Vísir - 30.01.1956, Blaðsíða 10

Vísir - 30.01.1956, Blaðsíða 10
10 VÍSIR :;.'I!!Míwdagmm30i!sjaaóae:i'I§5.(j % H 37 'w4u ðtftur til fitíhf a EFTIR a JENNIFER AMEB Það er alltaf raikils virði að ungar stúlkur séu smekklega til fara." Það fór hrollur um Öraiu. Þetta var í annað skipti sama morguninn, sem hún hafði verið látin heyra þetta. „Ég.... ég skal reyna að gera það sem ég get,“ stamaði hún. Hún fann að hún roðnaði. Var hún svona ósmekklega til fara, að bæði Dirk og lafði Caruthers þyrftu að hafa orð á því? „Ég hef því miður ekki gott vit á fötum,“ gat hún loksins stunið upp úr sér. „Ég skal kenna yður það,“ sagði Nina. Hún hló og bætti við. „Eitt af því fáa sem ég hef lært vel um æfina, er að vita hvernig maður á að klæðast og hirða sig,“ sagði hún. | Þegax Anna var farin út hallaði Nina sér afturábak á kodda og horfði á trjátoppana út um gluggann. Hún hugsaði méð sér: Var það skissa, sem ég gerði fyrir nokkrum árum, er ég leyfði Dirk að umgángást mig sem kunningja? Ef ég hefði látið hann skilja að ég elskaði hann.... En undir niðri vissi hún, að þetta skipti litlu máli. Hann hafði aldrei elskað hana. Hafði hann yfirleitt elskað nokkra manneskju? Ég held varla, hugsaði hún með sér, en ef hann yrði ástfanginn þá væri það dásam- legt.... Hvernig átti sú kona eða ung stúlka að vera, sem hann gæti orðið ástfanginn af? hélt hún áfram að hugsa. Anna Carrington til dæmis? Hún var ekki aðeins geðþekk, heldur beinlínis heill- andi að eðlisfari. Ung stúlka sem á skilið að vera elskuð, sagði hún við sjálfa sig og fann að geigur fór um hana um leið. — Hvernig átti hún að haga framkomu sinni við hana? Ég verð að hafa gát á að vera ekki ótuktarleg við hana, hugsaði hún með sér. Ég fyrirlít konur, sem reynast ótuktir gagnvart öðrum kon- um, en.... þetta getur orðið erfitt. Hún lagði aftur augun eftir dálitla stund og virtist vera róleg og ærðulaus, en í hug hennar var áköf barátta. Eftir dálitla stund opnaði hún augun aftur og brosti. Hún hafði sigrað. Anna kunni Vel starfinu hjá lafði Caruthers og fyrst í stað var yfrið nóg að hugsa. Þarna lágu hrannir af viðskiptabréfum, sem ekki hafði verið svarað. Þau höfðu ekki verið látin bíða vegna þess að Nina hefði ekki fé á reiðum höndum, og ekki heldur vegna þess að hún tímdi ekki að borga reikninga, en það var svo sjaldan sem hún gat fundið ávísanaheftið sitt þegar reikningarnir komu. Hún hafði stungið því einhversstaðar ofan í skúffu og þar sökk það. Anna tíndi saman alla reikningana, skrifaði ávísanir fyrir upphæðunum og lét Nínu skrifa undir þær. „Hvert í heitasta!“ sagði Nina hlæjandi. „Ég er hrædd um að ég fái krampa ef ég á að undirskrifa öll þessi blöð! En mikið verð ég fegin þegar því er lokið! Þú ert dugleg, Anna.“ Hún var farin að þúa hana. „Mér er ómögulegt að hafa umgengni við aðra manneskju -sí og æ, án þess að þúa hana,“ hafði hún sagt við Önnu og beðið hana um að kalla sig Ninu. „Ég kann ekki við að láta kalla mig lafði Caruthers. Það minnir mig á sérstakan kafla úr æfi minni. ... “ Það var líkast og skugga drægi yfir fagurt, fíngert andlit hennar í svip. En svo brosti hún aftur. „Ef þú kallar mig Ninu finnst mér ég yngjast upp — þá er eins og mér finnist ég vera jafaalára þín, væna míiu“ Á þriðja degi sagði-vixumveitandi Önnu meðan þær sátu-að hádegisverðinum: „Og nú skulum við tala um fatnaðinn, Anna. Og þú mátt' ekki láta þér finnast að ég sé of nærgöngul og hnýsin. — En fcvað áttu til af fatnaði, eða finnst þér þig vanta eitthvað?“ „Ég.... ég þyrfti eiginlega nýjan samkvæmiskjól," svaraði Anna um hæl. Húr> roðnaði lítið eitt um leið og hún sagði það. Nína andvarpaði. Hún leit á Önnu hálfluktum augum.og hló.. „Liggur því mikið á?es Anna roðnaði enn meir. „Ég þarf hann fyrir kvöldið," sagði hún. „Ætiarðu eitthvað í kvöld?“ „Herra Lockhart hefur boðið mér út með sér.“ „Ó,“ sagði Nina. Svo sagði hún ekki meira um sinn, en nokkni síðar spurði hún: „Hefurðu hugsað þér nokkuð sérstakt snið eða lit?“ „Ég.... ég vildi helzt eignast grænan taftkjól.... “ svaraði Anna opinskátt og bætti við: „Og svo gyllta skó.“ Nú varð stutt þögn, en þá stóð Nina upp frá borðinu. „Ég skal síma til frú Therésu undir eins,“ sagði hún, „og segja henni hvernig þú viljir hafa kjólinn. Hún á vafalaust kjól sem fer þér vel.“ Anna rak upp stór augu. Hún virtist bæði glöð og hrædd. Því að tízkustofa frú Theresu var ein af þeim frægustu og dýrustu í allri London. „Ég get ómögulega....“ byrjaðí hún. „Vertu ekki að neinu bulli!“ sagði Nina. „Þú getur borgað mér þetta af kaupinu þínu síðar. Þetta er fræg tízkustofa, ég veit það vel, en engri ungri stúlku líður vel nema í kjól úr frægum stað.“ Innan stundar hafði frú Theresa sent viðfeldna afgreiðslu- stúlku með úrval af fallegum kvöldkjólum heim til Ninu Caruth- ers. Hver einn og einasti af þeim var prýðilegur, en aðeins einn þeirra var þó einmitt eins og Önnu hæfði. Sá sem hafði teiknað þennan kjól og saumað hann, virtist hafa haft mynd af Önnu fyrir augunum á meðan. Kjóllinn var úr Ijósgrænu tafti. Þegar Anna var komin í hahn var hún eins og málverk í gylltum ramma. Rauði bjarminn á hárinu á henni kom skýrar fram en áður, og hún var beinlínis töfandi fögur.... „Það er einmitt þessi, sem þú átt að velja,“ sagði Nina á- kveðin. Hún stóð andspænis Önnu og hallaði undir flatt. Þetta er afbragðs kjóll — hann er mikils virði.“ Hún hélt áfram og sneri sér að afgreiðslustúlkunni: „Ungfrú Carrington líst vel á þennan kjól, Þér skuluð skrifa hann hjá mér!“ En eftir að kaupin voru gerð stóð Nina um stund og horfði á Önnu í fallega kjólnum. Hann var töfrandi, blátt áfram töfrandi! Hún sá í anda Önnu í þessum kjól — dansandi við Dirk, — hún sá hvernig hann þrýsti henni að sér, hún sá gráu augun í honum, með glettniglampanum, brosa til hennar_____Dirk dansaði eins og engill.... Hugsurn okkur að það hefði verið hún sjáíf, hefði vérið hún, sem hefði fengið að dansa við hann allt kvöldið, í gylltum skóm! Hvers vegna gat hún ekki snúið tímanum afturá- bak í mörg ár, þegar hún hafði hitt hann í fyrsta skipti? Það var aðeins sex mánuðum eftir að hún hafði gifst Caruthers lávarði, eu þá þegar voru vonsvikin farin að varpa skugga á hjóna- bandið. Hún háfði beðið hann um að verða vinur hennar, það var eina leiðin til þess að fá að sjást.... Og þáð var ennþá eina leiðin, eina leiðin sem hann vildi fara. Henni hafði skilist fyrir mörgum. árum, að hún gat ekki gert sér von um annað betra. En allt í,einu kenndi hún kvalar af öfund í garð þessarar ungu stúlku,- sem ætlaði að fara að dansa við hana, í þessum dásamlega fallega græna kjól.... Hún fór inn í stofuna sína qg valdi númer í símanum. Það var númer élns fornvinar hennar, Andrews ofia'sta. „Viltu bjóða mér eitthvað út með þér í kvöld, Binks?“ spurði hún formálalaust. „Nærri má nú geta,“ svaraði hann ánægjulega. „Það er alltaf gaman að koma með þér á samkomustaði. Hvað eigum við að gera?“ „Við skúlum skemmta okkur,“ sagði hún og það var undiralda £ & &UWCU$kA: TARZAN k kvðldvökuimL Þegar-hús eru byggð í Ráð- stjómarríkjunum, ber oft á því, að þau séu ótraust og úr léleg- um efmvið. Stundum springur steýpan og málningin dettur af, ' áður en leigjandinn flytur x '• húsið: Hún er orðln fræg skrítl- ‘ an um flokksforingjann, sem ' nam staðar fyxir framan Iirör- lega byggingu og sagði: „Það lítur ekki út fyrir, að nokkurn- tíma haf 1 verið gert við þetta hús.“ „Rét er það,“ sagði húsvörð- urinn, „það er rétt verið að Ijúka við að byggja það.“ • Fyrst farið er að tala um augngalla á annað borð, þá er hér sagan af manninum, • sem var svo rangeygur, að hann sá alltaf tvo sunnudaga á hverj- um miðvikudegi. • í Tékkóslóvakíu varð til sag- an um' rússneska hermanninn, sem var að útlista fyrir bónda einum, hvernig þeir færu að því að kála Bandaríkjamönn- um. „Við setjum 20 atómsprengj- ur í 20 leðurtöskur og dreifum þeim svo um Bandaríkin," sagði hermaðurinn. Er bóndi kinkaði kolli efa- blandinn, spurði hermaðurinn reiðilega, hvort hann tryði ekki, að Rússar ættu 20 atómprengj- ur. „Sei, sei, jú, eg var ekki að hugsa um sprengjumar,“ svar- aði bóndi. „En hvar fáið þið 20 leðiu'töskur?11 • . Gamlar auglýsingar, yfirlýs- ingar o. fl. í blaði einu stóð fyr- ir örfáum árum eftirarandl auglýsing: „Síra X....flytur fyrirlestur í Aðventkirkjunni næstkomandi laugardagskvöld kl. 8.30 um endurkomu Krists. með drifi á öllum hjólum.“ • Úr öðru blaði: „Það tilkynn- ist hér með; vegna þráláts orð- róms, að konan mtn X, ... . Ý.... dóttir, hefir ekki gefið mér inn eitur. En skemmdan fisk og grút í kaffi lét hún sér sæma að gefa mér ofaií í veik- an maga.“ • „Lyklakippu hefir maður týnt á bandi milli Hafnarfjai'ðar og Reykjavíkur.“ „Göngustaf hefir maður týnt með hundshaus.“ 2002 f Þegar í stað var hafizt handa um að fella tréð, sem Olu hafði fundið. — Við verðum að saga það spöl frá jöi'ðu, sagði Bill. Því næst var farið að búa út pall handa mönnunum að standa á. Þegar þvi var lokið, byrjúðu mennirnir að saga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.