Vísir - 24.12.1936, Qupperneq 12
12
VÍSIR
Dyrsta eyland Japana.
Við Ixöfum öll lesið um Japan og Japani, „litlu, gulu menn-
Ina“, eins og þeir eru stundum kallaðir. Við höfum lesið dá-
litið um þá og iandið þeirra i landafraxðinni okkar og kanske
höfum viö fræðst um Japaxi af öðrum bókum eða kvikmynd-
um. Við vitum, að Japan er stundum kallað „land sólarujxp-
komunnai-", að þar er fagurt og hlýtt og margt merkilegt að
sjá og að Japanir eru mestu dugnaðarmenn. (Jg margt íieira
vitum við um Japan og allar eyjarnar þeirra, sem eru á strjál-
ingi langt suður um höf. En Japanir eiga lika lönd, sem ná
all-langt norður á hóginn, og i nyrsta landi japanska keisara-
veldisins er kalt loftslag. Þar eru stuttir dagar og langar dimm-
ar nætur á vetrum, fannkomur eru miklar og á veturna ferð-
ast menn þar jafnvel í hundasleðum, eins og i Aiaska. Þetta
er eylandið Karafuto, en af því eiga Japanir syðri helminginn,
en Rússar þann nyrðri. Eyjan heitir öðru nafni Sakhalin, en
Japanir kalla hana Karafuto. Eg var nýlega að lesa um þenn-
an nyrsta hluta Japans, sem fáir leggja leið sína til og mér
datt i hug, að þið kynnuð að liafa gaman af að heyra eitt-
hvað frá þessu landi norðursins sagt. Það, sem eg liefi ykkur
að segja urn það, er tekið úr grein eftir ainerískan hlaðamann,
sem ferðaðist þar um. En þegar hlaðamaðurinn var þar á ferð-
inni, var þar mikið um fagnað, þvi að þá voru 30 ár liðin frá
því, er Japanir eignuðust landið aftur. Þeir liöfðu átt það fyr
á timum, en létu það i skiftum fyrir Kurileyjar, en að afloknu
rússnesk-japanska stríðinu fengu þeir syðri liluta þess aftur.
Og á þessari norðlægu ey er sambúð Rússa og Japana allgóð.
Þar hefir ekki borið á landamæraskærum og víðast er það
götuslóði, sem skiftir eyjunni.
Áður fyr, segir William Henry Chamberlin, blaðamaðurinn,
sem ferðaðist um Karafuto, var eyjan öll vaxin miklum skógi,
en svo voru skógarnir höggnir miskunnarlaust. Sú hefir reynd-
in orðið viða annarstaðar. Gróðafikn manna er svo mikil, að
þeir hugsa að eins um stundarhagnaðinn, en ekki að skila
landinu aftur jafnfögru og notagóðu í hendur eftirkomend-
anna. Svona gekk þetta til í Vesturheimi. En nú hafa hestu
menn þjóðanna, bæði þar og á Karafuto og víða annarstaðar,
FRÁ KARAFUTO. — JAPANIR Á HUNDASLEÐA.
komið þvi til leiðar, að skógarhögg er skipulagt þannig, að
skóglendurnar leggjast ekki í auðn. Um leið og skógurinn er
högginn, er að vaxa upp annar skógur eða önnur tré í stað
þeirra, sem höggvin eru. Einnig vér íslendingar höfum ekki
gætt þess, að hlífa skógunum okkar, en að því eigum við að
vinna, að skógur vaxi aftur sem víðast, þvi að bæði er fegurð
og not að skóginum, og það< er hægt að höggva þá, án þess að
skemma þá. Og þetta eru menn nú búnir að læra á Karafuto.
Það er líka mikið undir þessu komið, því að skógarnir eru
önnur mesta auðlind Karafuto. Hin er fiskimiðin við strendur
landsins. En það eru ekki einungis mennirnir, sem eyða skóg-
unum. Hér á íslandi hafa skógar lagst í eyði í eldgosum. En
á Karafuto eru slcógarbrunar tíðir, einkum á vorin, því að þá
er þar ilijög þurviðrasamt. Og skógarmaðkurinn gerir þar oft
usla, eins og víða annarstaðar. Eins og þið vitið, er pappir
unninn úr trjáefni m. a. Á Karafuto hafa verið reistar pappírs-
verksmiðjur og eigendur þeirra áttu sökina á þvi, að skipu-
lagslaust skógarliögg fór fram. Nú hefir rikisstjórnin komið í
veg fyrir það.
Japönsku fiskimennirnir eru orðlagðir fyrir dugnað. Sjórinn
við strendur norðlægra landa er auðugur af fiski. Og eins er
það við Karafuto. Síldveiðar eru mikið stundaðar á Karafulo
og er sagt, að þær gefi af sér mikinn arð. Sildin er lögð á land
i liafnarborgum, sem nefnast Odomari, Maoka og Honto. En
þorskveiði er þar einnig mikil og lax- og silungsveiði. Einnig
eru skelfiskveiðar stundaðar. Skamt frá Ivarafuto, undan au-t-
urströndinni, er fræg eyja, sem nefnist Selaeyjan. Eyjan er
friðuð og þar eiga selirnir friðland, og sagt er, að oft liggi
þeir i þúsundatali á eyjunni. Einnig er þar feiknin öll af mör-
gæsum.
Á norðurhluta Karafuto hefir fundist olía í jörð, en mjög
lítið á suðurhlutanum. Hafa þó Jajianir látið bora eftir oliu
víða, en þeir eru liernaðarþjóð mikil og eiga mörg herskip,
sem brenna oliu, og vilja þvi gjarnan eignast olíulindir sjálfir.
Talsvert af koluin er hinsvegar i jörð á Karafuto og nemur
ársframleiðslan einni miljón smálesta eða vel það sum árin.
Gæði kolanna eru þó ininni en i námunum á Kyusliu og Iiok-
kaido. Á Karafuto eru Japanir hyrjaðir að gera tilraunir með
að vinna olíu úr kolum, en slík framleiðsla er einnig hafin
fyrir nokkuru og i allstórum stil í Bretlandi. Það er nú sann-
að, að auðið er að vinna oliu úr kolum, en það er erfiðara
að leysa þann linútinn, að geta gert það á þann liátt, að það
svari kostnaði, en lítill vafi er á, að það muni takast að finna
ráð til þess, á þcim framfaralímum, sem nú eru. Allar þjóðir
keppast við að nola þau gæði, sem lönd þeirra liafa upp á að
bjóða, og þess vegna reyna Bretar og Japanir, sem ekki eiga
olíulindir i heimalöndum sínum, að vinna olíu úr kolum.
Á Karafuto er lögð áhersla á það, að fá þangað dugandi
menn, sem vilja gerast landnemar. Karafuto er nefnilega enn
að mörgu leyti lítt numið land. Landnemarnir fá land til ræld-
unar ókeypis, gegn þvi að þeir brjóti það og rækli. Eitt liundr-
að og fimtíu fjölskyldur fá árlega styrk frá stjórn-inni.
En svo eru margir dugandi menn, sem hafa flust til Kara-
futo, til þess að gerast hændur, án nokkurs stuðnings. Land-
nemarnir fá og stuðning til þess að koma sér upp húsum. Um
70 af hverjum 100, sem flust hafa til Ivarafuto í þessu skyni,
hafa komist þar vel áfram og sest þar að fyrir fult og alt,
en hinir hafa horfið til heimalandsins aftur. Það eru menn,
sem söknuðu svo æskustöðvanna, þar sem er mildara og
hlýrra loftslag og meiri gróðursæld. Hrísgrjón geta menn
ekki ræklað á Karafuto, en Japanir framleiða ósköpin
öll af þeim. En það er hægt að rækta ýmsar harðgerar korn-
tegundir á Karafuto, hafra og hygg og jafnvel hveiti. Sumir
bændanna leggja aðaláherslu á framleiðslu mjólkurafurða..
Rússneskum og pólskum bændum, sem sest liafa að á Kara-
futo, gengur búskapurinn betur en japönsku bændunum, enda
eru þeir vanari loftslagi liku því, sem er norður þar.
Það hefir vitanlega sett sinn svip á margt á Karafuto, að
Japanir liafa ráðið' þar ríkjum um þrjá tugi ára. Þeir liafa
reist þar fjölda bygginga i japönskum stil, lagt vegi og járn-
brautir og komið góðu skipulagi á margt. En Chamberlin
segir, að sér liafi altaf fundist, að Japanir eigi ekki þarna
heima, og margir þeirra sakni altaf ættjarðar sinnar svo, að
þeir eigi erfitt með að festa rætur þarna norður frá. Sama
liefir reyndin orðið, segir hann, í Mansjúríu, sem Japanar raun-
verulega ráða nú yfir, og nefnist nú Mansjúkó.
Á Karafuto eru enn leifar frumþjóðarinnar, sem þar hjó, er
hvitir menn og gulir fyrst komu þar. Flestir þeirra eru at svo-
nefndum Ainu-, Oroconi.-, Tunguz- og Kilyak-þjóðflokkum. Þeir
eru náskyldir frumbúum þeim, sem enn finnast leifar af i
Síberiu. Oroconarnir ferðast um með hreindýr sin og beita
þeim fyrir sleða. Þeir dveljast aðaþega inni i skógunum og
lifa á hreindýrarækt, veiðum og fiskveiðum. Cliamberlain sá
nokkura þeirra og fanst þeir minna sig á Indíána. Ættirnar
hafa með sér félagsskap og ef einliver er hjálpar þurfi i ætt-
inni, er hinum skylt að lijálpa honum. Betl þekkist ekki meðal