Vísir - 24.12.1936, Side 13
VÍSIR
13
þeirra. Þeir búa í tjöldum eða bjálkakofum. Konur sinar kaupa
þeir og greiða fyrir hreindýr, eintrjáningsbát (canoe) eða byssu.
Ef einhver af ættinni deyr, flyst öll ættin þegar á annan stað.
Hreinlæti þeirra er á lágu stigi. Þeim hefir fækkað mjög, eins
og frændum þeirra, Ainu-unum á Hokkaido, er skógarnir, heim-
kynni þeirra, voru lagðir í eyði. Japanska stjórnin reynir nú
að hjálpa þeim eftir megni; hún hefir reist skóla til að menta
börn þeirra og friðað svæði, sem þeir mega bafa út af fyrir
sig. En ýmsir ætla, að þessir einkennilegu frumbúar muni liða
undir lok.
Ýmislegt fleira er um Karafuto að segja og þá sem þar búa,
og,-<«.' þið hafið gaman af, mun eg kanske stinga niður penna
síðar, og halda áfram frásögninni.
Frændi.
BÖRNIN OG SLYSAHÆTTAN.
Þetta eru ekki börn að leika sér, eins og þið kannske hélduð í
fyrslu, sem von er, því að litlu andlitin á myndinni bera áliuga
og gleði vitni. Þessi mynd er tekin í skóla í Osló, þar sem verið
er að kenna hörnunum umferðarreglur. í öllum borgum heims
eru umferðarslysin orðin svo tíð, að alt þarf að gera sem unt er
lil þess að koma í veg fyrir þau. Eitt hesta ráðið er að kenna
umferðarreglur í barnaskólunum. Vafalaust fer slík kensla brátt
fram i barnaskólunum hér, með sama fyrirkomulagi og: best reyn-
ist erlendis.
„ÞRUMUGNÝR“ í UTVARPINU.
Rauðskinna-höfðinginn „Þrumugnýr“ er ekki eins ógurlegur og
nafnið hendir til. Hann ferðast víða um lönd og flytur útvarps-
fyrirlestra og á miklum vinsæidum að fagna.
Frændur okkar
á Hjaltlandi.
Hjaltlendingar eru faslheldnir við fornar venjur, segir mað-
ur að nafni Peter A. Jamieson, sem hefir ferðast um Hjaltland
oflar en einu sinni og kynst vel landi og þjóð. En þó er þar
alt breVtingunum undirorpið, eins og annarstaðar. Nýtísku vél-
ar eru teknar í notkun meira og meira með ári liverju, drátt-
arvélar eru nú notaðar til þess að hrjóta landið og draga plóga,
en notkun handverkfæra minkar. Spunavélunum fjölgar. Raf-
magn er æ meira notað til ljósa. Og svo mætti lengi telja. En
'margt er enn i sömu skorðum og fyr á tímum. Það eru 200
milur til meginlandsins og stormar tíðir á siglingaleiðum frá
Skotlandi norður til Slietlandseyja eða Hjaltlands. Þrátt fyrir
bættar skipagöngur og margskonar framfarir halda Hjaltlend-
ingar enn trygð við margar fornar venjur. Þeir eru, eins og
kunnugt er, af norrænu hergi brotnir, og þar er .enn hreinn
og norrænn svipur á mörgu andliti. Og mál Hjaltlendinga er
enn auðugt af orðum, sem komin eru úr norrænu. Enn má
sjá þar fleytur, sem eru í laginu eins og langskip víkinganna,
enn eru á sumum stöðum á Hjaltlandi fornlegir lampar í notk-
un, sem lýsi er nolað í til að væta kveiklnn. í sveitunum not-
ar fólk enn víða kúskinnsslcó af svipaðri gerð og alment voru
notaðir í sveitum á fslandi, áður en gúmmískófatnaðurinn kom
til sögunnar. Og á mörgum sveitaheimilum er rokkurinn' i notk-
nn allan veturinn, kamhar og vefstóll, og alt að kalla til fatn-
aðar unnið á heimilinu. Og víða eru steinkvarnir enn í notkun
og korn malað til heimilisþarfa, eins og þegar við. sem erum
komin á fimtugs-aldurinn, vorum krakkar í sveit.
En því fer fjarri, að Hjaltlendingar séu ekki framfaramenn.
Það er bara enn svo ástatt þar, að hið gamla lifir víða góðu
lifi við hlið hins nýja. — Framfarirnar sýna m. a. aukna raf-
magnsnotkun og véla. Og þá eru Hjaltlendingar ekki lítið hrifn-
ir af útvarpinu. Þar eru nú um 700 viðtæki í notkun.
Fólkið lifir aðallega á landbúnaði og fiskveiðum. Búsk^p-
urinn er i smáum stil og bændur hafa fæstir nema 2—8 ekr
ur lands hver. Kýrnar eru frekar smáar vexti og litlu Hjalt-
lands-hestana höfum við öll heyrt getið um.
Það er ákaflega vor- og sumarfallegt á Hjaltlandi. Hjaltlend-
ingar kalla ekki vorið „spring", eins og Englendingar, heldur
„voar“, og þarf engum blöðum að fletta um upprunann, og
þegar kindurnar eru reknar i réttirnar, þegar kemur fram á
vorið, taka konurnar við að „roo“, þ. e. rýja féð. Af 12.000 kon-
um á Hjaltlandi er sagt, að helmingurinn vinni að framleiðslu
úr ull árið um kring. Hjaltlendingar selja ullarframleiðslu
fyrir 80.000 sterlingspund á ári. Litlu stúlkurnar á Hjaltlandi
læra snemma að stíga rokkinn og spinna, stundum eru þær
að eins 7—8 ára, þegar þær byrja.
Síldarmiðin við Hjaltland eru auðug og þangað sækja síld-
veiðiskip frá ýmsum þjóðum, hollenskir og þýskir togarar,
norskir vélbátar og skosk og bresk reknetaveiðiskip. Færey-
ingar sækja þangað lika og fleiri þjóðir. Er þá oft mikið um
að vera, þegar síldin veður, alveg eins og við Norðurland á
sumrin. Og þegar skipin eru búin að fá fullfermi, er haldið
til Leirvikur.
Þar or einnig hið nýja við hlið liins gamla. Bilarnir þjóta
um göturnar, en þar eru líka vagnar, sem litlir hestar draga.
Þar, eins og i Reykjavik, eru fríðleiksmeyjar prúðbúnar, eins
og þær væri nýkomnar frá Paris, en líka margar konur, ung-
ar og gamlar, i heimaunnum fatnaði.
Þegar eg fór frá Hjaltlandi seinast, snemma að morgni, seg-
ir Jamieson, sá eg gamla konu ganga að hóp harna og ávarpa
þau með þessum orðum:
„Gud dag, bairns.“
Og þau orð munu ekki þurfa skýringar við.
4