Vísir - 27.05.1955, Blaðsíða 10
10
vísm
Föstudaginn 27. maí 1955
•erfðaskráin væri raunverulega í gildi. Og monsieur de
Xachesnaye stappaði stálinu í konu sína, dóttur dómarans, svo
.að hún var þegar búin að varpa alvarlegum grunsemdar-
;skugga á æskuvinkonu sína, Séverine Roubaud. Við þetta var
J>ví að bæta, að Roubaud var mjög kvíðinn vegna sönnunar-
.gagns, sem hann hafði gleymt, en það var bréfið, sem hann
'hafði neytt Séverine til að skrifa Grandmorin, til þess að
i'á hann til að fara með þeirri lest, sem þau ætluðu með. Ef
gamli maðurinn hefði ekki eyðilagt bréf þetta, mundi vera
ihægt að þekkja rithönd Séverine af því. En til allrar hamingju
leið tíminn svo, að ekkert gerðist. En í hvert skipti sem þeim
iijónum var stefnt til skrifstofu rannsóknardómarans, rann
_þeim kalt vatn milli skinns og' hörunds, enda þótt þau reyndu
æö láta 'Sem ekkert væri.
Klukkan tvö kom Jacques Lantier, sem kallaður hafði verið
frá París, inn í ganginn, sem var jafnframt biðstofa Denizets
■dómara. Roubaud gekk tii móts við hann og rétti honum
ihöndina hjartanlega.
— Jasja, svo að yður hefur einnig verið gert ónæði með
stefnu hingað. Það er eins og þetta leiðinlega. mál verði aldrei
útkljáð.
Jacques nam snögglega staðar, þegar hann kom auga á
Séverine. í hvert skipti sem hann hafði komið til Le Havre
síðustu þrjár vikurnar, hafði aðstoðarstöðvarstjórinn lagt sig
allan fram um að vera vinsamlegur í hans garð. Einu sinni
Hafði honum meira að segja verið boðið að snæða hádegisverð
í íhúð Roubaud-hjónanna, þar sem Séverine hafði þá æst tilfinn-
ingar hans á hinn venjulega hættulega hátt. Var hún dæmd
til að vekja löngun hans til að elska og drepa? Hendur hans
“brunnu og hjarta hans barðist, þegar hann leit á hvítan háls
Jiennar, og hann hafði þá samstundis tekið ákvörðun um að
forðast hana eftir megni.
— Jæja, hvað segja menn um þetta í París? spurði Roubaud
Rann. — Ekkert nýtt geri ég ráð fyrir. Þeir hafa ekki fundið
nokkurn skaðaðan hlut, og ég' býst ekki við, að þeim takist
það n»kkru sinni. Komið þér hérna og heilsið konunni minni.
Það var engin leið að slcjóta sér undan þessu, og Jacques
heilsaði Séverine, sem leit á hann með sínu venjulega feimnis-
Jega brosi. Hann reyndi að rabba við þau, en Roubaud-hjónin
„störðu bæði ákaft á hann, eins og þau væru að reyna að lesa
liandan við hugsanir hans í undirvitund hans, en hann var
meira að segja sjálfur hræddur við að kafa þar of djúpt. Þau
voru í rauninni að reyna að gera sér grein fyrir því, hvers vegna
Hann væri svona kaldur og flóttalegur. Mundi hann allt betur
•en áður, svo að hann gæti borið vitni gegn þeim? Hann var
vitnið, sem þau óttuðust mest, og þeim var mikið áhugamál
að fá hann á sitt band, að tryggja sér svo vinfengi hans, að
Hann mundi ekki þora að svíkja þau. Roubaud var svo kvíðinn
orðinn, að hann gat ekki á sér setið að nefna það, sem honum
var efst í huga.
— Háfið þér nokkra hugmynd um, hvers vegna við höfum verið
kölluð hingað? Ætli þeir hafi komizt að einhverju nýju, þrátt
lyrir allt?
Jacques bandaði frá sér, eins og honum stæði alveg á sama..
-— í stöðinni var sagt um einhverja handtöku.
Roubaud-hjónin voru alveg forviða. Handtöku? Enginn
hafði sagt þeim orð um það. Hafði hún þegar verið framkvæmd,
eða átti hún að fara að koma til framkvæmda? Þau spurði
hann í þaula, en hann gat ekki sagt þeim neitt meira. Rétt í
því heyrði Séverine fótatak í ganginum.
— Hér kemur Berta og maðurinn hennar, sagði hún.
Lachesnaye-hjónin gengu teinrétt fram hjá þeim, og Berta
leit ekki einu sinni á hana. Varðmaður hleypti þeim hjónum
rakleiðis inn til dómarans.
— Við verður að bíða, sagði Rouboud. —1 Það eru mestar
horfur á, að við verðum að bíða að minnsta kosti í tvær stundir.
Hann settist Séverine á vinstri hönd, og benti Jacques að
setjast hinum megin við hana. Hann stóð hinsvegar hreyfingar-
laus, þar til hann sá hálfgerðan bónarsvip í augum hennar, og
þá varð mótspyrna hans að engu, og hann lét fallast á bekkinn
hjá henni. Hún virtist afskaplega veikbyggð, þar sem hún sat
milli þeirra, hann fann fyrir einhverri undirgefniblandinni
blíðu í fari hennar og hitinn af líkama hennar varð til þ'ess, að
það kom einhver sljóleikahöfgi yfir hann.
Yfirheyrslan var um það bil að byrja í skrifstofu monsieur
Denizets. Málið var þegar búið að geta af sér gríðarlega skjala-
hlaða, sem allir voru bundnir í fcfláan pappa. Yfirvöldin höfðu
gert tilraun til að rekja feril hins myrta frá því að hann hafði
lagt af stað í förina. Monsieur Vandorpe, stöðvarstjórinn í
Paris,- hafði skýrt frá þvi, að vagni nr. 293 hefði verið bætt við
léstina á síðustu stundu. Hann greindi einnig frá viðræðu sinni
við Roubaud og komu Grandmorins rétt á eftir. Enginn vafi
hafði leikið á því, að dómarinn hafði verið einn í klefa sínum,
þegar lestin rann af stað. Næst hafði lestarstjóranum, monsieur
Henri Dauvergne, verið fyrirskipað að skýra frá þeirri tíu mín- J
útna viðdvöl, sem höfð var í Rúðuborg. En fciann hafði ekki
frá miklu að segja. Hann hafði séð Roubaud-hjónin ræðast við
fyrir framan gluggann, sem dómarinn fciafði setið við, og hafði
hann síðan gert ráð fyrir, að þau hefðu farið aftur til klefa
síns, áður en dyrunum var lokað. Mannfjöldinn hafði verið svo
mikill á stöðvarpallinum og lýsingin ófullnægjandi, að hann
mundi ekki almennilega eftir þessu. Hvað viðkom þeirri kenn-
ingu, að einhverjum óþekktum manni hefði tekizt að komast
inn í vagninn eftir að lestin var komin á stað, þá var skoðun
hans sú, að það væri mjög ósennilegt, enda þótt það væri ekki
útilokað, enda hefði slíkt komið fyrir áður. Ýmsir starfsmenn
Rúðustöðvarinnar voru spurðir á líkan veg, en svör þeirra
voru mjög' mótsagnakennd og rugluðu menn aðeins í ríminu.
Næsta óvéfengjanlega staðreyndin var það, að lestin kom til
Barentin, og þar hafði Roubaud heilsað stöðvarstjóranum með
handabandi, þar sem hann var sjálfur staddur í klefa sínum.
Stöðvarstjórinn, Bessiere, staðfesti þetta atvik, og bætti hann
því við, er hann hefði stigið upp á vagnþrepið, hefði hann séð,
að Roubaud-hjónin voru ein í klefa sínum, og að Séverine lá
aftur á bak við hægindið á bekknum öðrum megin, eins og hún
væri sofandi. Leitað hafði verið að öðrum farþegum í klefan-
um, svo að hægt væri að yfirheyra þá einnig. Feitu hjónin frá
Petit-Couronne skýrðu svo frá, að þau hefðu sofið mestan hluta
leiðarinnar, svo að þau vissu bókstaflega ekki neitt. En ekki
var hægt að finna mállausu konuna svartklæddu, sem setið
hafði í einu klefahorninu. Önnur vitni voru menn þeir,. sem
gátu bent á farþegana, er farið höfðu úr lestinni í Barentin, en
morðinginn hlaut að hafa verið eitt þeirra. Farmiðarnir voi-u
taldir, og var hægt að finna alla, sem höfðu keypt þá nema
einn mann, er hafði verið með bláan klút um höfuðið, en sumir
sögðu, að hann héfði verið í yfirfrakka, og aðrir að hann hefði
klæðst verkamannajakka. Um þenna mann, sem ekki hafði
verið hægt að finna, voru alls þrjú hundruð og tíu síður fram-
burðar, og virtist þar hvert atriði í mótsögn við öll hin.
Þá voru það skjölin, sem komin voru frá hinu opinbera. Fyrst
var tilkynning um, að glæpurinn hefði verið uppgötvaður, og
hafði hún verið samin af réttarþjóninum, sem farið hafði með
rannsóknardómaránum á vettvang. í skýrslu þessari var lang-
orð lýsing á staðnum, þar sem líkið hafði fundizt, fötunum, sem
það hefði verið í, og munum þeim, er verið höfðu í vösunum
og leitt höfðu í Ijós, hver hinn myrti var. Næst var skýrsla
læknis þess, sem kallaður hafði verið á vettvang, en þar var
vísindalega orðuð lýsing á sárinu á hálsinum, ógurlegu svöðu-
4 kvöldvökunni.
Tveir Ameríkumenn voru á
skemmtiferðalagi um Evrópu
tveir saman í bifreið. í sveita-
þorpi einu staðnæmdust þeir,
og annar hljóp inn í verzlun til
þess að fá sér sígarettur. Þegar
hann kom aftur mælti hann við
vin sinn:
„Þetta er sá mesti sölumaður,
sem eg hefi séð, sem afgreiðir
þarna í búðinni."
„Á hverju sástu það?“ spyr
hinn.
„Jú, það var maður þarna
inni að kaupa kuk-kuk klukku,
og kaupmaðurinn prangaði inn
á aumingja manninn fuglafræi
með klukkunni.“
•
Bílasala nokkrum vestan hafs,
þar sem bílar eru sem margt
fleira, seldir með afborgunum,
gekk miður vel innheimta hjá
einum kaupandanum, og grcip
til þess ráðs, að skrifa honum
og klykkti út með þessu:
„Hvað mundu nágrannar vð-
ar segja, ef eg kæmi eftir bíln-
um?“
Tveimur vikum seinna svar-
aði kaupandinn:
„Öllum nágrönnunum finnst,
að það væri svínameðferð“
•
Hún: ,,Þú ert þreklega vax-
inn maður sæll, og ættir að
vera nógu sterkur til að geta
unnið.“
Flakkari: „Veit eg það, frú,
og þér virðist vera nógu fögur
til þess að vera kvikmyndaleik-
kona, en auðsjáanlega fellur
yður betur einfalt líf.“
Hún: Komið inn í eldhúsið —
kannske get eg fundið eitthvað
handa yður.“
•
Fellibylur svipti þaki af húsi
hjóna, sem höfðu verið 10 ár í
ektastandinu, og ekki nóg með
það, hjónin hófust á loft, og
komu niður mílu vegar frá kof-_
anum, eða því sem eftir var af
honum. Og nú sat konan þarna
grátandi við hlið manns síns.
„Gráttu ekki, góða mín,“
sagði hann f huggunar skyni,
„þú þarft ekkert að óttast.“
„Eg er ekkert hrædd, eg er
bara að gráta af því, að eg er
svo hamingjusöm. Gerirðu þér
ekki grein fyrir því, að þetta er
í fyrsta skipti, sem við förum
út saman.“
\
^FTT AÐAUGLTSAmS!
í. (£. &UWCUýk<6
- TAKZAM -
Loks hafði Tarzan tekizt að losa Nú var hann tilbúinn, er hákarlinn
Imífinn- úr slíðrinu og skera á bönd- réöist a3 vhanum»
Tarzan vék sér fimlega undan at-
lögu hákarlsins.
Síðan rak hann hnífinn hvað éftir
annað í kvið hins blóðþyrsta fisks.
1825