Vísir - 19.01.1946, Blaðsíða 4
4
V I S I R
Laugardaginn 19. janúar 1946
VISIR
DAGBLAB
Utgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12.
Símar 1660 (fimm línur).
Verð kr. 5,00 á mánuði.
Lausasala 40 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Skeíiimtlei vitle
Wommúnistar eru að ýmsu leyti seinheppnir
¦*¦" í áróðri sínum nú fyrir bæjarstjórnar-
kosningarnar. I fyrradag ráðast þeir þannig
gegn „íhaldinu" fyrir að lieildsölum hafi l'jölg-
að um helming hér í bænum á 20 árum, þ. q.
a. s. árunum 1921—1941. 'Nú er það vitað,
að ekki er það bæjarstjórnin, sem veitir leyfi
til heildsölu, heldur í'ulltrúar ríkisvaldsins,
enda hefur bæjarstjórnin bókstaflega ekkert
• um það að segja, hvort mönnum er veitt leyfi
til heildsölu eða ekki, jafnvel þótt þeir upp-
fylli engin skilyrði, ef ríkisvaldið veitir mönn-
um þessum leyfið þrátt fyrir það. Að þessu
leyti skjóta kommúnistar því yfir markið, en
einnig að öðru leyti er röksemdafærsla þeirra
fráleit. Árið 1920 bjuggu hér um 17 þúsundir
manna, en árið 1941 yfir 40 þúsundir, þannig
íið íbúatalan hefur meira en tvöfaldazt á þessu
árabili. Hafi heildsalafjöldinn verið eðlilegur
árið 1921, hefur þeim mátt fjölga allverulega
. til þess að fara fran^ úr hófi, eða gera betur
en tvöfaldazt miðað við fólksfjölda. Enn er
sá annmarki á, að kommúnistar hljóta að
miða við þann fjölda, sem leyst hefur heild-
söluleyfi, en hins vegar ekki við þá, sem starf-
andi eru, með því að vitað er að margir hafa
keypt leyfi, án þess að hafa nú nokkra starf-
'rækslu með höndum, ýmsra orsaka vegna.
;, Þannig er allt á eina bókina lært — og ein-
tóm vitleysa —, er kommúnistar hyggjast að
¦ná sér niðri á meiri hluta bæjarstjórnar vegna
leystra heildsöluleyfa, en þetta cr nú mál-
flutningur, sem segir sex, og undrar nokkurn
hótt „íhaldið skjálfi" af ótta við slíkan mál-
flutning. Notadrjúg verður vitleysan komm-
únistum, ef þeir vinna mörg atkvæði með
þessu.
Af ofangreindu má annað læra. Kommún-
i'star eru gersamlega málefnalausir og hafa
ekki einu sinni nægjanlegt áróðursefni gegn
Sjálfstæðisflokknum vegna bæjarmálefna.
í»eir verða að léita að tylliástæðum, einmitt
é þvi tímabili, sem Framsóknarflokkurinn og
Alþýðuflokkurinn fóru hér lengst af með völd,
og bera þá fram ásakanir fyrir það, að at-
vinnufrelsi.skuli hafa ríkt í landinu. Uppfylli
]>eir menn öll skilyrði, sem um heildsöluleyfi
sækja, getur hið opinbera á engan hátt skor-
azt undan að veita leyfið með öðru móti enj
l>ví, að afnema atvinnufrelsið jafnframt. SéJ
heildsalafjölgunin árásarefni, felst í þvi að
lcommúnistar vilja afnema atvinnufrelsið, en
skipa mönnum fyrir verkum, — hvar þeir
«iga að sitja og standa, hvað þeir megi gera
•qg ekki gera og væntanlega á hið opinbera
iið hafa forsjá slíkra ráðstafana. Þetta er merg-
iirinn málsins. Kommúnistar vija afnema at-
vinnufrclsið, þannig að menn verði að hlíta
])ví, sem þeim er sagt af til þess skipuðum
ráðamönnum. Fáar þjóðir munu unna frels-
inu meira en Islendingar, og er því ósennilegt
nð slíkur áróður beri árangur, nema síður sé.
En þannig er allur málflutningur kommúnista.
Nenni menn að eltast við hann og kryf ja hann
ítil mergjar, kemur í ljós, að þar er um
„skemmtilega vitleysu" að ræða, sem enginn
getur tekið alvajiega, en ,sýnir híns vegar
hvílík „blessuð börn" eru hér að verki, en
ssiáldan hafa þeir auglýst málefnaleysi sitt
undarboð
Þar sem stjórn Fasteignaeigendafélags
Reykjavíkur hefir neitað að boða til fund-
ar í félaginu fyrir í hönd farandi bæjar-
stjórnarkosningar, bjóðum vér undirrit-
aðir meðlimum Fasteignaeigendafélagsins
og öðrum húseigendum í Reykjavík til
fundar, sem haldinn verður í samkomu-
húsinu Röðli við Laugaveg, þnðjudaginn
22. janúar 1946 kl. 8^ e. h.
Til
umra&
ðú:
Afnám húsaleigulaganna og afstaða
húseigenda til bæjarstjórnarkosn-
inganna 27. janúar 1946. Málshefj-
andi: Snorri Jónsson.
Skorað er á húseigendur að fjölmenna.
Snorri Jónsson,
Halldór Kr. Júlíusson og
Þorbjörn Jónsson.
Tilkymmimg til
Mtafmfirðimga
Eyðublöð undir kröfur um endurgreiðslu úr rík-
issjóði á hluta af kjötverði fyrir ttmabilið ,20. sept.
til 20. des. 1945, verða afhent bæjarbúum í eftir-
töldum verzlunum: ^ 4.
Verzlun Gísla Gunnarssonar,
Ve/zlun Guðm. Magnússonar,
Verzlun Jóns Mathiesen,
Kaupfélagi Hafnfirðmga,
Kjötbúð Vesturbæjar,
Pallabúð,
Stebbabúð.
Þeim, sem kröfur ætla að gera um endurgreiðslu
úr ríkissjóði á hluta af kjötverði, ber að shúa sér
til ofangreindra verzlana og fá þar eyðublöðin og
senda þau síðan útfyllt hingað á skrifstofuna, eigi
síðar en 20. febrúar næstkomandi.
Athygli manna er vakin á því, að kröfuna skal
aðeins gera vegna kjötneyzlu á tímabilinu 20. sept.
til 20. des. 1945.
t
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði,
16. janúar 1946,
Guðmundur I. Guðmundsson.
Almennur
'aunþegafundur
verður haldinn í Tjarnarcafé á morgun,
sunnudag, kl. 2 e. h.
FUNDAREFNI:^
Skýrt frá launakjarasaniningi, sem fé-
lagið hefir gert við atvinnurekendur.
S T J Ö R NI N.
'¦¦•¦•i- ,¦¦• 1,
Veðurhamur. Það eru ljótu illviðrin, sem hér
hafa gengið dag eftir dag að und-
anförnu. Sífellt hvassviðri, stundum hífandi rok,
og oft hellirigning i þok,kabót. Þök fjúka af
hlöðum vestur i Helgafellssveit, hattar af Jion-
um og körlum hér í bænum og allt ætlar um
koll að keyra í verstu hryðjunum. Bátar kom-
Ast ekki á sjó dögum saman, engin verðmæti
skapast handa þjóðinna og kosningahríðin geis-
ar uin land alít. Þáð er ekki hægt annað að
segja, en að af nógu sé að taka, þegar menn
tala um veðurfarið um þessar mundir, þvi að
við .getum rætt um kosninga-gjörningaveður,
þegar allt annað þrýtur.
*
ótti sjó- Fyrir nokkrum dögum s.agði eg frá
mannsins. því hér, að eg hefði hitt gamlan
mann og spurt hann, hvað hann
héldi um horfur á vertíðinni, scm er að byrja.
Hann sagðist vera hræddur við allt þetta blíð-
viðri, sem við höfðum þá orðið aðnjótandi um
iangan tíma; að við værum búnir að taka svo
mikið fyrirfram af því, að ekkert yrði eftir
néma illviðri, það sem eftir væri af þésjsum
vetri. Nú hitti eg hann aftur i fyrradag og þá
sagðist hann vera hræddur um, aö hann ætl-
aði líklega að reynast sannspáriú, en hann
hefði gert ráð fyrir, þegar hann hitti mig á
dögunuin. „En þetta getur breytzt aftur," bætli
hann sVo við.
*
Á veðra- Þegar illviðrin byrjuðu að hrjá okk-
mútum. u'r, varð mér hugsað til þess,- sem
gamall barnaskó.lakennari minn sagði
við migífyrir einu eða tveim árum. Hann sagði,
að ísland væri á veðramótum, — það mætti
hugsa sér línu dregna um norðurhvel jarðar,
ekki langt frá Islandi. Annars vcgar við lín-
una væri langvarandi góðviðri, en illviðri hin-
um megin. Línan færðist jafnan UL svo að ís-
land væri ýmist i góðviðrinu eða hryssingn-
um, en þess á milli lægi hún yfir það og væri þá
gott veður sums staðar, en illt annars staðar á
landinu. Mér finnst þelta vera einföld skýring á
veðrinu okkar hér úti á tslandi.
*
Kraftaverk. Eg hefi veitt því eftirtekt, að allt
sem snertir undur eða kraflaverk,
vekur mikla athygli meðal lesenda minna. Eg
ætla þess vcgna að skýra frá kraflaverkasögu,
sem gerðist í Bandaríkjunum í haust. Kona
ein, Ninabelle Cross, sem legið hafði rúmföst
i 16 ár, varð allt i einu heilbrigð. Hafði Kristur
birzt henni, sagði hún, og sagt henni að rísa
á fælur, því að hún hefði verk að vinna. Sið-
an hefir þessi kona, er var kennslukona i borg-
inni, áður en hi'm lagðist i rúmið, 23 ára göm-
ul, ekki kcnnt sér ncins mcins.
Læknirinn, sem stundaði^stúlk-
una,.heitir W. E. Miner,!^ hef-i
Hryggjarlið-
ur brákaðist.
ir hann voltað, að stúlkan hal'i
fengið ýmsa sjúkdóma og jafnan "annan, "þcgar
einn var læknaður. Miner var fyrst kallaður
til hennar 1929, er hún hafði fengið heilabólgu
og fékk hún þá tiðum krampa. Datt hún þá
einu sinni út úr rúmi sínu með þeim afleið-
ingum, að einn hryggjarliðurinn brákaðist og
var stúlkan máttlaus upp að mitti eftir það,
unz hún stóð upp og var alheil. Gat hún sein-
ast setið uppi i rúmi siríu, en alls ckki gengið.
*
Prekari Eftir þetta tók stúlkan, að sögn
veikindi. læknisins-, ýmsa sjúkdóma aðra,
hvern á fælur öðrum, svo að þegar
hún, eftir langa mæðu, tók að skána af einum,
þá tók annar við. Kvaðst læknirinn hafa verið
búinn að missa alla von um, að ungfrú Crpss
mundi nokkuru sinni geta gengið aftur. Að lok-
um segir hann: „Eg hefi lært læknavísindi, en
eg er sannfærður um, að. ungfrú Cross lækn-
aðist af guðdómlegum völdum, en ekki. fyrir
mitt tilstilli." Hefi eg þá sagt þessa sögu, eins
og.eg las hana, og kann hana ckki lcngri.
Happdrætíið. Hefir þú munað eftir að endur-
nýja miðann þinn í Happdrætti
Háskóla íslands? Varstu búinn að gleyma, að
það verður dregið í fyrsta flokki hálfuni öðr-
um mánuði fyrr en áður, vegna þess að i'lokk-
arnir eru orðnir tólf? Ef þú ætlaðir að fá sama
númerið og þú hafðir í fyrra, þá hafðir þú
forgangsrétt að þvi þangað til í dag. Eftir þa'ð
er hann útruniiinn. En þig hefir ef til vill
dreymt, að þú qigir að fá stærstu vinningana
á eitthvert anríað númer? Jæja, en þá skaltu
lík'a flýta þér og reyna að klófesta það, áður
en eintwer annar nær i þ.að.. -....-