Vísir - 24.09.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 24.09.1954, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Föstudaginn 24. september 1954. SkrifiS kyennasíðuaai tun SLhugamái yíar. Brjosthaldarar m.m. í skozkam ættalfitum. Tízkubús eitt í Glasgovv hef- ir tiafið framleiðslu á brjóta- höldurum og sokkabanda- foeltum í hinum frægu skozku ættarlitum. Nærfatnaður þessi er gerður úr rayon og fíngerðum ullar- tefnum, og hver stúlka kaupir sinn rétta lit eftir því af hvaða aett — clan — hún er eða hefir .samúð með. Það virðist sem þessi skraut- legi og sérkennilegi nærfatn- aður gangi ekki einungis í aug- -un á ungu stúlkunum, því að karlmenn koma unvörpum til þess að kaupa og láta senda svona „sett“ til vinkvenna sinna í Kína, Kaliforníu, Perú og víðar. Upphafsmanni þessarar brjóstahaldara- og sokkabanda- tízku kom þessi hugmynd í hug, þegar hann heyrði í iðn- sýningu í Skotlandi, að Ame- rftumenn væru hrifnir af öllu, sem bæri skozku ættarlitina. Ir meSgöngutíminn al lengjast? Pýzklr Eæksiar Jiafdla það. fWJVIWVVWVAfiU^WWWWJWUWUWVlVVWVWWVWV/WWW Kabarettinn Við veglegt brúðkaup hafði 5 ára brúðarmey miklar á- hyggjur af því, að hún gat ó- mögulega komið auga á neitt blátt í skarti brúðurinnar, en slíkt er foar talið nauðsynlegt, til foess að tryggja henni ham- ingjuríkt hjónaband. Eftir miklar vangaveltur, á- kvað hún að athuga foetta nán- ar, — og viti menn, var hún þá ekki með blátt sokkaband. , Brúðurin tekur glöð og á- nægð á móti hamingjuóskum gesta sinna, óafvitandi um foað, sem er að gerast að baki henn- ar. m innmcjaróppi Tveir 'þýzkir vísindamenn Siafa fyrir nokkru látið þess getið, að meðgöngutími kvenna væri orðinn lengri en 9 mán- uðir og hafi á undanförnum árum yfirleitt verið 10 mán- uðir. Ekki segjast þeir vita af hyerju þetta stafi, en geta þess til að það geti stafað af því að meðalaldur fólks sé nú hærri en áður, eða af breyttum lífs- skilyrðum og viðurværi. Það kom fyrir að kona ól barn 326 dögum eftir að bóndi hennar hafði farið að heiman. Hann var að heiman megnið af meðgöngutímanum og vildi ekki, er hann kom heim, kann- ast við að hann væri faðir að barninu. Erfðafræðingar full- yrtu þó, að hann væri faðir barnsins. En þetta mál varð til þess að fyrrnefndir vísinda- menn, sem eru réttarlæknar, tóku að rannsaka málið og þykj- ast hafa komist að þeirri nið- urstöðu að meðgöngutíminn sé orðinn lengri en talið hefir verið. * Dönskum konum þykja hússtörfin skemmtileg. Þær víusia líka flestar utan helmilísins. Danskir kvenlæknar, 21 að tölu, hafa nýlega gert ítarlega rannsókn á lífi og kjörum 633 giftra kvenna í Kaupmanna- höfn. Sennilega myndu niðurstöð- urnar hafa orðið öðru vísi í Reykjavík, en eigi að síður munu reykvískar húsmæður hafa gaman af að athuga, hvernig kynsystur þeirra við Eyrarsund lifa lífinu. Af hinum 633 konum unnu 60 af hundraði fulla vinnu utan heimilis ásamt heimilissíörfun- um. Fimm af hundraði höfðu heimilisaðstoð einu sinni í viku, en aðeins 0,7% höfðu vinnu- kónu. Hinar eldri í hópnum höfðu flestar lært hússtörf í vist og á heimilum sínum, hin- ar yngri voru fremur fákunn- andi og af öllum hópnum kunni f jórði hluti ekkert til húsverka, þegar þær giftust. Tíunda hver kona hafði gengið á húsmæðra- skóla, en helmingurinn fór á hússtjórnar- og saumanámskeið eftir þær giftust. Yngri kon- urnar höfðu lært matreiðslu í skólunum en stóðu samt að baki þeim, er lært höfðu í vist eða heima hjá sér. Flestar höfðu unnið áður. Aðeins 3,5% af konum höfðu ekki haft fasta vinnu áður en þær giftust. Þá höfðu 22,5% verið verkakonur, 18% vinnu- konur, 16,4% skrifstofustúlkur, 14,4% afgreiðslustúlkur, 10,6% saumakonur. — Afgangurinn skiptust milli margra starfs- greina. Þegar konurnar gengu í hjónaband hættu 38,7% að fullu og öllu vinnu utan heim- ilis, 8i2%' að nokkru leyti, en meira en helmingurinn hélt vinnunni áfram. Allmargar skiptu um vinnu. Þannig höfðu aðeins 1,3% unnið að hrein- gerningum fyrir hjónabandið, en 14,7% eftir að þær giftust. Margar fyrrverandi skrifstofu- stúlkur og afgreiðslustúlkur tóku að sér hreingerningar eftir að þær höfðu stofnað heimili. 10,6 % hófu að sauma heima, en hreingerningar og sauma er auðveldara að samlaga hús- móðurstörfum en afgreiðslu- og skrifstofustörf. Ástæðan til þess að konan fær sér vinnu utan heimilis, er oftast sú, að laun mannsins hrökkva ekki fyrir óhjákvæmi- legum útgjöldum. Einstaka kona vann utan heimilis sökum áhuga fyrir vinnunni eða vegna samverunnar við starfsfélaga sína. Aðeins 2 af 633 konum kærðu sig ekki um hússtörf, og er því óhætt að segja að áhugi fyrir heimilisstöfum sé almenn ur meðal danskra kvenna. Frístundir og menningarlíf. Nokkrum örðugleikum reynd- ist bundið að gera frástundir kvennanna upp í þrósentum. -7— Sumar .konur töldu sig hafa frí, þegar þær sátu við að stopþa eða prjóna, aðrar töldu hvort tveggja vinnu. Þrjátíu og niu af hundraði höfðu reglulega frídaga viku-, mánaðarlega eða við og við, 61% höfðu aldrei neina frídaga, en þær sögðu að eiginmenn og börn hjálpuðu þeim við hússtörfin. Og 52% allra eiginmanna reyndust að- stoða meira eða minna við heimilisverkin og 35 kvenn- Kvenlæknar og kvensjúk- dómafræðingar, eru mjög van- trúaðir á að þetta geti verið; rétt. V-énjulega er talið að kon- an gangl með þu-nga sinn 280 daga. En mjög-éffitt sé að á- kveðu þetta' nákv a nlega því að kosiur viiji lítið um þetta tala og upplýsingár þeirra um það hvenær þær ha í orðið barnshafandí, sé nokkuð á reiki og ekki sé því heldur ið treysta, sem barnsfaðirinn segi. Þessari tilgátu hinna þýzku vísindamanna verður því að taka með varúð. Menn verða fyrst að fá úr því skorið hvern- ig rannsóknum þeirr'a h'efir verið varið og hversu áreiðan- legar sannanir þeir hafa í hönd- um. Vitanlegt er það, segja menn, að fyrir hefir það kom- ið að meðgöngutíminn er lengri en 9 mánuðir. En þó að það hafi komið fyrir og komi kannske oftar fyrir nú á dögum en áður, er það mjög hæpið að halda því fram, að það sé orð- ið algengt. Sýning kl. 9 fyrir fullorSna. Aðgöngumiðar seldir í bókabúð Sigfúsar Eymundssonar, | Verzl. Drangey og í KR-húsinu frá kl. 1. Sími 81177. Hraðferðirnar: Austur—Vesturbær og Seltjarnarnes-! vagninn, stoppa við KR-húsið. b'.A P U V.E-R'K 5 M;í -D J A N „;3‘J Ö T.N " A-K U R E Y R I anna nutu aðstoðar barna 7 ára eða eldri. 84% kvennanna lásu, prjón- uðu eða saumuðu heima, en aðeins einn fimmti hluti tók þátt í félagsstarfsemi eða sinnti öðrum áhugamálum utan heim- ilis. Þá fengu 84% á hverri nóttu sjö klukkustunda svefn eða meira, 90% lásu dagblað daglega og 7% í viðbót a.m.k. einu sinni í viku, 3% snertu aldrei dagblað. 73% lásu kvennasíðuna vel og vandlega. Um það bil helmingurinn fór i kvikmyndahús a.m.k. einu sinni í mánuði og hinn helmingurinn tvisvar á ári. 8%, flest konur 25 ára og yngri, sáu kvikmynd einu sinni í viku. Hinar eldri fóru í kirkju, 8% reglulega og 32% áj. stórhátíðum. Sextíu af hundraði komu aldrei í kirkju. Verjur og fósturlát. Nærri því þriðja hver kona hefur misst fóstur og 10% gagnstætt eigin ósk. Hjá 21% var fósturláti komið af staðlög- lega eða ólöglega. Flestar kon- urnar, sem óskuðu eftir fóstur- láti, voru heilsuveilar eða áttu svo mörg börn fyrir, að á það þótti ekki bætandi. Hvað verjur snertir notuðu milli 60 qg 75% ófullnægjandi verjur. Eigi að síður hefur notkun ‘spelda auk- ist á nokkrum árum úr 2% í 13—18%. Konur, sem vinna utan heimilis, nota meira speldi eða 18% og 25% kvennanna voru hræddar um að , verða vanfærar. Þyngd og fætur. Rúmlega 25 % kvennanna voru of þungar miðað við aldur og hæð. Helmingurinn hafði gallaða fætur, einkum ilsig, einn þriðji hafði æðahnúta. . Flest heimili höfðu ryksúgu og rafmagnsstraujárn, 14 %‘ höfðu sorprás en aðeins 4% kæliskáp. Kvenlæknarnir ætla að halaa rannsóknum sínum áfram og verða nú einkum rannsökuð kjör einstæðings mæðra,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.