Vísir - 09.07.1955, Blaðsíða 6

Vísir - 09.07.1955, Blaðsíða 6
vlsm Laugardaginn 9. júlí 1955. D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. ÁfgraiSsIa: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm linur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Lausasala 1 krónm. Félagsprentsmiðjan h.f. Utanríkisvilskíptin. gær voru gerðar hér lítillega að umræðuefni blekkingar þær, sem kommúnistar viðhafa jafnan, þegar rætt er um við- skiptin við Sovétríkin. Þeir vilja telja fólki trú um, að reynt hafi verið að eyðileggja þau viðskipti, og það hafi tekizt um tíma, svo að þau hafi lagzt niður. Hefur þó verið sýnt fram á •að íslendingar skorti ekki viljann til þessara viðskipta, enda tókust þau þegar í stað á nýjan leik, þegar sovétyfirvöld höfðu 'tilkýnnt, að þau hefðu hug á þeim. É i lMf Þjóðviljinn talar enn um þessi viðskipti í gær, og kemst að þeirri niðurstöðu, að íslendingum geti ekkert til bjargar orðið i viðskipta- og sjálfstæðismálum annað en að verzla sem mest við Sovétríkin. „Aukin v'ðskipti í austurveg — stoð í sjálf- stæðisbaráttunni", segir blaðið. Er það raunar ekki nema eðli- 3égt, því að blaðið sér yfirleitt ekkert gott nema í austurvegi. Þarna gera þeir sig seka um það, sem þeir liggja öðrum á hálsi fyrir. Þeir kenna öðrum um að vilja binda öll viðskipti íslendinga við Bandaríkin og fleiri „arðránslönd“, en sjálfir "vilja þeir binda þau öll við kommúnistaríkin. Hyggilegast mun 'þó vera að verzla jafnan þar sem hagkvæmast er hverju sinni — selja þeim, sem bezt borgar og geta jafnframt selt góða 'vöru. Það hefur verið stefna ríkisstjórnarinnar undanfarið, og "verður væntanlega framvegis, enda er það öllum fyrir beztu — 'þótt kommúnistum kunni að líka það illa, að ekki sé farið í þessu efni eftir vilja þeirra og óskum. En þá varðar heldur ckkert um þjóðarhag. Verkfalfshótun í Eyjum. ¥ 7'élstjórar við hraðfrystihúsin í Yestmannaeyjum hafa sagt i r upp samningum sínum og boðað, að þeir muni leggja nið- xir virmu á miðvikudaginn, ef ekki hefur verið gengið að kröf- vim þeirra fyrir þann tima. Er hér um tuttugu menn að ræða, 'en verðmæti það, sem geymt er í frystihúsunum, mun vera 20—30 milljónir króna virði, og verða þau að sjálfsögðu öll í hættu, ef vélarnar verða stöðvaðar. Hafa samningatilraunir ekki borið árangur, af því að vél- stjórarnir vilja ekki sætta sig við þau kjór, sem veigæzjumem hér í Reykjavík hafa samþykkt, en þau byggjast aftur á sam- Lomulagi því, sem gert var í vor í lok verkfallsins mikla Verður eltki annað séð en að vélstjórarnir ætli að nota sér það, að mikil verðmæti liggja undir skemrndum, ef vélar jfrystihúsanna stöðvast, og reyna að þvinga fram kröfur sínar, ihvað sem allri sanngirni líður í þessu efni. ■ ; .jf | Er hér vissulega um alvörumál að ræða, því að ef vél- fitjórárnir fá kröfum sínum framgengt, er hætt við að aðrar stéttir telji, að þeim beri hækkun til viðbótar til samræmis vii það, sem vélstjórarnir fá. Og afleiðingarnar verða þá aðeins einn veg, að kaupskrúfan heldur áfram að snúast, og verður <ekki séð í fljótu bragði, hversu skjótlega jafnvægi kemst á aftur. Sparijjársöfiuinin. “ 4, síðast liðnum vetri var hafin skipulagsbundin tilraun til að ■J’innræta skólabörnum sparnað. Hefur nú verið gert yfirlit iim þessa starfsemi, sem framkvæmd var á vegum skólanna og Xandsbankans, og munu 13—-14,000 börn hafa tekið þátt í söfn- Tuninni að einhverju leyti, og voru þau í 43 skólum. Landsbank- 5nn gaf út sparimerki fyrir um hálfa aðra milljón króna, Of rnunu um þrír fjórðu hlutar þeirra hafa selzt. Að meðaltali munu börnin hafa safnað innan við hundrað 3srónum hvert, og telja þeir, sem fyrir þessu standa, að árangur- inn hafi verið góður, og raunar betri en gert hafði verið ráð íyrir. Það er ekki'aðalatriðið, að börnin safni sem allra mestu íé. Hitt skiptir meira máli. að þeim sé innrætt nauðsyn spar- semi og að það sé hættulegt fyrir þau að eyða og sóa öllu, sém þeim áskotnast, jafnóðum og þau eignast það, því að •venjulega fara slíkir aurar í einhverja vitleysu. Forstöðumenn söfnunarinnar telja vel af stað farið, og er ’þess að vænta að starfsemi þessi nái því til enn fleiri á næsta ári og framvegis. Skólamenn hafa unnið kappsamlega að þessu, ðg foreldrarnir eiga líka að taka virkan þátt í þessu uppeldis- gtarfi. Fyrr nær það ekki tilgangi sínum fullkomlega. Samþykktir gerðar um veiðar við helztu eyjar. Shothrúö hönnssð í IÞs'ntstfjpí-'»/- Hríinsey «r/ i estsnnesntsey/nsts. Nýlega hefir verið gerð sam- þykkt um fuglaveiði í Vest- mannaeyjum, Grímsey ,og Drangey og er hún í aðaltriðum samliljóða samþykt þeirri, sem gerð var árið 1893 og fjallar um fuglaveiðar í Vestmanna- eyjum. Engin veiðisamþykkt hefir verið gerð fyrir Grímsey og Drangey og hafa því bændur þar stuðzt við gamlar venjur. Fuglaveiðar á þessum stöð- um hafa lítið verið skertar af samþykkt þessari, þar sem Euglatekja telst til hlunninda. í samþykkt þes-.jari segir, að lundi skuli algerlega friðaður nema á tímabilinu frá og með | 11. viku sumars og' þar til 17 vikur eru af sumri. Það sama gildir um veiði j svartfugls, þ. e. langvíu, stutt- nefju og álku. Veiði þeirra er. aðeins leyfð til jafnlengdar. lundaveiðunum. Veiðitæki, sem leyft er við væiðarnar, er eingöngu háfur. Oll skot eru bönnuð í eyjum þessum, nær nytjuðum fugla- björgum en 2 km., á tímabilinu frá 1. maí til 1. sept., ár hvert, iiema til þess að aflífa búpening og til þess að eyða kjóa, svart- bak (veiðibjöllu), hrafni eða til annarra brýnna nauðsynja. Þá segir einnig í samþykkt- inni, að þar sem legið sé við lundaveiðar, skuli veiðimenn taka grassvöðinn af a. m. k. 10 nýjum lundaholustæðum, hver maður á þeim stað, er fyrirliði hvers viðlegufélags álítur heppilegastan, með tilíiti til oývarps. Og að lokum segir, að hver -.éreign eða sameign jarða skulí ' upphafi lundaveiðitímáns, í :amráði við fuglaveiðimenn og ýrirliðakosningu þeirra inn- jyrðis, kjósa umsjónarmann, ■em sjái um, að veiðisamþykkt 'essari og lögum um fuglaveið- ar og fuglafriðun sé framfylgt og hlýtt í hverju veiðimanna- félagi. Sumarnámskeið hefst aö Löngntiiýrí um helgina. Sumarskólinn fyrir stúlkur að Löngiimýri í Skagafirði starfar í sumaj- eins og í fyrrasumar og hefst annað námskeiðið um aæstu helgi. Þar gefst ungum stúlkum jafnt sem fullorðnum konum tækifæiú til þess að eyða sum- arleyfum sínum á hollan og heilbrigðan hátt þar sem saman ■:er hvíld og hresing -ásamt fi’æðslu. Kennsla verður í kristnum 'ræðum, bókmentum trjárækt, grasasöfnun, matreiðslu, þjóð- lönsum og íþróttum. Útisundlaug er rétt hjá staðn irn og farið verður í ferðalög til hinna mörgu sögustaða í ná- grenninu. Nýir nemendur geta snúið jér til skrifstofu Aðalsteins Ei- ríkssonar námsstjóra í Reykja- vík. Sími 82244. Óeðhlegt frsmferði hnefc’öfkLfrömiíðar. Frá fréttaritara Vísis. Stokkhólmi, í júní. Qddviti sænskra hnefaleika- manna, Oscar „Glokar“ Söder- Iitnd, kunnur folaðamaður og thekktur maður í lieimi hnefa- leikanna, var nýlega dæmdur í 1000 marka sekt í Vestur-Ber- lín fyrir ósiðlegt framferði við ungan pilt. Söderlund hafði tekið þátt í heimsmeistarmótinu í Berlín og verið fararstjóri sænsku hnefaleikamannanna. Undan- farið hefir hann verið þjáður af magasjúkdómi. Ekki er með öllu upplýst, hvernig máli þessu er háttað. Söderlund hafði verið í skemmtigarði ein- um og spurt til vegar heim að hótelinu. .16 ára piltur, ölvaður, sliýrði frá því síðar, að Söder- lund hafi sýnt sér ósiðlegt framfei’ði. Engin vitni voru að þessu. Dómarinn leit svo á, að Söderlund hafi verið miðui' sín vegna magasjúkdómsins og að verknaðinn hafi hann fram- ið vegna óeðlilegra áhrifa af áfengisnautn. a ir.'* Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Unnið er að lagfæringum, breytingum og stækkun lysti- gaiðsins á Akureyri í sumar. Verður hann m. a. stækkaður um þriðjung og er sú stækkun gerð suður af lóð Fjórðungs- sjúkrahússins, þannig að eftir- leiðis nær garðurinn allt upp að spítalanum. Er verið að steypa mikla girðingu á milli þessara tveggja lóða. Hefur verið unnið að hvers konar lagfæringum í garðinum í allt sumar, m. a. hefur gos- þj’unninum verið breytt og komið fyrir í honum styttu sem Jónas Jakobsson hefur gei’t. fb, Annai'S/ eru það, ,þeir, bræður ,Jíjn og K.ristján, Rögnvaldgsynr •ir- f.rá; fFííi.l-gep'Úþ fifipj, skjip&l^gj! íhal'a j breytingaj: pg aðgerðir. í garðinum og . stjósnað .írarp; kvæmdunum. | Þura í Garði er garðvörður : sumar eins og að undanförnu. I Lystigarðurinn var opnaðui fyrir almenning fyrir nokkru Hann er nú í sínu fegurst; skj’úði og hefur verið mikil að sókn að honum. -ár Baráttunni gegn iippreist armönnum er haldið áfram; Malakkaskaga. 9 voru vegn ir í gær og allmargir gáfus upp. Fíugvélar Breía fIjúg; Iágt yfir frumskógana og e kallað í gjailarhoi-n í sífelh að barátta uppreistarmann; sé vonlaus, og þeim ráðlag að gefast upp. Það hefur löngum verið sagt í gamni, að vont væri að renna á bananabej'ki, og höfum við víst öll oft séð myndir af því, þegar einhver dettur kylliflat- ur af því að hann steig á skreipan bananbörk. En gamnið fer sánnarlega af, þegar slys verður af, eins og varð á Framnesveginum í fyrradag. Þar rann kona nokkur á slík- um ávaxtaberki og féll svo illa að hún handleggsbrotnaði. j Maður, sem þar var nærstadd- j ur skýrði Bergmáli frá þessu slysi og bað þess að minnst yrði á það í dálkinum hve hættulegt það gæti verið að fleygja frá sér ávaxtahýði á götur. FóJk, sem kannske hef- ur ekki rnjög góða sjón getur , hæglega fengið slæmar byltúr, ; er það stígur óafvitandi á á- vaxtahýði, eins og dEémið að ofan sýnir bezt. Er mesti ósiður. j Það skal hér tekið undir það, sem maðurinn sagði að það er mesti ósiður að lcasta frá sér ávaxíahýði á götur og gang- stéttir. Ef börn eða fullorðnir eru að eta ávexti úti er auð- vitað skynsamlegast að láta hýðið falla í rennusteininn, þar sem minnstar líkur eru til að fólki stígi á þau. En á þessu vill oft verða misbrestur og þá getur ílla fai’ið. Sennilegt vséri að halda mætti götunum hrein- legri og koma í veg fýrir slys í því sambahdi, ef komið væri fyrir ruslakörfum á ljósastaur- um víðsvegar um bæinn, eins og gert var einu sinni, og sums Staðár efu til ennþá. Ekkert £ friði. En það er nú svo með það, eins og svo margt annað sem er til bóta hér, og ekki er hægt að hafa vakandi auga með all- an sólárhringinn að það fær naumast að vera í friði. Alls- konar næturgaufarar hafa það sér til dundurs að eyðileggja slíkar körfur svo þær duga ekki deginum lengur nema þær séu úr stáli og svo dyggilega frá beim gengið að kraftajöt- unn þurfíi til þess að losa þær frá Ekkert fær að vera í friði og sýnir það bezt hve lítil um- gengismenning er hjá okkur, ■þótt þarna eigi öftást hlut að .máli,: drukknir unglingar. >f.v SJteá'tfi Öfi fiaod ::y /:p .cpps, Fámcim götulögreglá. > > : Það getur :líka verið.áð göter lögreglan hjá okkur sé orðih of fámenn, því bærinn vex hröðum skrefum og marga gæzlumenn þarf, ef líta á eftir alls staðar. Manni finnst Ííka svo nú, að oft verði ekki lög- reglumanna vart nema í mið- bænum eða helztu götunum, en í úthverfum sjást lögreglu- menn sjaldan. Sennilega stafar það helzt af því að lögreglan er orðin of fámén enn nokkru öðru, enda hefur hún mörg og margvísleg verkefni bæði um daga og nætur. En hvað sem því nú líður, er full þörf á því að áminna fólk um að fleygja ekki ávaxtahýði á göturnar, ef það vill ekki eiga sök á því að aðrir vegfarendur beinbrjóti sig. — kr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.