Vísir - 22.02.1949, Blaðsíða 10

Vísir - 22.02.1949, Blaðsíða 10
10 V 1 S I R Þriðjudagirm 22. febrúar 1949 klukkustundir samfleytt, án nokkurar annarar næringar en tveggja kúfaðra matskeiða af maísgraut, sem þeir fá kl. 3. Að kvöldi er þeim aft- ur raðað upp, og taldir aftur, .vörðurinn gefur sömu aðvör- unina, og þeir ganga til baka. Kvöldmaturinn er aft- ur súpuskál og aðrar tvær skeiðar af maísgraut. Síð- an mega þeir skríða upp á fjalirnar og lilíast þar um nóttina. Vinnuafköst þeirra mega teljast góð, þegar þetta er athugað. Ef afköst þeirra eru ekki eins mikil og til er ætlast, er dregið af liinuni örsmáa matarskammti þeirra. Ef einhver neitar að vinna, eða ef hann afkastar minna en 30% af þvi, sem talið er eðlilegt, er honum varpað í svarthol, einangr- •aðan sterkan fangaklefa í varðmannahúsinu. Endurtek- inni neitiin er hegnt með dauða“. Samt sem áður, segir í annarri frásögn, eru margir, sem neita að vinna, sérstak- lega að vetrinum. Venjulega eru það úttaugaðir og al- gjörlega eyðilagðir menn, sem eru orðnir gjörsamlega sljóir og vonlausir, og orð- ið alveg sama um allt. Eina ósk slíks manns er að fá að liggja hreýfingarlaus á fjölunum, lil þess að finna sem allra minnst til, með- an kraftar og líf fjara út. 1 hverjum fangabúðum er sjúkraliúsbygging, sem er alveg eins og hinar, sams- konar fjalir í stað rúma. En þar er ögn meiri matur, o'g hver sjúklingur fær eitt teppi, og sum sjúkrahús verða sem himnaríki við það að þar er „ástsæll“ lækn- ir, sem venjulega er einpig þræll. En möguleikar lians til hjálpar eru takmarkaðir, vegna skorts á nauðsynleg- um tækjum og lyfjum og svo skipun uni að deyða frekar en lækna sjúklingana. Til dæmis er takmarkað, live margir sjúklingar megi vera ef fleiri verða veikir en leyfilegt er, verður að að snúa þeim aftur. Þeir fá ekki aðgang að sjúkrahúsinu. Það átakanlegasta við þrælahald nazista var, að fjölskyldum var stíað sund- ur, hjón seiid sitl í hvora áttina, og börn slitin frá foreldrum. En samt sem áð- ur létu Þjóðverjar í þúsund- um íilfella fjölskyldur vera saman í fangabúðum. Börnum stíao frá foreldrum. En í Rússlandi er það föst regla, jafnvel þó um Tjölda- flutninga í ánauð sé að ræða, að hjón eru aðskilin og séð ,svo um, að þau geti ekkert samband haft sín á milli. Sama regla gildir oft um börn og foreldra. t Grimmdin er breytileg cft- ir stað og stund, en sömu reglur gilda í öllum fanga- búðum. Aðnltilgangur þessa þrælalialds cr að refsa og uppræta allan mótþróa gegn ráðstjórninni. Þar ríkir sífelld hræðsla við, að samúðartilfinningar geti vaknað, og hver varð- maður veit, að ef haim stendur ekki í stöðu sinni samkvæmt óskurn einræðis- ins um grimmd, á hann sjálfur á hættu að verða dæmdur í þrælkun. Á hvaða grundvelli eru sovétboragara dæmdir í slíka þrælkun? Það er fólk, sem mótmælir, gagnrýnir og er grunað um að vera leynilega óónægt mcð stjórn komm- únista. Þótt undarlegt megi virð- ast, er helzt telrið tillit til þcirra fanga, sem raunveru- lega eru afbrotamenn, svo sem ræningja, morðingja, þjófa og annarra lögbrjóta, sem eru siðferðilega andlega óheilbrigðir. Verst er farið með þá, sem eru óánægðir með stjórnarfarið, þá, sem teknir hafa verið vegna lífs- skoðana sinna, trúarhragða eða stjórnmálaskoðana. Þeir eru kallaðir „óvinir mann- anna“. Skipting fanganna. Reglulegir glæpamenn eru að líkindum ekki nema 15% af öllum þessum fjölda þræla, en öðrum má senni- lega skipta í sjö flokka. 1. Bytovikar. Þetta er nýtt sovét-orð yfir * sérstaka af- brotamenn, er sýna afturför í sósíalistísku líferni. 1 því er innifalið jiað sem við köllum afglöp í embættis- rekstri. Og jiár sem jafnvel maðurinn, sem selur kalda drykki einhversstaðar, er í opinberri Jijónustu, er sann- arlega úr vænurii hóp að velja, Jicgar safna þarf ný- liðum í jirælaliðið. Til dæmis: Matreiðslukona á sam- eignarbúi gleymdi að salta miðdagsmatinn. Hún var á- kærð fyrir að hafa gjört mistök í opinberu starfi. Maður, sem var sendur til næstu borgar til að selja rúg- mjöl fyrir sameignarbú, seldi [jað á 23 rúblur í stað 26 27. Hann var tekinn fastur fyrir lélega sölu- mennsku. Kulakar. Það eru hinir framtakssömu, duglegu bændur, landnemar, sem höfðu numið og rækíað dá- litlu meira land en nábúar þeirra, og egignast jsessvegna eittlivað meira, töldu sig hafa komizt heiðailega yfir ]>að, sem jieir áltu og hafa rétt til að halda því. Þessi flokkur þræla eiwlang fjölmennastur, og vegna jicss hve þeir eru líkamlegá þrekmiklir og van- ir erfiSisvinnu eru þeir lang- samlega eftirsóknarverðastir. Þeir voru reknir í útlegð í milljónatali (heil þorp voru tæmd), þegar samyrkjubúin voru stofnuð og bændur reknir inn á þá braut í byrjun jiriðja tug aldai’inn- ar. Þegar ]>essir sjálfseignar- bændur (kulakar) eru út- dauðir í jiradkunarvinnunni, mun skarðið fyllt með öðr- um bændum frá samyrkju- búunum, bændum, sem þrátt fyrir stjórnarfarið og áróð- urinn, berjast sífellt fyrir því að eignast sínar eigin jarðir. Öll mótmæli eru glæpur. 3. Iðnaðarmenn, dæmdir fyrir „óhlýðni“ eða fyrir „að hafa komið í veg fyrir hlýðni“. Hræðilegur glæpur á sovét-mælikvarða, og þar í er innifalið endurtekin fjarvera, ódugnaður við vinnu og jiað, sem er verst af öllu, mótmæli gegn löng- um vinnutíma, lágu kaupi og erfiðri vinnu. 4. Verkamenn og kommún- istar frá öðrum löndum, sem hafa verið ginntir til Rúss- lands með loforðum um þús- und-ára-ríkið. Þeir komu sem pílagrímar til fyrir- heitna landsins, föðurlands alheimssósíalisma og bræðra- lags. Suniir dvelja þar áfram, grunaðir um græsku af ]>jóð, sem lítur alla útlend- inga hornauga og telur þá grunsamlega. Það eru .eimi- ig Rússar, sem dvalið hafa erlendis og eru taldir spillt- ir af auðvaldsskipulagi hins vestræna heims, og svo þeir, sem hafa einliver mök við úllenda ferðamenn. Prestar og vísindamenn. 5. Mótmælendaprestar, sem sendir eru í þrælkun vegna trúarskoðana sinna, og gáf- aðir vísindamenn, sem dænul- ir eru fyrir skoðanir sínar. 6. Fjöldi pólslera og búlg- arskra borgarar og einnig borgarar annarra þjóða með svipaða afstöðu. Þeir hafa myndað nýja fylkingu síðan striðinu lauk. Þeir eru hand- teknir fyrir sömu afbrot og rússneskir þrælar. 7. Rússneskir herfangar, sem taldir eru föðurlands- svikarar. Það eru lög í sovét-hernum, að enginn hermaður megi gefast upp. Hann á að devja með vopn í hönd. Þess vegna eru allir heimsendir fangar kallaðir fjmir rétt, og rannsakað, hvort þeir liafi gjörzt sekir um jiau svik að hafa gef- izt upp. Fjölmargir hafa ver- ið hnepptir í þyældóm. Marg- ir bera J>ó menjar eftir sár til sannindamerkis um, hve vel j>eir hafa barizt fyrir föðurlandið. Tuttug-asti hver maður sleppur. Eftir lögunum er liver dómur í þrælavinnu miðað- ur við einhvern ákveðinn tíma. En M.V.D. virðir eng- in lög. Slíkum ákvæðum má breyta og framlengja tímann, á sama hátt og hægt er að ákveða hann eingöngu með skipun frá yfirmönnunum, og það er venjulega gjört. Það hefir sannast, að einung- is 5% af þeim, sem dæmdir eru í þrælkun, eru látnir lausir aftur. Árið 1930 seiti fjánnála- ráðuneytið innflutningsbann á rússneska trjákvoðu og éldspýtur, sem framleitt var af „föngum í þrælavinnu“. En Molotov, sem ]>á var ný- orðinn ráðherra, svaraði með eftirfarandi: „Margir hinna atvinnu- lausu verkamanna auðvalds- ríkjagna mundu öfunda fanga þá, sem vinna i austur-; og norðurhéruðum Rúss- lands, af þeim lífsskilyrðum, sem þeir búa við“. Banninu var aflétt, og orð- rómur, sem síðan hefir kom- izt á kreik, kveðinn niður af „sanntrúuðum sovét-borgur- um“, sem ferðast hafa utan- lands, og stöðugt fullyrða, að fangabúðirnar séu litlu verri en skemmtilegir sum- arbustaðir fyrir skátadrengi. Wallace á ferðalagi. Þegar Heni’y Wallace ferð- aðist til Rússlands og Síber- iu árið 1944, virðist liann ekki liafa séð neina af þess- um fangabúðum, sem Wendell Willkie kallar „venjulegar- fangabúðir“. Þar var tekin mynid af Wallace í ánægjulegum fé- lagsskap með Ivan Nikishov, hinum grimma og alræmda yfirmanni margra illræmd- ustu fangahúðahverfa í Sí- beríu, sem allir er til þekkja óttast meira en allt annað. Þar, á svæði, sem er mörg- um sinnum stærra en allt Frakkland, og að öllu leyti stjórnað af M.V.D., láta þús- undir af þrælum lifið, sem fórnardýr á altari hinnar vit- skertu viðleitni Ráðstjórn- arinnar til að vera framar öðrum þjóðum i gullfram- leiðslu. I áritun myndarinn- ar kallar Wallace foringjann yfir þcssum maimdráps- og kvalastöðvum „mikinn iðn- aðarhöld“. Slík firra hefði ekki get- að komið fyrir, ef ekki hefði verið notuð svo villandi að- fcrð til að koma þrælahald- inu á í Ráðstjórnarríkjunum, að fáir sáu við því. Þetta á- stand læddist inn sem töl’r- andi fjarstæðukennd luig- sjón. „Glæpamenn“, sagði Lenin, „eru ekki óvinir, held- ur fórnardýr ]>jóðfélagsins“. Það er að segja, auðvalds- skipulagsins“. „1 sósíalistísku ]>jóðfélagi“, kvað hann, „þarf ekkert annað en að betra þá með vinnu, og glæpum mun verða útrýmt úr heiminum“. Framúrskarandi mannúð- leg hegningarlöggjöf var inn- leidd í Rússlandi, og áhrifa hennar gætti allt til ársins Mynd þessi er orðin fræg um allan heim, .,.o' ar teiGii ai írú Roservinu á sendi- herraKkiifstofu Iíússa í New York. Lomakixi' ^endiherra (til hagri) skýrir fretía- mönnum frá því, að Kosenkina hafi beðið sehdiráðið jim vernd. Síðan komst Ko.sénkina imdan og þekkir allur heimurinn þá sögu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.