Vísir - 21.01.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 21.01.1957, Blaðsíða 6
{«' % VÍSIR Mánudaginn 21. janúar 1957. DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Simi 1660 (fimm línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. aonerra i Olíukóngurinn Lúðvík Jósefs- son hélt áfram varnarskrií- um sínum í Þjóðviijanum á [ laugardaginn, og sár á öilu, að hann treystir máistað sín- um ekki sem bezt. Var raun- \ ar ekki við öðru að b.iasc, pv"í maðurinn hefir gert sig sek- } an um óheyrileg afglöp, og j jafnvel blað hans hefir sak- j að hann um aí hafa sam- j þykkt sérstakan, fjórtán milljóna króna skatt á alT j menning með því að fall- | ast á hið háa flutnings- ] gjald, sem Hamrafellið tek- ur nú fyrir a5 flytja olíu til landsins. í greininni koma fram ýmsar athyglisverðar upplýsingar. ( Þar er meðal annars sagt frá j því, að eigendur Hamrafells, Olíuféíagið og S.Í.S., hafi alls ekki viljað láta skipií taka j að sár flutninga til landsins, j þegar til átti að taka. Voru ] þessir öðiingsmenn þá búnir j ið gleyma því, hversu hjart- 1 næmum orðum þeir fóru um ' það, að nú mundu fslending- j ar sjálfir eiga skip til að j flytja þá oliu til landsins, ] sem þyrfti til kyndingar og J atvinnureksturs? Þcir vildu ) fá að græða á hinu háa ver*i, ] sem komst fljótlega á oliu- ] flulninga eftir að innrásin \ haíði verið gerð á Súez-eiði. ] Þeir voru ekki að hugsa um I „niðurgreiðslurnar", sem ] einn framsóknarforkálfurinn I heí'ir síí'an iundið upp af dæmafáu hugviti. En það kom brátt á daginn, að ríkis- stjórnn var fús til að bæía eigendum skaðann að nókkru. Olíuráðherrann segir, að „fyrir mjög eindrengin tilmæli rík- isstjórnarinnar féllust eig- endur Hamrafells á að taka að sér flutningana frá Svartahafi". En þá var eftir að ákveða, hvað greiða skyldi fyrir fluíninga þá, sem skipio tæki að sér. Allir vita, hver niðurstaðan varð í því efni — farmgjöldin urðu 160 shillingar á smá- lestina! Og um það segir olíuráðherrann: „Eg vil ekki draga úr því, að Hamrafell hafi getað tekið að sér þessa flutninga Jyrir lægra gjald, en réttmætt er a" meta að- stæður allar". Síðan skýrir ráðherrann frá því, að þarha bjárgac'i' það ríkisstjórninni, að það giltu engar reglur um þetta atriði. Og þanngig stóð á, að það þótti ekki heppilegt að setja neinar reglur í þessu efni, af því af' í hlut áttu menn_ sem eru mjög ná- kcmnir ríkisstjórninni, og ekki mátti biaka við. HaHa mérin, að ríkisstjórninni hefði ekki þótt ástæða til að setja einhverjar reglur, ef aðrir aðilar hefðu átt hlut að máli en samvinnumenn og framsóknargæðingar? Jú, þá hefði ekki tekif' langan tíma að setja strangar reglur. ftrfærssitajaltdsS. Olíuráðherrann þykist harla góður, þegar hann segir frá ] því, að um sama leyti og ) ríkisstjórnin samdi um leig- una á Hamrafelli, hafi verið gerðar ráðstafanir til þess, | að skattleggja skip þetta um I níu milljónir króna með I 16% yfirfærslugjaldinu nýja. ) Viríost hann vera harla hróð- ) ugur yfir að geta skýrt frá j þessu, því að það sé svo sem I sönnuu þess, að eigendur 1 skipsins sé ekki látnir sleppa 1 við neitt gjald, sem á þá sé hægt að leggja af hinu opin- ! bera. JEn hvernig kemur þetta þá út? Jú, það kemur þannig út, að ríkisstjórnin leggur níu ] milljónir á kaup skipsins^ en } geíur eigendum þess síðan ] ávísun á þessa fjárhæð og ! hana eiga þeir að sækja í ) vasa þeirra, sem not'a olíuna, er skipið flytur til landsins. | Og ríkisstjórnin gerir meira. | Hin hjimilar eigendum Hamrafells ekki aTeins að skattleggja almenning um þessar umræddu níu milljón- ir, heldur fá þeir fimm milljónir í ómakslaun fvrir að innheimta yfirfærslu- gjaidið. Smáræði, vitanlega! Vafálaust þykir olíuráðherran- um skemmtilegt að hafa ver- ið aðili að svo „sniðugum bisness"_ en þa? er ekki víst, að almenningur kunni við þessar nýtízku féflettingar- aðferðir. Þess vegna er olíu- málaráðherranum óhætt að halda áfram að skrifa. Hann verður að gera betur, ef hann ætlar að þvo af sér olíubrák- ina. Stjóra S.-Afríku fer í ksigferð tvisvar á ári. Höfðaborg og Pretoríe eru höfuðborg til skiptis. Suður-Afríka mun vera eina rikið í heiminum, sem hefur tvær höfuðborgír, 05 hefur ríkisstjórnin aðsetur - hvorri jiáif* pV _ senn. Ut þessur mundir er stjórn Strijdoms sð flytja sig um set frá Pretoríu og heldur suður til Höfðaborgar, þar sem hún mun dveljast fram á mitt ár, en þá verður farið norður aftur. Er það líka til minningar um hina „miklu för" Búa, þegar þeir héldu norður úr Höíða- nýlendunni, þar sem þeir vildu ekki vera í sambýli við brezka menn. S.-Afríka hefur naft tvær höfu*borgir síðan 1910, er sam- bandsiýðveldi var stofnað þar syðra. Fjórum nýlendum var steynt. sarnan, en þær eru svo afbrýðisamar gagnvart hver annaajri, ejinkum er andúðin mikil milli Transvaals og Höfðanýlendunnar innbyrðis, að ógerningur var að komast að samkomu!asi um bað, hvar höfuðborg ríkisins ætti að vera. Varð ?ð lckum úr, að höfuð- borgirnar skyldu vera tvær — Pretoria og Höfðaborg til skiptis — og ekki bætir það úr skák, að hæstiréttur landsins er á briðiá staðrmm. Hann hef- nr aðsétur í Bloemfontein í Óraniu. ..D^'T'arðslestir" Þa3 lætur rð líkum, að mik- folýja fcíá: Fannirnar á ið er um að vera í Pretoríu um þessar mundir. Margar og langar bílalestir hafa verið sendar suður á bóginn með allskonar skjöl og skilríki, og auk þess munu nokkrar járn- brautalestir fara h'aðnar suður á bóginn. Járnbrautarstöðin í borginni er eins og í umsátur- .ástandi. Þar eru skælandi börn, geltandi hundar og mjálmandi kettir. Það er ekki einkenni- legt, þótt aukalestir þær, sem flytja opinbera starfsmenn milli höfuíborganna, sé kall- aðar „dýragarðslestirnar". Stjórnarstörfin verða ekki kcmin almennilega í gang í Höfðab. fyrr en eftir svo sem mánuð, því að öllu verður vit- anlega að koma fyrir á nýja staðnum, þegar 1600 km. ferð er lokið. Og menn eru varla farnir að átta sig, þegar þeir mega „pakka niður" aftur vegna ferðarinnar norður í land. i Það er ' ekki að undra, þótt blöð landsins gagnrýni þessa „þjóðflutninga" harðlega og æ harðar með hverju árinu sem líður. Krístján Eldjárn Nýja Bíó sýnir enn< við á- gæta aðsókn kvikmyndina „Fannirnar á Kilimanjaro", sem gcrð er éftir kvikmynda- handriti á grundvelli sam- nefndrár sögu Hemingway's. í náiægð hins snævi þakta Kili- manjaro, hæsta fjalls Afríku, sem heilla"' hefur ti! sín Jsunn- an riíhöfund og feVða'áná, er brugðið upp hverri mvndinni af annari úr lífi h=ms. és^uti hans og baráttu si?rum na vonbrigð- um frá liðnum dögum, og af sálarstriði hans, við takmarka- lausa fórnfýsi og umönnun göfugrar konu hans, er hann liggur þarna sár og örvænt- andi. Hér hafa snillingshendur saman ofið marga þræði í trausta taug, sem verður bjarg- taug, af því að sterkasti þáttur- inn er vilji einbeitni, ást og fórnarlund göfugrar konu. Hér eru mörg tækifæri til að sýna tilþrifamikinn leik og ber þar hæst Susan Haywards (eigin- konan) og Gregory Peck (eig- inmaðurinn), ennfremur Leo G. Carroll (Bill frændi) og Cynthia (Ava Gardner). — Kvikmyndin er í flokki beztu kvikmynda, sem hér hafa verið sýndar að undanförnu, og að- sóknin sýnir, aS almenningur kann að meta þær myndir, sem mikið er spunnið í. — 1. m Kristján Eldjárn þjóðminja- vörður varði í fyrradag dokt- crsrity^rð sína um „Kuml og haugfé í heiðnum s:3 á fslandi". Fór athöfnin fram í hátíða- sal Háskólans og var salurinn fullskipaður. Meðal áheyrenda var Ásgeir Ásgeirsson forseti. Dr. Steingrímur J. Þorsteins- son prófessor, forseti heim- spekideildar Háskólans stjórn- aði athöfninni, en andmælend- ur voru dr. phil. Jan Petersen, yfirsafnstjóri frá Stafangri og dr. Jón Jóhannesson prófessor. Fór athöfnin hið bezta fram og lauk henni með því að lesin var yfirlýsing heimspekideild- ar um doktorsprófið. Félag vefnaiarvöru- 25 ára. Félag vefnaðarvörukaup- manna var stofnað 9. janúar 1932 og á því 25 ára afmæli um þessar mundir. Stofnendur voru um 20 en nú eru félagsmenn rúmlega 90. Fyrsta stjórnin var þannig skipuð: Jón Björnsson formað- ur og meðstjórnendur Ragnar Blöndal, Árni Árnason, Axel Ketilsson og Sigríður Björns- dóttir. Formenn hafa verið síðan Ragnar Blöndal, Ámi Árnason, Jón Helgason og nú er formaður Björn Ófeigsson. Með honum eru í stjórninni Halldór R. Gunnarsson, Hjörtur Jónsson, Sveinbjörn Árnason og Þor- steirin Þorsteinsson. Vefnaðarvörukaupmenn munu halda afmælishóf n.k. fimmtu- ] dag i Þjóðleikhúskjallaranum. Það kemur fyrir að maður blátt áfrain gleymir litlum en merkum söfnuði i bænum fyrir há\aðanum í öðrum. En koniirn- ar taka eftir öllu, eins og alkunna er, og hefur vinkona mín ein sent mér bréf, þar sem gerð er fyrirspurn um efni, sem mér hef- ur aldrei áður konrið í hug. Bréf- ið er á þessa leið: „Vill Bergmál ekki vekja máls á því fyrir mig, hvers vegná aldrei er útvarpuð messum frá kaþólsku kirkjunni. Það er sagt að kirkjuorgel ka- þólsku kirkjunnar sé mjög gott, og messur þar hátiðlegar og fagrar, en þeim er þó aldrei út- varpað. Við og við er verið að Útvarpa frá öllum öðrum kirkju- söfnuðuíri en þjóðkirkjunni, svo varla er þetta einleikið. Eg vænti þess að Bergmál ieysi úr gátunni fyrir nrig." Óhoppilegt útvarpsefni. Bergmál hefur leitað séi' upp- lýsinga um inálið hjá fulltrúa út- varpsráðs. Hann segir að það muni ekki rélt vera, að aldrei liafi verið útvarpað hljórulist frá kaþólsku kirkjunni, þótt viður- kennt sé, að sjaltían hafi það ver- ið gert. En helztu vandkvæðin við að útvarpa messum í heild frá kaþólsku kirkjunni er þó, að messur þess safnaðar eru talsyert frábrugðnar messum þjóðkirkj- unr.ur, og að því leytinu óhent- ugar sem útvarpsefni. Liggur það í þvi, að þær eru í eðli sinu jaí'n mikið fyrir augað sem eyrað, ef svo mætti að orði komast. Ef út- vr.rpa ælti messu frá kaþólikuni, myndu sl.upast eyður í útvarps- efnið vegna langra þagna, þegar fram fara helgiathafnir, er'yrði þá að lý:u. Sjónvarp er hér ekki enn. Þetta er kaþólskum mönn- um ljóst, og hafa þeir aldrei far- ið þess á leit, að messutn þeirra væri úlvarpað. Auðsótt ef.. . Það væri auðsótt, að fá þvi ti!. leiðar komið, að þessuni mesáuril yrði útvarpað, ef áhugi safnað- armanna væri fyrir því. Rikis- útvarpið hefur verið frjálslynt i þessu efni, enda ulgert trúfrelsi viðurkennt hér á landi. Hitt er svo annað mál,.að að öðru jöfnu er útvarpað messum frá þjóð- kirkiunni, þar sem gera má ráð fyrir að þær eigi almennast er- indi til hlustentíu. Kirkjuldjóm- leikum mun og hafa verið út- varpað í'rá kaþólsku kirkjunni hér, og verður sjálfsagt gert sið-' ar, ef tilefni gefst til. Ríkisút- varpið hefur enga tilhaéigirigu tíl bess að sniðganga söfnuð Lu- þdlskra manna, og má benda á í því sanibandi, að biskup þeirrá mun.-á næstunni flytja þrjú er- indi i útvarpið, það fyrsta á þriðjudagskvöld. — kr. Volvo vill gera kaup við Noreg. Osló í janúar. Á síðasta ári fluttu Norð- menn inn 10.734 bifreiðar, þar af 346 af Volvogerð en nú vonast Svíar til að geta selt enn fleiri Volvo. Hefur sænska félagið farið þess á leit, að Norðmenn kaupi 3000 bíla af sér, en vill í stað- inn fela tveim norskum verk- smiðjum að framleiða bílahluti fyrir sig. Munu Volvo-verk- smiðjurnar veita þeim verkefni fyrir 25—30 millj. n. kr. — í ár er gert ráð fyrir 15.000 bif- reiða innflutningi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.