Vísir - 16.12.1954, Page 9

Vísir - 16.12.1954, Page 9
Fimmtuflaginn 16. desember 1954. vlsm 9 '^VWWUWWWV^^^WWWWWWtfWWW' Hér eru örfá er komi efnis, sem blaðið flyfur að þessu sinni: ! I I í \ í Ung lisfakona Viðtnl við Gerði Mfelgadniiur Listakona þessi er Gerður Helgadóttir, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur getið sér óvenju- legan orstír á listaferli sínum og þegar haldið, eða verið aðili að 20—30 listsýningum í mörg- um löndum Norðurálfu. Fyrsta spurning blaðamanns Vísis, er hann gekk á fund Gerðar Helgadóttur, var að spyrja hana hvenær löngxm hennar hafi vaknað til listar og hneigð hennar beinst í þá átt. — Ég hef alltaf haft gaman af að téikna og modelera í leir frá því ég man fyrst eftir mér sagði Gerður. — Ég dundaði oft við að smíða báta úr smáspýtum, sem ég' fékk hjá afa mínum, en hann var trésmiður austur í Neskaupstað, þar sem foreldrar mínir bjuggu fyrstu æviár mín. 1 Þenna eftirminnilega morgun, þegár faðir minn var farinn, var ég emn á fótum t-il að halda eldinum lifandi. Mamma var að kalla til mín og biðja mig að láta ekki eldinn deyja. Húsið var kalt, en óstjórnlegi, beljándi fár- viðrisstormurinn úti, og kuldinn var öldungis voðalegur. Mest af tímanum mun ég háfa verið hjá ofninum eða setið við litla borðið, sem stóð yið norðurgluggann, til að geta horft út. Man ég vel, að einu sinn liljóp ég að rúminu til mömmu og sagði henni, að Fljótið væri órðið svo stórt, væri komið upp á land, og væri að verða hvítt. Það voru freyðandi öldur, sem ég sá. Það var komið rökkur, þegar faðir minn kom heim. Þá var efsta lagið á stéttinni, sém husið stóð á, upp úr vatninu. Hann fór strax út í fjós, til að vita um skepnurnar. Kemur strax aftur, blautur upp að mitti, og segir möíhmu, að kýrnar standi í vatni upp í kvið, en kálf- ■arnir á miðjar síður. Ólympíuförin 1908 Æí-iitr Péinr Sifffússnn Árið 1908 tóku íslendingar í fyrsta skipti þátt í Ólympíuleikum. Fór þá ofurlítill hópur ís- lenzkra glímukappa Undir stjórn Jóhannesar Jósefssonar á Ólympíuleikana í London til að sýna þar íslenzka glímu, en auk þess keppti Jóhannes þar í grísk-rómverskri glímu. Hrós fyiir sýningarglímu. Minnist ég sérstaklega tvegg.ja manna, sem voru mikið með okkur og glímd-u oft. Jónatan Þorsteinsson, stór maður og sterkur, var á- hugama'ður mikill um glímur og íþr’óttir og Snorri Einarsson, kattiiðugur maður og glíminn, i:en minni kraftam'aður. Hann var bróðir Matt- híasar læknis, sém.ofí kom fil ofekar á æfingar þó eigi glímdi hann svo ég til vissi. — Var mikið með okkur látið þessa væntanlegu Lund- únafara og var dvölin í Reykjavík skemmtileg en stutt. Opinber sýningarglíma var háð áður en við fórum og var hún talin hafa tekizt mjög vel. Dómar um glímu þessa komu í ýmsum blöðum og voru þeir smnir mér mjög vinveittir. Dauði Lemminkáinens (Úr Kalmtla) Konan lengi leitar sonar, leitar, spyr hjá margra dyrum: rann um fen, sem refur að greni, rann um skóg, sem fugl um móa, synti ár, sem svanur á báru, sveif um vang með hindargangi, stökk, sem héri um strendur dökkar, stiklaði grjótin sendling fljótar, steinum vék úr vegi sínum, velti trjám í skógabeltum. Leitaði kona lengi sonar, leitaði, spurði, knúði hurðir! Loksins frá hún toppa trjáa um týnda soninn helsveig krýndan: Björkin stundi, beykið drundi, blaðregn dundi í furulundi. Eikin græna, akarnbleika, ein þar reyndi sVar að greina: „Mæðist ég og má ei glæða móðurvon í hug þér, kona, Forlög sköpuð ill mér árla urðu, og brugðu á líf mitt snurðu, Síðla mun ég sjálf — eða bráðla — séld til bráðar rauðum éldi, hrelld og aldin felld að foldu, faldi grænum svipt um aldur.“ Rjómabússtýra í hart- nær hálfaöld Rjómabúið í Þykkvabænum var að því leyti frábrugðið hinum búunum, að það var knúið með hestum, hin voru öll vatnsknúin. Svéifin, sem hestarnir voru látnir snúa, var tíu álna löng stöng, auðvitað lárétt. Þeir yoru teymdir hring eftir hring í kringum ásinn meðan rjóm- inn var að strokkast, 3—4 tíma á dag, ummál hringsins tæpar 63 álnir. Upphaflega var stöng- in aðeins 5 álnir, en það reyndist alltof þungt fyrir tvo hesta, svo hún var lengd um helming. En ekki vantaði að nóg væri að gera. Um sláttinn varð ég' að fara á fætur klukkan hálf- þrjú til þrjú. Ég varð nefnilega að vera búin að strokka allan rjómann frá deginum áður klukkan sjö til átta á morgnana, því að þá varð að fara með rjómabúshestana (þá sem snéru strokknum) út áð Háfsósum til þess að sækja á þeim rjómann, sem ferjaður var yfir ósana ofan úr Háfshverfi ög frá Sandhólaferju. Venjulega var ég svo búin að strokka allan rjómann um hádegi. Þórðarhöfði ÆJfiir Valgarð Býörwtsson Er ég hafði athugað bergið vel réði ég til at- lögu vestan og norðan við sneiðing' nokkurn, sem ég hugði að ég gæti notfært mér, sem og raun varð á. Bergið er þarna um 30 metra á hæð og svo til lóðrétt uppundir sneiðinginn. Fyrstu 10—15 metrana gekk mér vel og fór næstum beint upp. Mjög tafði það fyrir og torveldaði klifið hve bjargið var laust, og varð ég stöð- . ugt að rifa frá mér lausagrjótið. Tók nú við versti kaflinn og miðaði mér mjög hægt, voru þær litlu hand- og fótfestur, er ég fann, mjög lausar og hrundu sumar, ef á þeim var tekið, enda var ég þarna allsmeykur og óttaðist að hrapa niður þá og þegar. Samt mjakaði ég mér áfram, upp og austur í átt að sneiðingnum og enn hafði mér ekki dottið í hug áð snúa við. á Vatnajökli f * T A. Efiir Arna Siefansson Er inn kom, hófum við leit að kössum þeim, er fyrst skyldi bjargað samkv. farmskrá, þar á meðal líkkistunni, og fannst hún fljótlega og var borin út á sleða. Því næst gekk ég fram eftir vélarskrokknum, eins langt og komizt varð. Enga ljósglætu lagði þar inn, en allt í einu þóttist ég verða var við eitthvað kvikt fram úndan og brá upp vasaljósi. Skein þá í mó- brúnar glyrnur, allferlegar. Er ekki að orð- lengja það, að þarna var kominn hundurinn Cárló, er strauk frá björgunarieiðangri Norð- lendinga á Dyngjujökli fyrir hálfum mánuði. Ég ætlaði að taka í hálsbandið og leiða seppa ut, en hann urraði grimmdarlega og bjóst til varn- ar. Vitanlega var hann glorsoltinn og stóðst því ekki freistinguna, er honum var boðinn matur, svo að við gátum handsamað hann og leitt út. Fróðleg för um Eftir 1 ifjils'si Krisigúnsdoiiur I lestinni á leiðinni til Ismir hlotnaðist mér sá heiður að Tyrki nokkur bað mín. En þar eð formáli hans að bónorðinu var örlítið öðru vísi en á íslandi ætla ég að segja frá atburði þessum. Sennilega hefur maðurinn verið búinn að gefa mér gætur án þess, að ég vissi af þvi. Allt í einu snaraðist hann inn í klefann tíl okkar og gaf vínberjaklasa á báða bóga. Þegar allir voru orðnir mettir fór hann að ræða bón- orðið við mig. Ég benti honum á giftingarhring- inn en það hafði engin áhrif. Hann vildi ganga frá trúlofuninni strax svo við gætum búið í sama herbergi' í Ismír.; ; I Hér hefur aðeins verið getíð um lítinn hluta þess, sem blaðið birtir að þessu sinni. Auk hess eru í blaðinu sögur, kvæði, aðrar frásagnir og skrítlur. Verðið er óbreytt frá í fyrra eða aðeins 6 krónur. Blaðið verður borið til áskrifenda mestu duga. I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.