Vísir - 24.12.1926, Síða 1
Ritstjóri:
„ STEINGRlMSSON.
Simi: 1600.
Prentsmiðjusimi: 1578.
Afgreiðsla:
ALSTRÆ
Sími 400.
Prentsmiðjusími: 1578.
16. ór.
Föstudaginn 24. desember 1926.
301. tbl.
Við jötuna í Betlehem.
Guðspjallamaðurinn Lúkas
segir oss í þessum kafla frá at-
burðiun einnar nætur. Hann
leiðir oss inn í fjárbyrgi í Betle-
hem, leiðir oss upp að óásjálegri
jötu og bendir oss á lítið barn,
nýfætt, sveipað fátæklegum reif-
um, liggjandi þar. Hann sýnir
oss unga móður, sem þar hefir
alið barnið. Ósegjanleg gleði
skín af ásjónu hennar, því mað-
ur er í heiminn borinn; hún
horfir á Iþetta barn, undrandi,
því þetta barn var æðra en öll
önnur börn, og móðirin vissi
það. Undrun hennar og gleði var
því æðri en allra annara mæðra,
sem börn hafa alið, því liún vissi
að þetta barn var alveg á ein-
stæðan hátt gefið henni, hún
vissi að yfir þessu barni hvíldi
sérstök velþóknun Guðs; það
hafði engillinn sagt henni. Og
hún trúði án þess að skilja og
var glöð og sæl; hún vissi að
vegna þessa barns myndu all-
ar kynslóðir hana sæla segja.
Tilbeiðsla og lotning og mikill
fögnuður og lofgjörð hefir
áreiðanlega búið í sál liinnar
ungu meyjar og móður. Sömu
lofsöngshljómarnir, sem fyltu
sál hennar frá því, er hún í
barnslegri undirgefni sagði:
„Sjá, eg er axnbátt Drottins,
verði mér eftir orði Iþínu!“, lof-
söngshljómamir, er brutust
fram, er hún sá Elísabetu og
sagði: „Önd mín miklar Drott-
in og andi minn hefir glaðst
í Guði frelsara mínum,“ þessir
lofsöngshljómar hafa áreiðan-
lega bxiið i sál hennar nú, er
þessi fyrirheitni sonur var fædd-
ur. Svo sterka, svo himneska
jólagleði hefir víst engin sál
íundið nokkru sinni síðan. pessi
sonur — hún vissi þegar nafn
lians — var hennar milda jóla-
gleði. Og nafn hans var J e s ú s,
eins og hann var nefndur af
englinum, áður en hann var get-
inn í móðurlífi.
Og ef vér eftir laðan guð-
spjallamannsins göngurn í anda
inn i byrgið, sjáum vér einnig
Jósef standa þar hjá. Fyrir hann
var þetta líka undursamleg nótt.
Nú var sá svéinn fæddur, sem
hann vissi að hafði æðri upp-
runa en sérhvert annað jarðar-
innar barn. Hann vissi að þessi
J e s ú s, því einnig Jósef þekti
þá þegar nafn hans, var gjöf
Guðs öllu mannkyninu til
handa. Og hvihk gleði, æðri
allri föðurgleði, hlýtur að hafa
fylt sál Jósefs, þvi hann vissi að
sér var gefin tignarstaða af
Guði, sú, að vera fósturfaðir
þessa sveins. Hann átti að vera
barninu faðir á jörð, vemda
það og annast, vaka yfir hinum
fyrstu árum þess á jörð, leiða
það við hönd sér með fullum
föðurréttindum og föðurskyld-
um. Hann vissi að þessi sveinn
var af lieilögum anda getinn,
sonur Guðs. J?að hafði hann
fengið að vita af englinum. Hann
skildi ekki, hvað í þessu lá, en
hann trúði og gladdist. Heilög
jólagleði hlýtur að hafa fylt
sál Jósefs á þeirri heilögu nótt.
pegar vér eftir leiðsögn guð-
spjallamannsins göngum inn i
byrgið,, þá er það þó barnið
sjálft, sem vekur mesta gleði og
undrun hjá oss. par lá hann reif-
aður, hinn nýfæddi sveinn, dá-
samlegt barn fyrir andans aug-
um vorum, sem vitum enn bet-
ur og meira um hann en þau
María og Jósef vissu þá. pau
þurftu að vísu eigi að spyrja,
hvað yrði úr þessum sveini, eins
og spurt var við vöggu Jóhann-
esar skírara, því þau vissu þeg-
ar að hann átti að frelsa lýð-
inn af syndum hans; þau viss'u
að hann mundi verða mikill og
verða kallaður sonur lúns hæsta.
pau vissu að honum mundi
gefið verða hásæti Daviðs, for-
föður lians og að á hans ríki
mundi enginn endir verða. En
þau vissu ekki hvernig þetta
myndi verða; þau trúðu og það
var þeim nóg. En vér vitum nú
livernig þetta varð. pegar vér í
anda göngum inn að jötunni í
Betlehem, sjáum vér ekki aðeins
ungbarnið nýfætt, heldur hinn
fullorðna mann, sem gekk um
kring og kendi og gerði undur-
samleg dásemdarverk, sjáum
liinn lcrossfesta,, upprisna og
himinfarna frelsara. — Vér
vitum, hvernig hann hefir
verið með lærisveinum sín-
um í nítján aldir. Vér vit-
um það sem þau María og
Jósef ekki vissu þá, að hann er
O r ð i ð, sem var í upphafi,
O r ð i ð, sem var hjá Guði og
var Guð. Vér þekkjum náðina
hans, að hann, þótt hann rikur
væri, gerðist fátækur vor vegna
til þess að vér mættum auðgast
af hans fátækt. Vér höfum reynt
Eftir síra Friðrik Friðriksson.
og vitum að hann er frelsari vor
allra, sem trúum á hann. Vér,
sem frelsaðir erum af hans
óverðskulduðu náð, vitum að
hann er sannur Guð af sönnum
Guði getinn en ekki skapaður,
ljós af ljósi, og upplýsir hvern
mann, er til hans kemur. Vér
trúum ásamt öllum Guðs sönnu
börnum, að hann sé sameðlis
Föðurnum og eitt með honum,
svo að honum beri tilbeiðsla,
lieiður og Iþakkargjörð. — Og
er vér sökkvum anda vorum
niður í þessa iliugun og göng-
um svo imr að jötunni í Betle-
hem, þá fögnum vér að þessi
mikli sonur Guðs hefir tekið á
sig vort hold og orðið sannur
ínaður í öllu líkur oss, að synd-
inni einni undanskilinni. Og það
er fögnuður jólanna, fögnuður,
sem þó ekki heyrir jólunum ein-
um til, heldur öllum ársins dög-
um. Sá sem þekkir Jesúm af
eigin reynd, þekkir frelsið í hon-
um og hefir tekið á móti hans
fjTÍrgefandi náð, sá maður get-
ur á hverjum morgni er hann
rís úr rekkju sagt: 1 d a g e r
m é r f r e I s a r i f æ d d u r.
Sá maður getur mitt i sínu dag-
lega verki, liversu annríkt sem
hann á, allra snöggvast litið
upp til himins og sagt: Guði sé
lof, í d a g er mér frelsari fædd-
ur. í andstreymi og bágindum,
í sjúkdómum og þrengingum, í
vonbi'igðum lífsins og sorgum
þess, getur þessi vissa gefið
huggun og styrk og frið; og hví-
líkur kraftur er fólginn í þess-
ari liugsun, þegar hinar xnarg-
víslegu fi-eistingar ásækja mann;
ef liinn trúaði maður getur að
eins gefið sér ráðrúm til að segja
við sjálfan sig þetta eina orð:
„Mér er frelsari fæddur, hvernig
gæti eg aðliafst slíka óhæfu og
þá, sem þessi freisting vill fá
mig til,“ já, þá er sigurinn unn-
inn og afl freistingarinnar brot-
ið á bak aftur. — Og hvílík hvöt
til hins góða liggur einmitt í
þessari vissu, máttug hvöt til
þess að vanda alt sitt líf og fram-
ferði fyrir aughti Guðs og
manna, til þess að kappkosta
af fremsta megni að hegða sér
samboðið þessum dýrmæta fjár-
sjóði, og þeirri tign, sem leiðir
af því að hafa meðtekið Guðs
son fæddan i hjarta sér. Eða
þegar áliyggjur og kvíði legst
þungt á lijartað, hversu núkill
styrkur er þá fólginn í þeirri
meðvitund. J?vi auðveldlega get-
ur sá maður, sem á þessa vissu,
dregið af henni þessa ályktun
með postulanum: Hann sem
ekki þyrmdi sínum eigin syni,
heldur framseldi hann fyrir oss
alla, hví skyldi hann ekki líka
gefa oss alt með honum?“ Vér
ályktum því þannig: Fyrst mér
er frelsari fæddur, og af Guði
gefinn mér, mundi hann þá
spara hið minna við mig og gefa
mér ekki á sínum rétta tíma alt
það, sem eg i raun og veru þarf
með, og gjöra þann enda á
freistingunni að eg fái staðist.
þetta er að eiga hina sifeldu ár-
löngu jólagleði, þann daglega
fögnuð, sem enginn skilur né
skihð getur, nema sá einn, sem
reynir hann. J?egar eg þvi sé
trúaðan mann ganga niður-
beygðan og gleðivana eins og
öll heimsins mæða og byrði lægi
á honum, þá get eg sagt með
sjálfum mér: „pessi bróðir hef-
ir gleymt í bili, að honum er
frelsari fæddur; eg ætla að
minna hann á það.“ pegar eg sé
Krists Iærisvein xnjög niður-
sokkinn i eftirsókn tímanlegra
gæða og áfjáðan í gróða og
hagnað, svo að hann g'leymir að
gæta sálar sinnar, og vanrækir
f jársjóðu náðarinnar, þá verð eg
að segja: „pessi lærisveinn hef-
ir núst sjónar á þeim gleðiboð-
skap, að honum sé fxælsari
fæddur.“ — Eða eg sé mann
umsvifamikinn í stjórnmálum
og algerlega niðursokkinn í
flokkabaráttu svo að hann læt-
ur öll andleg efni sitja á hakan-
um, þá sé eg að annað hvort hef-
ir hann gleymt þessu eða þá
aldrei tekið á móti boðskapn-
um: p j er er fi'elsari fæddur.
— Eða eg heyri menn tala eða
sé þá skrifa léttúðlega um trú-
arefni og bera fram ahskonar
getgátur og vafaspursmál imi
opinberun Guðs í Kristi, og með-
höndla guðsorð með virðingar-
leysi eða i gremju eða með
fíflslegum gárungahætti, þá ber
mér ekki að reiðast honum né
heldur undrast mikihega, þar
sem það af tali hans eða skrif-
um er ljóst að hann veit ekki,
hvað hann er að fara með, hefir
aldrei þekt þetta orð i raun og
veru um hina undursamlegu
fæðingu Guðs sonar, þótt hann
kunni ef hl vill alt jólaguðspjall-
ið utan að; það hefir þá aldrei
verið meðtekið með hjartanu, og
sá maður hefir aldrei getað
reynt á sjálfum sér þetta orð:
I dag er yður frelsari fæddur.
pvi annars mundi hann ekki
hafa talað né skrifað áþann veg.
Mér ber þvi að hafa meðaumk-
un með honum og kenna inni-
lega í bi’jósti um hann, og biðja
fyrir honum, að hann konúst til
þekkingar á sannleikanum, og
oss ber ef vér getum að færa
þessum mönnum boðskapinn
blátt áfram og afdráttarlaust,
án þess að fara að deila við
hann eða stælaumþað,semhann
hefir ekkert vit á; — annað mál
er það, að oss, sem reynsluna
eigum, ber eins vel og vér get-
um með þolinmæði og í mikilli
einlægni að svara og rökræða í
auðmýkt vafaspurningum og
efasemdum leitandi sálar og
greiða úr því með mikilli var-
færni og með bæn um vísdóm.
pað er annað, en þrætui og
þjark við hrokafulla angurgapa,
sem þykjast vera vitrir en aug-
lýsa heimsku sína með þvi að
geyja. þá hluti, sem þeir hafa
ekki sjálfir reynt, og þykjast þó
færir um að leggja úrskurð á.
J?að væri fyrir neðan virðingu
sjáandi manns að fara að deila
um liti við blindfæddan mann.
sem ekki vildi láta sannfærast
eða þættist vita betur um litina
en hinn sjáandi.
En þú sem hefir mætt frels-
ara þínum og hefir reynt á sjálf-
um þér að fagnaðarerindið um
Krist Jesúm, getinn af lieilögum
anda, fæddan af Maríu mey, e r
kraftur Guðs til sálu-
h j á 1 p a r, og hefir verið það
sjálfum þér, síðan þú mættir
sjálfur hinum lifandi frelsara
og komst til trúarinnar á hann,
þú veist nú á hvern þú trúir og
þarft ekki á vitnisburði annara
að lialda; þú átt hina sönnu jóla-
gleði; hún býr þér í hjarta og
hún gerir þig sælan og sterkan
að sama skapi senx þú lifir í
henni. pú ált vissuna og þyrftir
i rauninni enga sérstaka jóla-
daga, þar sem alt árið eru þér
jól. Sæll ert þú, þvi þú átt i trú
þinni fulla vissu um náðarút-
valningu þina og guðsbarnarétt
þinn. Svo þarft þú ekki að ótt-
ast eða hræðast neitt nema synd-
ina og syndarrótina í sjálfum
þér. pví þú veist að þú átt lífið