Vísir - 24.09.1954, Blaðsíða 12

Vísir - 24.09.1954, Blaðsíða 12
VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó bað fjöl- breyttasta. — Hringið £ síma 1660 «g gerist áskrifendur. W1K!1 iW ofli (JsSP cU Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá llaðið ókeypis til máuaðamóta. — Sími 1680. Föstut.nginn 24. september 1954. Eiturbyrlari fyrir rétti í V.-Þýzkalandi. Myrti m. a. mann sinn o§ tengdaföiur á eitri. Einkaskeyti frá AP. — ! Mainz í gær. Um bessar mundir standa hér yfir réttarhöld í margföldu morðmáii — kona er ákærð fyrir að hafa myrt brjá menn Bieð eitri. Hin ákærða heitir Christa Lemann, og hefur hún játað að hafa myrt mann sinn, tengda- iöður og móður beztu vinkonu sinnar með eitrinu ,,E-605“, sem einkum er notað til að eyða blaðlús. í fyrstu ræðu sinni krafðist ákærandi hins opin- berá þess, að konan yrði dæmd í ævinlangt fangelsi, því að líf- lát var numið úr lögum í Þýzkalandi eftir stríðið. í rauninni krafðist ákærand- inn, að konan yrði dæmd í ævi- Jangt fangelsi fyrir hvert þeirra þriggja morða, sem hún hefur játað á sig. Hún er 31 árs, og ól síðasta barn sitt 15 mánuðum eftir að hún drap mann sinn á eitri, sem hún blandaði í mjólkurglas. Auk þess myrti hún föður hans, 75 ára gamlan, er hné niður úti, skömmu eftir að hann hafði drukkið glas af súrmjólk, sem tengdadóttir hans hafði „út búið“ fyrir hann, Loks myrti hún móður beztu vinkonu sinnar með því að sprauta sama eitri í sælgætis- mola. Munaði þá minnstu, að sjö ára.drengur hennar borð- aði sælgætið. Meðan konan sat í fangelsinu og beið þess að réttarhöld byrjuðu, skrifaði hún föður sínum og bað hann þeirrar bón- ar, að hann tæki „E-605“-eitur og skrifaði áður bréf, þar sem hann tæki sekt dóttur sinnar á sig, til þess að hún gæti snúið aftur til barna sinna. Varað við samneyts við Rússa. Þeii* bera hættulega sjúkdóma á land í Færeyjum. Úr fréttabréfi til Vísis. K.höfn, á sunnudag. Eins og kunnugt eií, eru fjölda mörg fiskiskip við Fær- eyjar árið um kring og meðal þeirra eru mörg rússnesk. Að því er fregnazt hefir til K.hafnar, hefir lögreglustjór- inn í Færeyjum, Feilberg Jör- gensen, og Joensen landlæknir, foirt aðvörun til almennings í blöðunum, gegn samneyti við Rússana. Rússnesku fiskimennirnir hafa ekki landgönguleyfi, en fyrir kemur, að rússneskt fiskiskip leitar hafnar, til við- gerðar eða til að sækja vatns- birgðir, og þá talast menn við yfir borðstokkinn, á fingramáli og með handapati og bending- um, en svo kemur það fyrir, að stofnað er til knattspyrnu- keppni milli rússneskr’a og fær- eyskra fiskimanna. Allt gæti þetta nú virzt hættulaust í fljótu bragði, en á seinni mánuðum hefir það oft komið fyrir, að menn hafa veikzt af taugaveiki, tauga veikibróður og heilabólgu, og það er ætlan heilbrigðisyfir- valdanna, að smitun megi oft rekja til rússnesku skipanna. Landlæknirinn bendir mönn- um á það í aðvörun sinni, að smitun geti átt sér stað án beinnar snertingar, til dæmis með matvörum, ávöxtum og sígarettum. Neyðarástandi lýstí Chile, Kommunistar róa hvarvefna undir. Einkaskeyti frá A.P. Ókyrrið er mikil víða í land- inu, og hefir ekki. dregið úr Sienni við tilkynningu stjórnar- Innar um neyðarástand í stór- «m landshlutum. Allt bendir til þess, að kommúnistar rói víðast undir, og hafa þeir efnt til verkfalla með óeirðum á ýmsum stöðum, þar sem ‘ fram fer mikilvæg starfsemi vegna útflutnings- framléiðslunnar. Einna alvar- legast er ástandið norðan til í landinu, en þar er meðal ann- ars unninn kopar úr jörðu, og er hann að ; niesíu seldur. til Bandaríkjanna. Þar kom fyrfr sá atburður ^ á sunnudag, er fagnað var þjóðhátíðardegi landsmanna að silenskir fánar voru rifn- ir niður og (þeir troðnir und- ir fótum. Jafnframt fór mannsöfnuður um götur borgar þeirrar, þar sem þetta gerðist, og hrópaði, að þeir væru fyrst kommúnist- ar, síðan Chilebúar. , Forseti landsins hefir til- kynnt neyðarástand í héraðinu, þar sem þetta gerðist og einnig í nærliggjandi héruðum, bæði fyrir horðan og sunnan það. Sagði í forsendunum fyrir þecsu, að kommúnistár reru að því öllum árum að koma af stáð öngþveiti í atvinnumálum í þeirri voh, að þeir gætu hagn- azt á því í stjómjnálum. Fyrir nokkru undirritaði Eisenhower forsetj )ög, sem draga úr hömlum á fyrri lögum varðandi kjarnorku. Samkvæmt lög- ' um þessum verður hlutur einkafyrirtækja við nýtingu kjarn- 1 orkuna meiri en áður, enda er tilgangurinn að hún verði notuð æ meira í friðsamlegum tilgangi. Kýpurmálið á dagskrá. Einkaskeyti frá AP. New York í morgun. Dagskrárnefnd Allsherjarþings SÞ. samþykkti í gær ,að taka á dagskrá beiðni Grikklands um að rædd yrði krafan um, að íbúar Kýpur fái sjálfir að taka ákvörð- un um frmatíð sína. Selwyn Lloyd andmælti tillög— unni fyrir hönd Bretlands og kvað það brot ó sáttmála Samein- nðu þjóðanna, að taka málið fyr- ir, þar sem það væri íhlutuií um innanlándsmál. Samþykkt var að taka málið á dagskrá með 9:3. Gegn tillög- unni greiddu atkvæði með Bret- um Frakkland og Ástralía„ en fulltrúi Bandaríkjanna var með- al þriggja, sem sátu hjá. um að hindra engisprettuplágur. Fjórar þjóðir leggja til atlögu við engisprettur í Arabíu. Einkaskcyti frá AP. — Rómaborg í gær. Fjögur ríki, sem standa að Landbúnaðar- og matvæla- stofnun SÞ (FAO) hafa sagt engisprettuhættunni á Arabíu- skaga stríð á hendur. Þannig er mál með vexti, að engisprettugrúi sá, sem oft herjar á löndin í Asíu suðvest- anverðri og Afríku norðaustan- verðri á upptök sín á Arabíu- skaga. Þær engissprettur, sem Biblían getur um, hafa að öll- um líkindum komið frá Arabíu, og á síðustu árum hafa þær unnið ómetanlegt tjón á mörg- um löndum í grenndinni. Nú hafa stjórnir fjögurra Bifreið stórskemm- ist í veltu. f nótt valt bifreið rétt sunnan við Kópavogsbrúna á Hafnar- fjarðarveginum. Atvik þetta skeði á þriðja tím- anum í nótt. Var þó bifreiðin R-4229 að koma sunnan að og stefndi til Reykjavíkur. Þegar hún var rétt komin að-brúnni i Kópavoginum fór hún út af veg- inum og valt. Bifreiðarstjórinn var einn i vagninum og var lionurn hjálpað út af tveim mönnum, sem báru að rétt eftir að óhappið skeði. Fóru þeir með bifreiðarstjórann á Sysavarðstofuna til athugunar, þar eð hann hafði meiðzt nokk- uð á höfði, en ekki alvarlega og var fluttur heim að aðgerð lok- inni. En bíllinn var illa farinn og virtist við fyrstu sýn því nær eyðilagður. Rannsóknarlögreglan biður mennina tvo, sem komu fyrstir á slysstaSinn viS Kópavogsbrúna og. síðar tilkynntu atburðinn til lögreglunnar í Reykjavík að hafa samband við hana nú þeg- ar. ríkja gert með sér samning um að eyðileggja uppvaxtarsvæði engisprettnanna með því að sprauta yfir þau eitri. Ríki þessi eru Egyptaland, Jórdanía, Saudi-Arabía og Bretland, en samvinna verður höfð við Araba-bandalagið sem heild. Tefít verður fram meira en 1500 sérfræðingum á sviði skordýra og skordýra eitrunar, og munu þeir hafa til umráða um 200 bifreiðir af ýmsum gerðum, en auk þess verður notaður fjöldi lítilla flugvéla. Notazt verður bæði við fast og fljótandi eitur, og auk þess verður eitruð tálbeita notuð, til að draga að sér þær engi- sprettur, sem komast á legg. Verður þegar hafizt handa um að vinna á tímgunarvæðunum, því að engispretturnar fara að verða ferðafærar, þegar'komið er fram í nóvember, og þá má búast við þeim í öllum löndum umhverfis Arabíuskagann. Kvíknaði tvisvar í sama f járhusinu. í gærkveldi og nótt kom tví- vegis upp eldur í sama fjár- húsinu að Nesi við Seltjörn. Talið var að krakkar hefðu kveikt í því um sjöleytið í gær- kveldi og var Slökkviliðið þá kvatt á vettvang. Eldurinn var strax slökktur án þess að skemmdir hlytust af að nokk- uru ráði. En nokkuð eftir mið- nætti í nótt tók eldurinn sig upp að nýju og var slökkviliðið aftur kvatt á staðdnn. Eldurinn náði sem betur fór, ekki að breiðast út og var strax slökktur. Landgrunifsmália rætt á Iringi Sþ. TiIIaga íshuxds felM með 10:1. Einkaskeyti frá AP. — New Yoi|k í gærkvöldi. Allsherjarnefnd S.Þ. ræddi í gær yfirráðarétt þjóðanna yfir landgrunninu, en Bretar og fleiri ’þjóðir hafa óskað eftir að þingið fjallaði um málið. Thor Thors fulltrúi íslands minnti á samþykkt allsherjar- þingsins frá í fyrra, sem var á þá léið, að ekki skyldi ræða málið, fyrr en þjóðárréttar- nefndin hefði um það fjallað. Tillaga íslenzku fulltrúans -um áð vísa málinu frá var felld með 10 atkvæðum gegn einu. Kafdhakur setdi fyrir 102 þús. mork. Togarinn Kaldbakur frá Ak« ureyri seldi ísfiskafla í Cuxhav- en í þessari viku (þriðjudag) og Ingólfur Arnarson selur á morg- un. Eru það einu sölurnar í Þýzka- landi í þessari viku. — Kaldbak- ur hafði um 200 lestir og seldi fyrir rúmlega 102 þús. mörk. Yfir 40 manns farast við sprengingu. Einkaskeyti frá A.P. Hamborg, í gærkvöldi. 28 lík hafa fundizt eftir sprenginguha miklu, sem varð í Nimstal í gær, en 16 er saknað. Sprengingin varð í 50 þús. lítra bensíngeymi í nýrri ben- sínstöð, sem verið var að vígja, er sprengingin varð. Viðstaddir og meðal þeirra sem fórust voru franskir og bandarískir liðsfor- ingjar. — Yfir 300 slökkviliðs- bílar komu víðsvegar að og var eldhafið ógurlegt, en kolsvartan. reykjarmökk lagði 3 km. í loft upp. Að mörgum klukkustund- um liðnum logaði eldurinn enn og var mikil hætta talin á, að hann kynni að breiðast út til annara geyma, en því varð af- stýrt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.