Vísir - 24.12.1927, Side 5
V í S i H
CLEÐILEGRA JÓLA
óskar öllum s'mum viðskiftavinum
Jón Hjcirtarson & Co.
Morguninn eftir lagöi hann af
stað og kvaöst ekki mundu fara
Jengra en aö Gili þann daginn. Eg
baÖ honum engra fararheilla.
--o—■
Eg . svaf einn i kotinu þrjár
nætur og þótti gott aö vera laus
viÖ. Þorfinn. Þriöju nóttina, aö-
iaranótt Þorláksmessu, ruku
hundarnir upp meö urri og illum
látum. Þóttist eg þá vita, aö fsak
mundi kominn á næstu grös.
Eg klæddist snemma þenna
morgun, gekk til húsa og anna'ö-
íst venjuleg morgunstörf. Síöan
hreytti eg kúna og mataöist. Kýr-
in var nytlág og skifti eg allri
mjólkinni milli mín og hundanna.
Þeir skildu ekkert í þessu örlæti
og voru kátir og þakklátir. — Að
því búnu tíndi eg saman alt mat-
arkyns, ruddi þvi i búrkistu Stein-
varar, skelti í lás og stakk lyklin-
mn i vasann. Kistan var stór,
traustlega járnbent og læsingin
örugg, —Eg kveikti ekki upp eld
jvann morgun og gætti þess vand-
íega, aö ekkert matarkyns lægi á
glámbekk neinssta'Öar í kotinu.
En mér láðist aö taka magálana
úr eldhúsrótinni. — Þessu næst
hélt eg til húsanna á ný og hafði
rakkana með mér. Eg lokaði ]vá
inni i fjárhústótt, en var sjálfur á
gægjum. —- Eg vonaðist fastlega
eftir fsaki þenna dag og ætlaði
honum að gripa i tómt heima.
Dagurinn leið til rökkurs og
enginn kom. Mér fór að leiðast
biðin, en vildi þó ekki geíast upp.
VeÖri var þann veg farið, að logn
var hið neðra i dalnum, en vind-
súgur og kóf til fjalla. Tungl óð
i skýjum og rak' stundum fyrir en
stundum frá. Mikil fönn var á
jörðu og þung færð.
Biðin var að verða óþolandi.
Senn var liðið að dagsetri og eng-
inn kominn. Samt ætlaði eg að
Öoka við enn, fór inn i tótt og tók
aö leysa til morgundagsins.
Skömmu siðar gægðist eg út. Sá
eg þá, að ísak var kominn í tún-
fótinn. Staulaðist hann áfram,
hægt og seint, og hafði skreppu
mikla um öxl. Það var sagt urn
ísak, að hann hefði aldrei sést
pokalaus á ferð. Leið hans lá hjá
fjárhúsunum. Eg stóð innan hurð-
arinnar og gægðist út um rifu.
ísak nam 'staðar við dyrnar og
talaði hátt við sjálfan sig. Datt
tnér þá í hug að gera honmn
nokkura glettu og tók að blása
þ>ungt og mæðilega. — ísaki brá
svo við, að hann datt kvlliflatur
og bað guð almáttugan að hjálpa
•sér, en því var hann ekki vanur.
Hann spratt upp þegar og hljóp
sem fætur toguðu heim að bænum.
Sá eg þá, að ísak var allra manna
frástur á fæti, þeirra er eg hefi
sóð hlaupa.
Nú vissi eg ekki, hvað ísak
mundi taka til bragðs, er liann
hitti engan mann í bænum. Frá-
leitt vissi hann neitt um það,
hvernig ástatt væri uni fóstru
mina, né heldur að Þorfinnur væri
farínn að heiman. — Og svo hafði
■eg gert hann hræddan. Eg vissi
að Isak var ákaflega mvrkfælinn.
Ef til vill kvnni hann að rangla af
stað, eitthvað út í náttmvrkrið,
gefast upp og verða úti. Eg fylt-
ist gremiu við siálfan mig og ein-
'hver þyngsla-geigur lagðist yfir
sáí mína. Alt i einu mintist eg
þess, að fóstra mín hefði sagt, að
Xsak væri veiklaður á geðsmunum.
Og á sama augnabliki þóttist eg
viss um, að hann mundi verða
brjálaður.
Eg dokaði við og hugleiddi,
hvað eg ætti nú til bragðs að taka.
Mér þótti ófýsilegt að dveljast
ollu lengur i húsunum og ])ó enn
þá ófýsilegra, að fara heim og
eíga von á að rekast á ísak band-
vitlausan. Eg bjóst alls ekki við,
að hann væri mitt meðfæri, er
hann hefði mist vitið, þvi að fóstra
niín hafði sagt mér, að vitstola
menn fengi tvöfalt afl eða þre-
fait.
Eg afréð að fara heim og taka
því sem að höndum bæri. Samt
beiö eg enn nokkura hríð. Þegar
minst varði sá eg, að fariö var að
rjúka úr eldhússtrompinum. Þá
taldi eg víst, að alt mundi vera i
lagi. — Og eg hljóp heim í ein-
úm spretti.
—o—
ísak: sat við hlóðirnar, blés i
eldinn og söng ástavísu. Stóri-
potturinn var kominn í hófbönd-
in og eldurinn logaði glatt.
Eg gekk til hans og heilsaði
glaðlega. — ísak leit upp stórum
augum og sá eg þá strax, að hann
var ölvaður. — „Sæll og ljúfur !
— Eg hefi setið hér árans-lengi,
finst mér, og drukkið út úr ergelsi
— drukkið í mig kjark, gæti eg
kannske líka sagt, því að hér er
alt fult af draugum. — Eg skildi
ekkert í þessu. — Engin lifandi
sála í kotinu. — En þung sog og
andardráttur í hverju skoti.-----
Þess vegna skvetti eg í mig. —
—- Vínið brynjar mannkindina
gegn draugtim og forynjum." —
Og hann dró þriggja pela flösku,
vel hálfa, upp iir vasa sínum og
drakk vænan gúlsopa.--------
Eg sagði honum hvernig ástatt
væri um fóstru mina og að Þor-
f'nnnr hefði labbað sig út á
hérað.
ísak góndi á mig langa hrí'ð,
eins og skynskiftingur. Því næst
sagði liann: „Svo að þú ræður þá
yfir matnum og öllu sainan —.“
Eg ansaði því fáu, en sagði ]tó
eitthvað á þá leið, að mér fyndist
yfir heldur litlu að ráða.
„Því trúi eg vel. Þorfinnur hef-
ir náttúrlega rifið það skásta í sig
áður en hann íór.“ — Svo tók
hann hlemminn af pottinum og
mælti: „Eg fann þessar magáls-
rytjur héma uppi í rótinni og svo
var eg ekkert að tvinóna við það.
Bara demlxli þeim í pottinn! Á
einhverju verður maður að nær-
ast. Líkaminn heimtar sitt-------.
, Og nú er þióðhaginn ísak svang-
ur — svangur og drukkinn og
sorgbitinn.---------Eg er ákaf-
lega sorgbitinn vegna þess, að
Steinvör er að deyja. — Steinvör
er indælis-manneskja, langt of
góð handa Þorfinni. Hann hefir
eisrinlee'a aldrei verið neinn maður,
skinnið að tarna! Og það get eg
sagt þér, að Steinvör elskaði mig,
lægar hún var ung. Hún var alveg
friðlaus af ást. — En eg var
drvldinn og leit ekki við henni.
Eg stefndi hærra á þeim árum —
stefndi á hæstu hæðir, þó að ekki
yrði neitt úr neinu. — En oft hefi
eg öfundað Þorfinn af henni. Það
er ekki ónýtt, að hafa aðra eins
konu og Steinvöru til að stjana
við sig nætur og daga — elda
matinn — draga af sér vosklæð-
in og klóra sér á bakinu. — Ef
satt skal segja, þá held eg, að eg
hafi nú eiginlega öfundað Þor-
finn bróður minn einna mest af
l'ví. — En nú mun hann öfunda
mig, það sem eftir er lifdaganna,
því að nú er minn heiðursdagur í
nánd-------—Og svo fór hann
aö kyrja sömu ástavísuna á nýjan
leik.
Mér leist ekki á karlinn. Og‘ eg
stákk upp á því, að hann færi að
sofa. En nærri því var ekki kom-
andi. — „Listamaðurinn ísak hef-
ir aldrei sofnað frá heitum magál-
t'm! Og liann ætlar ekki heldur
að gera það núna. — — En eg
rkil hvað fyrir þér vakir, hrekkja-
lómurinn! Þú ætlar að sitia að
krásunum sjálfur. En bíddu hæg-
ur, kunningi! Eg fer ekki eitt fet
frá hlóðunum þeim arna, fyrr en
magálarnir eru soðnir og eg ætla
að borða þá sjóðandi upp úr pott-
inum.----------Þegar ])að er bú-
ið skal eg sofa og dorma og þá
skal eg lika segja þér fallega
sögu, þar sem spónasmiðurinn
ísak er höfuð-paurinn. — Já,
drengur minn! Það gerast enn þá
æfintýr í henni gömlu veröld. —
— — En nú skulum við drekka
og vera glaðir." — Hann veifaði
flöskunni, skygði hana við glæð-
urnar og drakk sýnu meira en áð-
ur. — Svo varð þögn langa hríð
og mér sýndist hann vera farinn
að dotta. En alt i einu reif hann
sig upp og' sagöi: — „Lengi varð
eg að biða — lengi lengi, því að
syndirnar voru miklar. Eg var
óskaplegur maður á þrítugsaldrin-
um —tór illa með kvenfólk, kysti
cins og vitlaus maður, gaf undir
fótinn — dró á tálar. Eg var
hverjum manni glæsilegri á þeim
árum. Hár og grannur, höfðing-
legur á velli, augnn sí-logandi, en
yfir öllu sköpunarverkinu þetta
fágæta, undursamlega og dular-
íulla seiðmagn, sem engar konur
fá staðist.“ —------
Mér leiddist þetta raus og eg
óskaöi þess, að karlinn ylti út aí
steinsofandi. Nú var hann sestur
flötum beinum á gólfið og sýni-
lega orðinn dauðadrukkinn.-------
„Kantu vísuna sem eg var að
syngja áðan?- Nei, auðvitað kantu
hana ekki — þú ert svo ómentað-
ur, greyið.-------Eiginlega held
eg nú, að hún sé eftir mig — nema
cí ske kynni, að einhver annar
hefði oröið fyrri til að setja hana
saman. — — Eg man það ekki.
--------Hún byrjar svona.--------
Nei, heyrðu nú, gamli spónasmið-
ur.-----Nú hefir eitthvað hlaup-
ið i baklás í kollinum á þér. —.“
„Drektu svo að þú munir,“
sagöi eg. Eg sá, aö ekki var ann-
r.ð ráö vænna, en að láta hann
sofna þar sem hann var kominn.
„Emn segir — drektu svo að þú
munir —• annar — drektu svo að
þú gleymir-------en snillingurinn
ísak segir: drektu svo að þú mun-
ir og gleymir — — rnunir það
yndislega — gleymir sorgunum.
------ — Eg ætla að drekka-----.“
Og hann helti i sig vænum teyg.
Flaskan seig úr höndum hans
niður á gólfið og það, sem eftir
var í henni, fór til spillis. Andar-
taki síðar var hann steinsofnaður.
Eg reyndi að hagræða honum
eftir föngum, lagði hann endi-
langan á gólfið og lét pokann
hans undir höfuðið á honum. Þvi
næst sótti eg ábreiðu inn i rúm og
breiddi ofan á hann. Loks skip-
aði eg hundunum að leggjast hjá
honum og það gerðu þeir.
Að þvi búnu fór eg áð sinna
f jósverkunum.
Eg svaf illa um nóttina. —
Undir miðnætti hafði mér loks
tekist að vekja ísak og drasla
honum inn i rúm. Hann var þá
enn mjög rykaður, máttlaus eins
og tuska, barðist við klýjuna og
kvaðst mundu deyja á næstu
augnablikum. — Eg lét hann vita,
að nú væri magálarnir soðnir, en
hann loka'öi augunum, hristi höfuð-
ið og stundi hátt. Eg settist hjá
honum og bráðlega seig á hann
mók. Og skönmiu síðar var hann
farinn að hrjóta, en við og við
umlaði hann og stundi í svefnin-
um.
Mér leið illa. Eg var hræddur
um, að ísak kynni að hafa ofkælst
og mundi fá lungnabólgu. Og þá
iæri laglega komið fyrir mér, ein-
um og hjálparlausum, langt frá
öllum bæjum. Samviskan ávítaði
mig harðlega og lengi nætur mátti
eg ekki sofa. Eg bað guð að fyrir-
gefa mér syndir mínar og gæta
þess, að ísak yrði ekki veikur. —
Siðan las eg bænirnar mínar og
eftir það sofnaði eg.
En eg hafði ekki sofið lengi,
þegar eg þóttist heyra gegnum
svefninn, að kallað væri á mig. —
Eg heyrði þetta hvað eftir ann-
að, en eg var svo syfjaður, að eg
gat ekki ansað. — Loksins varð
eg þess var, að skriðið var upp
i bólið mitt og farið undir sæng-
itia. — Þá glaðvaknaði eg á svip-
stundu. Mér varð ljóst þegar í
stað, að þarna væri ísak kominn,
dauöur eða lifandi. — Eg hrökk
upp að þili og spurði ærið hrana-
lega, hvað hann væri að flækjast.
„Vertu ekki hræddur, Steini
r.iinn.----Það er bara eg og rétt
að eins með lífsmarki. Mig lang-
ar til að fá að deyja í holunni
þinni og eins ætlaði eg að biðja
l'ig að lesa eitthvað gott og kristi-
legt fyrir mig, því að mér veitir
víst ekki af. — Fresturinn er
tnginn, en syndirnar miklar, eins
«g gengur.“
Eg fann að karlinn nötraði all-
ur og mér leist ekki á blikuna. Eg
spurði, hvort hann langaði ekki í
\olgan sopa. Kaffið rnundi taka
úr honum hrollinn.
„Nei, nei — eg kem engu nið-
ur. Eg hefi sárustu kvalir í hverj-
um einasta lim og dauðahryglan
er sest fyrir brjóstið.“
Nú varö löng þögn. ísak blés
þungan, bylti sér og stundi, en
megnan brennivíns-daun lagði úr
vitum hans.
„Hefirðu miklar þjáningar,
ísak minn?“
„Óbærilegar! — Eg get tæplega
varist hljóðum og er eg þó í sann-
leika eitil-harður. Eg cr víst byrj-
aður að deyja."
„Þú veröur þó a'ö minsta kosti
að borða magálana áður en þú
skilur við,“ sagði eg- og var hinn
hressasti.
„Nei, nú mega allir magálar
ciga sig mín vegna. Eg skyldi
ekki hafa möglað í fyrra um þetta
leyti, ef góðum guði hefði þókn-
ast að kalla mig til sín þá. — Þá
hefði enginn grátið viðskilnað
miim. Nú er öðru máli að gegna.“
Og hann andvarpaði sáran.
„Eg fer að halda að þú sért trú-
lofaður.“ —
„Ætli þú eigir ekki kollgátuna.
------Jú, vissulega er eg trúlof-
aður.------Og nú sefur hún heima
í Hólkoti, blessaður engillinn
nnnn, undir stóru dúnsænginni, og
dreymir um íaðmlög og kossa og
sterkar ástir.----En hér ligg eg,
unnusta-myndin, og á ekkert ann-
að eftir í henni veröld en að skilja
við. — Einhver mundi nú kveina
og gráta í mínum sporum.“ Og
áður en varði var hann farinn að
hágráta. «*.
„Eg þekki nieðal, sem læknar
alla sjúkdóma,“ sagði eg spek-
ingslega.
Isak settist upp í skyndi, þreif
í mig áfergilega og spurði hvaða
rneðal það væri.
„Spen-volg mjólk úr þrílitri
kú,“ sagði eg. „Þú manst víst, að
Skrauta gamla er þrílit. — Og nú
fer eg út og næ i sopa handa þér.
■—• En á meðan skalt þú hugsa um
„engilinn undir dúnsænginni“ og'
láta þér líða vel.“
„Eg ætla heldur að fá postill-
una og reyna að lesa eitthvað
fallegt, ef þú gætir brugðið upp
ljósi. Eg ímynda mér, að guði sé
það öllu þóknanlegra."
ísak drakk spenvolga mjólkina
t einum teyg, hallaði sér aftur á
bak og lokaði augunum. „Nú finst
mér eins og þjáningarnar sé lield-
ur að réna.“
Eg þóttist sjá, að karlinn mundi
nú fara að jafna sig og fór þess
á leit, að hann segði mér frá trú-
lofuninni.
„Eg bað hennar, eins og þú get-
ur nærri, skrifaði henni. -— á minn
hátt. ísak smiður kann betur við,
að alt sé formlegt. — Bréfið var
ekki langt, að eins þrjú orð og
oröin voru þessi: ,Eg elska þig/ —
Og þau voru ekki skrifuð með
venjulegu letri og ekki heldur á
venjulegan pappírslappa -— ekki
aldeilis. — Þau yoru rist á nauts-
hyrning, skal eg segja þér, og letr-
ið var höfðaletur. Eg hygg að þess
konar sé nokkurn veginn eins-
dæmi. — Og ef eg lifi, ætla eg að
srniða annan spón, alveg eins og
hamingjuspóninn minn, og gefa
þér hann. Þú átt það skilið fyrir
alt og alt, og þú átt að nota hann
á siðan.“
Eg þóttist verða allshugar feg-
inn og kvaðst kunna honum mikla
þökk fyrir, en nú yrði eg að fá
að heyra meira.
ísak lifnaði allur við og sagði,
að það væri nú annað hvort, því
að vissulega ætti hann mér lifið
áð launa.
„Svoleiðis var,“ sagði ísak og
tók rausnarlega í nefið — „svo-
leiðis var nefnilega, að þegar eg
var vinnumaður hjá prófastinum
sáluga í Holti, feldi eg gríðar-
sterkan ástarhug til dóttur hans.
— Eg man þetta alt saman, eins
'og það hefði skeð í gær. Á jóla-
íöstunni var eg að smíða spæni,
og það voru fallegri spænir, er
mér óhætt að segja, en sést höfðu
þar um slóðir. Meðal annars smíð-
aði eg þá einn íorláta-grip, svart-
an og hvítan, úr afbragðs nauts-
horni, og nú hugkvæmdist mér,
að gefa blómarósinni spóninn í
jólagjöf. Og eina nóttina datt mér
i hug, að grafa ástarjátninguna á
hann sjálfan og það gerði eg. Mér
fanst eitthvað frumlegt við það.
Auðvitað skildi hún ekkert i höfða-
letri, en gamall maður var þar á
bænum, og hann gat stafað sig
fram úr þvi. Nú koma jólin, og á
aðfangadagskveld fæ eg henní
spóninn, en hún þakkar mér fyrir.
En á jóladagsmorgun er hún öll
umsnúin, fleygir i mig spæninum
og segist ekki vilja sjá liann. —
Þaö kom við hjartað í mér, skal
eg segja þér. — En eg sá strax
i hendi rninni, að spónninn gætí
orði'ð mér að liði seinna. Síðan
hefir hann farið frá mér sex sinn-
um í sörnu erindunum, en altaf
komið aftur. Eg var farinn að
lialda, að hann yrði mér ekki að
neinu liði. Samt hafði eg hann alt-
af með mér á ferðalögum, ef ske
kynni, að mér þætti ráðlegt, að
senda hann í nýjan leiðangur. —