á kroppnum11. En ekkja
Klás sem heyrði orð hans, svar-
aði stolt: „E-f bóndi minn hefði
lifað nú, væruð þér ekki kom-
annað brenglað og hjákátlegt I
fari manna. ,
Meðal myndhöggvara e£^alt
er Runebarg (1838—1920), son-
ur stórskáldsins fræga, hinn
fyrsti, sem vert er að geta.
Hann var undir sterkum áhrif-
um af Bertel Thorvaldsen, en
gerði þó tilraunir á öðru sviði
en því klassíska. Meðal annars
bjó hann til einkennilega högg-
mynd, sem hami kallaði ..lil-
marinen srníðar tung-lið“. Eftir
nafninu að dæma hefur hann
j þar viljað túlka atriði úr Kale-
| valaóðnum. Þetta misheppnað-
i ist þó algjörlcga. c-g hann bjó
| heldur aldrei til fleiri myndir
| af því tagi. Fiægastur varð
| hann fyrir myndastyttuna
,,Finnland“. sem er reist föður
hans, Myndastyttan sýnir unga
stúlku, sem situr við fætur
karlmannslíkneskju. Það er
Finnland. sem hlustar iotning-
arfullt á skáldmeistara sinn.
Myndastyttan „Lögin“ túlkar
einnig mikilvægan sannleika
úr.eðli finnsku þjóðarinnar, því
a ðhjá henni hafa lögin aliíaf
verið í hávegum höfð. Á torg-
inu fvrir framan stórkirkjúna
í Helsingfors er mikil stytta eft
: ir hann af Alexander II. Rússa-
' keisara. Það er víst einasta stytt
an,. sem til er af rússneskum
; keisara. í Rússlandi voru þær
1 allar eyðilagðar eftir bylting-
Mynd þessi vav tekin á 85 ára afmæli Jean Sibeliusar. Paasikivi frv. Finnlands-
forseti er þar í heimsókn hjá tónskáldinu.
B jarni M. Gíslason:
inn inn fyrir vorar hallardvr“.
Málverkið er þróttmikið í litun-
um. Tungumál sögunnar verður
áhrifameira á léreftinu.
Albert Edelfeldt vann sér þó
ekki mesta frægð fyrir söguleg
málverk, heldur fyrir andlits-
myndir af ýmsum heimskunn-
um stórhöfðingjum, sem fengu
hann til að mála sig, og svo fyr
ir stórbrotin málverk af finnsk-
ri náttúru, einkum af strönd-
inni og fiskimönnum, sem
sigla hraðbyri í áttina til síns
kæra Suomi (Finnlands). Þekkt
ast af þessu tagi er „Á hafinu“.
Eftir hann liggja einnig frægar
teikningar af 'hinum mörgu, ein
kennilegu fullhugum í skáld-
verki Runebergs „Sögur Stáls
merkisbera“. List hans hafði
mikla þýðingu fyrir Finna.
Hinn ferski og höfðinglegi blær
hennar eyddi mörgum ímvnd-
uðum drungaskýum. j
Næstum allir þeir Finnar,
sem beita penslinum við list-
sköpun, eru dugandi andlits-
málarar. Eero Jarnfeldt (1863—
1932), sem einnig er frægur mál
ari, hefur eins og' A. Edelfeldt
unnið sér frægð fyrir ýmsar
andlitsmyndir, en þó mesta fyr-
ir málverkin af náttúrunni. Ilm
inn af Finnlandi, safaríkan og
kjarnmikinn, hefur engum tek-
izt að festa á léreftið sem hon-
um. Það eru ekki sérstaklega
litirnir, heldur sterk tilfinning
af angan, sem gagntekur þann,
er skoðar list hans. Frægast er
málverkið „Á afviknum stað í
skóginum", og sýnir það fólk,
sem er að brenna skóginn. Það
er gömul venja í Finnlandi að
brenna tré og nota öskuna sem
áburð. þessari frumstæðu rækt-
unaraðferð lýsir hann á mál-
verkinu, en þó fyrst og fremst
náttúrubarninu sjálfu, sem
frjálst og óháð stendur mitt í
reyknum.
Marga aðra málara, sem ó-
tvírætt hafa tryggt sér virðu-
legt sæti í listasögu Finnlands,
mætti nefna, þar á meðal Pekka
Hallonen, Anti Faven og Juho |
Riissanen, sem allir hafa mál-1
að í sterkum, þjóðlegum litum, |
djarft og fagurlega, en hér verð-
um vér að láta oss nægja að
staldra við Akseli Gallen-Kall-
ela (1865—1919), þann mann,
sem hefur haft sterkust áhrif
á þjóðarvakningu Finnlands
með málaralistinni.
Eins og flestir finnskir lista-
menn hófst hann upp úr fátækt.
Hann byrjaði að mála landið og
fólkið, bændur við erfiðisvinnu,
eða þá sömu menn, þegar þeir
leita sér hvíldar í dálitlum mið-
degisblundi eða strjúka sterka
líkamana hrísi í upphitunum, i
gufufylltum baðstofum. Það er |
margt í fari þessa fólks, sem |
minnir á íslenzka bændur og
sumargleði þeirra, þegar þeir
taka sér í hönd tuggu af vel.
verkaðri töðu og bera hana að
vitum sér. — En það er einnig 1
vetur yfir myndum hans, þoka |
og náttmyrkur. Þá situr maður-
inn heima og kennir börnun-
um að lesa við dálitla týru, eða
við ljósglætuna. spm fellur inn
um gluggann. Frá þessu segir
í eitt af frægustu málverkum
hans, „Fyrstu kennslutímarn-1
ir“.
Frá hversdaffsleikanum og I
stritinu við náttúruna hvarf
hann til þjóðsagnanna. Hann er
sá fyrsti, sem náði verulegum
tökum á því að túlka persónur
Kalevalaóðsins, og hefur hann
með þeim listaverkum sínum
gefið Finnum heilt þjóðminja-
safn. Meðal annars hefur hann
málað hina fögru Aino, þegar
hinn gamli söngvari biður um
ást hennar og hún leitar skjóls
í bylgjum hafsins. Myndin er j
eins og þungt andvarp örlag-1
anna. ITann hefur einnig málað
myndina „Móðirin hjá líki i
Lemminkaines", ímynd hinnar'
finnsku ættmóður, sem með
kærleika sínum sameinar þjóð-
arlíkamann. Og á málverkinu
„Stíðið um Sampo“, töframyllu
menningarinnar, eru sterk á-
tök um hamingjugullið. Það er
sérkennilegur þjóðernisblær yf-
ir öllum verkum hans, ekki
sízt „Bölvun Kullervos“, sem
hatursfullur kreppir hnefana
gegn dularkyngi örlaganna. Þá
er málverkið af „Joukahainen
að baki Wáinámöinen11 eins og
dimmur og ógnandi andardrátt-
ur fláræðisins, sem leggur við
hlustir til þess að geta svikið
hin góðu öfl.
Akseli Gallen-Kallela er með
al mestu málara heimsins, hug-
myndaríkur og mjög sjálfstæð-
ur í lits sinni. Bylgjur þakklæt-
is hafa flætt honum í fang frá
þjóðinni, sem hann hefur haft
áhrif á með margvíslegum
hætti. Meðal annars hefur dá-
lítið hús, sem hann lét byggja
afsíðis inni í landinu og kallaði
„Kallela“, verið gert að fyrir-
mynd þjóðlegs byggingarstíls í
Finnlandi. Auk þess hefur list
hans auðgað og frjóvgað marga
málara, einkum Hugo Simberg,
:-sem aldrei hefur þó náð tök
á þjóðsögunum Kalevalaóðsins,
sem á hinn bóginn náð sérkenni
legu valdi á því að afhjúpa
draugatrú og djöflasýki eða
Mikill listamaður er lí-ka Ro-
bert Stigel (1852—1907), sem
á sínum tíma vakti næstum
einstæða eftirtekt með hinni
kröftugu hópmynd „Skipbrots-
menn“. Eftir að hafa þreytt sig
á höggmyndastíl gullaldarinn-
ar, bvrjaði hann á sögupersón-
um Kalevalaóðsins, ög það fór
fýrir honum eins og Akseli Gall
en-Kallela, að beztu verk hans
spruttu upp úr þeim jarðvegí.
Hann lætur Wáinámöinen spila
á kanteluna með glæsilegri frá-
sagnarlist. Og myndastyttan
„íllmarinen smíðar Sampo“, er
einnig glöggt dæmi þess, hvern-
ig þjóðarmeðvitundin vinnur úr
efniviðnum. Robert Stigel var
mörgum sinnum heiðraður fyr-
ir list sína, meðal annars fékk
hann listaverðlaun í Helsing-
fors árið 1887 og gullmedalíu í
París árið 1900.
Kunnur meðal finnskra myr.c!
höggvara er einnig Wille Wall-
gren, sem hefur gert margar
A. Gallen-Kallela.
fallegar smámyndir úr silfri og
silfri og bronsi, en mestur lista-
maður í þessari grein er Vaino
Aaltonen (f. 1894) sem þegar á
bezta aldri hefur getið sér
heimsfrægð. List hans er inn-
blásin af einhverju, sem líkist
styrkleika elztu myndagerðar,
eilífðarþunga, alvöru, dýpt og
hæð. Hann fylgir engu nýmóð-
insgjálfri, heldur, er eins og all
ir beztu listamenn Finna, þ.jóð-
legur og trúr því, sem hann skil
ur og þekkir. Hann hefur fund-
ið það sem æðsta köllun sína að
túlka þroskaferil andlegs lífs
þjóðarinnar með því að höggva
Framhald á 8. síðu.