Vísir - 07.01.1957, Blaðsíða 3
Mánudaginn 7. janúar 1957.
VfSIR
FRAMFARIR OG TÆKNI
Fjörar lestir af nýjum gerium
reyndar vestan hafs.
Eru af léttum málmi og samkvæmí
fyllstu kröfum nútímans.
Fregnir frá New York herma,
aS um þessar mundir sé verið
að reyna tii þrautar fjórar nýj-
ar gerðir járnbrautarvagna úr
léttum málmum. Er hér farið
út á nýjar brautir ti! þess að
draga ur kostnaði og verða við
óskujn um nútímaþægindi og
útlit.
Hér er m. a. um að ræða
svonefnda „Keystone“-lest
Pennsylvaniu járnbrautarfé-
lagsins, sem fyrst var reynd
14. júní. í henni eru 8 vagnar.
Hún hefir verið í förum reglu-
lega síðan milli New York og
Washington. Aðrar lestir hafði
sama félag tekið í notkun í
reynslu skyni fyrr á þessu ári.
Nýja lest, „Aerotrain", sem
General Motors Corp. smíðaði,
er líka verið að reyna, sömu-
leiðis „Explorer“-lestina, sem
gerð er af Pullman-Standard-
félaginu í Chicago. Explorer er
í förum milli Cleveland og Cin-
cinnati. Þá er „Jetrocket“-lestin
í tilraunaferðum milli Chicago
og Peoria.
Vonir standa til, að fargjöld
verði mun lægri, er hinar nýju
lestir verða almennt teknar í
notkun, sem líklegt er.
Keystone-lestin kostaði eina
milljón dollara. í hverjum
vagni eru tvær „hæðir“ með
hægindastólum fyrir hvern
farþega um sig, reykingasal og
hverskonar þægindum og beztu
útsýnisskilyrðum, og getur
lestin flutt 575 farþega í ferð.
Vagnarnir eru 25.5 metrar á
lengd hver.
$ðkttM|lNg
Bandaríkin veita mikla aðstoð til
kjarnorkurannsókna.
Verður veiíí 25 [tjóðuin.
Þetta er bátur af óvenjulegri gerð. Er hann með einskonar
„fótum“, sem ná nokkur fet niður fyrir skrokkinn, en neðst"
á fótunum, scm eru fjórir, eru nokkurskonar ,,vængir“, en þeir
lyfta bátnum eins og myndin sýnir, þegar skriður kemst á
hann. I „framíótunum“ eru skrúfur, sem snúa fram og draga
bátinn. Það er Þjóðverji, Friedrich Wendel að nafni, sem
teiknað hefur bát þenna.
Bandaríkjastjórn hefur á-
kveðið að veita 8,750,000 doll-
ara næstu 15 mánuði til þess
að hefja megi smíði á kjarn-
orkurannsóknarofnum í þeim
25 löndum, sem hún hefur gert
við samninga um gagnkvæma
aðstoð 1 kjarnorkurannsóknum.
Hverju landi verður úthlut-
að um 350,000 dollurum, sem
er helmingur af kostnaði við
smíði meðalstórs rannsóknar-
ofns. Brazilía, Ítalía, Japan og
Spánn hafa þegar gert samn-
inga við fyrirtæki í Bandaríkj-
unum um smíði kjarnorku-
ofna.
Áður hefur Eisenhower for-
seti boðið 20 smálestir af úran-
íum-235 þeim löndum, sem
eru að framkvæma áætlanir
um friðsamlega notkun kjarn-
orkunnar. Úraníum-235 er sá
hluti úraníums, sem kleyfur
er, en mjög er erfitt að aðskilja
það frá náttúrlegu úraníum.
Það úraníum-235, sem Banda-
ríkin veita, verður notað til
smíða á kjarnorkurannsóknar-
tækjum og kjarnorkurafmagns-
stöðvum.
Bifvélar úr
aluminíum.
Bifvélaverkfræðingar í
Bandaríkjunum hafa nú ráðið
fram úr helzta vandamálinu,
sem var bví til fyrirstöðu, að
hægt væri að framleiða vélar
í bíla úr alúminíum eingöngu.
Höfuðkostur alúminíumvéla
er, hve léttar þær eru.
I tilraunavélunum voru not-
Lítill rafgeymir, sesn
gefur orku í tvö ár.
Er ekki stærri en lítill hnappur.
í Bandaríkjunum hefur verið
búinn til rafgeymir, sem cr
ekki stærri en Híill hnappur,
en með jafnri notkun og sömu
aðar alúminíum dælubullur,
sem snerust innan í alúminium-
hólkum. Gallinn var sá, að
vélin gekk illa, þegar alúmin-
íum nerist saman. Þá gerðu
verkfræðingar hjá fyrirtækj-
unum Aluminíum Company of
America og Metalizing Eng-
ineering Comp. tiiraun með að
þekja innra borð hólkanna
með stáli, sem vai sérlega end-
ingargott. Þetta bar tilætlaðan
árangur. .
Ný gerð
sáðvéla.
LandbúnaðarsérfræðingaC
við Kaiiforníuháskóla í aBnda-
ríkjunum eru nú að vinna að
því að framleiða nýia tegund.
sáðvéla, sem ■' framtíðinni
munu verða notaðar £ síatS
flugvéla vrið sáningu í 'hrjósír-
ugt land.
Þessar nýju sáðvélar, sem.
þegar er farið að nota við
rannsóknir, geta dreift áburði
og sett niður sæði og hulið
sæðið jarðveginum allt í einni
yfirferð. Helztu kostir þessara
nýju sáðvéla eru ’þeir, að þær
geta lokið sáningunni í einni
yfirferð, og ekki þarf að und-
irbúa jarðveginn fyrir sáning-
una eins og nauðsynlegt er>
þegar flugvélar eru not.aðar í
þessu skyni. Þá nota þær héfl
um bil helmingi minna magri'
af sæði en notað er við sáningm
úr flugvélum.
Þessi sáðvél vegur eina smá-’
lest og hún er á hjólum. Ekki'
mun enn vera farið að selja
hana almenningi. |
kvæða pólinn í rafgéyminurai
er hægt að koma í veg f t,
þann leka, sem á sér st'' i
venjulegum rafhlöðum. Þc'sll
nýi rafgeymir hefur 2: %
meiri orku en nokkurt an- \
svipað tæki, sem hingað til
hefur komið á markaðinn. Tal-
ið er fullsannað, að hann vriti
að staðaldri 1.15 volt i tvö ár.
rafspennu getur rafmagnið í
honum enzt í tvö ár.
Rafgeymir þessi nefnist
„micro-cell“, og var hann
framleiddur hjá Elgin Nation-
al Watch Company í Elgin, 111-
inois. Ætlunin er, að rafmagns-
ai'mbandsúr, sem nú er verið
að framleiða, gangi fyrir raf-
magni frá honum. Þá verður
einnig hægt að setja slíkan
rafgeymi í samband við
blossapærur á ljósmyndavél-
um, heyrnartæki, lítinn dikta-
fón eða ferðaútvarp.
Með því að nota frumefnið
indium, sem er mjúkur, silfur-
kenndur málmur, fyrir já-
ísiAivs^ionvGvmH
Stutt framhaldssaga:
Þögul skelfin
eftlr Hugh B. Cave.
garð. Dalsbúar komu og furð-
uðu sig á verkinu, og kæti
þeirra var svo barnaleg, að
Dörson gat hlegið.
Ramabu kom ekki einn. Með
honum var hópur manna og
Dorson leizt ekki á blikuna.
Ramabu hélt stutta ræðu og
sagði: „Eg er kominn til þess
að sjá hvort maður, sem byggir
betra hús en mitt og færir til
ána, er jafn vígfimur og eg. Eg
vil bexjast með hverju sem er,
spjótum, bareflum eða berum
höndunum.“
Dorson var hugaður maður
og hann sá, að hvergi var hjálp-
ar að vænta. Hann leit um öxl
á húsið, sem hann hafði verið
að stríða við að koma upp í 6
mánuði. Síðan gekk hann fram
og sagði: „Eg er tilbúinn.“
Það skipti engum togum, að
Ramabu hafði hann undir og^
hefði drepið hann, en þá skeði
nokkuð óvænt. Hann heyrði
Giri hrópa: „Látið Ramabu ekki f
drepa hann, því verði hann
drepinn hættir hluturinn, sem ^
segir sólinni að koma upp, að j
ganga. Þá verður eilift myrkur.
Við munum öll deyja!“
Þetta hreif og margar hendur ,
tóku Ramabu ofan af honum, og
Dorson hafði í annað sinn feng- j
ið frest. En þetta var líka gálga-!
frestur, því daginn eftir kom
Ramabu og var erindið'eitt, að
sjá hvort úrið gengi. Dcrson
fannst þetta barnalegt fyrst,
en þegar Barnabu kom á hverj-
um morgni og Dorson sá_ að líf
hans va- undir úriou komið, fór
gamnið að grána.
Stúlkan kom líka' síðar. Dor-
son þakkaði henni lífgjöfina_ og
sagði': „Eg á þér líf mitt að
þakka. Þú getur beðið mig
þess^ sem þú óskar.“
„Elskarðu ennþá konuna í
Port Moresby?“ spurði hún.
„Nei og enga aðra konu.“ Og
vegna þess að hann var orðinn
þreyttur á leikaraskapnum
sagði hann stúlkunni frá öllu
saman, og því hvers vegna
hann gæti ekki framar unnað
neinni konu.
„Jafnvel ekki mér heldur?“
spurði hún enn.
„Nei, ekki þér heldur.“
„Þá vildi eg að hann hefði
drepið þig,“ saðgi hún. En
hann sá að tár voru í aug-
um hennar, er hún sneri sár frá
honum og fór
Nú ko.m hún ekki aftur, en á
hverjum morgni við sólarupprás
kom Ramabu, jafn stundvís og
klukka. Taugaáreynslan jókst
með hverjum degi, og til þess
að róa taugarnar fór hann að
halda dagbók. Hann hóf dag-
bókina á fyrsta deginum í daln-
um og skrifaði þar allt, sem
fyrir kom á hverjum degi, og
líka hvað hann hugsaði. Þetta
var góð dagbók, en hann
leyndi hana engu.> En stöðugt
hlustaði hann eftir ganginum í
úrinu. Það orkaði á hann eins
og trumbusláttur eða niður
rennandi vatns. Hljóðið var
honum kvöl, en þögnina óttaðist
hann enn meir. Hefði Ramabú
verið vopnaður, þá kynni hann
að hafa sætt sig við örlögin, en
þessar voðalegu hendur.....
Hann hafði alltaf gengið með
úrið á handleggnum, en nú ótt-
aðist hann að það gæti or.'ið
fyrir hnjaski. Hann hengdi það
upp á vegg fyrir ofan rúmið
sitt. Hann tók það oft niður og
athugaði gaumgæfilega. Þetta
var ágætt úr, gæti gengið í mörg
ár, en svikul kona hafði gefið
honum það, og það gæti reynst
svikult líka.
Giri kom eitt sinn í heimsókn
síðla dagsv Þetta var regn-
þrunginn dagur. Dorson sat á
fleti sínu og studdi höndum
undir kinn og þegar hann heyrði
þrusk við dyrnar stökk hann á
fætur.
Hún ávarpaði hann og sagði:
„Eg á að verða kona Ramabus,
ef faðir minn samþykkir hjú-
skapargjöfina. Er þér sama?“ Á