Vísir - 24.09.1954, Blaðsíða 10

Vísir - 24.09.1954, Blaðsíða 10
ío VÍSIR • Föstudaginn 24. septembec 1954. urðum við að finna dr. Schmidt. Og Borodin var sambands- liðurinn. Við höfðum ekki setið hjá Carr meira en fimmtán mínútur Jjegar maður Hirams símaði og sagðist hafa misst af Borodin. Eg þóttist nú allaf vita að svo færi. — Hvað eigum við nú að gera? sagði eg. — Sitja og bíða eftir að við verðum drepnir? Við hefðum ekki átt að sleppa Borodin. — Komið þér héma út að glugganum, þá skal eg sýna yður dálítið, sagði Hiram. Hann dró gluggatjaldið frá. Tveir menn stóðu undir hús- veggnum beint á móti. Við höfum verið langt of heppnir hingað til, sagði Hiram. Eg gat ekki stillt mig um að hlæja, en hann lét það ekki á sig fá. — Það getur ekki staðið lengi. Ekki nema nokkra klukku- tíma. Við verðum að finna umslagið frá Marcel Blaye. Og síðan verðum við að hypja okkur sem skjótast frá Ungverjalandi. — En hvað vérður um Maríu Torres? Hann lagði höndina á öxl mér. — Því miður er ekkrt hægt •að gera, sagði hann. Við höfum ekki tíma til að hugsa um hana. Schmidt veit hvar umslagið er. Ef þér gætuð komizt að Jdví með því að spyrja Orlovsku, mundu Rússarhir líka geta það. Við verðum að flýta okkur, John. Við verðum að ná í um- slagið í kvöld. — Eg fer ekki án Maríu, sagði eg. — Það er ekki hægt. Eg leitaði Orlovsku uppi, vegna þess að þér lofuðuð að finna Maríu. Schmidt misþyrmdi mér í tvo tíma. Eg fekk upplýsingarnar, sem þér voruð að leita að. Þér hafið engan rétt til að svíkja mig núna. — Þér eruð ástfanginn, er það ekki, John? — Þér þurfið ekki að fara í grafgötur um það, svaraði eg. — Hvernig vitið þér hvort María er ekki á vegum Schmidts? Hver veit nema hún hafi farið úr kaffihúsinu með honum af fi'jálsum vilja? — Eg veit að hún fór ekki þaðan sjálfviljug. Eg get ekki sannað það. En eg neita að yfirgefa hana. Hiram sagði: — En eg hef sagt yður hvers virði þetta umslag er fyrir Rússa eða Bandaríkin. Það getur ráðið því hvort stríð verður eða friður. Eg er amerískur embættismaður, John. Eg get ekki átt á hættu að erindi mitt mistakist út af einni einustu xnanneskju. Því miður — en svona er það. Eg sagði eftir langa þögn: — Hvernig eigum við að ná í um- slagið? Jozsefvarðstöðin er vafalaust full af varðmönnum. Rúss- ar eru þar eins og mýs á mykjuskán. Dettur yður nokkuð ráð í hug? — Ekki ennþá, sagðí Hiram. — Það eina sem eg veit er að við verðum að hafa snör handtök. Hann tók stóran uppdrátt af Budapest og fletti honum sundur á gólfinu. — Eg sting upp á að þér hvílið yður. Eg skal biðja Teensy að skipta um umbúir á höndunum á yður. Þegar eg fór út lá Hiram á fjórum fótum yfir uppdrættinum. Eg fór upp í herbergið og lagðist upp í rúm. Eg reyndi að sofna en það tókst ekki. Eg hafði um svo mar'gt að hugsa. Eg hugsaði um allt: um bróður minn, sem eg vissi að var dáinn, um Schmidt, Orlovsku, Maríu........Bifreið Schmidts hafði staðið fyrir utan kaffihúsið við kirkjugarðinn þegar við komum til að leita að henni. Eg var viss um að hún hafði ekki farið á burt sjálfráð. Og hví skyldi hann hafa látið bílinn verða eftir, ef hann fór? Eg hafði sagt við Teensy að þau hefðu ekki leitað nógu vel. Það næsta sem eg vissi var að eg æddi niður stigann og tók 2—3 þrep í hverju spori. Eg ruddist inn til Hirams og hrópaði: —• Kaffihúseigandinn laug! Það er mergurinn málsins! Skiljið þér það ekki? Teensy kom hlaupandi út úr næsta herbergi. — Hægan, hægan, verið þér nú rólegur, sagði hún. — Nei, sagði eg — Það er rétt, þetta sem eg segi. Bifreið Schmidts stóð þarna fyrir utan, því að hann var í húsinu. Hann á hauka í horni þar, sem hann getur treyst. María er þar enn — eg þori að sveia mér upp á það. Hiram tók af sér gleraugun og néri á sér nefið. — Hvað var það sem Schmidt sagði í símanum, þegar hann hringdi til Boro- dins? — Hvað kemur það málinu við? — Það kemur mikið málinu við. Hvað sagði hann? — Hann sagði að Borodin væri seinn á sér. Svo spurði hann hvort hann kæmi með næstu lest, og sagðist vonast eftir hon- um á venjulegum stað eftir þrjátíu mínútur. Hiram greip leiðabókina úr bókahillunni. — Lestin sem Borodin hlýtur að hafa farið með, kemur til Keletistövar eftir 22 mínútur. Það er fimm mínútna leið héðan á járnbrautarstöðina. Með öðrum orðum: „vanalegi staðurinn“ sem Schmidt talaði um er þriggja mínútna leið frá Keleti. — Það getur átt við kaffihúsið, sagði eg. — Við skulum reyna. Komið þér með mér? — Eg á dálítið útistandandi við Schmidt, sagði Hiram. — Við verðum að reyna að komast inn í brautarvagninn á Jozsef- varðstöðinni í kvöld. Hann néri sér um hökuna. — Það væri bót í máli ef Schmidt væri úr sögunni áður en við byrjum. 19. KAP. Mennirnir tveir stóðu enn undir húsveggnum er við ókum burt. Þeir virtust ekki ætla að elta okkur. — Þeir handtaka mig ekki ennþá, sagði Hiram. — Þeib bíða í þeirri von að þeir geti staðið mig að verknaði. Og þá hefja þeir umfangsmeiri réttarhöld en veröldin hefur enn séð. Hann- sagði þetta ofur rólega eins og hann væri að tala um bridge- keppni eða afmælissamkvæmi. Hann hafði taugar úí stáli. — Hvers vegna haldið þér að Borodin hafi gerst leiguþý Schmidts? sagði eg. — Af sömu ástæðu og svo margir þessháttar menn, svaraði Hiram. — Vegna peninga eða kvenfólks eða hvorttveggja. Stundum er það metnaðargirndin, sem rekur þá áfram, stund- um særð hégómagirnd. Marcel Blaye féll fyrir Orlovsku. Hann langaði til að komast til Þýzkalands aftur, og Rússar lofuðu honum hárri stöðu í austurþýzku stjórninni. Lítið þér á Or- lovsku. Hún hugsar aðeins um peninga og óhóf. Hún mundi selja sig hverjum sem hafa vildi, til að eignast þetta. En þess- konar fólk heldur sér aldrei lengi á floti. Það fer oftast svo um lándráðamenn að þeir eyðileggja sjálfa sig. Schmidt og hans nótar endast oft betur. Þeir eru ofsamenni og eiga aðeins eina hugsjón, sem gagntekur þá. Þesskonar menn er hvorki hægt að kaupa né kúga. I óbrenglaðri veröld mundu Blaye, Oslovska og Borodin sitja í fangelsi, en Schmidt dvelja á vitfirringahæli. Við ókum framhjá kaffihúsinu. Það var þrjár hæðir. Flatt þak. Öðru megin hússins lá þröngt sund, milli þess og stein- höggvaraverkstæðis. Þar var stór auglýsing um, að steinhöggv- arinn gerði legsteina fyrir Kerepesitemetö, bæjarkirkjugarðinn fyrir handan. Hinu megin kaffihússins var sambyggt íbúðar- hús, fjögurra hæða. Þegar við sveigðum fyrir hornið við næstu þvergötu litum við á klukkuna í turninum á Keletistöðinni. Hún var 22.35. Borodin hafði yfirgefið okkur fyrir meira en klukkutíma. Vafa- laust var liðinn hálftími síðan hann kom í kaffihúsið. Við gátum ekki séð bakhlið þess, því að þar voru önnur hús. Hiram datt í hug að kannske væri port bak við kaffihúsið og Á kvoldvökunnl. Tveir englar hittust í geimn- um. — Hvernig verður veðrið á morgun? spyr annar. — Það verður skýjað. — Himninum sé lof, þá getur maður loksins fengið sér sæti. • Faðirinn leit á pörupiltinn Kristófer og sagði strangur í máli. — Reynir þú eiginlega nokkuð að læra í skólanum? — Eg kann þó orðið að teljá. — Lof mér að heyra það. — Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu, tíu —• gosi, drottning, kóngur, ás. • Stórkaupmannsfrúin var orðin ærið gildvaxin og fór því á hressingarhæli til að losna við eitthvað af líkamsþunganum. Eftir 4 vikur sendi hún bónda sínum svohljóandi skeyti: Hefi lézt um helming. Hvað lengi á eg að vera? — Gullið þitt. Þetta svar fékk hún: Vertu 4 vikur í viðbót. — Gói. • Yfirlfknir á geðveikraspítala kallaði fyrir sig einn af sjúk- lingunum, hann ætlaði að vita hvort hann hefði ekki fengið bata. „ „Jæja, góði vinur. Hver er eg?“ „Eg veit það ekki,“ sagði sjúklingurinn. „Jú. Hugsið yður vel um.“ „Eg veit það ekki.“ „Lítið þér kringum yðus hér í herberginu —- lítið þér á hvíta fakkann minn. „Nei. Eg veit það ekki.“ „Jæja þá,“ sagði læknirinn glaðlega. „Hérna fæ eg yður 5 krónur. Vitið þér þá hver eg er?“ „Já. Nú veit eg það!“ „Jæja. Hver er eg þá?“ „Þér eruð maðurinn, sem gaf mér 5 krónur.“ • Þeir lágu í herbúðum og þá kom mikill sandbylur. Einn ný- liðinn leitaði þá að afdrepi í tjaldi matsveinsins. — Ejftirf skamma stund sagði nýliðinn við matsveininn: „Eg þú létir hlemm á pottinn þá færi ekkí eins mikið ryk ofan í súpuna.“ „Heyrðu drengur minn,“ sagði matsveinninn. „Þín skylda er að þjóna föðurlandi þínu.“ „Já,“ svaraði nýliðinn. „En ekki að eta það“. , ' £ g. Sundugkiz — TARZAN — 1652 Eldsnöggt greip Tarzanum hand- legg fúlmennisins og hóf hann á loft. Kynblendingurinn slengdist til jarðar og stóð ekki upp aftur. „Innilegar þakkir“ sagði stúlkan. „Þú ert dásamlegur maður“. „Vissulega göfugmannlega gert, herra“ sagði smeðjuleg rödd að baki honum. „En er það ekki talsvert

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.