Vísir - 06.05.1955, Blaðsíða 10

Vísir - 06.05.1955, Blaðsíða 10
 ,40 VÍSIR Föstudaginn 6. maí 1955. «---------------------——----------------—~ U ■ ■ ••■■■■ Emile Zola: ÓVÆTTURIN. 13 _________________________________________________> Brjóst hennar þrútin af æsingu áfloganna, komu í ljós, fann- hvít, og hún féll á bakið, reiðubúin að gefast upp. Hún var algerlega á valdi hans, en hann gat ekkert, nema Jrorft á hana, eins og maður, sem er viti sínu fjær. Án þess að geta ráðið við sig, svipaðist hann um eftjr einhverju til að myrða hana með. Hann sá skæri liggja á jörðunni og tók Jiau upp í því skyni að reka þau milli brjósta hennar. En þá máði hann vaidi á sér, fleygði skærunum og flýði. Flóra lá Jtyrr með lokuð augun. Hún hélt, að mótstaða hennar væri orsök þess, að hann hljóp burt. Jacques flýði út í þungbúna nóttina. Hann hljóp upp hæð og niður hæð og kom í þornaðan árfarveg. Grjót rann undan íótum hans og hann var hræddur við skruðninginn. Hann hljóp áfram inn í skógarrunna og þangað til hann kom að iárnbrautarteinunum. Járnbrautarlest fór þjótandi fram hjá með drunum og eldglæringum. Hann stóð stundarkorn skelf- ingu lostinn. Fjöldi manns fór fram hjá og enginn þeirra iiafði hugmynd um, að hann stóð þarna ótta sleginn. Hann gekk í hringi, en allt í einu sá hann jarðgöngin fyrir framan áig. Lest var að þjóta inn í göng'in og jörðin titraði undir iijólum lestarinnar. Jacques varð allt í einu máttlaus í fótunum og féll á grúfu í grasið. Hann hafði þungan ekka. Var nú þessi hræðilega árátta komin yfir hann aftur. Hann hafði reynt að myrða hana! Reynt að myrða kvenmann! Þessi orð hijómuðu í eyrum hans, svo sem verið hafði, þegar hann var drengur og þessi Jöngun kom upp í honum. Á kynþroskaskeiðinu, þegar félaga nans langaði til að eignast kvenmann, langaði hann til að myrða kvenmann. Og fyrir fáeinum mínútum hafði hann þrif- ið upp skæri í því augnamiði að reka þau milli nakinna brjósta Flóru. Og það var ekki vegna þess, að hún hafði sýnt honurn mótþróa. Þetta var hvöt, sem hann réð ekki við. Og ef hann nefði ekki þrifað báðum höndum í grasið, hefði hann snúið .aftur og myrt hana. Flóra! Flóra! Hún, sem var uppeldissystir nans og hafði rétt í þessu fært honum heim sanninn um, að hún elskaði hann. Hann boraði fingrunum ofan í jörðina og hafði þungan ekka. Meðan hann barðist við að ná valdi á sér, braut hann heil- ann um, hvernig á þessu gæti staðið. Þegar hann v3r ungur drengur í Plassans, hafði hann byrjað að velta þessu fyrir sér. Cervaise, móðii: hans, hafði verið mjög ung, þegar hún ól nann, fimmtán og hálfs árs gömul, en hann var ekki elzta barn hennar, því að hún hafði átt Claude, bróður hans, þegar hún "var fjórtán ára. Hvorki Claude né Etienne, yngsti bróðirinn, idrtust hafa beðið tjón af því að eiga barnunga móður og faðir- Inn hafði verið lítið eldri en hún. Hann hafði verið laglegúr og léttúðugur náungi og hún hafði fellt mörg tár út af honum. ■Og þó gat verið, að bræður hans ættu við sína erfiðleilvu að stríða. Til dæmis var Claude, bróðir hans, svo ákafur nð verða málari, að hann neytti hvorki svefns né matar. Já, fjölskyld- •una þá skorti tilfinnanlega jafnvægi. Já, margir af þessari sett höíðu fengið taugaáfall eða bi'að að einhvp«i” 1 •'vti: Þetta var sennilega ættgengt. Hann var ekki drykkumaður, því að hann varð þess var, að vín gerði hann viti sínu fjær. En for- feður hans höfðu verið drykkjumenn mann fram af manni og eitrað blóð hans, þannig, að hann hafði morðingjahvatir. Hann stóð eins og negldur niður. Hann stóð hikandi stundar- korn. Ef til vill var þetta glapsýn, endurspeglun hans eigin hugsana. Þetta var svo draumórakennt, að hann áleit, að þetta væri .ekki veruleiki. í klukkutíma enn reikaði hann um. Versta kastið var liðið hjá og nú var hrollur í honum. Án þess að hafa nokkurt mark- mið í huga, kom hann aftur til La Croix-de-Maufras. Þegar hann kom að hliði hliðvarðarins, ákvað hann að fara ekki inn, heldur sofa í eldiviðarskúr. Hann sá ljósrák undir þröskuld- inum og opnaði hurðina með hægð og sá kynlega sjón. Misard hafði ýtt til hliðar smjörkrukkunni og lá á hnjánum á gólfinu. Lampinn stóð við hlið hans og hann var að berja í vegginn niðri við gólfið. Hann leit upp, en það kom ekkert fát á hann.1 •— Eg missti eldspýtur á gólfið og var að reyna að tína þær upp, sagði hann til skýringar á atferli sínu. Þegar hann hafði látið krukkuna á sinn stað hélt hann áfram. — Eg fór heim að sækja luktina, af því að þegar eg var á heimleið fann eg mann liggjandi við járnbrautarteinana. Eg sá ekki betur en hann væri dauður. Jacques hafði fyrst dottið í hug, að Misard væri að leita að peningu.m konu sinnar, og að grunsemdir veslings gömlu kon- unnar væru á rökum reistar. En þegar Misard minntist á, að hann hefði fundið dauðan mann, mundi hann eftir atburðinum í lestinni og gleymdi öllum heimiliserjum.. — Hvar var það? spurði Jacques og fölnaði. —• Það er í um fimm hundruð metra fjarlægð héðan. Eg þurfti að ná í lukt til að rannsaka málið betur. í sama bili heyrði Jacques fótatak yfir höfði sér og hrökk við. — Þetta er. ekkert, sagði Misard. •—- Það er bara Flóra að ganga um gólf. Jacques áttaði sig. Flóra hlaut að vera að bíða eftir honum. Og nú var hún að reyna að hlera við dyrnar. -— Eg ætla að fara með þér, sagði Jacques. — Ertu viss um, að maðurinn sé dauður? —• Það leit svo út. En við sjáum það nú betur, þegar við komum með ljóskerið. — Hvernig heldurðu, að þetta hafi farið til? Heldurðu, að það sé um slys að ræða? —• Það er sennilegt. Hann hefur ef til vill gengið fram með le.stinni og rekist á hana, eða hann hefur fleygt sér af lestinni og framið sjálfsmorð. •—• Við skulum flýta okkur, sagði Jacques. Misard gekk i hægðum sínum milli járnbrautarteinana, en Jacques gat ekki sér setið og hljóp á undan. Hann var gagn- tekinn ástríðufullri löngun, eins og maður, sem er að fara á stefnumót. Loks rakst hann á eitthvert hrúgald, sem lá á jörð- inni og beið þess, að Misard kæmi með ljóskerið. — í guð.sbænum flýttu þér! kallaði hann til Misards. — Ef hann er enn á lífi, getum við ef til vill bjargað honum. Misard hélt áfram rólegum ski-efum og fór sér að engu cðslega. Þegar hann hafði lýst yfir manninn, sagði hann: — Hann er dauður. Maðurinn, sem haíði sýnilega dottið af lestinni, lá á grúfu í um tveggja feta fjarlægð frá teinunum. Það, sem sást af höíði hans, var þakið hvítum hárum. Hann var vel búinn, í dökkbláum frakka. Ekki var hægt að sjá, að lestin hefði farið yfir hann, en blóð hafði runnið úr hálsi hans og niður á skyrtubrjóstið. — Einhver hefur myrt hann vegna peninganna hans, eða ekki fæ ég betur séð, ,sagði Misard, þegar hann hafði horft stundarkorn á líkið. Því næst bætti hann við: — Hreyfðu hann ekki. Það er bannað með lögum. Bíddu hérna hjá likinu, meðan ég sæki stöðvarstjórann í Barentin. Kann Ivfti Ijóskerinu og lýsti á næsta mílustein. k kvöldvökunni. Þegar Alexander Dumas var ungur, var hann listgagnrýn- andi við dagblað í París. Kom þá einu sinni til hans ungur maður, afar reiður, því að Du- mas hafði gert lítið úr list föður hans, sem var myndhöggvari. Pilturinn kvaðst heimta upp- reisn fyrir föður sinn, og skor- aði Dumas á hólm, sagði, að hann mætti velja hvaða vopn sem hann vildi. „Ég var ekkert að setja út á yður,“ sagði Dumas. „Það var hann faðir yðar, sem ég gagn- rýndi.“ „Það er sama,“ sagði hinn ungi maður. ,,Sá sem móðgar föður minn, móðgar mig. Ég heimta uppreisn!“ „Bíðið andartak,“ sagði Du- mas og hringdi bjöllu. Bað hann þjón, sem inn kom, að sækja son sinn. Þjónninn kom aftur með lítinn dreng, þriggja ára. Var hann hlæjandi og munn- urinn útataður af ávaxtamauki. Það var Dumas yngri, sem samdi Kamelíufrúna og margt annað sem kunnugt er. minn!“ sagði Dumas eldri. „Þú „Heyrðu, Alexander, sonur verður að berjast við þennan mann. Hann vill fá uppreisn fyrir föður sinn!“ Max Liebermann elskaði guðs græna náttúru öllu framar. Hann kunni því ekki rétt vel við sig í nýrri búð, sem hann fékk, því að þar var enginn garður. Hann keypti sér því tvö lítil óleandertré og sagði þjóni sínum, að þegar vorið kæmi, ætti hann að setja þau utári dyra. — Loks kom vor. ,,Gústav!“ kallaði Liehei-- mann. „Settu garðinn út Eyrir dyrnar. En láttu trén ekki standa of þétt. Þetta á svo sem ekki að líta út eins og trjá- garður!“ Landkönnuður er á ferð í frumskógum Afríku. Kemur hann þar að máli við blökku- mann, er innir hami að því hvaðan hann sé upprunninn. „Eg er Englendingur,“ svaraði landkönnuðurinn. ,,Já einmitt,“ segir blökkumaðurinn. „Það rennur líka enskt blóð í mínum æðum. Hann langa-langafi minn át einu sinni enskan ferða mann, sem hér dvaldist." oick- vaij eutxen c/l C (£. fáuweuykó Þegar lestin nálgast Kisiju sagði 'Barnard glaður. — Við komura í uæka tíð. En gleði hans breyttist í svelfinsu, þegar hann sá, að hiiði bryggjunnar var lokað og mtnn stóáu þar á verði. — Hvernig stendur á þessu? hrópaði Barnard. Lögreglumaður kom fram og sagði: — Því miður verðum við að rannsaka ykkur. Hér er kominn maður, sem segir, að málmgrýtið sitt hafi verið gert upptækt. Einhver Barnard hafi gert það!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.