Vísir - 19.11.1954, Side 11

Vísir - 19.11.1954, Side 11
Föstudaginn 19. nóvember 1954. VlSIR If ral og Personna Rakvél Rakvélablöð BEZT AÐ AUGLYSAI VlSl Hvað viltu vitaV Sigrún spyé: „Hver Jiýddi bók Heming- ways „Vopnin kvödd“ á ís- Ienzku?“ Svar: Það gerði Halldór Kiljan Laxness. Útvarpshlustandi spyr: ,;Hvort er réttara að segja, að maður ætli að bera eitthvað undir fólk eða leggja eitthvað undir fólk?“ Svar: Þetta fer eftir því hvað við er átt. Sé um það að ræða að leita álits einhverra á ein- hverju, er rétt að segja, að maður ætli að bera það undir þá. Sé hinsvegar rætt um að bæta einhverju undirlagi í rúm, sem einhverjir sofa í, er réttara að tala um að leggja eitthvað undir þá. Kaupandi Vísis' spyr: „Hvað héitir fréttaritari Vís- is í Stokkhólmi fullu nafni?“ Svar: Hann heitir Sven-Erik Brunnsjö. Fihnlandsvinur spyr: „Hvaða ár var finnska Iýð- veldið stofnað?“ Svah: Það var gert 6. des- ember 1917, eða rúmu ári áður en Íslendingar öðluðust sjálf- stæði. Fáfróður spyr: „Hvað hét ástarguð Grikkja til foma?“ Svar: Eros. Forvitinn spyr: „Er það satt, að frú María Markan eigi að Góð telpnabok: Vala hefur vistasklpti syngja hlutverk í óperu í Þjóð- leikhúsinu í vetur? í Eg var svo óheppinn, I að vera utanbæjar, þegar frú; María hélt söngskemmtanir sínar í haust og missti því af að heyra hana. Væri mér mikið | gleðiefni, ef satt reyndist, að hún ætti eftir að koma fram á sviði Þjóðleikhússins í vetur. Svar: Vísir veit ekki sönnur á þessu, en væntanlega sendir Þjóðleikhúsið blaðinu svar við spurningunni. 99 „Vala hefur vistaskipti“ heitir bók, sem komin er út hjá Bókfellsútgáfunni |h.f. Þetta er telpnabók, sú 11. í röðinni í flokknum „Rauðu bækurnar“, en allt hafa þetta verið sérlega skemmtilegar og fjörlega ritaðar bækur við hæfi telpna, að sínu leyti eins og „Bláu bækurnar“ hjá sama forlagi hafa verið drengjum gott lesefni. Freysteinn Guimarsson skóla- stjóri hefir þýtt bókina, og er það nokkur trygging þess, að mál á henni sé gott. Bókin er 144 bls. að stærð, og frágangur góður, eins og títt er um bækur frá þessu forlagi. Próf. Richarffi ieck flytur mörg erinell kuvi för sína austur um haf< Nýkomið „Lögberg“ skýrir frá þvi, að próf. Richard Beck hafi þegar haldið mörg erindi vestan hafs um ferS sína til íslands og annarra Norðurlanda í sumai*. í Lögbergi segir: Dr. Richard Beck prófessor í Grand Forks, N. Dakota, hefir þegar flutt ýmsar ræður um ís- lands og Norðurlandaför þeirra hjóna nú í sumar. Föstudagskvöldið, þ, 8. októ- ber, flutti hann ei-indi um það efni á skemmtifundi norsku þjóðræknisdeildarinnar (Sons of Norway) í Grand Forks; ræddi harin einkum um Nor- egsförina, en vék einnig að fs- landsdvölinni og sérstaklega að þeim miklu framförum, sem þar höfðu orðið .á mörgum svið- um síðan hann var þar á ferð fyrir 10 árum síðan. Þriðjudaginn, þ. 12. október, ,sem er landfundardagur (Dis- covery Day) í Norður-Dakota. flutti dr. Beck útvarpsræðu frá útvarpsstöð ríkisháskólans í N.- Dakota um landafundi nor- rænna manna, og þá sérstaklega Vínlandsfund Leifs Eiríkssonar, og tengdi þá ræðu með ýmsum hætti við íslands- og Noregs- förina. Mánudaginn, þ. 18. október, flutti hann á fundi félagsins Fortnightly Club í Grand Forks fyrirlestur um ferðina, „High' lights of a Summer Visit in Scandinavja,“ og lýsti þar ýtar- lega dvölinni á íslahdi og í Noregi, og menningar- og þjóð- félagsástandi í löndunum báð- um. Þá hafa honum frá Öðrum fé- lögum innan og utan Grand Forks borgar bOrizt béijðnir um ræðuhöld um sömu efni á næst- unni. Þær bækur sem nú vetkja mesta tbygli eru: Tengdadóttirin eftir Guðrúnu frá Lundi. Bókm er nýkomin í bókaverzlanir og þó aS verða uppseld. Konur í einræðiskkmv Þessi bók er spennandi eins og saka- málasaga, og þó sönn og átakcmleg lýsing á lífi þeirra kvenna, sem voru svo óhamingjusarar að lenda í fanga- búðum Stalíns og Hitlers. rolkio a MeHnsholi nýjasta unglingasagan eftir Stefán Jónsson. NTJU BÆKURNAfl EFTIR ÞÖRI BERGSSON, en hann er einn snjallasti smásagnahöfundur íslendinga. GAMLA REYKJAVIK eftir Árna Ola. Sendið þessar bækur vinum yðar erlendis og úti um land í jólagjöf. /#ók«iun Ésai&ldar Sænskur óðalsbóndi fínnur upp „eil U SmíÖaÓi 1938 klukku, sem gengur enn. James Stewart og June Allyson í kvikmyndinni um Gienn Miller í Hafnarbíói. ' .. .... . . . Fréttabréf til Vísis. Stokkhólmi. í nóv. Það er og liefir verið draum ur verkfræðinga, að finna upp eilífðarvéi. Margir hafa spreytt sig á jþví um aldirnar, en öll- um hefir mistekizt til þessa. Þó mun óhætt að segja, að óðalsbóndinn Th. Dieden, skammt frá Örebro í Svíþjóð, hafi komizt mjög nálægt því. Hann sem sé smíðaði fyrir 38 árum klukku, sem hefir geng- ið til þessa dags, án þess að vera nokkru sinni dregin upp. — Klukkan gengur fyrir áhi-ifum frá loftþrýstingsbreytingum. og uppfinningamaðurinn hefir kynnt sér 50 ára loftþrýstings- skýrslur og lagt hinar mestu breytingar til grundvallar út- reikingunum. Hinir einstöku hlutar klukkunnar verða að vera gerðir af hárfínni ná- kvæmni. Það er aðeins hverf- andi brot af hestafli, sem þarf til þess að knýja klukkuna, eða 25 sinnum minni orku, en þarf tl að draga upp vasaúr. Eina umhyggja, sem þarf að sýna klukkunni er,, að. það. þarf að smyrjá hana sjöunda hvert ár. Olían, sem ..þarf til að smyrja hana hverju sinni er 50 aura virði. Lloyds verðisr að grelða 40 miHj. pd. London (AP). — Talið er, að hið f ræga vátryggingafyrir- tæki Lloyds verði að greiða um 40 miiljónir punda vegna tjóns, er varð af f jórum hvirfilbylum, sem æddu yf|r Bandaríkin og Kanada á þessu ári. Hvirfilbyljir þessir, sem nefndir voru meðal veðurfræð- inga Carol, Dolly, Edna og Hazel, áttu upptök sína á Karíbahafi, æddu síðan norður austurfylki Bandaríkjanna og Kanada, og ollu feikna tjóni, en a. m. k. 300 manns biðu bana af völdum þeirra. Tjón vegna náttúruhamfara þessara varð miklu meira, en upphæðin, sem fellur í hlut Lloyds að greiðá, er um 40 millj. punda, eins og fyrr segir. Erkifoiskupinn af Kantara- borg flutti aðalræðuna í hinu árlega Pílagrímshófí í London. Fjallaði hún um mikilvægi béezk-banda- rískrar vináttu. Indland hefir boðizt til að le&Éfja fram efni til hagnýt- ingar kjarnorku í friðsam- Icgum' tilgangi. Hallgrímur Lúðvígsson lögg. skjalaþýðandi og dóm- túlkur í ensku og þýzku. — Hafnarstræti 19 kl. 10—12«,. sími 7266 og kl. 2—4 í síma. 80164. KAUPHOLLIN er miðstöð verðbréfaskipt- anna. — Sími 1710. Vísir er eina blaðið, sem leitast síícllt við að flytja fræðandi og skemmtiiegt efni af ýmsu tagi fyrir lesendur sína. Vísir er einnig ódýrasta biaðið. Hrlngið í stma 1660 og látið senda yður biáðið ókeypis til ntánaðamóta.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.