Vísir - 19.11.1954, Síða 10
10
VlSIR
Föstudaginn 19. nóvember 1954.
biskup var hinsvegar fullur meðaumkunar, enda þótt hann væri
Jafnframt næstum móðgandi.
— Heyrið þér, John Aumarle. Þér verðið að vera gætnari.
Ef þér hafið ekki skynsemi til að gera yður grein fyrir hætt-
unni, sem þér eruð í, ættuð þér að minhsta kosti að hagnast á
fordæm því, sem Norfolk jarl hefir gefið. Hinrik konungur átti
engan betri þjón en hertogann. Hann hafði fært sönnur á það
hvað eftir annað, það veit Guð, en samt lét konungur hálshöggva
son hans, og hefði látið hálshöggva hann sjálfan, hefði kon-
ungur ekki hrokkið upp af, áður en hægt var að kveða upp
dóminn. Hann lá þannig í Lundúnakastala öll ríkisstjórnarár
Játvarðs konungs sáluga, og slapp ekki þaðan nema fyrir þá
náð, að drottning vor tók við ríkinu. Og hvess vegna var hon-
um hegnt þannig? Af því að sonur hans hafði búið sér til skjald-
armerki, sem Hinrik konungur sagði að sýndi, að hann ætlaði
sé að verða konungur! Það var öll ályktan, sem hann hafði.
Yður væri því réttast, að senda bróður yðar úr landi, eða hafa
á honum traust taumhald ella.
John lét ekki blekkjast af því, þótt hann virtist hrjúfur í
tali. Biskupinn gat brennt trúarandstæðinga sína með sama of-
ístæki og hann hafði þolað að vera brenndur sjálfur, en hann
'var ekki ómannúðlegur í veraldlegum efnum.
— Eg mun gera það, sem mér er unnt, herra biskup, en eg
•óttast, áð hann sé þrár.
— Hann er ekki þrárri en þér, syaraði Gardiner reiðilega.
— Hvers vegna hafið þér ekki samið frið vði frænda yðar
Corutenay? ,
— Shrewsbury hefir verið að gefa mér sama heilræðið, en
Iþað er Coutenay, sem ætti að semja frið við mig.
— Eg skipti mér ekkert af því, hver hefir rétt eða rangt fyrir
sér í þessu máli. Er nauðsynlegt að eg komi fram við yður eins
og asna og gefi yður síðan skýringu á því?
— Það er engin þörf á því, en eg get ekkj fengið sjálfan mig
til að láta undan. Hann hló. — Eg veit um annan mann, sem af-
Tþakkaði slíkt heilræði og varð að taka út refsingu fyrir það, en
hann virðist vera jafn-góður eftir.
Gardiner sá þegar, að þar var átt við hann sjálfan, og gat
-ekki varizt hlátri, er hér var komið.
— Farið leið yðar, drengur minn, farið leið yðar. Hann ýtti
John frá sér. — Þér knýið að dyrum á Lundúnakastala, en eg
ætla ekki að hjálpa yður til að komast þar inn.
Síðar gerði John Otterbridge lávarði einnig fyrirsát, er lá-
várðurinn var á leiðinni til forherbergis drottningar, og leiddi
'Michel hann. Otterbridge lét ekki í ljós neina undrun, þegar
'Michael hvíslaði að honum, hver kominn var þarna. — Eg skrif-
aði yður um fund Ráðsins, en eg vona, að yður takist að telja
■Jiví hughvarf fljótlega, að því er hjúskap yðar snertir. Þér hafið
“heyrt um ákærubréfin? i
— Já, lávarður minn.
— Mig .grunaði, að þér munduð frétta um þau. Það eru svo
mái'gir, sem háfa ill tiðindi að segja. Eg taldi ekki óhætt að
skrifa um þetta, því að gera mátti ráð fyrir, að það yrði skilið á
annan hátt en eg hefði skrifað það ef bréfið hefði fallið í hendur
annarra en það átti að fá. Eg vona, að þér gerið yður grein fyrir
því, að Roger er orðinn fjandmaður yðar.
— Það er nú varla hægt að segja.
— Það var ekki ætlun háns, en þó hefir það atvikast svo. Hann
hefir ákveðið, að þér verðið að velja milli hans og ungfrú Huns-
don, því að engar líkur eru til þess að Ráðið vilji veita sam-
þykki sitt fyrir hjúskap yðar nema þér segið algerlega skilið
við hann. Eg legg ekki að yður að svara mér, en eg vil ráða
yður til að hugleiða málið vandlega.
Hann gekk af stað, og var svo viðbragðsfljótur, að Michael
var ekki viðbúinn. og rakst Otterbridge þá á John, áður ert hann
gat vikið úr vegi eða þjónninn gefið honum merki um það.
Vegna blindu sinnar var hann mjög næmur fyrir snertingu
annarra, og hann bað snögglega afsökunar, en er hann gekk
áfram heyrði John hann formæla Michael fyrir óaðgæzlu hans,
af slíkri heift og innileik, að þjónninn bognaði fyrir. John reik-
aði um höllina eins og rakki, sem menn vilja ekki við líta, því
að sögur hermdu, að hann væri ekki í náðinni, enda þótt ekki
væri hægt að fyrirlíta hann að öllu leyti þar sem hann hafði
ekki enn verið sviptur jarlstign sinni. Hann hafði aldrei fundið
eins til einmanaleika og þarna í mannfjöldanum í Whitehall,
og það mátti næstum segja, að honum hafi létt, þegar hann kom
auga á Renard í sama mund og spænski sendiherrann sá hann.
Þegar þeir höfðu kastazt á kveðjum, spurði Spánverjinn, hvort
hann hefði nokkur andartök aflögu til viðræðna, og gekk á und-
an inn í litla stofu, þar sem skriftafaðir Maríu var vanur að
biðjast fyrir. Renard var hinn vingjamlegasti í fasi.
—■ Bristol lávarður, eg óttast að þér teljið mig fjandmann
yðar.
— Eg hefi ekki óskað þess.
— Það gleður mig, að þér skuluð taka svo til orða, því að eg
er í raun og veru vinur yðar.
John bretti grön, én Spánverjinn lézt ekki sjá það. — Hús-
bóndi minn, Filippus konungur, hefir heyrt margt gott um yður
og þér megið vera viss um, að hann hefir áhúga fyrir því, sem
yður snertir.
— Eg þakka auðmjúklega fyrir hugulsemi hans, en hver er
ástæðan?
Ronard skipti litum og dró ekki dul á óánægju sína, en svo
brosti hann, en þó aðeins með vörunum. — Eg geri ráð fyrir,
að hagsmunir okkar geti farið saman. Eg mun segja yður allt af
létta, og treysti þagmælsku yðar í þessu máli. Courtenay hefir
hug á að kvongast drottningu yðar, og sama máli gegnir um
konung minn.
— Það eru gamlar fréttir.
— Vera kann, að launungin hafi ekki verið nægilega mikil.
En svo að haldð sér áfram, þá þekkið þér innræti og hugarfar
Courtenays ....
—• Já, eiginlega of vel.
— Filiþpus konungur er voldugur og gáfaður þjóðhöfðingi,
heiðvirður ....
— Eg fellst á það, áð hann er voldugur og gáfaður, en eg er
ekki viss um, að eg geti samþykkt heiðarleik hans.
— Herra minn, eg vil ekki, að þannig sé talað um þjóðhöfð-
ingja minn. ■ i j í j
— Eg hefði heldur ekki átti að taka þannig til orða. Eg biðst
afsökunar. .j
— Eg fellst á afsökunarbeiðni yðar, en eg held, að þér munduð
verða einlægari í þeirri beiðni, ef þér hlýdduð á mál mitt til
enda, án þess að grípa fram í fyrir mér.
— Eg mun þegja.
— Courtenay og fylgismenn hans vinna gegn hagsmunum
Spánar, alveg eins og þeir berjast gegn yður. Ef húsbóndi minn
gengur að eiga drottninguna og þeim verður barna auðið, verð-
ur ætt yðar fjær því að komast á valdastól og þá verða þær hætt-
ur, sem yfir yður vofa, að engu gerðar.
— En ef þeim verður ekki barna auðið?
—| Þá mun þjónusta sú, sem vér munum biðja yður um að
inriá af hendi, veita yður öryggi og legg eg þar við drengskap
konungs míns.
— Hverrar þjónustu óskai- hann af minni hálfu?
Renard sneri baki við Kristmynd þeirri, er var á einum veggn-
Á kvdMvokunni.
— Pabbi, ef veðhlaupahund-
ur og bréfdúfa ættu að keppa,
hvort þeirra heldurðu þá að
hefði það?
— Ef bæði færu fótgangandl
myndi hundurinn hafa það.
Ilja Ehrenburg er jafnan ó-
hlífinn við aðra, er því ekki úr
vegi að sýna að aðrir geti kveð-
ið upp dóma yfir honum. Einu
sinni var hann frjáls rithöfund-
ur, og bjó í fátækt í Parísar-
borg. Síðar varð hann þý
Moskva-valdsins og sneri þá
aftur til Parísar, auðugur og
frægur.
Einu sinni hitti hann á götu
gamlan kunningja, sem gekk
frarh hjá án þess að virða hann
viðlits.
„Hvað er þetta, þekkirðu
mig ekki lengur?“ spurði Ehr-
enburg,
„Jú. Þú ert Ija Ehrenburg,
fyrrverandi skáld!“ var svarið.
„Við förum á hverju kveldi
að hátta með hænsnunum, ger-
ið þið það ekki líká, þið Þórð-
ur?“
„Nei. Við eigum engin
hænsni.“
„Kærandi segir að þér hafið
verið búinn að lúberja sig og
svo komið þér aftur inn j bið-
salinn og greiðið honum kinn-
hest. Hvers vegna gerðuð þér
það?“
„Það var af því að lestinni
sem eg ætlaði með hafði seink-
að, hr. dómari.“
•
„Hefir þú nokkurn tíma
heyrt það, Sigga, að krókó-
dílar æti silki?“
„Nei, hvers vegna spyrðu
um það?“
„Af því að eg sá nýlega
handtösku úr krókódílaskinni
í búðarglugga og stóð á miða,
sem fylgdi með: „ekta krókó-
díll, fóðraður með silki“!“
•
Maðurinn átti að fara inn á
skurðarborðið og ung hjúkr-
unarkona reyndi að tala í hami
kjark.
„Þér skuluð engar áhyggjur
hafa af uppskurðinum. Prófes-
sprinn er , alveg nýbúinn að
horfa á kvikmynd, sem sýndi
samskonar uppskurð.“
Jf, Q Buncuylu
- TARZAN
1697
THE APE-MAKJ'S FiNAL COUP COMPLETELY DISPERSEP
THE ENEMY. AS 7HE LAST SURVIVORS FLER HOLT CAME FORWARP WITH LUCIA.
Með ötulli framgöngu Tarzans var
J^hlaupi bófa Lazars hrundið.
Hurfu bófarnir skelkaðir undan,
en Holt kom nú með Lúcíu.
„Þakka þér fyrir hjálpina, Tarzan“
mælti hann. „Þetta var laglega gert“.
THEN HE SPOKE BITTERLY. J
"/ WOVPEFZ WEAT LAZAR'S W
gEACr/ÖN W/LL&EWHEM H£ -
F/NPS OUTH/5 FLAN//A5FA/LEP79
„En nú óttast ég, að Lazar hyggi
á hefndir, eftir þessar ófarir.“