Vísir - 12.10.1955, Blaðsíða 12
VlSIB er ódýrasta bla$i3 «2 þó þa3 fjöl-
breytinít*. — Hringið I ilma 16S0 eg
gerist áskrifendnr.
VI
Þelr, sem gerast kaupendur VtSlS eftir
10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypls fil
mánaðamóta. — Sími 1660.
Miðvikudaginn 12. október 1955
Aukið öryggi á sjónum try
á ráðstefnu radiosérfræðinga.
Radióviðskipti milli skipa innbyrðis 09
skipa'og lands verða bætt.
Háðslefnan markaði tímainót í
ialstöðvajijóttiistunm.
Radíó-sérfræðingar frá iönd-
mm, sem liggja að Eystrasalti
«g Norðursjónum, sátu fundi í
Mmmi fögru salarkynnum Sjó-
minjasafnsins í Gautaborg í s.l
mánuði til að ræða radíótal-
stöðvaþjónustu skipa.
Mikilvægi skipatalþjónust-
unnar hefur vaxið allverulega
síðustu árin og er nú svo komið,
að talsvert fleiri skip eru búin
talstöðvum en loftskeytastöðv-
um. Hinn öri vöxtur skipatai-
stöðva og hinn takmarkaði
fjöldi radíótíðna, sem henni er
ætlað, hefur orðið til þess, að
, innbyrðis truflanir milli skipa
hafa hamlað talþjónustu land-
anna. Alvarlegustu truflanirn-
ar eru þær, sem hindra að neyð-
arköli heyrast.
Fyrri alþjóðasamningar um
radíóþjónustu hafa flestir fjall-
að um reglur fyrir loftskeyta-
viðskipti, sem hafa nú reynst ó-
fullnægjandi fyrir talstöðva-
þjónustuna. Sænska símastjórn-
in bauð því til ráðstefnu um
jþessi mál í Gautaborg með það
fyrir augum að færa núgild-
andi reglur til samræmis við
Jjarfir talstöðvaþjónustunnar.
Arangur ráðstefnunnar
varð samkomulag, sem felur
í sér aukið öryggi á sjónuni
með tiltölulega litlum til-
kostnaði fyrir skipin, svo að
jafnvel smæstu fiskiskipin
geta orðið liðir í öryggis-
kerfimi.
Á sama tíma reyndi ráðstefn-
©n að finna reglur til að bæta
radíóviðskiptin milli skipa inn-
byrðis og milli skipa og lands.
Ráðstefnan gerði tillögur urn
tæki og hlustvörzlu í skipum
og ákvað m. a. um notkun sjálf-
vekjara-tækja fyrir nýtt vekj-
aramerki handa radíótalstöðva-
, þjónustunni. Hingað til hafa ein
ungis verið í notkun sjálfvekj-
aratæki fyrir loftskeytamerki.
Ákvarðanir ráðstefnunnar
marka tímamót í talstöðva-
-Mónustunni, og má líta svo á,
að nýr þáttur hefjist nú næstu
mánuði þegar tillögur ráðstefn-
unnar koma til framkvæmda,
en þær helztu eru þessar:
Skip hlusti, “þegar því verður
við komið, á kall- og neyðar-
tíðninni og gjallarhorni eða
sérstöku viðtæki fyrir þá tíðhi
verði fyrirkomið í stýrishúsi
skipa.
Skipasföðvar verði búnar
sendibúnaði fyrir sjálfvekjara-
merkið fyrir talstöðvar.
Fyrirmæli um hverníg skuli
haga neyðarviðskiptum. Lögð
drög að samningu dulmáls
handa skipum í neyðarviðskipt-
um, þannig að sérhvert skip á
að geta gert sig skiljanlegt við
erlend skip, ef það þarfnast að-
stoðar.
Einnig var samþykkt að
skerpa eftirlit með notkun
radíótíðna og að radíóviðskipti
skipa fari fram eftir settum
reglum.
Að aflokinni radíó-ráðstefn-
unni hófst sérstakur fundur
um samvinnu radíóstöðva í
björgun á sjó. Samkomulag
varð um sérstakar reglur, sem
strandarstöðvarnar eiga að
fara eftir, þegar slys á sjó ber
að höndum. Fundarsamþykktin
verður gefin út af Alþjóða-
fjarskiptasambandinu í Genf,
en í henni verða birta upplýs-
ingar um, hvernig slysavarna-
málum á sjó er fyrir komið í
þeim löndum, sem þátt tóku í
nefndum fundi.
Flotaheímsóknir.
6 rússnesk herskip koma til
Portsmouth í dag í vináttu-
heimsókn.
Til Leningrad kemur brezka
flugvélaskipið Triumph og önn-
ur herskip. — Ráðstafanir hafa
verið gerðar í báðum borgun-
um um landgöngur sjóliða.
Beittu ilöskum sem barefli.
Sltjsfarir í ba»saunt í fyrra tiatj.
í gærmörgun varð mnferðar-
slys á mótum Lönguhlíðar og
Miklubrauíar.
Um hálfáttaleytið var lög-
reglunni tilkynnt að maður á
reiðhjóli hafi orðið fyrir bif-
reið á gatnámótum Lönguhlíð-
ar og- Miklubrautar. Maðurinn
á reiðhjólinu, Páll Guðmunds-
son, Hverfisgötu 70, meiddist á
handlegg ' og var fluttur í
sjúkrabifreið á slysavarðstof-
wna.
Annað slys varð í fyrradag á
Flugvallarvegi. Þar var olíu-
flutningabifreið á ferð, en um
leið og henni var ekið framhjá
fótgangandi kvenmanni, Ólöftl
Huseby, datt spýtukubbur af
bílnum, lenti á fæti Ólafar og
marði hana mikið.
Þriðja slysið orsakaðist af
handalögmáli tveggja manna í
Austurstræti í fyrrinótt. Munu
þeir, annarhvor eða báðir hafa
notað flösku að barefli. Særð-
ist annar þeirra á höfði og
blæddi mikið úr sárinu.
Baldur @§ Pilnik
sömdu um jafn-
tefli.
í fyrrakvöld var tefld 5. um-
ferð í haustmóti Taflfélags
Reykjavíkur. Telja má, að allar
skóltir séu útkljáðar, þótt þrjár
hafi verið settar í bið.
Baldúr MöIIer og Pilnik
sömdu um jafntefli eftir
sögulega keppni í skemmti-
legri skák.
Guðmundur Pálmason á
unna biðskák gegn Ásmundi
Ásgeirssyni og Guðmundur
Ágústsson gegn Arinbirni Guð-
mundssyni og Ingi R. Jóhanns-
son gegn Jóni Þorsteinssyni.
Þórir Ólafsson og Jón Einars-
son sömdu um jafntefli.
Nýr bankastjéri vi6
Útvegsbankann.
Gunnar Viðar hefir verið
ráðinn bankastjóri við Útvegs-
bankann.
Bankaráð Útvegsbankans
samþykkti á fundi sínum í gær
að ráða Gunnar Viðar að Út-
vegsbankanum í stað Helga
Guðmundssonar, sem verið hef-
ir bapkastjóri þar, en lætur nú
af störfum.
Gunnar Viðar hefir undan-
farið verið bankastjóri við
Landsbankann.
Rússar fá kom
frá Kanada.
Pearson, utanríkisráðherra
Kanada, hefir verið í heimsókn
í Ráðstjórnarríkjunum að und-
anförnu.
Tilkynnt er í Moskvu, að við-
ræðum hans við ráðstjórnar-
leiðtoga um viðskipti verði
haldið áfram í Ottawa. M. a.
hefir verið vikið að því, að
Kanada selji Rússum mikið af
korni, en Kanada á nú óhemju
miklar kornbirgðir.
Fyrsta bókneMtakynnÍBg Al-
menna bókafélagsins.
Verlt Hergssonar kvnní í
háiíðasal háskólans í kvold.
Harding og Makarios
samdist ekki.
Viðræður Hardings marskálks
og Makarios erkibiskups hafa
farið út um þúfur.
í tilkynningu Hardings, hins
nýja- landstjóra á Kýpur, er
harmað að samkomulag náðist
ekki. Kveðst hann fús til þess
að ræða við erkibiskupinn hve-
nær sem hann óski þess.
Þá kvéður Harding það
skyldu sína að halda uppi lög-
um og reglum og þá skyldu
murii hann inna af hendi. —
Bretar senda aukið herlið til
Kýpur, m. a. skozka hersveit.
I kvöld kl. 9 hefst í hátíða-
sal háskólans kynning á verk-
um Þóris Bergssonar. Er það
Almenna bókafélagið, sem
gengst fyrir bókmenntakynn-
ingúnni í tilefni af sjötugsaf-
mæli rithöfundarins. Öllum er
heimill ókeypis aðgangur.
Rithöfundurinn Þórir Bergs-
son varð sjötugur 23. ágúst s.l.
og ákvað Almenna bókafélagið
þá að sýna honum virðingu
með því að efna til kynningar
á verkum hans.
Þórir Bergsson er meðal list-
fengustu höfunda landsins og
sögur hans sérstæðar og auð-
kennilegar. Hann bregður upp
miklum og eftirminnilegum ör-
Skólunt e.t.v.
frestab enn.
Til orða mun hafa komið að
fresta skólunum enn um sinn
vegna mænuveikifaraldursins.
Eins og kunnugt er, var fyrst
ákveðið að fresta skólunum til
15. þessa mánaðar, eða til næst-
komandi laugardags, en búist er
við að í dag verði tekin ákvörð-
un um hvort þeim verði frest-
að lengur. Samkvæmt viðtali,
er Vísir átti í morgun við
fræðslumálaskrifstofuna mun
fræðslumálastjóri ræða þetta
mál við borgarlækni og heil-
brigðistjórnina og fara eftir
tillögum hennar um það, hvort
fresta beri skólunum lengur.
Talið er að almenningur sé
því fylgjandi, af ótta við mænu-
veikina, að skólarmr hefjist
ekki að sinni, og má búast við,
að þótt skólarnir byrjuðu,
myndu margir foreldrar ekki
láta börn sín í skólana meðan
mænuveikin geisar.
lögum með einföldum atvikum,
svo að þar stendur honum eng-
inn hérlendur höfundur jafn-
fætis.
Munu margir vilja nota tækí-
færið til að rifja upp kynni
sín af Þórir Bergssyni og þakka
honum um leið margar ánægju-
stundir.
Á bókmeimtakynningunni
flytja ávörp þeir Bjarni Bene-
diktsson, menntamálaráðherra
og Gunnar skáld Gunnarseon.
Guðmundur G. Hagalín, skáld.
flytur erindi um Þóri Bergs-
son og verk hans. Brynjólfur
Jóhannesson, Helga Valtýsdótt-
ir og Valur Gíslason lesa upp,
og Gísli Magnússon leikur á
píanó. Kristmann Guðmunds-
son, skáld, kynnir dagskrárat-
riðin.
Má búast við mikilli aðsókn.
að kynningunni, en aðgangur
að henni er ókeypis. Er fólki
bent á að koma tímanlega,
Btt mænuveikitilfei
í HafnarfirSi.
í gær varð vart við eitt
mænuveikitilfelli *' Hafnarfirði
og var um lítilsháttar lömun að
ræða.
Sjúklingur þessi er tvítug
stúlka, sem stundað hefur at-
vinnu í Reykjavík.
Sjúklingar þeir„ sem veikjast
að mænuveiki í Hafnarfirði,
munu njóta sömu umönnunar
og sjúklingar hér í Reykjavík
og fá sjúkrahúsvist í Heilsu*
verndarstöðinni nýju.
★ í Jakarta, höfuðborg Indó-
nesíu, eru nú 3.000.600 íbúa,
og er hún stærsta botg i
SA-Asíu.
Tillögur um niðurskurð og
fjárskipti í Dölum.
Verði þæP samþykktar vcrð-
nr 9000 fjár fargað í kanst.
Eins og áður hefir verið get-
ið hefir sauðf jársjúkdómanefnd
setið á fundum nú í vikunni með
fulltrúum bænda á mæðiveiki-
svæðinu í Dölum og var seint í
gærkveldi gengið frá tillögum,
sem sendar voru ríkisstjóminni
árdegisi dag.
Þegar fjárskipti hafa verið á-
kveðin þarf' til % atkvæða
meirihluta í hlutaðeigandi
sveitum, en varaákvæði er í lög-
unum, ef nægur meirihluti fæst
ekki, að landbúnaðarráðherra
geti fýrirskipað fjárskipti, ef
nauðsynlegt sé talið vegna sýk-
ingarhættu. Nú er ekki nægur
méirihluti fyrir hendi í fyrr-
nefndum sveitum, en vegna
sýkingarhættunnar hefir nefnd-
in komizt að þeirri niðurstöðu,
sem í tillögum hennar felst,
þ. e.:
Að byrjað verði á fjár-
skiptum þegar í haust og
hafinn niðurskurður í tveim-
ur hreppum, Laxárdal og
Hvammssveit, og mun þar
vera um að ræða 9000 fjár, ef
til kemur. Verði svo sauð-
laust x þessum sveitum til
haustsins 1956.
Þá verði skorið niður allt
fé á öllu svæðinu, eða 3
hreppum til yiðbótar. Þeir
verði sauðlajxsir til haustsms
1957.
Nefndin gerir tillögur um
verulegar hækkanir bóta frá
því, sem lög nú ákveða.