Vísir - 24.09.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 24.09.1954, Blaðsíða 1
44. árg. Fösítsdaginn 24. septeniber 1954. Ji-!----*• 217. tbl. landlega hjá síldvelMíotanum. Frá Gautaborgarheimsókn íslenzku blaðamannanna: Frá vinstri: Guðni Guðmundsson (Alþbl.), Gunnar G. Schram (Mbl.), Magnús Kjartansson (Þjv.), Þórarinn Þórarinsson (Tímanum), Thorolf Smith (Vísi), Jón Magnússon (Útv.), Eric Borgström, hvatamaður fararinnar, Zetterström, umboðsmaður Eimskips í Gautaborg, og Bjarni Sigurðsson arkitekt, búsettur í Gauta- borg. Myndin er tekin í aðalstöðvum hinna frægu SKF-kúIu- leguverksmiðja. Unnið að traustari tengslum Gautaborgar og Reykjavíkur. Ænaergfulegri heimsókn ísl. blaðamanna til Gautaborgar lauk í gær. Dagana 18.—23. þessa mánað- aðar voru sjö íslenzkir frétta- menn í Gautaborg í boði ýmissa aðila þar til þess að kynna sér borgina, athafnalíf hennar og menningarstarf, kynnast ýmsum forráðaniönnum þar, og er það einn liður í þeirri viðleitni að koma á traustari tengslum og frekari kynningu Gautaborgara og Reykvíkinga. Með „Heklu“, millilandaflug- vél Loftleiða, koniu í gærkveldi þrír blaðamannanna, þeir Jón Magnússon, fréttaritstjóri útvarps ins, Þórarinn Þórarinsson, rit- stjóri Tímans, og Thorolf Smith, blaðamaður við Vísi. Hinir fjór- ir, Bjarni Guðmundsson blaða- fulltrúi, Gunnar Schram (Morg- unblaðið), Guðni Guðmundsson (Alþbl.) og' Magnús Kjartansson (Þjóðv.) eru enn ytra. Aðalhvatamaður fararinnar og hinn sívakandi skipuleggjandi hennar var Eric Borgström for- stjóri Sænsku gelraunanna i V.- Sviþjóð, ritari Sænsk-íslenzka fé- lagsins í Gautaborg. Án hans þefði ekki getað orðið af þessari sérlega ánægjulegu för, sem verður þátttakendum minnisstæð. Sá háttur hafði verið hafður Nifsson stekkur 2,11 m. St.hólmi (AP). — Sænski íþróttamaðurinn Bengt Nilsson hefur sett nýtt Evrópumet í hástökki. Stökk hann 2,11 metra á móti einu í Stokkhólmi, og vantar þá ekki nema tvo sentimetra á að ná heimsmetinu, sem er amer- ískt. á, að nokkur kunn, sænsk fyrir- tæki, sem viðskipti reka við ís- lendinga, stóðu straum af kostn- aði við dvöl blaðamannanna, en að henni stóðu að öðru leyti sam- tök blaðamanna i Vestur-Svíþjóð, félagsskapur blaðaútge.fenda og Sænsk-islenzka félagið. Móttökur allar voru eins góðar og frekast verður á kosið, fyrir- greiðsla hvarvetna með ágætum, og rík áherzla lögð á að sýna hinum íslenzlcu gestum eins mik- ið og kostur var á. Hinir íslenzku blaðamenn fengu allgott yfirlit um athafna- líf Gautaborgar, blómlega menn- ingarstarfsemi ,eins og hún birt- ist i listasöfnum, leiksýningum og hljómleikum. Skoðuð voru ýmis merk iðnból, svo sem skipasmiðastöðvar Eriks- bergs, kúluleguverksmiðjur SKF, sjúkrahús og heilsugæzlustöðvar, skólar, ný hverfi, sem upp eru að rísa, en auk þess gafst beim Framjh. á 11. síðu. Landlega var hjá síldveiSibát- unum í öilum verstöSvum sunn- anlands í nótt. Súmstaðar lögðu bátamir úr höfn í gær, en sneru nær allir aftúr vegna hvassviðris, svo og vegna óhagstæðrar veðurspár. Afli bátanna í fyrrinótt var yf- irleitt tregur. í Keflavík lönduðu 28 bátar og var meðalafli þeirra 40 tunnur. En síldin var yfirleitt feit og stór. Akranesbátar fengu 20—90 tunnúr á bát, en flestir voni með 30—50 tunnu afla. í Grindavík fékk aflahæsti bátur 60 tunnur. Er síldin á Grindavík- urmiðum bæði smærri og minna um hana heldur en á Sandgerðis- miðum og búist við að Grinda- víkurbátar leiti þangað í dag. Pkckmi fékk taugaáfall vi5 handtöku sonaríns. Hétað að myrða ratin- sóknardóanarann. Þrjar umfer5í reftir í Septembermdtimt. Sjötta umferð septemhermóts- iins í Kafnarfirði var tefld í gær- kveldi. Leikar fóru þannig, að Olafur Sigurðsson vann Arinbjöm Guð- mundsson og Sigurgeir Gíslason vann Jón Kristjánsson. Trausti þórðarson og Jón Jóhannesson gerðu jafntefli. Biðskákir urðu hjá Sigurði T. Sigurðssyni og Eggert Gilfer og enn fremur hjá Jóni Pálssyni og Baldri Möller. þrjár umferðir eru nú eftir í mótinu. Biðskákir verða tefldar á þriðjudaginn. Einkaskeyti frá AP. — Rómaborg í gærkvöldi. Picckmi fyrrveiTandi utan- ríkisráðherra, sem baðst lausn- ar til að verja son sinn Piero, sem sakaður er um að vera . valdur að dauða stúlkunnar Wilmu Montesi, fékk tauga- , áfall, eú hann fékk fregnina um, jað sonur lírans hefði verið tek- inn höndum. Hann liggur nú rúmfastur í Villa Sagna, sumarheimili fjölskyldunnar við Grotta Ferr- ata fyrir utan Rómaborg. Sonur hans eru nú í klefa í Regina Coeli fangelsinu (fangelsi Drottningar himinsins), en hin börnin, Leone, sem er yngri en Piero, og dæturnar, Chiaretta og Donatella, víkja vart frá sjúkrabeði föður síns. — Lög- fræðingur fjölskyldunnar, Giacomo Primo Auventi, hefir lýst yfir, að ekkert verði af því, að Piccioni fyrrv. utan- ríkisráðherra birti yfirlýsingu. — Augenti sagði, að Piccioni væri ekki í neihni lífshættu. Rannsóknardómarinn fær hótunai(bréf. Dr. Raffaele Sepe, sem yfir- heyrir hina handteknu menn, Sterk vín verða ekki veitt á miðvikudögum. En borðvín verða borin með mat. Forsætisráðherr- ar f St.hólmi (AP). — Þegar fyrsta áætlunarflug SAS yfir norðurskautið til Vest- urheims verður farið, munu þrír forsætisráðherrar Norð- urlanda verða meðal far- þega. Eru það þeir Erlander, Hedtoft og Torp, sem allir hafa þegið boð flugfélagsins að fara þessa merku ferð. Fyrr hefur þess verið getið, að meðal farþega verði full- trúar konungsfjölskyldna Norðurlandanna. Ákveðið hefir nú verið, að veita ekki sterka drykki einn dag í viku á þeim veitingahús- um, sem vínveitingaleyfi hafa. Er það miðvikudagurinn. Er hér að nokkru leyti farið að hætti Norðmanna, en þar er miðvikudagurinn alger þurk- dagur. Hinsvegar verður leyft hér að bera borðvín með mat á matsölutímum, eða kl. 12—2 og 7—9. Reglugerð um þetta hefir verið staðfest og gengur hún í Rússi setti heimsmet. Moskva (AP). — Rússar til- kynna, að einn íþróttamanna þeirra hafi sett nýtt heimsmet. Segja þeir, að Vladimir Uk- hov hafi gengið 50 km. á 4 klst. 18:49,2 mín. á móti í Kænugörðum. — Núverandi heimsmet setti Svíi og var hann næstum 12 mín. lengur ganga vegarlengdina. ' gildi, þegar Stjórnartíðindin koma út næst. Tillaga um þetta mál kom upphaflega frá áfengsvarna- nefnd Reykjavíkur og var hún studd af áfengsvarnaráði ríkis ins. Áfengisútsölum mun ekki verða lokað þennan dag. Montagna og Piccioni, hefir fengið hótunarbréf, nafnlaust, þar sem segir, að hann verði 'myrtur áður en hann ljúki 1 rannsóknum sínum og yfir- heyrslum. Lögreglunni var þegar falið að grafast fyrir um I hver hefði skrifað og sent bréí þetta. Sepe hefur um sig tíu jmanna vörð á daginn, og auka- vörður hefir verið settur við heimili hans og jafnvel við J svefnherbergisdyr hans, eftir að ^hann er háttaður. Sakirnar á hendur Piccioni. Lögreglan hefir skýrt nokkru nánara frá sökum þeim, sem Piero er borinn, þ. e. að hann hafi ekkert aðhafst til að bjarga Wilmu Montesi frá drukknun, en hann hefir borið því við, að hún hafi þegar verið látin af völdum eiturlyfja, Er hann sakaður um, „að hafa hinn 10. apríl 1953, í grennd við Vai- anica, verið valdur að dauða Wilmu Montesi með því að skilja hana eftir í flæðarmá! inu, er hann hugði hana dauða, — í þeim tilgangi að koma lík— inu burt síðar“. — Montagna og Saverio Polito fyrrverandi lögreglustjóri eru sakaðir um meðsekt og yfirhilmingu. Scelba má ekki sleppa segja kommúnistar og ham- ast gegn honum, en hann var innanríkisráðherra, er hneyksl- ið kom til sögunnar. — Málið er nú til umræðu í öldungadeild þingsins, eins og getið er ann- arsstaðar í blaðinu. 9 Brezka flugfélagið British Overseas Airways var rekið með hagnaði, sem svaraði 2 millj. stpd. árið sem leið. Dulles er mjög víðförull maður, hefur brátt ferðast um 250,00(1 km. síðan hann tók við embæíti. Þessi mynd er frá skyndiför aðj hans til Bonn á dögunum, þegar Adenauer kanzlari bauð hann velkominn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.