Vísir - 06.06.1955, Blaðsíða 10

Vísir - 06.06.1955, Blaðsíða 10
vfsm Mánudaginn-6. júní 1955 10 Emile Zola: ÓVÆTTURIN. 30 — Kannske Grandmorin dómari hafi sjálfur búið skeytis- söguna til, sagði monsieur Denizet ákafur, — til að skýra hina snöggu för sína fyrir Roubaud. Roubauds-hjónin hafa sagt, að hann hafi upprunalega ætlað að fara daginn eftir. Og þegar ihann varð þess var, að hann var í sömu lest og þau, kann að vera, að hann hafi sagt þessa yfirskinsástæðu frekar en raun- verulegu ástæðuna, sem enginn veit hver er. Nei, þetta er ekki mikilvægt. Þetta leiðir okkur aðeins á ónýta slóð. Nú varð aftur þögn, en þegar dómarinn tók til máls á ný, ihafði hann allan fyrirvara á. — Eg verð nú, frú min, að drepa á mjög viðkvæmt atriði, -og eg bið yður fyrirfram að fyrirgefa mér, hversu hrottaleg ^purningar mínar munu verða. Enginn ber meiri virðingu fyrir minningu bróður yðar en eg . . . En það voru ýmsar flug- .fregnir .... Menn sögðu, að hann hefði frillur. . . . Frú Bonnehon brosti góðlátlega. — Góði maður! Á hans aldri! Bróðir minn var mjög ungur, <er hann missti konu sína, og mér fannst aldrei, að eg hefði að- jstöðu til að telja það illt, sem honum fannst gott. Hann lifði .sínu lífi, og eg skipti mér ekki af því. Eg veit það eitt að hann gerði sér íulla grein fyrir því, hversu virðulega stöðu hann -skipaði í þjóðfélaginu, og að hann kom ævinlega fram sem jsannkallað prúðmenni. Berta þoldi ekki, að minnzt væri á frillur föður hennar, svo að hún leit niður, og maður hennar fór einnig hjá sér, svo að ihann gekk fram að glugganum, þar sem hann sneri baki að -öðrum i herberginu. — Afsakið, að eg skuli halda áfram að ræða þetta atriði, .hélt monsieur Denizet áfram, —- en urðu ekki einhver leiðindi ■vegna ungrar herbergisþernu í Doinville? — Jú, vegna hennar Louisette. En hún var mesti vandræða- gripur, sem hafði verið í nánu vinfengi við uppgjafafanga frá því að hún var fjórtán ára gömul. Það var gerð tilraun til að !kúga fé út úr bróður mínum . . . Þetta var mesta leiðindamál, og eg skal með glöðu geði segja yður frá því. Enginn vafi lék á því, að gott eitt vakti fyrir frú Bennehon. !Enda þótt hún vissi vel um lesti bróður síns og hinn hörmu- legi dauðdagi hans hafi alls ekki kornið henni á óvart, fannst henni sér bera skylda til að verja heiður fjölskyldu sinnar. Hún gat vel trúað því, að hann hefði langað til að komast yfir Louisette, en jafnframt var hún sannfærð um, að stúlkan hafði verið gerspillt áður. — Þér skuluð hugsa yður unga stúlku með fagurt litaraft og sakleysislega í alla staði, svo að þér munduð vera sannfærður um, að hún mundi fara beina leið til himna. Jæja, fjórtán ára gömul varð hún frilla ruddamennis nokkurs, sem Cabuche hét, en hann hafði verið fimm ár í fangelsi fyrir manndráp. Hann býr eins og villimaður í Bécourt-skógi í bjálkakofa, s'em'faðir hans hafði átt, en sá maður hafði sprungið af harmi. Cabuche þessi vinnur í steinnámum, sem áður fyrr lögðu til helming ..alls byggingargrjóts í Rúðuborg, en eru nú ónotaðar. Allir forð- ast hann eins og pestina, og ef Louisette hefði ekki leitað til hans, hefði hann búið einn í kofa sínum. Þau sáust oft á gangi d skóginum, og leiddust þau þá — hún, þessi smágerða stúlka, og hann, þessi stóri, sterki svoli. Þetta var siðleysi, sem er j alveg dæmalaust. Eg komst vitanlega ekki að þessu fyrr en síðar. Eg hafði ráðið Louisette til mín til að gera góðverk. Misard-hjónin, foreldrar hennar, sem voru sárfátæk, gættu þess vandlega að segja mér ekki, að þau hefðu barið hana reglulega, en þau hefðu samt ekki getað komið í veg fyrir, að hún leitaði Cabuche uppi í hvert skipti, sem hún gat farið út fyrir dyr. . . . En svo komu leiðindin fyrir. Bróðir minn hafði ekkert þjón- ustufólk í húsi sínu, og Louisette sá um húshaldið fyrir hann, ásarnt annari konu, þegar hann var heima. Morgunn nokkurn, þegar hún hafði farið þangað ein hvarf hún og býst eg við, að hún hafi ráðgert það um tíma. Sennilega hefur hún ætlað að hlaupast á brott með elskuhuga sínum. . . . En það ægilega var, að fimm dögum síðar fóru menn að segja, að bróðir minn hefði reynt að taka hana með valdi á svo hroðalegan hátt, að hún hefði flúið til Cabuhes, og í kofa hans hefði hún dáið úr heilabólgu. Ég veit ekki, hvað kom raunverulega fyrir. Saga þessi var sögð í svo mörgum útgáfum, að enginn vissi hið sanna. Ég geri ráð fyrir, að einhver sótt hafi orðið henni að bana, eins og læknirinn sagði. En ég býst við, að hún hafi tekið þann sjúkdóm af að sofna úti í skógi eða vera á rölti um fenin, án þess að vera almennilega búin.... Getið þér hugsað yður, að hann bróðir minn léki barn illa? Það er alltof aógilegt, til þess að það geti verið satt. Monsieur Denziet hlustaði af athygli, án þess að láta nokkra tilfinningu í ljós. Frú Bonnehon kom þetta á óvart, svo að hún flýtti sér að ljúka sögu sinni. — Vitanlega þori ég ekki að þvertaka fyrir það, að hann kunni að hafa strítt henni. Hann hafði miklar mætur á ungu fólki, og hann var léttur í lund þótt hann væri nokkuð strangur i fasi. Við getum sagt, að hann hafi kannske kysst hana. — Ó, frænka, hvernig getur þú sagt annað eins og þetta? stundu Lachesnaye hjónin nú. En frú Bonnehon yppti aðeins öxlum. Hvers vegria átti hún að halda neinu leyndu fyrir verði laganna? — Hann hefur kannske kitlað hana eða kysst.... Það er enginn glæpur.... Ég er fús til að kannast við það, að stein- tekjumaðurinn var ekki sá, sem bjó söguna til. Ég er viss um, að Louisette hefur fundið þetta allt upp til að æsa friðil sinn, ,svo að hann hafi síður lagt trúnað á sögu hennar. Hann var hálfóður eftir andlát hennar, og fór um allar knæpur og sagði, að ef hann næði nokkru sinni til hans bróður mris, skyldi hann stinga hann eins og svín.... Monsieur Denizet greip fram í fyrir henni. — Sagði hann það raunverulega? Eru til nokkur vitni að því? —Það er hægt að koma með eins mörg og yður langar til! Þetta var Ijóti söguburðurinn! Við vorum í stökustu vandræð- um hans vegna. En til allrar hamingju var aðstaða bróður míns þannig, að engar hneykslissögur gátu gert honum mein. Frú Bonnehon var nú farin að hugsa á svipaðan veg og rannsóknardómarinn, og hún tók nú að spyrja hann út úr, til þess að þurfa ekki að segja meira. Monsieuf Denizet reis þá úr sæti sínu, og sagðist ekki vilja ýfa sár fjölskyldunnar meira. Hann lét skrifarann siðan lesa framburð vitnanna, og að því búnu undirskrifuðu þau. Yfirheyrslan hafði farið svo snurðu laust fram, án þess að heyrzt hefði eitt óþarft eða óþægilegt orð, svo að um leið og frú Bonnehon skrifaði undir framburð isnn, leit hún vinsamlega á fölleitt, beinabert andlit dómarans, eins og hún hefði aldrei virt það ahnennilega fyrir sér áður. Hún þrýsti hönd hans, er hann fylgdi henni til dyra, ásamt bróðurdóttur hennar og manni hennar. — Ég vonast til að hitta yður fljótlega, mælti hún lágum rómi. — Þér verðið að muna það, að við ætlumst til þess, að þér komið til Doinville. Þér eruð meðal tryggustú vina minna. Svo brosti hún dapurlega til hans, en bróðurdóttir hennar ruddist út um dyrnar, án þess að mæla orð af vörum í kveðju- skyni. Þegar monsieur Denizet var orðinn einn í skrifstofu sinni, i dró hann djúpt andann og stóð kyrr nokkra stund, niðurgokk- Á kvöldvökunni. Það var sögutími í dönskum skóla. „Hver var fyrsti maður í heimi?“ spurði kennarinn Pésa litla. „Skjöldur konungur,“ svar- aði Pési. „Hvað er að heyra þetta,“ spyr kennarinn. „Ertu búinn að gleyma Adam?“ „Eg vissi ekki að þér telduð útlendinga með,“ svaraði Pési. • Veiðimaðurinn hafði villst í frumskóginum. Hann titraði af angist, var alveg örmagna, ör- væntingarfullur og banhungr- aður. Allt í einu nam hann staðar, hlustaði augnablik, það birti yfir svip hans og hann fleygði sér í fangið á öðrum •' manni, sem var þar á ferli líka. „Hamingjunni sé lof!“ hróp- aði hann. „Eg var algerlega villtur, ráðþrota, og hélt að mín síðasta stund væri komin og nú hafið þér frelsað mig. Eg er himinlifandi.“ „Svona, svona,“ hrópaði hinn og tók pípuna út úr sér. „Yfir hverju eruð þér himinlifandi? Eg er líka villtur!“ • Ib Schönberg, danski leikar- inn, er talinn mjög ljúfmann- legur og á bágt með að segja „nei“. Einu sinni var hann boð- inn í matarveizlu til fjölskyldu, sem átti meira af borðsilfri en andríki, og fór þangað, þó að það væri honum þvert um geð. Þegar hann var á heimleið, hitti hann einn af vinum sínum, sem spurði hvernig þetta hefði gengið. „Biddu fyrir þér!“ sagði Schönberg. „Það var óskaplegt! Hefði ég ekki sjálfur verið þarna, held ég að ég hefði sálazt úr leiðindum!“ • Ein af hinum miklu stjörnum í Hollywood var búin að fá sér nýja aðstoðarstúlku til hjálpar í búningsherbergi sínu. Á fyrsta degi kom hún inn til leikkon- unnar og sagði: „Það er maður hérna frammi, sem vill ólmur komast inn til yðar.“ ,,Báðuð þér hann ekki um nafnspjaldið hans?“ „Jú, en hann hló bara, kyssti mig og kallaði mig elskuna sína!“ „Hamingan góða! Hleypið honum inn. Það hlýtur að vera maðurinn minn!“ C & Suncuc/kA TARZ4IM 1831 Tarzan var hugsi. Allt benti til J>ess, að eitthvað óhugnanlegt væri á ^seiði. Skammt þar frá beið ókunni mað- urinn með kíki sinn. Hann hafði misst sjónar á Tarzan. „Sækið boga minn og útbúnað“, skipaði hinn grimmi, ókunni maður. „Yið skulum leggja af stað og hefja „veiðarnar“, Blökkumaðurinn fór.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.