Vísir - 06.06.1955, Blaðsíða 12
VlSJCB er ódýrasta blaðið ag þó þaS fjöl-
breTttasta. — Hringið í ifma H6I ®g
gerist áskrifendur.
Þeir, sem gerast kaupendur VtSIS eftir
16. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis tO
mánaðaméta. — Sími 18«e.
Mánudaginn 6. júní 1955
Fimm aidraiir sægarpar
Mikið fjölmenni við hátíðahöldin.
Hátíðahöld sjómanna á sunnu-'
daginn fóru fram með þeim hætti,
sem ráð hafði verið fyrir gert,
og var fjölmenni viðstatt, enda
veður hið fegursta.
Snemma. um morguninn voru
fánar dregnir að hún á skipum á
höfninni, og hvarvetna um bæinn
blöktu fánar. Klukkan 13.30 eftirl
hádegi söfnuðust sjómenn saman
til hópgöngu við Borgartún 7, og
var þar eftirlíking af skrautbúnu
víkingaskipi, sem sjómemi tókuj
sér far í og voru stafnbúar klædd
ir fornmannabúningi. Héit skrúð-
fylkingin síðan að dvalarheimili
aldraðra sjórn. i Laugarásnum,
þar sem biskupínn hr. Ásniundur
Guðmundsson minntist drukkn-
aðra sjómanna en Guðmundur
Jónsson óperusöngvari söng fyr-
ir og eftir ræðu biskups. Sam-
tímis var blómsveigur lagður á
leiði óþekkta sjómannsins í Foss-
vogskirkjugarði. Á eftir flutti Ing
ólfur Jónsson siglingamálaráð-
berra ávarp, og fulltrúi útgerð-
armanna, Ásbjörn Sigurðsson ogf
fulltrúi sjómanna, Þórliallur'
Hálfdánarson, en lúðrasveit lék
milli ávarpanna.
Fimm aldraðir
sjómenn heiðraðir.
Eftir að ávörpunum lauk fór
fram verðlaunaafhending fyrir
íþrótfir ,og fimm aldraðir sjó-
menn voru sæmdir heiðursmerkj-
um sjómannadagsins, en tveir
þeirra eru yfir nírætt. Hinir öldr-
uðu sjógarpar er heiðraðir voru
eru þessir: Gisli . Ásgeirsson,
Áll'tamýri, Álftafirðí, Ellert
Schram, Reykjavík, Sigurður Jóns
son i Görðum, Einar Ólafsson frá
Hafnarfirði og Guðjón Jónsson,
Reýkjavík, en hann er þeirra
yngstur, 7-J ára, cn elzti starfandi
sjómaður, og kom Iiann úr róðri
kvöldið áður. Hann cr skipverji
á vélbátnum Hermóði og hefur
stúndað sjó frá 11 ára aldri.
Veitingar voru • framreiddar í
sölum dvalarheimilisins, og stóðu
sjómannakonur fyrir þeim, og
lögðu sjálfar til kökurnar er þær
höfðu bakað heima. í gærkvöhli
var dansað í dvaláfheimilinu og
dansleikir voru á vegum sjó-
mannadagsins í flestum samkoniu
húsum bæjarins;
íþróttir sjómannadagsins fóru
fram á laugardáginn en verð-
launaafhending á sjómannádag-
inn við dvalarheimilið. Knatt-
spyrnukepþni fór fram milli skip
verja af Tröllafossi og Reykja-
fössi, og sigraði lið Trölláfoss
með 4:1.
í kappróðrinum tóku þátt sjö
sveitir, og varð hliitskörpust sveit
in af vélbátnum Birni Arnarsyni,
Hafnárfifði, og hlai.it liún lárvið-
arsveig, en þelta er i fyrsta sinn
sem hann fer til skipshafnar ut-
an Reykjavikur. Þá lilaut þessi
sveit og farandgripinn June
Munktel-bikarinn, sem veittúr er
skipsliöfnum á skipum undir 150
smál. Aftur á móti unnu skip-
verjar af togaranum Pétri Hall-
dórsyni Fiskimann Morgunblaðs-
ins, en sá verðlaunagripur er
veittur þeirri róðrarsvéit af skip-
um yfir 150 smál. er beztum tíina
nær.
Velheppnaður „blaðamanna-
dagur“ í Tivoligarðinum,
»ijorn&ro
ofan
„Engladjöfullinn“ b.efur tízku-
teiknari nefnt þenna liatt, sem
bandaríska söngkonan Julie
Wilson er með á höfðinu.
Nehru heimsækir
Riíssa.
Nehru forsætisráðherra Ind-
Iands hefur hafið Evrópuferð
sína. Fór hann flugleiðis til
Kairo og fer þaðan til Ráð-
stjórnarrikjanna.
Hann sagði við fréttamenn í
Kairo, að hann færi ekki ferð-
ina til þess að vinna að neinu
sérstöku máli, en gerði ráð fyr-
ir, að mörg mál mundi bera á
góma í viðræðum við leiðtoga
þeirra þjóða, sem hann færi í
heimsókn til.
Innbrot um
helgina.
Um helgina var brotizt inn í
tóbaks- og sælgætisverzlun
Júlíusar Everts í Lækjargötu 8.
Brotizt var inn í geymsluhús-
næði verzlunarinnar og stolið
þaðan töluverðu af sælgæti,
vindlingum og vindlum og auþ
þess einni reikningsvél.
Málið er í rannsókn.
widirritaður
Hinn 3. júní 1955 var undir-
rituð í Svíþjóð bókun uni frarn-
lengingu á samkomulagi um við-
skipti milli íslands og Svíjjjóðar,
er féll úr gildi hinn 31. marz
1955.
Bókimin var undirrituð af
Helga P. Bricm sendiherra fyrir
hönd ríkisstjórnar íslands og
Öslen Undén, utanríkisráðherra,
fyrir hönd rikissfjórnar Svíþjóð-
ar.
Samkomulagið er framlengt til
31. marz 1956. Sænsk stjornar-
völd munu leyfa innflutning á
saltsíld, kryddsíld, og sykurSalt-
aðri sild frá íslandi á samnings-
tímabilinu og innflutningur á
öðrum íslenzkum afurðum verð-
ur leyfður á sama hátt og áður
hefur tíðkazt. Innflutningur
sænskra vara verður leyfður á
íslandi mcð tillili ti) þess hversu!
útflutningur verður mikill á is-
lenzkum vörum til Sviþjóðar og
með liliðsjón af venjulegum út-
flutningshagsmunum Sviþjóðar.
Silfuríunglið,
nýtt veitingahús yfir
Austurbæjarbíói.
Um helgina tók til starfa nýtt
veitingahús í Reykjavík. Neinist
það „Silfurtunglið“ og er í rúm-
góðum og' glæsilegum salarkynn-
um uppi yfir Austurbæjarbíói.
Eigendur „Silfurtunglsins" eru
Axel Magnússon og Sigurgeir Jón
asson matsvc'inn. Hafa þcir látið
vinna að innréltingu salarkynn-
anna frá því i haust. Verður
þarn'a framreitt kaffi alla daga á
eftirmiðdögum og á kvöldin verða
þar samkomur og hljómsveit leik-
ur.
Eins og áður segir eru sam-
komusalirnir mjög rúmgóðir og
smekklegar innréttingar, en til
hliðar við þá eldhús með öllum
fullkomnustu tækjum, en ekki
nmn þó framrciddur lieitur mat-
ur að jaínaði.
Margir liafa lagt hönd að verki
við smiði og innréttingar. Teikn-
ingar að innréttingu og tréverki
gerði Bragi Stefánsson, bygging-
armeistari, en aðálsmiðir voru
Þórður Kristjánsson, Jónas
Bjarnason og Jón Jóhannésson.
Jön Björnsson, málarameistari og
Gréta Björnsson listmálari sáu
um alla málningu og skrcytingu
og Sigurður Helgason, rnúrara-
meistari um sandblástur. Stól-
arnir í veitingasalnuni eru fram-
leiddir hjá Húsgagnaverzluninni
Valbjörk. Ýmsir aðrir einstakling
ar og fyrirtæki hafa lagt þarna
hönd að verki.
Ilátíðahöld Blaðamannafélags-
ins í Tívolí í fyrradag þóttu tak-
ast prýðilega, enda var veður ein-
dæma gott og mannfjöldi gífur-
legur í garðinum.
Framkvæmdastjóri Tívolís og
blaðamenn höfðu lagzt á eitt um
að gera hátíðahöldin sem ánægju
legust og fjörlbreyttust •—
skemmtikraftar ágætir, innléndir!
sem erlcndir.
James Crossini, „arftaki Hou-
dinis“, vakti mikla athygli með
furðiilegum listum sínum, en
hann losaði sig úr ýmsum hand-
járnum, brezkum, frönskum og
bandarískum, enn fremur úr
kistu Houdinis, en auk þess var
hann dreginn á fótiinum i spenni
treyju í gálga, kveikt i treyjunni,
en Iionum tókst að losa sig úr
henni. Þótti Crossini furðulegur
gestur. Þýzki hjólreiðarmaður-
inn Mendín lék listir sínar á
litlum hjóhim og var bráðslyng-
ur.
Þau Emelia, Nina og Gcstur
Þorgrimsson fóru með skopþátt
eftir Jón snara, Hjálmar Gíslason
söng smellnar gamanvisur, en
Baldur Georgs var ágætur kynnir.
Líklega nninu Tivoligestir hafa
skemmt sér einna bezt við reip-
togið milli fréttamanna stjórnar-
blaðanna og stjórnarandstöðunn-
ar, en Lárus Salómonsson lög-
útó stjórnarsisiia
li-tjörniná.
reglumaður stjórnaði afVrann þess-
ari af skörungsskap.
Stjórnarandstaðan bar sigur
úr býtum, og var vel að sigrsuum
komin, en keppnin var hörð og
tvísýn, einkum i byrjiin, því að
fyrri loton var jöfn. í síðar lot-
unni óx stjórnarandstöðnnni :njög
ásmegin, og var stjórnaríiðið
dregið ofan i Tivolí-t jörnina. —•
Rétt ér að geta þess, að fulltrú-
ar ríkisútvarpsins í reiptoginu
gættu fyllsta hlutleysis, eins og
vera ber, og var sinn útvarpsmað-
urinn með hvorum aðila.
í teiptogsliði stjórnarsinna
voru þessir memi: Andrés Kristj-
ánsson og Tndriði G. Þorsteins-
son (Timanum), Atli Steinarsson
og Haraldur Teitsson (Morgun-
hlaðinu), Ingólfur Kristjánssón
(Vísi) og Högni Torfason (Út-
varpinu). Hina sigursælu sveit
stjórnarandstöðunnar skipuðu
þesir menn: Jón Bjarnason, Guð-
tnundur Vigfússon og ívar Jóns-
son (Þjóðviljanum), Jón Helga-
son (Frjáls jijóð), Ari Stefánsson
(Alþýðublaðinu) og Hjaiti Guð-
mundsson (Útvarpinu).
I.oks má geta þess, að þrír reip
togsmenn stjórnarsinna. sem
lentu í tjörnina, sýntu knáfega
yfir hana, þeir Atli Steinarsson,
Haraldur Teitsson og Högni
Torfason.
Umfangsmikil vörusýning í
Reykjavík frá 2.-17 júlí.
l*á<íiakendHr t sýiiiRvgnnni SévéÉ»
ríkÍBB og Tékkoslóvakía.
U Nu býður mála-
miðlun.
U Nu forsætisráðherra Burma
Iýsti yfir því í gær í Israel, þar
sem hann var í opinberri heim-
sókn, að hann væri fús til að
gera málamiðlunartilraun í
deilu Israels og Egyptalands.
Iiann kvað þó nauðsynlegt, að
báðir aðilar óskuðu þess. Enn
kom til átaka um helgina á
landamærunum við Ghaza,
skiptust varðliðsflokkar á skot-
um. Um manntjón er ekki getið.
Þetta er annar áreksturinn þar
á einni viku. Horfur eru stöð-
ugt alvarlegar vegna ástands-
ins á þessum slóðum.
f næsta mánuði verður haldin
liér umfangsmesta erlend vöru-
sýning, sem nokkru sinni hefur
verið haldin, og nær sýningin yf-
ir samtals 3000 fermetra svæði.
Þátttakendur í sýningunni eru
Sovctríkin og Tékkóslóvakia og
er þetta opinbcr sýning á vegum
verzhinarráða þessara landa, en
Kaupstefnan í Reykjavik gengst
fyrir sýningunni. Tckkneska sýn-
ingin verður stærri, en hún nær
j yfir 1700 fermetra og eru það 11
útfhitningsfyrirtæki þar i landi,
sem vörur eiga á sýningunni, en
15 í Sovétríkjunum.
Sýningin verður opnnð 2. júlí
og stenöur yfir lil 17. Verður
sýningin í Miðbæjarbarnaskól-
anum, og Listainannaskálanum,
og enn fremur i sýningárskálum
sem reistir hai'a verið í þéssu
sambandi á lóð Miðbæjarskólans,
og loks verða ýmsar vélar og
fhdningatæki sýnd undir beru
lofti í námunda við sýningar-
svæðin.
í sambandi við sýninguna
koma liingað milli 50 og 60
manns frá sýningarlönduniun,
bæði verzlunarfulltrúar og sér-
fræðingar er vinna að uppsetn-
ingi sýningarinnar fyrir fyrirtæki
sín. Auk sýningarvaranna sjálfra
heftir verið flutt hingað mjög
mik’ið efni og gögn lil sýningar-
skálans, svo sein sýningarskáp-
ar og fleira, og má g'eta þess að
með Dettifóssi komn t. d. 57 lest-
ir af slíkum vörum í síðustu ferð
hans frá I.eningrad.
Skipuð hefur verið sérstök
Iieiðurssýningarnefnd, og er luin
skipuð fultrúum frá éftirtöldum
aðilum: Verzluijarráði íslands,
viðskiþtamálaráðuneytinu. Félagi
ísl. stórkaupmana, Fcl. ísl. iðn-
rekenda, Sambandi smásölu verzl-
ana, Sambandi ísl. sainvinnufé-
lagá, Söliimiðstöð hráðfrystihús-
anna og Síldarútvegsnefnd. For-
mað:i r hei ðurssý n ihgarnefndar-
innar er Eggert Kristjánsson,
stórkaupmaður, en verndari sýn-
ingarinnar verður Ingólfur Jóns-
son viðskiptamálaráðherra, er
jafnframt mun flytja ræðu við
opnun he-nnar. Frmkvæmdanefnd
sýningarinnar skipa ísleifur
Högnason, Haukur Björnsson og
Áki Jakobsson. — Meðan á sýn-
ingunni stendur nuinu verða
sýndar fræðslumyndir og myndir
uin menniijgarmál viðkomandi
sýningarlanda, og verða sýning-
arnar á eftirmiðdögum i Tjarnar-
bíói.