Vísir - 09.07.1955, Side 4

Vísir - 09.07.1955, Side 4
'4 vlsm Laugardaginn 9. júlí 1955. Hér sést nokkur kafli Vegarins, sem lagður hef- ir verið fram hjá Hafn- arfirði, til að tlraga úr limfprð um bæinn. Vai" byrjað ó vegarlagning- unni á síðasta hausti, og voru ’bá notaðar stórvirk- ar vinnuvélar. er fengnar voru að láni hjá varnar- liðiíiu, en íslenzkum mönnum var kennt að fara með vélar Iþessar^ eins og samið 'hafði vcriS um. — Vegurinn verðusr væntanlega opnaður í sumar. Jarðýturnar til vinstri eru við vegalagningu í Hvalfirði. Bylting varð á sviðú vegag«rðÖr hérlendis, begar ýturnar komu til sögunnar. — Stórir og afkastamiklir vegheflar (t.h.) jafna og slétta vegi landsins og gera þó greiðfæra, ¥élanotkun við Milljón lesta af möl er notuð árlega í ofaníburð á vegi. 1Yieð vaxandi usniorö »erð« tnal- nrveffir «iulist evfgjjet n rfi. Gífurleg breyting hefur orðið á vegavinnu hér á Iandi síðustu tvo áratugina, og fjallar eftirfarandi grein xun þróun vegagerðar hér á landi. Birtist hún í síðasta tölu blaði tímaritsins „Iðnaðarmál“, sem gefið er út af Iðnaðar- málastofnun Islands. í ritinu er margvíslegan fróðlcik að finna um tækni og framleiðslu á ýmsum sviðum, og ættu þeir, er starfa við iðnað eða hverskyns framleiðslu, að lesa ritið að staðaldri. Þróun samgangna á íslandi og afkoma þjóðarinnar hafa haldizt í hendur. Fram að lok- um síðustu aldar var ekki um neina akfæra vegi að ræða hér á landi. Allir flutningar á milli Ætaða og landshluta fóru fram með skipum eða hestum. Áætl- anir strandferðaskipa voru ó- reglulegar og öll viðskipti því( •erfið. Flutningar á landi með' hestum og frumstæðum tvíhjóla Tterruvögnum voru hægfara og erfiðir. Fóru þeir fram eftir anargra alda troðnum slóðum,' yfir óbrúuð fljót og alls konar torfærur. Verkaskipting var lítil. Hvert býli var efnahags- leg heild, sem fullnægði flestum þorfum. ábúenda. Tæknilegar og efnahagslegar framfarir voru litlar sem engar. Hreyfing kemst á samgöngu- mál íslendinga með „tilskipun um vegi á Islandi“ frá árinu 1861. Á grundvelli hennar voru siðar; samþýkkt vegalög, sem miðuðu að lagningu vega serh víðast á landinu og myndun samtengds vegakerfis. Vegir Íengjast og breikka. Vegagerðarverkfærin, sem landsmenn höfðu í upphafi, voru mjög frumstæð. Voru hin helztu skófla, haki og hestvagn. Vegalagning gekk því mjög hægt. Fer hér á eftir tafla yfir aukningu akfærra vega á land- inu frá árinu 1907: Ár: Lengd akfsen'a vega: 1907 ............... 171 km 1925 ................,"1.324 — 1938 ............... 3.323 — 1944 .............. 4.400 — 1955 ................ 9.387 — Vegir . landsins árið 1907 mundu vart hafa verið taldir altfærir í nútímaskilpingi, enda yoru þeir fyrst og fremst .lagðir með tiHiti til flutninga á hest- vögnum. Hið sama má segja um meira en helming af þeim veg- um, sem taldir eru akfærir, ár- ið 1925. Lengd akfærra vega hefur því sem næst sjöfaldazt, miðað við árið 1925, og á síðustu ellefu árum hefur lengd þeirra rúmlega tvöfaldazt. Auk þess, að vegakerfið hefur lengzt, eru vegirnir jafnframt orðnir miklu breiðari en áður. Stórvirk tæki tekin í notkun. Á síðastliðnum tíu árum hafa verið tekin í notkun stórvirk verkfæri við vegalagningar, og hefur það aukið afköst til muna. Fram til ársins 1943 hafði Vegagerð ríkisins háft yfir létt- um þiúggja tonna vegheflum að ráða, og höfðu ekki verið not- aðar aðrar vélar við lagningu vega og viðhald á þeim nema bílar við malarflutning og loft- þjöppur við sprengingar. Sum- arið 1943 keypti Vegagerðin 3 jarðýtur frá Ameríku, og voru það fyrstu ýturnar, sem notað- ar voru við vegagerð hér á landi. Upp frá þessu óx vélakostur Vegagerðarinnar hröðum skref- um, Árið 1945 átti Vegagerðir, 20 jarðýtur, 9 vélskóflur og 9 stóra veghefla (8 tonna og þyngri) auk 7 léttra veghefla. Mest af þessum vélum var keypt notað af setuliðinu, og eru nokkrar þeirra nú alveg úr sér gengnar. Síðastliðið ár átti | Vegagerðin 26 jarðýtur, 46 vél- og ýtuskóflur pg 22, stóra og 7 litla veghefla auk fjölda annarra vinnuvéla. Vinnustundafjöídi vegheila hefur aukizt um 55%, á tíma- bilinu 1945—53, en vél- skóflna úr 6 foúsund vinnu- stundum í 35 þúsund eða tæp- lega sexfaldazt. Er þetta mikil aukning', og má segja hið sama um notkun jarðý'tna, en vinnu- stundafjöldi þeirra hefur tæp- leg'a fimmfaldazt. Við athugun sést einnig, að fleiri vinnu- stundir er nú.unnið með leigu- ýtum en ýtum Veg'agerðarinn- ar, þar sem meiri áherzla hefur verið lögð á að kaupa vél- og ýtuskóflur og veghefla, enda mun erfiðara að fá slíkar vélar leigðar en jarðýtur. Malartekja verður erfiðari, Enn vantar mikið á, að Vega- gerðin hafi nóg af framan- gi-eindum vélum. Einnig vantar tilfinnanlega vélar til þess að harpa og mylja ofaníburð í vegi. Árlega er ekið um 1 mill- jón tonna af möl í þjóðvegina, og verður með hverju ári erf- iðara að fá hentuga möl til þess. Eina malarmulningsvél keypti Vegagerðin 1953, en mun fleiri slíkar yélar vantar, þar sem æskilegast væri, að éingöngu væri notáð harpað og mulið efni í slitlag vega. Síðastliðið haust og vetur var unnið að lagningu nýs veg- ar ofan við Hafnarfjörð. Vélar til verksins lánaði varnarliðið fyrir milligöngu Tækniaðstoðar Bandaríkjastjórnar (F. O. A.), enda var verkið aðállega unnið til þess að kenna mönnum með- 'ferð, stþrra .vi.níiuvéla. Kennsl- una.annaðist, bandarjp^ur majðr, ur, Capt. Peppard. Voru notað- ar 4 jarðýtur af stærstu gerð (D 8), ein 1,1 m3 vélskófla, 3 bílar fimmtán tonna og 4 fimmtán tonna flutningavagn- ar, dregnir af dráttarvélum á gúmmíhjólum (DW 10). Einriig var notuð inulningsvél af mjög' stórri gerð til þess að harpa r g mjdja efni í ofaníburð, og voru afköst hennar um 30—35 m:! á klukkustund. Hið tiltölulega víðáttumikla vegakerfi landsins er að heita má allt malarvegir og ruðning- ar. Slíkir vegir geta talizt not- hæfir fyrir létt farartæki og takmarkaða umferð. Við vax- andi umferð síðari ára og sí- fellt stærri og þyngri farar- tækja verður vegakerfi af þessu tagi ófullnægjandi vegna hins mikla og kostnaðarsama viðhalds og óeðlilegs slits á hinum þungu og dýru farar- tækjum. Þar sem bifreiðir eru nær einu farartækin á landi hérlendis og vaxandi hluti inn- anlandsflutninga fer nú fram með þeim, hljóta endurbætur í gerð vega að verða aðkallandi á næstu árum. Með tilkomu sementsverksmiðju á Akranesi mun skapast leið til lagningar haldgóðra, steinsteyptra vega úr innlendu hráefni. G. H. G. Búlgarar njcsna hjá Tyrkjum. Samkvæmt tilkynningia tyrknesku stjórnarinnar hefir vararæðismaður Búlgariu í Istambul verið handtekinn. Gerðist þetta skömmu eftir að komizt hafði upp um starfsemi búlgarsk njósnahrings í Tyrk- landi. f tilkynningunni segir, að tyrkneska öryggislögreglan hafi handtekið vararæðismann- inn, er hann var að taka við skjölum varðandi öryggi Tyrk- lands úr hendi búlgarsks manns af tyrkneskum ættum. Rússneska útvarpið kvartar nú mjög yfir afskiptum vest- rænna þjóða af innanlands- málum Ráðstjórnarríkjanna og fylgirikjanna, og bera einkum sakir á Bandaríkjamenn fyrir njósnastarfsemi. Samtímis er haldið upp njósnastarfsemi af hálfu kommúnista í löndum N.A.-bandalagsins, segir í brezkum blöðum í morgun, og éru njósriirnár í Týrklandi nýjs- asta dæmi -þess. -

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.