Vísir - 24.12.1936, Blaðsíða 6
6
VÍSIR
öllu heldur litla bjallan hans Garrigou, sem olli því? Þessi
litla bjalla, sem hamaðist eins og hún væri djöfulóð, rétt fyrir
neðan altarið, og virtist segja í sifellu:
— Flýtum okkur, vert’ nú fljótur, flýtum okkur, vert’ nú
fljótur ....
Víst er um það, að í hvert sinn sem heyrðist í þessari ófétis
bjöllu, gleymdi klerkurinn messunni og gat ekki um annað
hugsað en jólamatinn. Hann sá í anda matsveinana á stjái,
glamrandi steikarpönnurnar, ofnana með eldum, sem voru
eins og stærðar smiðjubál, gufuna, sem lagði upp úr pottun-
um með hlemmunum aðeins hálflátnum vfir, og í gegnum
gufumökkinn grilti í Ijúffengu kalkúnhænurnar, úttroðnar af
kúlusveppum, svo nærri lá að hamurinn springi utan af þeim.
Stundum sá hann í anda heilar raðir af skutulsveinum ganga
fram hjá sér. Þeir báru föt, sem freistandi matargufan streymdi
út frá, og hann fylgdist með þeim inn í borðsalinn, þar sem
alt var búið undir veisluna. Ó, hvilikt góðgæti! Þarná stóð
borðið, gríðarstórt, þéttsett allskyns krásum og glitrandi af
öllu skrautinu, páfuglum í öllu fjaðraskrúðinu; þarna voru
fasanar með útbreidda, rauðbrúna vængina, rúbínrauðar vín-
könnumar, hlaðar af ávöxtum, sem glóði á í gegnum græn-
ar greinar; og hinir dásamlegu urriðar, sem hann Garrigou
hafði verið að segja honum frá (ójá, einmitt rétt, hann Garri-
gou). Þarna lágu þeir í hreiðrum sínum, búnum til úr matar-
eplum,með perlumóðurgljáann á hreistrinu,rétt eins og þeir væri
nýkomnir upp úr vatninu, með ilmandi úrtavendi i ófreskju-
Iegum nasaholunum. Svo ljóslifandi sá hann fvrir sér allar
þessar dásemdir, að honum fanst engu likara, en að búið væri
að bera allar krásirnar á borð, beint fyrir framan Iiann, ofan
á ísaumað altarisklæðið. Tvisvar eða þrisvar tók hann eftir
því, að honum hafði orðið á að segja Benedicite i stað Do-
minus vobiscum. Að undanskildum þessum smávægilegu mis-
tökum, las hann alla messuna af mestu vandvirkni, án þess
að sleppa úr nókkurri linu né gleyma einu einasta knéfalli,
og alt gekk að óskum, þar til lokið var fjTstu messunni. þvi
eins og þið vitið, messar sami presturinn 'allar þrjár mess-
umar á jólunum.
Jæja, þá er búin sú fyrsta, sagði presturinn við sjálfan sig
andvarpaði og létti stórum, og því næst, án þess að eyða nokkru
augnabliki, gaf hann djáknanum, eða þeim, sem bann bélt
að væri djákninn sinn, merki, og ....
Ding ding, dong .... Ding ding, dong ....
önnur messan er að byrja, og um leið byrjar Iika séra Bala-
guere að syndga.
Fljótt, fljótt, flýtum okkur, fljótt, hrópaði litla, mjóróma
bjallan hans Garrigou til hans, og í þetta skifti gegndi hinn
ólánssami klerkur; hann var alveg genginn hinum illa anda
kræsingargirndarinnar á vald, hann fór á hundavaði yfir blað-
síðurnar í messubókinni. Það var engu likara, en að hann gleypti
þær i sig í liinni óhemju græðgi, sem kræsingagirndin var bú-
in að vekja í honum, liann hneigði sig og rétti sig upp til
skiftis, gerði lauslega krossmark og kraup á kné eins og óður
væri, og framkvæmdi alla helgisiðina í ógurlegu flaustri,
til þess að geta sem fyrst lokið messunni. Hann aðeins bálf-
rétti út hendurnar, meðan hann hafði yfir guðspjallið, og rétt
sló í brjóstið á sér, um leið og hann fór með syndajátninguna.
Það mátti vart á milli sjá, á hvoruni óð meira, honum eða djákn-
anum. Sálmarnir og svörin rákust hvort á annað. Orðin komu
aðeins hálftöluð, hann gaf sér varla tíma til þess að opna munn-
inn, af því að það tók allt of langan tíma, alt varð eitt óskilj-
anlegt muldur.
Oremus ....ps.......ps ....
Mea culpa ... .pa . .. .pa ....
Líkt og þegar vínyrkjumenn eru að flýta sér að troða vínið
i kerunum, þannig hentust þeir yfir latínuna i messubókinni,
hvert hneykslið rak annað.
Dom.... scum.... sagði séra Bala^uere.
Stutuo...., svaraði Garriguo ....
og altaf hristist ófétis litla bjallan við eyrun á þeim, eins og
bjöllur, sem settar eru á pósthesta, til þess að fá þá til að teygja
sig eins mikið og þeir gcta. Maður getur svo sem gert sér i
hugarlund, að með svona áframhaldi er hægt að Ijúka messu
á skömmum tima ....
Tvær búnar, sagði presturinn og tók andköf, og án þess að
gefa sér tíma til þess að draga nös, þaut hann niður altaris-
þrepin, og ....
Ding ding, dong. Ding, ding, dong ....
Þriðja messan er að byrja. Það er aðeins örfá andartök þang-
að til komið er inn í borðsalinn. Eftir þvi sem jólamáltíðin
nálgaðist meir, varð eins og hinn ógæfusami Balaguere yrði
ennþá helteknari af óþreyju og matargræðgi. Sjónhverfingarn-
ar tóku á sig ennþá skýrari mynd; kalkúnhænurnar eru hérna
rétt fyrir framan hann, hérna .... hann snerti á þeim ....
hann .... 0, hamingjan góð .... Gufuna lagði upp af fötun-
um, vínin ilmuðu, og litla bjallan hristi kólfinn óðan af óþreyju
og hrópaði til hans:
Fljótt, fljótt, ennþá fljótara!
En hvernig átti hann að fara að því að flýta sér ennþá meira?
Hann bærði varla varirnar. Hann var alveg hættur að bera
fram orðin .... Það var ómögulegt, nema með því að leika
á hinn góða Guð og svíkja hann alveg um messuna .... En
það var nú einmitt það, sem hann var að gera, sá ógæfusami
klerkur .... Hver freistingin rak aðra; fyrst byrjaði hann
með því að hlaupa yfir eitt vers, því næst tvö. Því næst þótti
honum pistillinn of langur, svo að hann gaf sér ekki tíma til
þess að Ijúka honum. Hann aðeins drap lauslega á guðspjall-
ið, fór fram hjá trúarjátningunni, án þess að minnast á hana,
brokkaði yfir faðirvorið, kinkaði aðeins kolli til inngangsorð-
anna, stiklaði i mesta flýti }Tir liina eilifu fordæmingu, og altaf
var hinn óguðlegi Garrigou i hælunum á honum og aðstoðaði
hann með aðdáanlegri fimi, færði hann úr höklinum, fletti
við blöðunum tveimur og tveimur í senn, rak sig á púllin, velti
um koll altariskönnunum og bringdi án afláts litlu bjöllunni,
altaf harðara og harðara.
Þið hefðuð átt að sjá angistina á andliti safnaðarins.
Söfnuðurinn varð að fvlgjast með messunni, sem hann heyrði
ekki orð af, og gat þess vegna ekki farið eftir öðru en þvi, sem
hann sá prestinn gera, sumir voru að standa upp, þegar aðrir
voru að falla á kné. sumir voru að setjast, þegar aðrir voru
að standa upp. Allir belgisiðirnir fóru í handaskolum við þessa
einkennilegu guðsþjónustu. Jólastjarnan, sem var á leið eftir
himninum til fjárhússins litla, fölnaði^ af skelfingu, þegar hún
sá allan þennan glundroða.
— Presturinn messar of hart .... Maður getur ekki fvb'st með
honum. muldraði gamla ekkjufrúin, um leið 00 hún færði i
lag höfuðbúnaðinn. Hún vissi ekkert hvaðan á sis stóð veðrið.
Arnoton gamli, með stóru stálgleraugun á nefinu. leit vfir
söfnuðinn, til bess að revna að átta sig á, hvað í ósköpunum
gengi á. En begar öllu var á botninn hvolft, þá var hinn göði
söfnuður líka að bupsa um iólaveisluna, og menn voru þess
vegna i hjarta sinu ekkert bnevkslaðir. bótt messan brunaði
áfram eins og póstvasn. (V begar séra Balasuere sneri sér nð
söfnuðinum með andíitið liómandi af fösnuði os brópaði eins
bátt os hann sat: 7te, misso est. bá var bað aðeins ein rödd
i allri kirkiunni. sem svaraði Deo cfratias, en með svo inni-
lesum sleðibreim og hrifninsu. að bað var eins og allir væru
sestir að jólaborðiúu og byrjað væri að hrópa fvrstu skálina.
III.
Fimm mínútum seinna settist aðalsmannahópurinn að borð-
inu í stóra salnum, presturinn settist fyrir mitt borðið. Upp-
ljómuð höllin endurómaði öll af söng, hrópum, hlátri og hávaða,
og hinn velæruverðugi séra Balaguere stakk gafflinum sínum
í vænginn á einum fuglinum og drekti samviskubitinu yfir
syndinni, sem hann hafði drýgt, í straumum af víni og safa af
steikunum. Blessaður guðsmaðurinn gerði matnum og víninu
svo góð skil, að hann fékk hræðilegar innantökur um nóttina,
sem drógu hann til daúða, an þess að hann hefði einu sinni
fengið tírna til þess að iðrast synda sinna. Um morguninn kom
hann til himna, og var þá ekki ennþá runnin af honum vím-
an, eftir veisluna um nóttina. Þið getið sjálf imyndað ykkur,
hvernig móttökur hann fékk.
Yik þú frá augliti minu, illa kristni maður! sagði við hann