Vísir - 02.05.1955, Blaðsíða 10

Vísir - 02.05.1955, Blaðsíða 10
10 VÍSIR f-------------—------------------------------- - Emile Zola: ÓVÆTTURiN. IO :____________________________________________________________> ég dæi, fær hann ekki peningana. Ég vil heldur að þeir séu faldir um allan aldur og enginn hafi þeirra not. Hún hrieig niður í stólinn aftur, steinuppgefin. Andartaki seinna heyrði hún Misard blása í horn sitt til að tilkynna, • að lest á leið til Le Havre væri að fara fram hjá. Enda þótt ■ hún harðneitaði að fá honum peningana, var hún hrædd við hann. Jacques leit út um gluggann og sá andlitum farþega bregða fyrir bak við gluggana um leið og lestin þaut fram hjá Hann sagði glaðlega við Phasie frænku: — Þú kvartar undan því, að þú sjáir aldrei neinn. Héðan er hægt að sjá margt fólk. — Hvað áttu við? Hún var lengi að átta sig á því, að hann átti við farþegana með lestunum, sem fram hjá fóru. — Æ, þessir skuggar sem fram hjá þjóta. En ekki get ég talað við þá. Og ég þeltki þá ekki heldur. Hann hló aftur. — Þú þekkir mig, og ég fer líka oft hér fram hjá. — Það er satt að vísu og ég horfi alltaf á lestina þina, þegar hún fer hjá. En þú ferð svo hratt framhjá! Þú veifaðir til mín í gær, en ég hafði ekki tíma til að veifa aftur. Þú varst farin. Phasie horfði út um gluggann dreymandi augnaráði. — Það er dásamlegt að ferðast, sagði hún. — Það er enginn efi á því. Menn ferðast hraðar og vita meira. En villt dýr eru alltaf villt dýr, hvað sem vélum og uppfinningum líður. Villt dýr eru alltaf villt dýr. Og það eru slík dýr, sem stjórna vélunum. Jacques kinkaði kolli til samþykkis. Síðustu mínúturnar fyrir hestvagni sem var hlaðinn grjóti. Vegurinn var notaður í fyr.ir hestvangi sem var hlaðinn grjóti. Vegurinn var notaður í sambandi við grjótnámurnar í Bécourt, og á vissan tíma kvöldsins var hliðinu lokað. Það var mjög sjaldgæft að Flófa þyrfti að opna hliðio eí'tir þann tíma. Þegar Jacques sá hana tala við ekilinn, lágvaxinn, dökkhærðan náunga, sagði hann: — Er Cabuche veikur? Eg sé ekki betur en að það sé Louis frændi hans, sem er ekill. Hefurðu .séð veslings Cabuche xiýlega, Phasie frænka? Hún lyfti hendinni án þess að segja neitt og andvarpaði mæðulega. Síð’astliðið haust hafði raunalegur atburður skeð, sem hafíði ekki bætt heilsu hennar. Yngri dóttir hennar, Louisette, serii var stofustúlka hjá frú Bennehon í Doinville, hafði flúið þacan í ótía og skelfingu eitt kvöld og leitað hælis í kofa gamals vinar síns, Cabuc’ne’s, í skóginum, en þar hafði hún dáið um rióttina. Hvislað var, að herra Grandmorin hefði reynt að nauðga henni, en cngin þorði að segja það upp- hátt. Jafnvel móðirin vildi ekki á það minnast. — Herra Grandmorin er hættur að koma hingað, sagði hún. — Veslings Lousiette! Hún var svo indæl óg góð stúlka. Hún hefði séð um mig í elli minni. Auðvitað er Flóra mjög góð stúlka líka. Ég er ekkert að kvarta undan henni. En hún er einkennileg stúlka, stolt og stór í skapi, sérleg í öllum athöfn- um og fer oft einförum. Þetta er allt mjög dapuflegt. Jacques var enn að horfa á grjótvagninn. Hann sat fastur á járnbrautarteinunum, Flóra hottaði á hestana og ekillinn barði þá. — Sko! sagði Jacques. — Það er gott, að engin lest er á ferðinni núna. Það yrði þokkalegur árekstur. — Það er engin hætta á því, sagði Phasie. — Flóra er skrýtin og sérlunduð, en hún kann verk sitt og er allta'f á verði. í fimm ár hefur ekkert slys komið fyrir. Einu sinni áður en við komum hingað, var ekið yfir mann hér. Það eina, sem komið hefur fyrir í minni tíð, er það, þegar kýr labbaði inn á teinana og var nærri búin að setja lest út af sporinu. En þegar Flóra er á verði, þarf enginn að óttast neitt. Grjótvagninn var farinn. Skröltið í honum heyrðist á holótt- um veginum. — Hvernig líður þér núna? spurði Phasie. — Manstu eftir þrautunum, sem þú þjáðist af, þegar þú varst hjá okkur og læknirinn vissi aldrei af hverju stöfuðu. Enn brá skugga á augun. ■—- Mér liður ágætlega, Phasie frænka. — Þú hefur ekki lengur kvalirnar bak við eyrun. Og þú færð ekki lengur skyndilegan hita eða þunglyndisköst? Og þig langar ekki lengur til að hlaupa i felur? Spurningar hennar gerðu hann svo taugaóstyrkan, að hann greip fram í fyrir henni og sagði stuttaralega: — Ég er búinn að segja þér, frænka, að mér líður ágæt- lega. Það gengur ekkert að mér. — Það þykir mér vænt um að heyra, væni minn. — Það væri engin huggun fyrir mig að frétta að þú værir í sömu klípunni og ég. Og þú ert einmitt á þeim aldri, sem allir eiga að vera heilbrigðir. Heilsan er fyrir öllu, trúðu mér. Og það var fallegt af þér að koma og heimsækja mig, því ég veit að þú hefðir getað skemmt þér miklu betur annars staðar. Þú getur sofið uppi á háalofti, í rúminu við hliðina á rúmi Flóru. Enn heyrðist blásið í horn úti fyrir, og það truflaði sam- ræður þeirra. Það var orðið dimmt úti og þegar þau litu út um gluggann, gátu þau naumast séð Misard, sem var að tala við annan mann. Klukkan var orðin sex og þessi maður var kominn til að leysa hann af vaktinni. Varðtíminn var tólf klukkutimar í senn fyrir hvorn í járnbrautarskúrnum, þar sem einu húsgögnin voru borð, stóll og ofn, sem hitaði svo mikið að þeir urðu alltaf að hafa dyrnar opnar. — Nú fer hann að koma, tautaði Phasie óttaslegin. Nú heyrðu þau lestina nálgast, en koma hennar hafði verið boðuð með lúðurblæstrinum. Jaccjues var dálítið þungt í skapi vegna veikinda fóstru hans, en nú gerði hann síðustu tilraun- ina til þess að gera henni létt í skapi, áður en maður hennar kæmi. Hann hallaði sér að henni og sagði: —• Heyrðu! Ef hann hefur í raun og veru í hvggju að ráða þér bana út af þessum þúsund frönkum, þá mundi hann hætta við það, ef hann vissi að þú hefðir fengið mér peningana til varðveizlu. — Þúsund frankana mína? hrópaði hún æst. — Ég muncli ekki fá þér þá fremur en honum. Nei, það verður ekki af því. Ég vil heldur deyja en láta þá af hendi. — í sömu svifum þaut lestin fram hjá og húsið titraði á grunninum, eins og það væri af vindi skekið. Flóra kom heim á undan föður sínum. Hún kveikti á skerm- lausum steinolíulampa og setti hann á borðið. IJún sagði ekki orð, en gaut stöku sinnum augunum til Jacques, sem stóð úti við gluggann og sneri baki að henni. Það var verið að sjóða kál- súpu á ofninum, og þegar Misard kom inn, bar hún súpuna á borð. Misard virtist ekkert undrandi, þótt hann sæi Jacques þar. Ef til vill hafði hann séð Jacques, þegar hann kom. Að minnsta kosti spurði hann engra spurninga. Þeir tókust í hendur og skiptust á nokkrum kurteisisorðum. Jacques sagði honum að fyrra bragði frá því, hvernig stæði á ferðum sínum. Misard kinkaði kolli og þau settust niður til að borða. Phasie hafoi ekki haft augun af súpupottinum frá því um morgun- Mánudaginn 2. maí 1955. Á kvöldvökunnL Hinn snjalli franski leikari, Jean Louis Barrault, var boðinn í cocktail-veizlu hjá auðugum aðdáanda sínum, er hann var staddur í New York. Þegar hann kom inn í veizlu- salinn lá við að hann bliknaði er hann sá hinn mikla sæg af flöskum, sem búið var að opna. Hann gekk til húsbændanna, þakkaði þeim fyrir sig og kvaddi þá. „Nei, hvað er þetta — þér eruð þó ekki að fara, herra Barrault?“ sagði frúin í örvænt- ingu. „Sej sei, nei,“ sagði leikar- inn. ,,En eg ætlaði bara að vera svo kurteis að kveðja og þakka fyrir mig, meðan eg væri fær um að þekkja ykkur.“ • Hann ætlaði á Ijónaveiðar í Afríku og kona hans vildi fai’a með, og við því gat hánn ekki mikið sagt, en verra var að tengdamamma vildi fara lika. Þau ferðuðust í bifreið, sem var svefnstofa jafnframt, en gamla konan hafði sér-bifreiö. Eina nótt vekur kona mannsins hann og segir: „Hinrik, hún mamma er ekki í bifreiðinni sinni.“ J ,,Hvað gerir það?“ sagði mað- urinn. „Hún hýtur að hafa verið svo óforsjál að fara út. Við verðuru að gæta að henni.“ Maðurinn var all-ófús á að hætta sér út í skóginn — en fór þó. Og þau höfðu ekki gengið lengj þegar þau sáu konuna og andspænis henni stærðar ljón, sem glennti upp ginið. „Hvað eigum við að gera?“ sagðj konan. — „Bara ekki neitt,“ sagði maðuirnn. „Ljónið hefur asnazt út í þetía sjálft, það verður sjálft að ráða fram úr vandanum!" © Faðirinn sat í. hægindastól með 5 ára gamla dóttur sina á hnjánum. Sú litla spurði í þaula. „Pabbi minn,< ertu hrædd ur við kýr?‘‘ „Nei, nei,“ svar- aði faðirinn. „Ertu ekki hrædd- ur v:ð mýs?“ „Nei.“ „Ertu ekkj. hræddur við eiturslöng'ur?“ ,,Nei.“ Þá hló dóttirin ánægð og sagði: —r „Jæja, pabbi minn, þú ert þá ekki hræddur við neitt í öllum heiminum —• nema hana mömmu?“ C. (£. SuwcuakÁ 1AHZA mm ! Tarzan á’varpaði 'þá, benti á Barnard og sagði: — Þetta er hinn löglegi húsbóndi ykkar. Hann er góður xnaSur og mun ekki berja ykkur. Hinir innbornu urðu brátt sann- færðir og bjuggu sig undir að leggja af stað. En um leið og lestin lagði af stað, var horft á eftir henni haturs- fullum augum. G-unnar Milo var enn á lífi! Hjá honum k.omst aðeins ein hugsun að: Hefnd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.