Vísir - 20.11.1952, Side 5
Fimmtudaginn 20. nóvember 1952.
VlSIR
2400 hús byggð í bæn-
um á árunum 1941—50.
M*4Wjf ai rom /J6'J íhú&ar-
hús wneö 4JJJ íhúöum-
I ítarlegu yfll'lltl uin 'vm’ sem Þs höfðu verið téknar
notkun í hermannaskálum hér
í bænum. Þá voru samtals 1884
íbúðir. í kjöllurum. Af þeim
voru 710 taldar lélegar, 149
mjög lélegar og 84 óhæfar. Hin-
ar voru ýmist taldar góðar eða
sæmilegar. í þessum kjallarai-
byggingar og byggingarmál
í Reykjavík sem hagfræð-
ingur bæjarins, dr. Björn
Björnsson, hefur samið, og
birtast mun í Árbókum
Reykjavíkur á næstunni,
gefur hann ýmsar mark-
verðar upplýsingar varð-
andi þessi mál.
Á árabilinu 1941—1950 hafa
verið byggð hér í Reykjavík
nærri 2400 hús, eða sem svarar
240 húsum að meðaltali á ári.
Mest var byggt hér á árunum
1945—’46, en á þeim tveimur
árum voru byggð hér yfir 700
hús og áætlaður byggingar-
kostnaður, þeirra röskar 180
milljónir króna.
Langmestur hluti þessara
bygginga eru íbúðarhús, eða
1565 að tölu, þar næst koma
geymsluhús, gripahús, bílskúr-
ar og þess háttar. Þriðju í röð-
inni koma verksmiðjuiyvinnu-
stöðvar verzlunarhús, skrif-
stofuhús og þvíumlíkt, en pau
hús eru um 160 talsins. Loks
koma svo menningarstofnanir,
svo sem skólar, sjúkrahús,
samkomu- og íþróttahús, kirkj-
ur ó. fl., en þær byggingar eru
19 að tölu.
Mikill meiri hluti íbúðarhús-
anna voru steinsteypt, aðeins
um 330 hús sem byggð voru úr
timbri.
í þessum 1565 íbúðarhúsum
voru samtals 4355 íbúðir og
samanlagður herbergjafjöldi í
þeim um 15000 talsins.
Á árabilinu 1931—51 voru
byggðir í Reykjavík 95 verka-
mannabústaðir með samtal's 372
íbúðum. Samanlagður bygging
arkostnaður þessara húsa var
um 18 milljónir króna.
Þá hefur Reykjavíkurbær
byggt samtals 35 íbúðarhús
með 256 íbúðum. Af þessum
húsum eru 6 við Hringbraut, 4
við Lönguhlíð, 9 við Skúlagötu
og 16 í Höfðaborg. Árið 1950
bjuggu 1281 manns í þessum
húsum. Byggingarkostnaður
við þau mun hafa numið um
16 V2 milljón króna.
Fyrir utan framangreindar
bæjarbyggingar eru svo Bú-
■ staðavegshúsin, en bygging
þeirra var hafin sumarið 1949.
Þar eru samtals 53 hús með 212
ibúðum.
Árið 1928‘voru um 800 kjall-
araíbúðir í bænum, eða um
15% af íbúðafjöldanum í heild.
Á árabilinu frá 1930—’38 eru
kjallaraíbúðir ekki skráðar í
skýrslum byggingafulltrúa, þar
sem þær voru samkvæmt lög-
um ekki leyfilegar. En frá og
með árinu 1939 eru kjallaríbúð-
irnar taldar með að nýju í
skýrslum byggingarfulltrúa,
þar sem hann taldi að þær væri
raunverulega viðurltenndar
með því að húsaleigunefnd á-
kvað leigu í þeim. Síðan lætur
nærri að fjórða hver íbúð, sem
tekin hefur verið í notkun eft-
ir 1939 sé í kjallara.
Vorið 1946 fór fram skoðun
á öllum kjallaraíbúðum* og íbúð
búðum bjuggu samtals nær
6100 manns. Talið er að vegna
hins mikla húsnæðisskorts í
bænum á undanförnum árum
muni tiltölulega lítið af kjall-
araíbúðunum, sem voru í notk-
un 1946, hafa verið rýmt.
Við húsnæðisskoðunina 1946
voru 326 braggaíbúðir í notkun
með um 1300 íbúum. Af þessrnn
braggaíbúðum voru aðeins 14
taldar góðar og 84 sæmilegar,
en 139 töldust lélegar, 70 mjög
lélegar og 19 óhæfar. Á undan-
förnum árum hafa búið um
2000 manns í herskálaíbúðum.
SjómannshugEeiðingar.
ILandhelgiismúlin ag
Bretar.
Eg hrökk við— og eg hygg
að mér sé óhætt að fullyrða, að
allri sjómannasveit íslands hafi
brugðið í brúrg er Tíminn birti
29. okt. s. 1, að blaðið Fishing
News í Englandi, hefði ásakað
íslendinga fyrir að eiga sök á
hinu hörmulega sjóslysier varð,
er brez.kur togari fórst við
Hvarf á Grænlandi á sl. hausti.
Þessari fólskulegu illkvitni
blaðsins í garð íslendinga fá
engin orð lýst.
Reiðin sýður svo í brezkum
togaraútgerðarmönnum, að
þeir kunna sér ekki málshóf
yfir því, að íslendingar hafa,
sér til sjálfsbjargar, neyðst til
að útvíkka landhelgislínu sína
svo sem lög og réttur standa
til. En þessir menn gæta þess
ekki, að íslendingar sjálfir
verða að sitja við sama borð og
aðrir fiskveiðamenn. íslend-
ingar sjálfir hafa orðið að
hverfa af heimamiðum á fjar-
lægar slóðir. Þeir hafa t. d. nú
undanfarið leiíað á veiðislóðir
6—700 mílur norðvestur frá
Hvarfi á Grænlandi, og eru á
þeim slóðum enn. Mundu þeir
gera þetta, ef hægara væri um
heimatökin? Nei, en þeir verða
] að virða sína landhelgi og ætl-
ast einnig til þess, að aðrar
þjóðir geri hið sama, þótt van-
ist hafi veiðiþjófnaði um alda-
bil. En því miður hafa hvorki
Bretar né aðrir útlendingar
sýnt íslandi virðulega fram-
komu í landhelgismálunum á
umliðnum öldum og framkom-
an reynast óhæfa.
Eða halda þeir, að íslend-
ingar séu þess ekki minnugir,
er togarinn Royalist hugðist
kaffæra yfirvald ísfirðinga,
Hannes Hafstein, inni á Dýra-
firði foTðum, er hann var að
skyldustörfum landhelgisgæzl-
unnar, þótt þeim ekki tækist
að vinna bug á sundþreki hetj-
unnar. Eða halda þeir að
gleymst hafi í minni íslendinga.
er brezkur togari, sem var að
veiðum langt inni í Breiða-
firði, beitti ofbeldi við yfirvald
Barðstrendinga, Guðmund
Björnsson, og sigldi með hann
ásamt Snæbimi Kristjánssýni
hinum kunna í Hergilsey til
Bretlands. Þessir atburðir
gerðust á fyrsta tug aldarinnar
sem vér lifum á.
Kannske brezkir togaraút-
vegsmenn vilji svo halda, að
þeir geti talið þjóðunum trú
um, að þeir hafi ávallt hagað
sér sem englar í íslenzkri land-
helgi? Verði þeim að trú sinni.
Og svo leyfa þeir sér að bera
það á borð, að íslendingar séu
valdir að sjóslysi brezks tog-
ara við Grænland.
Hvermg hefur framkoma ís-
lendinga reynst, þegar voði
hefur steðjað að útlendum
veiðiskipum við ísland? Hverj-
um var að þakka bjöi-gunaraf-
rekið mikla og víðfræga við
Látrabjarg, er togarinn Dhoon
strandaði þar fyrir fáum árum?
Hversu margar fórnfúsar hend-
ur hafa tekið þátt í björgun út-
lendinga við suðurströndina?
Þeir, sem bjargast hafa, eiga
frá þeim afrekum sannarlega
margar kærar og ógleymanleg-
ar endui-minningar. Það væri
ekki úr vegi að aðstandendur
Fishing News gerðu sér þess
grein.
Og svo kemur síðast það, sem
kastar tólfunum, í Morgun-
blaðinu 7. þ. m. — frásögn úr
brezka tímaritinu Fish Trades
Gazette frá 25. okt. sl. um
„að brezkir sjómenn séu ekki
óhultir í Reykjavík" (!!!). —
Trúi nú þeir, sem trúa vilja.
Nei, íslendingar munu aldrei
sýna Bretum óréttlæti, en þeir
heimta að eiga sína landhelgi,
og munu eftir getu verja hana
af lífsnauðsyn og kemur það
jafnt niður á íslendingum
sjálfum og útlendingum. Þetta
mættu brezkir togai-aútvegs-
menn láta sér skiljast.
Löndunarbannið á togara-
fisk íslendinga í brezkum höfn—
um dærnir sig sjálft.
12. nóvember.
Sjómaður.
Til Alþingis.
Eins og kunnugt er, brann
bær Sigríðar í Brattholti nú i
haust. Mér finnst það ekki við-
eigandi ellilaun til hennar, að'
þjóðfélagið láti hana svo að
segja liggja úti á gaddinum £
vetur, við hlið brunarústanna
af bæ hennar, án þess að það-
sýni í neinu að það meti þjóð-
rækni hennar nokkurs.
Það mun ekki heldur örfa
aðra til að sýna þjóðrækni, sem
alltaf er þó verið að prédika.
fyrir fólkinu, ef sú dyggð er svo-
einskis metin. Sú þjóð, sem.
þannig býr að sínum þjóðrækn-
ustu þegnum, er sannarlega i
hættu stödd. Vill nú ekki Al-
þingi sjá sóma sinn og veita
Sigríði í Brattholti ríflcgan,
kvaðalausan og skattfrjálsan
styrk til að endurbyggja bæ-
inn sinn? Það gæti forðað henni
frá því að þurfa, í ellinni, að-
yfirgefa fossinn sinn og fara „á-
mölina“.
Eg held að þeim tíma þings-
ins væri vel varið, sem færi í
að samþykkja ákvæði um þetta,
þótt einhver ofstjórnar- og
eignaránslögin yrðu þá að bíðá
á meðan.
Jón N. Jónasson.
Fá smiösréttindi.
Hallgrímur Magnússon,
Langholtsvegi 188, hefir fengið
leyfi til þess að standa fyrir
byggingum í Reykjavík sem
múrsmiður. — Þá hefir Jón
Helgason, Barmahlíð 59, feng-
ið leyfi til þess að standa fyrir
byggingum í Reykjavík sem
húsasmiður.
KWÓMÐþankaK
Gustaf VI. Adolf Svíakonungur varð 70 ára fyrir skömmu, en
hann heldur ennbá fullri starfsorku og var mynd þessi tekin
af honum við vinnuborð sitt um svipað leyti og konungur átti
afmæli..
STÖRF TOLLVARÐA og
annarra löggæzlumanna eru
vandasöm og oft vanþakklát.
Oft verða þeir að taka skjótar
ákvarðanir og treysta umsvifa-
laust á dómgreind sína og sam-
vizkusemi, án samráðs við aðra
starfsbræður sína. Gerir þetta
vitanlega miklar kröfur til
þeirra, sem slík störf hafa á
hendi. Tollgæzlumönnum er
kylt að koma í veg fyrir smygl
og allan ólögmætan innflutn-
ing til landsins, hvort heldur er
um að ræða áfengi, tóbak eða
annan varning.
❖ Fyrir skemmstu bar svo
við á Akureyri, að yfir-
tollvörðurinn þar stóð að verki
danskan sjómann, sem smyglaði
miklu magni af áfengi i land,
án þess að vita, að sjálfur yfir-
tollvörðurinn væri væntanleg-
ur ,,kaupandi“. Samkvæmt frá-
sögnum blaða hér syðra gerðist
smygl þetta með talsvert ó-
venjulegum hætti, og hefur að-
ferð tollvarðarins við embættis-
reksturinn í þetta skipti vakið
jmeira umtal en venja er til við
j slík tækifæri. Engum dettur í
hug að mæla smygláformum
hins danska sjómanns bót, en eg
hefi orðið þess var, að sumum
finrist þáttur tollvarðarins ekki
glæsilegur, og því er á þetta
minnzt hér.
♦ Verður ekki annað séð af
frásögn eins blaðsins hér,
en tollvörðurinn hafi tjáð sig’
fúsan til þess að kaupa allt það
áfengi, er sjómaðurinn gæti
fest hönd á, og þótti hinum er-
lenda manni þetta allgott tilboð
og hóf að bera áfengið í land,
nokkra kassa, eða samtals yfir
30 flöskur. Síðan var sjómað-
urinn handtekinn fyrir smygl.
♦ Vitaskuld bar tollverðin-
um að gera þetta áfengí
upptækt og koma þannig'í veg
fyrir, að áfengi þetta yrði selt
hérlendis á ólögmætan hátt. En
sumum finnst, að tollvörðurinn
hafi með tilboði sínu um áfeng-
iskaupin, beinlínis hvatt sjó-
manninn til þess að lauma á-
fenginu í land. Það liggur í
augum uppi, að sök sjómanns-
ins verður ekki véfengd, og
sjálfsagt hefði hann haft ein-
hver önnur ráð með að smygla
þessu áfengi, ef tollvörðinn
hefði ekki borið þarna að. En
þó verður illmögulegt að verj-
ast þeirri hugsun, að aðferðin,
sem beitt var af hálfu tollvarð-
arins, standist ekki hárná-
kvæma gagnrýni. Dugnaður í
starfi er lofsverður, en getur
stundum birzt í vafasamri
mynd.
ThS.