Vísir - 24.12.1936, Blaðsíða 5

Vísir - 24.12.1936, Blaðsíða 5
VlSIR 5 LÁGMESSURNAR ÞRJÁR I. — Tvær fyltar kalkúnhænur, Garrigou? .... — Já, yðar velæruverðugheit, tvær stríðaldar kalkúnhænur, úttroðnar af kúlusveppum. Mér ætti svo sem að vera manna kunnugast um það, ég sem hjálpaði sjálfur til að fylla þær. í>ær voru svo úttroðnar af sveppunum, að ég gæti lielst ímynd- að mér, að liamurinn muni springa utan af þeim, þegar farið verður að steikja þær. — Herra minn trúr! mér sem þykir svo góðir kúlusveppir! .... Réttu mér fljótt rikkilínið, Garrigou..... Hvað sástu fleira í eldhúsinu en akurhænurnar? — Mikil ósköp! Þar gaf a*ð líta alskyns góðgæti......Frá því á liádegi höfum við eklci gert annað en að reita fasana, toppendur, alihænur og dúfur. Fiðrið var eins og skæðadrífa út um alt. Þar voru álar, gullnir vatnakarfar, urriðar, og .... — Hvað voru þeir stórir, urriðarnir, Garrigou? — Svona stórir, yðar velæruverðugheit .... afskaplega stór- ir..... . — Guð minn góður! Eg sé þá alveg Ijóslifandi fyrir mér .... 1 Ertu búinn að láta vinið á altariskönnurnar? — Já, yðar velæruverðugheit, ég er búinn að láta vínið á \ könnurnar. En mikil ósköp, hvað er það vín í samanburði í við vínið, sem þér fáið rétt bráðum, þegar þér setjist að jóla- I borðinu. Ef þér sæjuð alla dýrðina í borðsalnum í höllinni, allar vínkönnurnar, sem glitra fullar af vínum í öllum litum, | og silfurborðbúnaðinn, úthöggnu ávaxtaskálarnar, blómin, kerta- I stjakana! Aldrei held ég að hafi sést annað eins jólaborð. Mark- greifinn er búinn að bjóða heim til sín öllum aðalsmönnum úr nágrenninu. Þið verðið að minsta kosti fjörutíu undir borð- i um, að ótöldum fógetanum og dómaranum..........Já, þér eruð sannarlega lánsamur að vera einn af hoðsgestunum,. yðar vel- æruverðugheit! .... Þótt ég liafi ekki fengið nema rétt nasa- þef af akurhænunum, finst mér ég finna ilminn af kúlusvepp- unum livar sem ég er .... uuumh! .... — Jæja, förum nú, sonur sæll. Vörumst að falla í freistni fyrir kræsingagirndinni, einkanlega núna, sjálfa fæðingarnótt frelsarans....Flýttu þér nú að kveikja á vaxkertunum og hringja til fyrstu messunnar; það er komið að miðnætti og við megum ekki vera of seinir...... Þetta samtal fór fram jólanóttina það herrans ár sextán hundruð og sjö, milli velæruverðugs séra Balaguers, fyrver- andi priors Barnabitanna, núverandi kapelluprests Trinquelage- herranna, og litta djáknans hans, Garrigou, eða að minsta kosti liélt presturinn að þetta væri Garrigou, en eins og þið ef til vill vitið, þá hafði sá vondi sjálfur farið í gerfi hins unga djákna með búlduleita, sviplausa andlitið, til þess að geta leitt hinn velæruverðuga föður í freistni og látið hann falla fyrir liinni andstyggilegustu synd, kræsingagirndinni. Jæja, með- an hinn svokallaði Garrigou (humm, humm) hringdi af öllum kröftum klukkum hinnar aðallegu kapellu, var hans velæru- verðugheit að skrýðast höklinum í sakrastíunni í höllinni, og tautaði á meðan við sjálfan sig; liann var orðinn viðutan af lýsingunum á öllum krásunum: Steiktar kalkúnhænur .... gullnir vatnakarfar .... svona stórir urriðar .... Úti hlés næturgjósturinn og þeytti hurt ómnum af klukkna- hringingunni. Uppi á Vermont-hæðinni gnæfðu turnar hinnar gömlu Trinquelage-hallar, en á veginum upp eftir sást við og við hilla undir ljós, sem mjökuðust upp á við í áttina til hall- arinnar. Þetta voru leiguliðar Trinquelage-herranna á leið til hallarkirkjunnar með fjölskyldur sínar, til þess að hlýða á kvöldsönginn. Fólkið gekk syngjandi upp brattann, fimm og sex í hóp; fremstur gekk húsbóndinn með ljóskerið i hendinni, því næst konurnar sveipaðar brúnum skikkjum, sem börnin héngu í og hjúfruðu sig undir. Þrátt fyrir næðinginn geklc fólk- ið ótrautt áfram og ekki spillti fyrir tilhugsunin um, að nú, eins og undanfarandi ár, mundi bíða þeirra í eldhúsinu, eflir Jólasaga eftir ALPHONSE DAUDET messuna, uppbúið jólaborðið. Við og við keyrði vagn einhvers aðalsmannsins fram hjá í erfiðum brattanum; fyrir vagninum gengu blysberar og spegluðust ljósin af blysunum í vagnglugg- unum í tunglskininu. Eða þá að það brokkaði fram hjá þeim asni með liringjandi bjöllur um hálsinn og í birlunni frá ljós- kerinu þektu leiguliðarnir fógetann sinn og kölluðu til hans, um leið og liann fór fram lijá: — Gott kvöld, gott kvöld, Arnoton gamli! — Gott kvöld, gott kvöld, hörnin góð! Nóttin var heiðskír og stjörnurnar glitruðu skært. Norðan- vindurinn var nístandi og liaglið, sem hrundi niður eftir föt- unum án þess að væta þau, hélt við hinum gömlu Iiugmyndum manna um hvit jól. Þarna liátt uppi, kom i ljós takmark ferð- arinnar, liöllin, þetla byggingabákn, með turnum, burstum, klukkuturni kapellunnar, sem teygði sig hátt upp í dimmblá- an næturhimininn, og allan smáljósafjöldann, sem blakti, lcviknaði, sloknaði og færðist úr einum glugganum í annan og líktist mest glæðum, sem flökta til og frá í hálfútbrunnum pappirsblöðum. Þegar fólkið var komið yfir vindubrúna og í gegnum hliðið, þurfti það, til þess að komast í kapelluna, að ganga yfir forgarðinn, sem var fullur af vögnum, þjónum og burðarstólum og uppljómaður af hlysuin og eldunum úr eld- húsinu. Það lieyrðist glamra í steikarpönnum, skaftpottum og klingja í kristal- og silfurborðbúnáðinum, sem verið var að taka fram fyrir jólamáltíðina. Yfir öllu þessu lá gufumóða, sem ilmaði af steiktu kjöti, kryddjurtum og allskonar ídýfum, búnum til af mikilli kunnáttu. Allur þessi undirbúningur virt- ist segja hið sama við leiguliðana eins og við prestinn og dóm- arann og raunar við alla, sem viðstaddir voru: — En sá yndislegi jólamatur, sem við fáum eftir messuna! II. Ding ding, dong .... Ding ding, dong .... Aftansöngurinn er að byrja. í hallarkapellunni, sem var eins og lítil kirkja, með krossbogum, eikarþiljuð upp undir súð, og öll tjölduð veggtjöldum vegna hátíðarinnar, var búið að kveikja á öllum kertunum. En sá mannfjöldi! Og viðhafnarklæðin! Fyrst skal frægan telja, þarna var kominn Trinquelageherr- ann i fötum úr laxbleiku taftsilki; næstir honum sátu allir liinir göfugu aðalsmenn, sem hoðnir höfðu verið til veizlunn- ar. Beint á móti, undir bænapúltinu, klæddu flosi, sátu gamla markgreifa-ekkjufrúin í eldrauðum rósasilkikjól og ungá Trin- quelagefrúin, með háan kniplingaturn á liöfðinu og hárið bylgjað samkyæmt nýjustu tísku við frönsku hirðina. Utar í kórnum sást fógetinn, Thomas Arnoton og Ambroy dómari, báðir svartklæddir með fléttaðar liárkollur, og skáru þeir sig úr innan um hina gljáandi silkiklæðnaði og glitofnu damask- klæði. Þvi næst kom ráðsmaðurinn, þá skutulsveinarnir, mat- sveinarnir og ráðskonan með alla lyklakippuna hangandi i hlekkjakeðju úr skiru silfri, er féll að mitti hennar. Utar i kirkjunni sat hið óæðra þjónustufólk, þjónarnir og leigulið- arnir með fjölskyldur sínar; en allra yst, alveg út við dyrn- ar, stóðu eldhússveinarnir. Þeir höfðu aðeins opnað hurðina í hálfa gátt, til þess að smeygja sér inn, og læstu hljóðlega á eftir sér. Þeir skutust rétþ aðeins inn í hleinu frá þvi þeir voru búnir með eina idýfuna, og þar til lcom að þeirri næstu, til þess að fá sér ofurlitla andlega hressingu, og bera með sér örllítinn ilm af jólamatnum inn i hátíðarskrýdda kirkjuna, mollulega af kertaljósafjöldanum. Voru það liinar hvitu húfur eldhússveinanna, sem höfðu þau áhrif á prestinn, að hann varð hálf viðutan, eða var það

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.