Vísir - 21.01.1957, Page 1

Vísir - 21.01.1957, Page 1
12 bls. 12 h§s. t7. árg. Mánudaginn 21. janúar 1957. 16. tbl. Slyslarir á Subur- Þrír menn hafa í vetur farizt á Suðurskautslandinu, og allir með sama hætti. Drukknuðu þeir allir, er dráttarvélar, sem þeir stjórn- uðu, fóru niður um ís. Þótt ;„fjölmenni“ sé nú meira þar syðra en nokkru sinni, því að þar eru a. m. k tíu vísinda- leiðangrar, hafa ekki orðið nein alvarleg slys önnur. Yys'ki drepino á Síýpur. Ty kneskur Iögreglumaður beið baiia s.1, laugardag í Nik- osia r. Kýpur, en tveir særðust. Sá fjórði síapp ómeiddur. a ¥ , en þeir eru s< nærri færir HlntEeysl Austttr- rikls skert. U ngverskir hermennn skertu hlutíeysi Austuríkis á freklegan liátt í nótt sem leið. Eltu þeir flóttamenn inn fyrir landámæri þess og þröngvuðu flóttamennina til þess að snúa við. — Þessu hlutleysi verður harðlega mótmælt, að því er hermt er í Budapestfregnum. ^____ i Reykjavík bafa bíla-r víHa sefjd fsistir á götarini eg airiirt’ferð trufl&st. Kommúnistar töpuðu í Þrótti. Einnig í hinu endurvakta Sjómanna- félagi Hafnarfjarðar. Stjórnarkjör hefir farið fram1 í ýmsum verkalýðsfélögum að undanfömu og skal hér getið nokkurra. Lýst var stjórnarkjöri í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, og fóru svo leikar, að listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs, lýðræðis- sinna, hlaut á 6. hundrað atkvæði og alla menn kjörna, en listi kommúnista fékk á 4. hundrað atkvæði og engan mann kjörinn. Þá varð einnig kunnugt um stjórnarkjör í Þrótti í gær, og fóru svo leikar, að listi sjálf- stæðismanna hlaut 126 atkvæði, en listi kommúnista 100. 1 fyrra féllu atkvæði þannig, að lista- atkvæði kommúnista voru fleiri en sjálfstæðismanna (107 gegn 112), en nú hefir taflinu verið snúið við, og segir þar til sin sú reynsla, sem félagsmenn hafa haft af ráðsmennsku kommún- ista og víðar. Friðleifur Friðriks- son fékk persónulega 134 at- i kvæði, og ýmsir aðrir fengu fleiri persónuatkvæði en listinn. Þá var i gær skýrt frá stjórn- arkjöri i Sjómannafélagi Hafnar- fjarðar, en það félag hefir legið niðri um nokkurt skeið. Komm- únistar endurvöktu það í haust með bráðabirgðastjórn, og báru fram A-lista við þessar kosning- ar. Úrslit urðu þau, að sá listi fékk 28 atkvæði, en listi lýð- ræðissinna 68 atkvæði og alla mennina kjörna. 1 stjórn þess félags eru Ki'ist- ján Jónsson form. Kristján Kristjánsson varaformaður, Þór- hallur Hálfdánarsson ritari, Ein- ar Jónsson gjaldkeri, Guðjón Frímannson varagjaldkeri og meðstjórnendur Hannes Guð- mundsson og Niels Þórarinsson. Allm:kil snjékoma hefur ver- ið hér suðvestanlands frá því í fyrrmótt, en snjórinn er yfir- leitt jafnfallinn og í morgun hc'.tfeu ekki borizt fregnir um að veg'r til bæjarins hafi lok- ast sökum ófærðar. Að því er Vegagerð ríkisins tjáði Visi höfðu bílar frá henni farið í morgun austur yfir Hell- isheiðd til þess að kanna leiðina og ryðia hana ef á þyrfti að halda. Bílstjórarnir töldu leiðina enn sæmilega færa, en væri allt að hálfs meters djúpur snjór á veginum. Hefur hvergi skafið og því ekki myndast beðjur eða skaflar á veginum, en þeir töldu að leiðin myndi verða ófær strax og hvessti. Blinda var mikil og sá illa fyrir veginum og voru bílarnir þrjár klukku- stundir frá Reykjavík og upp í skíðaskála. Vegna þess hversu færðinni er háttað á leiðinni taldi Vegagerðin að það myndi aðeins gera illt verra ef vegur-. inn yrði ruddur eins og sakir, stæðu. Aðeins í Kömbum var talin þörf á því, en annars stað-1 ar ekki. Á Keflavíkurleið var þæf- ingsófærð í morgun, en snjór er þar einnig jafnfallinn og hefur hvergi skafið í skafla. Bæði í gær og í morgun var Hafnarfjarðarleiðin rudd og eins .leiðin inn að Eiliðaám til þess að greiða fyrir umferðinni. Hér á götum bæjarins er færð in víðá allslæm og í raun réttri verri heldur en þegar komið er út á þjóðvegina. Bílar hafa víða setið fastir og torveldað umferð fyrir öðrum bílum. Jafnvel úrætisvagnar hafa setið fastir í lorgun og talsverðar tafir og rufianir orðið á áætlunum þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá /eðurstofunni í morgun er strekkingur á norðaustan á Norðurlandi og fannkoma nokk jr við ströndina, en fremur lít- il i innsveitum, enn sem komið er a. m. k. xNOKkur fannkoma var einnig i nótt og morgun allvíða sunn- aniands og vindátt breytileg. Lægð'.n, sem er yfir landinu, hreyfist lítið, og eru allar lík- ur á, að hægviðri það, sem nær vfir mikinn hluta landsins, haldist í dag og nótt a. m. k. — _,ægð er við Grænland vestan- vert, en of snemmt að spá um áhrif hennar, en þeirra mundi þó ekki gæta hér fyrr en í fyrsta lagi á morgun. WÚ'lH | |||^,|| "-it. Kyiknar í hús- gagnaverkstæði. I gær var slökkviliðið kvatt að Laugavegi 100, vegna elds í húsgagnaverkstæði Guðmundar Grímssonar, sem er bar til húsa. Eldurinn var á annarri hæð hússins í húsgagnabólstrun sem þar er í ákveðnu herbergi. Var mikill reykur í herberg- inu þegar slökkvilðið kom á veetvang og reyndust eldsupp- tökin vera í ruslakassa. Eldur- inn var fljótt slökktur og urðu skemmdir af eldi litlar, en aft- ur á móti talsverðar af rusli og reyk. \ Eins og gefur að skilja sigla nú miklu fleiri skip suður fyrir Afríku en áður. Myndin hér að ofan er frá skipalæginu í Durban í S.-Afríku. Skipin á myndinni eru flest olíuskip á leið til Evrópu, Hafa þau komið þarna við til að taka ýmsar nauðsynjar, vistir og vatn. Nýjar aftökur í Budapest. Tveir ungverskir frelsissinn- ar voru tcknir af lífi í Búda- pest í morgun. Annar þeirra var formaður byltingarráðs og stjórnaði auk þess fjölmennum flokki, þegar harðast var barist í Búdapest. Leiðtoga þessum, er og gefið að sök að hafa beðið um aðstoð Sameinuðu þjóðanna. Hinn, Szabo, var honum næstur að völdum. Áforma s atómknúins olíuskips. Bretar hafa atlmgað, að smíða risastórt oliuflutningaskip kjarnorkiiknúið, til olíuí'lutrUnsra á Ieiðinni sunnan GCðravoaar- liöfða. Skip þetta yrði á stærð við hafskipið Queen Elisabeth, eða um 80 þús. smái. S:r John Cock- croft, breski kjarnorkufræðing- urinn, sagði frá þessu á fundi kjarnorkufræðinga í París. Ilannt bætti því við, að reynt væri að finna leið til að smíða sparncytn- ari vélar en væru í kafbátnum Nautilus. —■ Sir John Cockcroft kvað smíði risa-olíuskips eðlJega eiga langt í land. Hann kvað áform á döfunni um miklu viðtækari áætlun um kjarnorku til iðnaðarþarfa en nú er í framkvæmd, og mundi hinn nýi orkumálaráðherra Sir Pcrcy Mills gera grein fyrir henni báð- lega. Stúlka slasast á Reykjanesbraut. I gær varð slys á Kaykjanes- braut skammt fyrir sunnan Þcroddsstaði. Þar voru tvær þýzkar stúlk- ur á gangi og varð önnur þeirra fyrir bifreið með þeim afleið- ingum að stúlkan meiddist mik- ið. Hún var ílutt í sjúkrabil í slysavarðstofuna og kom þar í ljós að hún hafði rifbeinsbrotn- að og auk þess hafði mjaðm- argrindin brákast eða brotnað. í gærkveldi varð piilur á hjálparmótorhjóli fyrir bifreið á Laugavegi við Höfðatún. —- Hann var flutur í slysavarð- stofuna og reyndust meiðsli hans mar á fæti. Á laugardaginn urðu einnig tvö slys hér í bænum. Þriggja ára barn varð fyrir bíl á Snorrabraut, en meiddist von- um minna. Hitt slysið varð á Grensásvegi. Þar datt maður og axlarbrotnaði. Riíssar sprengja atonsprengjit. Enn hafa Rússar sprervgt k,jarnorkuspreng.ju, en ekki er enn kunnugt livort hér er um vetnissprengju að ræða. Það kom í ljós s.l. laugardag, að þessl sprenging hafði átt sér stað. Næsta kjarnorkusprenging Rússa þar áður átti sér stað í nóvember s.I.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.