Vísir


Vísir - 19.11.1954, Qupperneq 3

Vísir - 19.11.1954, Qupperneq 3
Föstudaginn 19. nóvember 1954. VÍSIR Ekki sýningarhæf ' / a Síðasta kvikmynd Marlon Brandos hefur vakið nokkurt rót í Bretlandi. Myndin heitir „Við höfnina“ og fjallar um það, hvernig glæpalýður hefur mergsog- ið hafnarverkamannafélög í Bandaríkjunum, en myndin er látin gerast í New Ýork. Um þær mundir, sem hafnarverk- föllin stóðu yfir í Bretlándi fyr- ir skemmstu, var sá úrskurður upp kveðinn í Birmingham, að rríyndin væri svo hrottaleg, að hún væri ekki hæf til sýningar á sunnudögum. Heimilt er að sýna hana alla virka daga. „Boðorðin 10“ gáfa - kostar 130 milj. kr. 10 þús. Egyptar leika í henni. Marilyn og Jói beztu vinir. Marilyn Monroe og Joe diMítggio eru beztu vinir, þótt þau sé að skilja. Herma fregnir frá Holly wood, að þau fari stundum saman að skemmta sér á kvöldin, þegar Jói kemur til borgarinnar. En Marilyn segir, að ekki sé um sættir að ræða — þau sé aðeins góðvinir. • Mendes-France er kominn til Washington og byrjað- ur viðræður við leiðtoga þar. Þegar menn heyra Cecil B. de Mille nefndan, koma mönn- um í hug stórmyndir sem byggðar eru á efni úr Biblí- unni. Sennilega hafa fleiri menn séð stórmynd hans „Boðorðin tíu“ en nokkr-a aðra, og um þessar mundir er hann, að taka hana í annað sinn. Hann hefur bækistöð sína 10 km. leið frá Kaíró, og þar hefur stærsta „leiksviði", sem um getur verið komið upp á fimm mánuðum fyrir 6 milljónir króna. Blaðamaður, er nýlega heim- sótti bækistöðvarnar, spurði einn af samstarfsmönnum de Milles, hvers vegna hann hefði farið alla þessa leið og lagt í allan þenna kostnað í Egypta- landi, þegar veðrið væri mjög svipað í Kaliforníu og hægt að útbúa alla hluti eins þar. — „Hann vill, að allt sé sem eðli- legast,“ svaraði aðstoðarmað- urinn. ,.Ef hann gerði kvik- mynd eftir „Víti“ Dantes, mundi hann taka þá mynd í víti sjálfu.“ Þar við bætist, að ekki eru til í Bandaríkjunum eins marg- ir úlfaldar og de Mille hefur talið sig þurfa á að halda, og hann vill hafa hreinræktaða Egypta í þeim fjöldaatriðum, þar sem þess er þörf. Hann mun notast vjð 10,000 manns, Stóraukin samvinna Frakka 09 Þjóóverja urn kvikmyndir. Vestur-Þjóöverjar nú beztu viðskiptavinir Frakka á þessu sviði. Einkaskeyti frá AP. — París 10. nóvember. Jacques Flaud, forstjóri sam- 4aka franskra kvikmyndahúss- eigenda hefur látið svo um mælt, að Frökkum sé brýn nauðsyn að auka útflutning franskra ltvikmynda um a.m.k. 10%, ef'þessi iðnaður á ekki að leggjast í rúst. Hann sagði, að nú væri svo komið, að tekjur af frönskum myndum, sem sýndar væru í öðrum löndum, væri nú þriðj- ungi minni en fyr.ir stríð, en til þess að haldá í horfinu, þótt ekki sé gert ráð fyrir meiru, Það þykir athyglisvert, að bæði Þjóðverjar og ítalir hafa tvöfaldað þátt sinn að því er snertir kvikmyndir í frönskum kvikmyndahúsum, en auk þess hafa Bretar sótt á í þessum efnum. Flaud gerði ráð fyrir, að þessu ári yrðu framléiddar 90 kvikmyndir í Frakklandi, en fram að 1. þ.m. voru þæp orðnar 87. Þar af eru 48 gerðar af Frökkum einum, en 39 í samstarfi við aðrar þjóðir. þegar flestir verða á launum hjá honum. Alls verður notazt við þúsundir dýra — vatna- buffla, úlfalda, asna, sauð- kinda, lamba, geita, gæsa, dúfna og hesta, og de Mille hefur látið gera þrjá pýra- mida og sextán mannljón (sfinxa). 130 millj. kr. kostnaður. Margar kvikmyndir hafa verið mjög dýrar í framleiðslu, en engin kemst þó nærri þess- ari, því að þegar farið verður að sýna hana árið 1956 er gert ráð fyrir, að búið verði að eyða 130 milljónum króna í töku hennar. Þarna er líka allt stærra en þekkist í Hollywood, til dæmis smíðaverkstæðin, sem notuð hafa verið til að gera pýramída og mannljón — og bæta má við, að mikill straum- ur forvitinna er sífellt til þess- arra eftirlíkinga þess, sem er ekki svo viðs fjarri kvik- myndatökustaðnum. Liðlega brítugur leikari, Iítt bekktur, Charles Heston, mun fara með hlutverk Móses. Hann skiptir ellefu | sinnum rnn gerfi, sýnir Mós- es á ýmsum aldri frá 40 ár- um til 120 ára, er hann and- ast. Hver hárkolla kostar 6500 krónur, hvert skegg 2500 kr.. De Mille mun hafa sextíu og fjóra leikstjóra til aðstoðar, en þeir eru venjulega aðeins þrír. 200 stríðsvagnar. Sex þessarra aðstoðarleik- stjóra eru amerískir, en hinir allir egypzkir, því að de Mille réð alla leiðbeinendur Egypta með tölu. Þeim verður dreift um mannfjöldann í stærstu at- riðunum, verða hverskonar lið- þjálfar, sem sjá svo um, að þessi óvígi her „statista“ fari að skipunum de Milles, sem þýdd- ar verða á .tungu landsmanna og gefnar um gjallarhorn. Erf- iðasta verk þessarra aðstoðar- manna verður að koma í veg i fyrir, að ,statistarnir“ glápi“ jekki allír á kvikmyndavélarn- Þjóðverjar eru að verða beztu ar, þegar myndatakan hefst, viðskiptavinir Frakka í Evrópu,1 því að slíka gripi hafa fæstir í þessum efnum, en þar erú verða tekjurnar að hækka um sýndar um 30 franskar myridir fyrrnefnd 10%. Flaud skýrði m.a. frá því, að í Frakklandi væru nú um 5000 kvikmyndahús, og hef ðu brúttótekjur þeirra orðið sem svárar 126 millj. dollara. Um það bil 49% teknanna eru af frönskum kvikmyndum. Þá koma bandarískar myndir, sem leggja til um 35% brúttótekn- anna. ítalskar kvikmyndir eru næstar (7%), brezkar (4%), þýzkar (3%), og eru þá ekki eftir nema 2% frá ýmsum öðr- um löndum, á ári. Þá má gera ráð fyrir, að enn rýmkist þýzkur mark- aður fyrir franskar myndir, er Vestur-Þýzkaland hefur end- anlega gerzt aðili að samtökum Vestur-Evrópuþjóðanna. Loks sagði Flaud, að hann myndi innan tíðar kveðja sam- an ráðstefnu Frakka og Þjóð- verja til þess að ræða aukna samvinnu kvikmyndahússeig- enda beggja landanna, að lík- indum eftir að Parísarsam- komulagið hefur verið staðfest. séð. Egypzki herinn hefur veitt mikilvæga aðstoð, því að hann heldur vörð um kvikmyndun- arstaðinn nótt sem dag, og gætir þá meðal annars 200 stríðsvagna, sem notaðir verða. Einn þeirra, sem Ramases Faraó á að aka, er 100,000 kr. virði. Heilræði úr öllum áttum. Hægri hönd de Milles varð- andi Biblíuatriði, er gætu ork- að tvímælis, er Svisslendingur, sem Noerdlinger heitir. Hann skýrir svo frá, að leiðbeininga- bréf berist úr öllum áttum frá fólki, sem vilji veita aðstoð sína til að gera myndina sem rétt- asta. Brezk kona skrifaði til dæmis til að minna á það, að Móses stamaði, en því töldu kvikmyndamennirnir sjálfsagt að breyta. Egyptar eru látnir leika Israelsmenn, og skýrir Noerd- linger það þannig, að Gyðinga- andlit, sem nú sé oft talað um, hafi ekki verið til þá, það hafi komið til sögunnar síðar og eigi rót sína að rekja til Hittíta, sem eru ekki semitískir og bjuggu þar sem nú er Tyrkland. Einvifl í sólinni. Tripolibíó sýnir nú kvik- myndina „Einvígi í sólinni“ (Duel in the Sun), gerða af kvikmyndaframleiðandanum Selznick, en leikstjóri er King Vidor, og standa því að henni tveir jöfrar, hvor á sínu sviði kvikmyndaframleiðslu. Markið var að framleiða mikla mynd, mikla að efni og allri gerð, og ekkert til sparað, að þetta mætti takast, enda mun kostnaðurinn hafa orðið sem svarar 100 millj. ísl. króna. Ekki verður um það déilt, áð tekist hefir að framleiða hér stórfenglega kvikmynd. Efni er örlagaþrungið, „fjöldasen- ur“ hinar stórfenglegustu, að- alleikarar gera hlutverkum sínum afburða góð skil. Hér er í rauninni um stórfelld átök góðra og illra afla í mannlegu lífi að ræða, bræður tvo, sem eru algerlega andstæður, for- eldra þeirra, harðlyndan föður og milda móður, og kynblend- ingsstúlku, sem bræðurnir elska, og margt er gott um, en hefir skaplyndi ótemjunnar. Hana leikur Jennifer Jones frá- bærlega, en bræðurna, Gregory Peck þann, er einskis svífst, og Joseph Cotten göfugmennið. Föðurinn leikur Lionel Barry- more, sem nú er nýlátinn, og kunnur var fyrir að gera jafn- góð skil hverju hlutverki sem hann tók að sér á langri leik- ævi, smáum sem stórum. Lilian Gish leikur móðurina dável, en hún eins og Barrymore á leik- listarferil að baki allt frá fyrstu dögum þöglu kvikmyndanna. — Tækni og leikstjórn eru með ágætum. — 1. Fréttamyndasýmngar í Tjarnarbíói. IVSik.il aösókn að fyrstu sýningunni. Tjarnarbíó hefir, eins og getið hefir verið í blaðinu, haf- ist handa um sérstakar sýn- ingar á fréttamyndum, og var hin fyrsta s.l. sunnudag kl. 2. Hefir kvikmyndahúsið áður gert slíka tilraun, en aðsókn vax þá ekki eins og vonir stóðu til, og var þeim hætt. Eftir aðsókninni á fyrstu sýn- ingunni að dæma, eru allar líkur fyrir, að menn kunni nú betur að meta þessa viðleitni. Slíkar sýningar eru vinsælar erlendis og alkunna er, að margir kvikmyndavinir hér vilja ekki verða af aukamynd- unum, sem oft eru fréttamynd- ir. En svo er hin hliðin á mál- inu hvort hægt er að halda uppi sérstökum sýningum á slíkum myndum til lengdar. Að þessu sinni voru aðeins sýndar brezkar fréttamyndir (Gaumont News), og eru þær yfirleitt fræðandi og skemmti- legar. Þó verður að telja rétt að benda á, að hætt er við, þrátt fyrir það að víða sé borið niður með töku slíkra mynda, að mörgum muni þykja skorta á tilbreytni, ef sýndar eru fulla klukkustund fréttamyndir frá sama félagi, og mætti til-auk- innar fjölbreytni sýna 1—2 myndir að auki, sem væru fréttaeðlis, en þó ekki venju- legar fréttamyndir, t. d. tízku- myndir fyrir konur, sem mundi verða einkarvinsælt meðal kvenþjóðarinnar, landfræði- legar myndir o. fl. Auðvitað er það kvikmyndahússins að á- kveða, hvað gert verður í þessu efni en á þetta er aðeins bent hér í vinsemd, ef það mætti verða til aukinnar ánægju þeim, er sýningarnar sækja, og til þess að gera það öruggara, að hægt sé að halda þessum sýningum áfram með hagnaði. — Fréttamyndasýningarnar virðast hafa mikil skilyrði til almennra vinsælda. — 1. Astairs hættir að dansa. Er 54 ára, liefir skemmt nteð dansi í 25 ár. Fred Astaire, sem verið liefur vinsælasti dansari Bandaríkj- anna um aldarfjórðung, liefur !agt dansskóna á hilluna fyrir fullt og allt. Hann er nú orðinn 54 ára, og bótt hann hætti að dansa, ætlar hann ekki að snúa baki við skemmtanalífinu, því að hann ætlar að gerast kvikmynda- stjóri. Fyrir sjö árum tilkynnti Astairs, að hann ætlaði að hætta að dansa opinberlega, en fyrir þrábeiðni kvikmynda- stjóra í Holly wood tók hann þó til starfa á nýjan leik, því að ekki var hægt að finna neinn mann, sem gat komið í hans stað. Þegar Astairs tilkynnti, að nú væri hann steinhættur, áttu blaðamenn tal við hann, og sagði hann þá meðal annars: „Þegar er tilkynnti fyrir sjö árum, að eg ætlaði að draga mig í hlé, gerði eg það af því, að eg var alveg orðinn hug- myndalaus að því er riýjá dansa snerti. Áhorfendur vilja, að eg dansi, og eg veit sjálfur, að eg ér enginn leikari — hefi enga þá kosti, sem þá verða að prýða.“ Astairs hefir einmitt lokið við síðustu kvikmynd sína, þar sem hann dansar með frönsku dansmeynni Leslie Caron, en meðal þeirra, sem hafa dansað með honum eru Rita Hayworth og Ginger Rogers. .,

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.