Vísir - 24.12.1926, Side 5
VÍSIR
J>ér skónum og hallaöu þér út af.
Pér er víst oröið mál á því.
Þorfinnur hlýddi. Hann var
Jjægur og geðgóður í dag.
Eftir litla stund sagöi hann eins
og við sjálfan sig: — Þaö er nú
sök sér, þó að strákar sé eftir-
látlr við sjálfa sig stund og stund,
jneðan æsingin er sem mest i blóð-
inu. — Hitt nær ekki nokkurri
átt, að slá á sig sorg og gráti,
jþó að stúlka sjái sig um hönd og
hlaupi í fangið á öðrum manni. —
Nóg er til af þessu, þó að ein
gangi frá eða tvær — — —
Gólfþvottinum var lokið. —
Steinvör hafði brett upp pilsið, en
nú hleypti hún þvi niður, og bjóst
til að fara með skolpfötuna.
Þorfinnur kallaði til hennar og
TÖddin var blíð og góð : — Heyrðu,
gæska! — Ekki vænti eg þú eigir
volgan sopa og kleinu ? Eg er ein-
hvernveginn svo innantó'mur núna,
finst mér. — Og svo er eg að
hugsa um að lúra og hvíla mig,
þangað til Isak bróðir kem&r.
En ísak kom í þessum svifum.
Hann mætti Steinvöru i göngun-
am.
— Sæll vertu, bróðir minn, sagði
Isak. — Þorfinnur reis á fætur
og þeir kystust fast og lengi.
ísak var rennvotur og bullaði
tipp úr skónum hans. — Hann
lét fallast niður á rúmið og dæsti.
— Þetta var harðsótt, bróðir
minn! — Allar sprænur vitlaus-
ar og stöðug lifshætta dag eftir
<dag. — Eg hefi búist við dauða
minum, en ekki lifi og glöðum
jólum með þér, bróðir.
— Eg var orðinn dauðhræddur
um þig, svaraði Þorfinnur.
— Eg rengi það ekki, sagði ís-
ak. — Eg hefi lika verið hrædd-
ur. — Og svo kvíðinn hefi eg ver-
íð, — þér að segja, bróðir, — að
eg hefi ekki haft lyst á að borða
mig saddan í marga daga, —
þangað til i gærkveldi, því að þá
var eg kominn yfir öll vatnsföllin.
— Auminginn, sagði Þorfinnur
með bróðurlegri hluttekningu. —
Svona er eg líka. Eg fæ hjartslátt
og verð eins og altekinn, hvað lit-
ið sem út af ber.---------
— Eg- er feginn að vera kominn
alla leið. — Eg segi þér satt, bróð-
ír minn, að eg hugsaði hingað i
búrið i gærkveldi, þegar eg kom
upp úr henni Kotá og vissi mig
hólpinn. Þá kom lystin á auga-
bragði og sulturinn skar í mag-
ann.
—■ Þú munt hafa gist á Bakka?
— Jú-jú. — Og þar rakst eg á
mann, sem fylgst hefir með mér
í dag og stendur nú hér úti. Hann
bað mig að grenslast eftir, hvort
hann fengi að liggja hér inni í
nótt.
— Hver er maðurinn?
— Jósef hláka. Þú kannast við
hann.
— Já, eg held það. — Hann
er frændi Steinvarar minnar. —
Gáfaður inaður að sögn, en lenti
ungur í ásta-klandri og biður þess
aldrei bætur.
— Þér að segja, bróðir, þá held
eg að þetta sé hálfgerður flæk-
ingur. — Og mér leið illa að vera
með honum. —
— Eg er svo hræddur um
að hann slóri kannske frarn
yfir nýár, ef eg lofa honum að
vera í nótt, sagði Þorfinnur. —
Og svona ferðalangar borða ó-
sköpin öll. Þeir eru hreinasti eld-
ur í matbjörginni. —
Bræðurnir þögnuðu skyndilega,
því að mannamál heyrðist frammi
í göngunum. — Fóstra mín opn-
aði fyrir gestinum og mælti: —
Gerðu svo vel, frændi rninn! —
Tyltu pér þarna á rúrnið á móti
bræðrunum. — Eg kem svo rétt
strax með volgan sopa handa ykk-
ur. Að svo mæltu fór hún fram
aftur.
Eg bylti mér með hægð í rúm-
inu, svo að eg gæti séð gestinn.
■— Eg breiddi að vísu enn yfir
höfuð mér, en gat var á ábreið-
unni, og rnátti sjá þar í gegn urn.
— Hann var hár vexti og grann-
ur, fátæklega búinn, skeggið mik,
ið, ljóst og fór vel. — Ennið hátt
og hvelft, augun stór og góð-
leg. — Mér leið strax betur, er
eg sá hann. — Og mér komu í
liug orð fóstru minnar, að fyrir
þvi væri hann hláka kallaður, að
hann þíddi klakann úr hug ann-
ara með góðleik sínum.
Hann gekk rösklega til bónda
og heilsaði með handabandi.
— Sittu heill, bóndi!
Þorfinnur skotraði á hann öðru
auganu, en dró hitt í pung. Hann
tók kveðjunni dræmt.
— Mér þykir ávalt fyrir því, tók
komumaður til orða, að þurfa að
níðast á gestrisni annara, og þó
einkurn á stórhátíðum. — Mér hef-
ir skilist svo, sem húsráðendur
kjósi þá helst, að vera einir með
vinum sínum og heimafólki. —
En nú er svo háttað, að dagur
er að kveldi kominn, en eg ókunn-
ugur og rata enga vegu í myrkri.
— Fyrir því gerist eg nú svo
djarfur, að beiðast gistingar. —
En því heiti eg þér, að verða á
brottu að morgni, og sitja ekki
lengur en hóf er að.
— Það er ekki siður okkar
Steinvarar minnar, að úthýsa gesti
og gangandi. Þér er velkomið að
liggja inni til morguns. — Tyltu
þér þarna á rúmbælið.
Gesturinn þáði boðið.
— Isak hefir sagt mér frá venju-
legri jólagleði ykkar bræðra, sagði
Jósef hláka eftir örlitla þögn. —
Eg mun ekki koma þar nærri, eins
og að líkindum lætur, en hafa yndi
af gleði ykkar, ef henni verður í
lióf stilt. — Á heilagri nóttu er
öllutn skylt, að beisla ástríður sín-
ar og snúa huganum frá hverful-
um dægurglaumi.
Bræðurnir litu hvor á annan.
Þeim leist vist ekki á þetta. —
En eg hugsaði til sönglistarinnar
og ölæðis-faðmlaganna, þegar á
kveldið liði.
Húsfreyja kom inn með kaffi
og bað menn gera svo vel. — ísak
varð vandræðalegur á svipinn, leit
fyrst á bróður sinn, en þvi næst
á Steinvöru og mælti: — Eg hefi
verið næringarlaus síðan löngu
fyrir dag. Drekki eg kaffi núna,
ofan í galtóman magann, fæ eg
óðara svæsnasta nábít og þrautir
innvortis. — Mér væri ólíkt holl-
ara, að fá kjöttutlu á undan sop-
anum.
— Þú kemur með mér í búrið
á eftir. — Og við skulum sjá,
hvort eg á ekki magálsbita handa
þér og volga pottbrauðssneið.
ísak kyngdi munnvatni sínu og
rendi ástaraugum til jólaköku-
sneiðanna á bakkanum.
Eg þóttist vita, að hann mundi
hafa augastað á þykkustu sneið-
inni.
— Mér væri nú kannske óhætt
að bragða ei-litinn sopa, ef eg
fengi hitt strax á eftir.
Steinvör helti í bollana. — ísak
hældi kaffinu og kvartaði um
mikinn þorsta. Hann drakk þrjá
bolla. Og jólakökusneiðarnar
duttu ofan í hann ein af annari.
Fóstra mín laut niður að mér
og spurði, hvort eg hefði ekki lyst
á ofurlitlum dropa. — Eg neitaði
•þvi og þótti miður að á mig var
yrt.
— Eg hélt að strákurinn væri
ckki heima, sagði ísak. Sæll vertu,
lagsmaður!
Eg ansaði engu.
Jósef hláka sneri sér þá að mér,
heilsaði glaðlega og kallaði mig
frænda sinn. —
— Þetta mun vera sonur ykk-
ar hjónanna?
— Sonur okkar! gall í Þorfinni.
Nei, ekki aldeilis! — Við eigum
ekkért barn.
— Og það hefir nú verið lánið
ykkar, held eg, sagði ísak bróðir.
— Hvi grætur þú, vinur minn,
sagði komumaður og laut niður
að mér. — Eg sé að þú hefir
grátið.
— Hann hefir orðið fyrir þung-
bærri sorg, blessaður drengurinn,
sagði fóstra mín. — Og mér hefir
ekki tekist að hugga hann.
— Segðu það ekki, stundi eg
hálfum hljóðum. Segðu það ekki,
fóstra mín!
— Ójú, — eg held við segjum
frá því, sagði Þorfinnur, og var
nú með skörulegasta móti. — Eg
held það gildi einu, þó að aðrir
fái að vita hver peningur þú ert.
— Svoleiðis er nefnilega ástatt,
skal eg segja þér, að hann þóttist
vera trúlofaður stelpugopa hér á
næsta bæ. — En svo Varð hún
leið á öllu saman, dreif sig að
heiman og krækti sér í fullorðinn
og stæðilegan karlmann!
Mér sortnaði fyrir augum í rúm-
inu. — Eg óskaði þess, að Þor-
finnur yrði annaðhvort mállaus á
samri stund eða dytti niður stein-
dauður.
Húsfreyja leit til bónda sins
)eim augum, að hopum þótti víst
ráðlegast að segja ekki meira. —
Því næst gekk hún snúðugt til
dyra, og ísak með henni. — Þor-
finnur snautaði á eftir. —
— Þér líður illa, vinur minn,
sagði Jósef hláka einkar-vingjam-
lega og klappaði mér á kollinn. —
Þú ert vafalaust á þeirri skoðun
sjálfur, að engum manni hafi
nokkuru sinni liðið ver eða geti
liðið ver. — Samt gæti viljað til,
að þjáningar þínar væri ekki al-
veg eins miklar og þú hyggur. —
Æskan er fljót til gleði og sorga,
og mér þætti ekki ósennilegt, að
þú kynnir að hressast nokkuð
mjög bráðlega.
Eg hristi höfuðið. — Eg skildi
ckkert í hugsanaferli mannsins. —
Og mér þótti auðsætt, að hann
mundi vita heldur lítið um leynd-
ardóma ástarinnar.
— Þú ert korn-ungur og óráð-
mn, hélt hann áfram. Hversu
gamall maður ertu?
— Átián ára, sagði eg og fór
að hágráta. i
Hann lét mig gráta í friði drykk-
langa stund. i 11 ^
Því næst tók hann til máls.
— Þú grætur með nokkurri van
stillingu, eins og lítið barn, sem
brotið hefir gullin sín. — FuII-
orðnir menn gráta ekki á almanna
færi, þó að skip gæfunnar brotni
í spón. — Sumir geta alls ekki
tárast, hversu þung sem áföllin
kunna að vera. — Þegar sorgin er
allra-þyngst og sárust grætur að-
eins hjartaö.
Hann horfði á mig stórum, góð-
legurn augum, tók rósóttan klút
úr vasa sínum og þerraði af mér
tárin. {i 1(1
Mig langaði til að vera góður
við þennan ókunna, ástúðlega
mann, en eg fékk engu orði upp
komið.
— Eg efast ekki um, að þér
finnist nú, sem ást þín sé fölskva-
laus og heit, — að hún sé heilag-
ur eldur, sem loga muni glatt all-
ar stundir ævi þinnar. —
Hversu heitt elskarðu stúlkuna?
— Eins og — eins og lífið í
brjóstinu á mér, sagði eg hikandi.
Eg hafði oft heyrt fólk taka svona
til orða.
—- Það er ekki nóg, sagði Jós-
ef hláka og horfði á mig svo fast,
að eg taldi víst, að hann mundi
sjá í gegn um höfuðið á mér. —
Elskarðu sjálfan þig mjög inni
lega?
— Eg veit ekki, svaraði eg í
hálfum hljóðum.
— Mundir þú elska stúlkuna
þína jafn-heitt, ef hún drýgði ein
liverja 'mikla synd og yrði fyrir
læging og smán heimsins?
— Eg veit ekki, sagði eg. Eg
held það samt. — En hún gerir
aldrei neitt ljótt, bætti eg við.
— Þú mundir ekki vilja bera
syndir hennar frammi fyrir dóm-
stóli mannanna. — Þess vegna er
ást þin fánýt. — Hún er eins og
lítil bóla, sem brestur á vatni og
hverfur.
Mig langaði til að segja eitt-
hvað mér til varnar, en eg fann
engin orð, þvx að hugurinn var
á reiki og tungan bundin.
Eg óskaðí þess, að Jósef hláka
væri dauðinn sjálfur, — að hann
sæti þarna með ljáinn og gæfi mér
að eins frest til þess að lesa bæn-
irnar mínar og kveðja Steinvöru.
Hann sat lengi þegjandi og
horfði á mig. Að lokum tók hann
til máls og lagði nokkurn þunga
á orðin:
— Eg hefi setið um hríð og
lesið hugsanir þínar, vinur minn!
Eg veit, að þær eru ósannar.
— Væri dauðinn á ferð, og þú
vissir, að hann ætti að sækja líf
þitt, mundi sál þín fyllast angist
og kvíða. — Hún mundi ákalla
drottin í neyð sinni og biðja um
frest, — ofurlítinn frest, þó að
ekki væri rneira.
— Eg veit ekki, sagði eg, svo
lágt að varla heyrðist.
— Þú ert ungur, vinur minn!
— Enn þá stendur þú i morguns-
árinu, í rauðum bjarma nýrisinn-
ar sólar, og átt allan daginn fyrir
höndum. — Þar er bjart um að
litast, — sól yfir öllu landi, —
söngvar í hverju hjarta, — vor
og gróður um alla jörð. — —
Hann reis á fætur og tók að
ganga um gólf.
— Það væri gaman að verða
ungur öðru sinni, — eiga gull
reynslunnar i sjóði sínum, en líf
og land fyrir stafni. — Veröldin
er full af dásamlegum hlutum, —
lifið af ást og æfintýrum.--------
Hann þagði litla hrið, en nam
þá staðar við rekkjustokk minn
og tók til máls á ný.
— Txminn mýkir meinin, dreng-
ur minn! Hann svæfir harmana
smátt og srnátt, eins og barni sé
ruggað í værð.--------Ár og ára-
tugir líða. Ný viðfangsefni fylla
hugann, hið gamla rnáist og hverf-
ur undir yfirborðið. — En þegar
öldungurinn nemur staðar og lít-
ur yfir farinn veg, koma minn-
ingarnar til hans eins og gömul
æfintýr. — Fortíðin birtist í und-
ursanxlegu, nýju ljósi — mildum,
fölum bjarma slær á gleði og sorg-
ir horfinna daga, — á alt, sem
lifað hefir verið, liðið og notið.
-------Og þó er það ekki ávalt
svo, bætti hann við, eftir litla
þögn. — Eg gæti sagt þér sögu
af ínanni, sem líknarhendur tím
ans hafa ekki megnað að hjálpa. —
Hann gekk þegjandi um gólf
litla hríð. Þá settist hann hjá mér
á rúnxið og sagði glaðlega: — Er
það rétt sem Þorfinnur sagði, að
stúlkan þín sé öðrum manni heit-
in, þegar í stað ?
— Já, sagði eg.
— Hún hefir ekki verið að tví-
nóna við það, sú Iitla!
— Nei.
— Og þú elskar hana eigi að
síður ?
— Já. — Hann hefir einhvern-
veginn narrað hana.
— Hver hefir narrað hana?
— Þessi Ermenrekur Sakkon
náttúrlega! — Hann kom vestan
af landi í haust, og er nú vetrar-
inaður hjá prestinum. — Og hún
er þar líka, og svo hefir þetta
gerst.
Jósef horfði lengi fram undan
sér steinþegjandi. Svo stóð hann
upp og tautaði fyrir munni sér:
— Einmitt það! Svo að Ermen-
rekur er kominn á þessar slóðir. —
—• Stúlkunum þykir hann ákaf-
lega myndarlegur, sagði eg með
hægð. — Og hann hefir víst verið
í stríði, því að hann hefir stórt
cr á kinninni.
Jósef ansaði engu, en gekk snúð-
ugt um gólfið. — Mér sýndist öll
góðmenska vera horfin úr svip
hans. — Loks sagði hann, og
röddin var miklu kaldari en áður:
— Farðu að klæða þig, strákur!
Mér varð svo bylt við, að eg
hrökk frani á stokk, en bráðlega
skreið eg þó í holuna mína aftur.
Þá kom hann til mín, og settist
hjá mér. — Röddin var aftur orð-
in hlý og mjúk:--------Eg ætlaði
ekki að vera ónotalegur við þig.
En mér leiðist að sjá þig úrvinda
og sinnulausan. — Eg vildi hjálpa
þér, ef þess væri kóstur. En það
tekst ekki, nema því að eins, að
Gleðileg jól!
þú viljir sjálfur brjótast undan oki
sorgarinnar. — Það er ekki eins
þungt og þú hyggur.-----------Nú
skaltu klæða þig i snatri og vera
glaður og góður í kveld.
Jósef hláka settist á rúmið and-
spænis mér, en eg fór að basla
við að klæða mig.
— Á rnorgun förum við til
kirkjunnar. — Mig langar til að
sjá Ermenrek Sakkon.
— Þetta er náttúrlega einhver
voðamaður, tautaði eg í hálfum
hljóðum og lagaði illeppinn í skón-
urn mínuin.
— Fyrir tveim árum kyntist eg
manni með þessu nafni. Hann var
mikill á velli og föngulegur, en
ölkær í meira lagi, og hálfgerður
reikunarmaður, greyið að tarna.
— Gekk milli kvenna að sögn, og
skildist lítt við flestar. — Eg trúí
því laust, að hann sitji lengi hér
í sveit, ef eg tala við hann í ein-
rúmi.----------Eg er ekki vanur
því, að una lengi á sama stað. —
Samt gæti dottið í mig, að bjóða
presti að taka við fjárgæslunni,
ef Ermenrekur kysi heldur að fara
strax.
— Já, gerðu það, sagði eg alls-
hugar feginn. Þá gæti kannske alt
saman lagast.
— Mikið blessað barn getur þú
verið, sagði Jósef hláka.
Steinvör kom inn með jólakert-
in. Þau voru stór og vel úti látin,
eins og alt sem frá henni kom.,—*
Nei, ertu farinn að klæða þig,
elsku-drengurinn minn! — Guði
sé lof! Þá líður þér eitthvað skár.
— Hún lagði frá sér kertin, sett-
ist hjá mér og faðmaði mig að
sér. — Eg segi þér satt, frændi
minn, — mér þætti ekki vænna
um blessaðan drenginn, þó að
hann væri mitt barn.
— Elsku — góða fóstra mínf
— Mér líður miklu betur núna. —
Hann er svo góður við mig, —
alveg eins og þú. — Eg hjúfraðí
mig að henni, og fékk ekki varist
tárum. Og þó fann eg, að sorgir
rnínar voru að viðrast burtu.
— íkveld má enginn gráta,sagð£
fóstra mín. — Allir eiga að vera
glaðir, þegar blessuð jólahátíðin
gengur í garð.
Hún stóð upp og kveikti á öll-
um kertunum.
Eg var léttur í lund að eðlisfari,
fljótur til gleði og hrygðar, og sál
mín opin fyrir öllu góðu. — Mér
fanst sem öllu nxundi vera óhætt.
Guð hefði sent Jósef til að hjálpa
mér, og Dísa yrði mín í lífi og
dauða. — —
Jólaljósin breyttu lágri baðstof-
unni í skínandi höll, og hugur
minn varð fullur lotningar og til-
beiðslu. — Mér fanst veröldin
yndisleg. mennirnir góðir og lífið
eintóm fyrirheit. — —
Bræðurnir komu inn þegjandi,
settust hvor við annars hlið og
bærðu ekki á sér.
Við Jósef sátum á auða rúminu.
Fóstra mín tðk sálmabókina og
postilluna ofan af hillu og bjóst
til að lesa húslesturinn.
Hún settist á rúmið, fletti bólc-
inn og mælti:
— Nú hringja jólaklukkumar1
um gervallan heim kristinnamanná
og boða komu frelsarans.
— Gef þú oss náð þína, himn-
eskí faðir, að við, afdalabömin,
megurn veita honum viðtöku í
hjörtu vor.
Svo byrjaði hún að lesa.
■ I' 1 ■ !!■■■ »!>■ r-