Vísir - 25.02.1957, Blaðsíða 3

Vísir - 25.02.1957, Blaðsíða 3
Mánudaginn 25. febrúar 1957 VÍSIR 3 Hjörtor Kr. Benediktsson: $b I nis ibi Ib«8"i* í Skagaíirði og lijggðarsafnið |mbi*< i*ar eru smíðisgripir eftir Fjaiia Eyvind, Bóiu - Hjáimar o.fi. Hér fer á eftir grein um Glaumbæ í Skagafirði, staðinn, bæjarhúsin og liið gagnmerka byggðarsafn þeirra Skagfirðinga, sem þar er geymt. Er það án efa eitt hið sérkennilegasta, skemmtilegasta og merkasta byggðarsafn, sem cnn hefur verið stofnað hér á landi. Greinarhöfundur er Hjörtur Kr. Benediktsson að Marbæli í Seyluhreppi, en hann hefir um mörg undanfarin ár verið safnvörður og húsvörður í Glaumbæ og gegnt því starfi með prýði enda greindur mað- ur og gagnfróður svo sem grein in ber með sér: Vegna tilmæla ritstjóra Vísis ætla eg að segja örlítið frá Gaumbæ og byggðarsafninu þar. Auðvitað verða það molar einir, því ef rækilega ætti að skrifa um það, yrði það langt mál. En nauðsyn væri að semja sögu staðarins eftir þeim beztu gögnum, sem hægt væri að fá. Glaumbær hefir verið á fyrri tímum höfðingjasetur. Þótt aðra bæi í Skagafirði beri hærra á Sturlungahöld og síðar er vitað að þar voru ríkir höfðingjar, eins og Teitur Þorleifsson. Og víst hafði Jón biskup Arason fullan hug á að ná staðnum á sitt vald, sem og tókst, er hann kom Teiti burtu og fekk Rafni Brandssyni lögmanni, tengda- syni sínum, hann til umráða. En eigi naut Rafn iengi fengsins. Geymzt hafa í Skagafirði, gömul munnmæli um Glaum- bæ og þáttaskipti um yfirráðdn frá þessum tíma. Váleg örlög Rafns. Munnmælin eru á þann veg, að þegar Teitur fór í síðasta sinni frá Glaumbæ, var honum, sem að líkum lætui', þungt í skapi, er hann steig á bak hesti sínum áGlaumbæjarhlaði.Rúmu ári síðar var Rafn kominn með sveinum sínum að Glaumbæ, sennilega að líta þar eftir bú- skapnum, því sjálfur bjó hann á Hofi á Höfðaströnd. Rafn og sveinar hans drukku víst allfast og var Rafn all- drukkinn, er þeir stigu á hesta sína. Tókst þá svo slysalega til, að hann æddi á sverð hjá ein- um sveinanna og særðist svo al- varlega, að það varð hans bani innan fárra daga. En staðurinn, Séð inn baðstofuna í Glaunibæ. En þar er ölln komið fyrir líkast því sem var í maðstofum á meðan búið var í þehn. er hann særðist, var sami blett- urinn, sem Teitur steig á hest sinn ári áður. Samtímamaður Galdra-Lofís. Kirkja og prestssetur heir ver- ið í Glaumbæ óslitið frá siða- bót. Ýmsir ríkir og mikilhæfir klerkar hafa búið þar. Góður hefir þeim þótt Glaumbær, því í rúmar fjórar aldir hefir að- eins einn prestur flutt burtu, Halldór próf. Jónsson að Hofi í Vopnafirði. Frá 1550 til þessa dags hafa verið í Glaumbæ að- eins 16 prestar. Lengst af öllum prestum í Glaumbæ var Grím- úlfur Illugason (1726—1784) eða 58 ár. — Um hann eru til miklar galdrasagnir, enda var hinn nafnkunni Galdra-Loftur honum samtíða í Hólaskóla. Kirkjuklukkurnar í Glaumbæ eru önnur frá tíð síra Grímúlfs, með áletruðu nafni hans á lat- ínu og ártalinu 1734, en hin er með nafni fyrirrennara hans, einnig á latínu, Egils Sigfús- sonar og ártalinu 1721. Báðar eru klukkurnar í fullu gildi enn. . Bærinn í Glaumbæ hefir efa- laust verið einn alira stærsti bær í Skagafirði, enda oftast fjöldi fólks í heimili, t. d. í tíð Jóns prófasts Hallssonar — 1874—1890 — voru um 30 manns í heimili á sumrin, en nokkru færra að vetrinum. Jón próf. var stórauðugur af lönd- um og lausafé og hafði stórbú í Glaumbæ. Byggði npp baðstofuna. Hann byggði upp baðstofu þá, sem nú er, og mun hann lítið hafa látið breyta gerð hennar. Einnig lét hann byggja stofu og bæjardyrnar. En elzta hús bæj- arins er enn stendur óhaggað, er stofa norðan bæjai’dyra; hana byggðí Halldór próf. Jóns- son rétt eftir -1840. Á hinu mannmarga hemili hefir sennilega oft ríkt glað- værð og gleði, bærinn borið nafnið með rentu Þegar hætt var að búa í bæn- um og' byggt var íbúðarhús fyrir prestinn 1944, tók Þjóð- minjasafnið bæinn í sína vörzlu Bærinn að Glaumbæ í Skagafirði. Hann hefur um allmörg undanfarin ár verið notaður fyrir byggðasafn Skagfirðinga, en það mun nú vera eitt merkasta og fullkomnasta byggðasaín landsins. og lét endurbæta hann í sama 'göngin í Glaumbæ voru orðlögð stíl, svo húsaskipan hefir í engu í Skagafirði og jafnvel víðar verið breytt. — Hófust þá Skag jfyrir lengd, enda eru þau 18 Vz fh’ðingar handa, undir forustu m. löng. Jóns alþm. Sigurðssonar á Reynistað, að safna gömlum munum í Skagafirði, svo nú er það orðið all álitlegt safn, sem varðveitt er í gamla Glaum- bæjai’bænum, á 6. hundrað mun ir áils. Voru orðin síðustu tæki- færi að ná í marga af hinum jgömlu gripum. Eitt er víst, að hefði eigi verið hafizt handa að safna fyrr en nokkrum ár- um síðar, þá væiú safnið all- mikiu fáskrúðugra. Má tilveru safnsins sérstak- lega þakka áhuga Jóns á Reynistað. Auðvitað hafa fleiri lagt þar hönd að verki, sérstak- lega ber aff þakka Árna bónda Sveinssyni á Kálfsstöðum, sem sérstaklega áhugasömum að safna öllu sem hægt hefir verið' að ná í. Einnig safnaði Ragnar Ásgeirsson ráðunautur miklu, og aðstoðaði við niðun’öðun þess upphaflega. Húsaskipan. Eg vil nú lítilsháttar lýsa húsaskipan í Glaumbæ. Bæjar- djT (karldyr), snúa mót austri, eins og almennt var á öllum gömlum bæjum hér miðsvæC'is í héraðinu. Eru 6 þilstafnar, með burstum fram á hlaðið. Smiðja er syðst næst 2 úti- skemmúr, þá stpfa og bæjardyr undir sama risi, norðan bæjar- dyra er önnur stofa og nyrst er { útiskemma. j eldhús og geymsluhús. Baðstof- Frá bæjardyrum eru bein an er í 8 stafgólfum, eru af- jgöngu til baðstofu, sem er vest- iþiljuð hús i háðum endum, 11 just húsa. Fjögur hús eru sinnjrúm eru í baðstofunni, þar á 'hvoru megin gangna. Bæjar-| Framh. á 11. síðu. Sunnan gangna, næst bað- stofu, er hús með útidyrum mót suðri, munu þær dyr hafa til forna heitið brandadyr. Var um þær borið eldsneyti, aska og sorp. Einnig ef eldsvoða bar að höndum, var hægra að forða sér þar út, er þær voru svo nærri baðstofu. „Gusa“ — stofa námssveina. Næst baðstofu, beint á móti suðurdyrum, er alþiljað hús dá- litið, er áður var oft notað fyrir svefnhús, ber það nafnið ,,Gusa“, er það1 nafn víða þekkt. Mun nafnið hafa borist víða, vegna þess að piltar lærðu oft undir skóla hjá prestunum í Glaumbæ, voru þeir látnir hafa aðsetur í „Gusu“. Munnmælin herma að nafnið sé þannig til komið: Fvrir löngu síðan var kerling ein í Glaum- bæ, er Guðrún hét, var hún ær- ið skapstygg, og er illa lá á henni, hafði hún til að opna hurðina og skvetta úr nætur- gagni sinu á ærslafulla stráka er um göngin fóru. — Síðast segir sagan að hún hafi verið orðin leið á lífinu og hengt sig í kompu sinni. En hvað sem um það er, er hún nú hætt öllu um- stangi og verður aldrei vart á ferli. Framar í bænum eru búr, T. C. Bridges og Hassel Tiltman Frarah. og brestum. FjÖgur hundruð hermenn voru í henni. Margir þeirra biðu bana, en hinir flýttu sér út úr vögnunum og hlupu í áttina til Arabans, sem sat þarna skammt frá þeim, því að þá grunaði, að hann mundi ekki alveg eins saklaus og hann lézt vera. En þá kynntust þeir Law- rence frá nýrri hlið. Þeir fengu rækilegar sannanir fyrir því, að hann væri frábær skamm- byssuskytta. Þegar fótfráustu hermennirnir fóru að nálgast | Arabann, reis hann á fætur og dró stóra skammbyssu undan skikkju sinni og skaut á þá, af svo miklum fræknleik, að þeir sáu sitt óvænna og létu undan síga. Flýttu þeir sér í skjól við vagnana og hófu skothríð ’á hann milli vagnhjólanna. En Lawrence hafði líka séð við þessu. Hinum megin við járnbrautina biðu nokkrir 1 manna hans og þeir komu nú allt i einu í ljós með tvær hríð- j skotabyssur. Hófu þeir ban - ' væna skothrið á Tyrki, en við !það féll þeim allur ketill í elá. Flestir þeirra féllu eða særo- ust en hinir tóku til fótár.na og flýðu sem fætur toguðu út á auðnina og skeyttu ekki meira um letsina, sem þeir höfðu átt að verja. Meðan Lawrence gerði þessar djarflegu árásir sínar, hélt meginher Araba áfram sókn sinni á ströndum Rauöahafsir.s og stóðst ekkert fyrir honum. Var loks svo komið, að sveitir Husseins, sem hafði nú verið krýndur til konungs, áttu skamma leið ófarna til Akaþa. Ef þær tæki hana, mundi það ekki einungis verða hið mesta j áfall fyrir Tyrki, heldur mundi það og opna leið til innrásar í Sýrland og loks að hliðum Damaskus. Tyrkir þóttust sannfærðir um að geta varið Akaba og. studdi margt þá trú þeirra. Eitt var það, að ekki var hægt að komast aö borginni, nema meu því að fara.yfir Salomonsfjöllin, en þau voru fullerfið vel-bún- um fjallagöngugarpi, svo að ekki sé minnzt á Beduináher- inn. Þar við bættist. að Law- rence hafði einungis haft með sér vistir til tveggja mánaða, er hann lagði upp í þessa herför og af þeim birgðum varð líka að fæða alla tyrknesku fang- ana En hann tók Akaba engu að síður. Þótt hermennirnir væri þreyttir og svangir lét hann þá samt hefja gönguna þvert yfir fjöllin og 7. júlí gerðu þeir skyndiárás á Akaba. Tyrkir og Þjóðverjar, sem voru til varn- ar, voru þrumu lostnir, því að þá hafði ekki órað fyrir því að Lawrence mundi geta brotizt yfir fjöllin. Féll þeim allur ket- ill í eld og gáfust upp bardaga- laust. að kalla. Lawrence og Feisal voru nú búnir að ná fyrsta takmarki herferðar sinnar. Öll strönd Rauðahafsins var á valdi þeirra. Þeir höfí'U nú lika á að skipa tvö hundruð þúsund manna her. Hafði Lawrence safnað nokkurum hluta þess liðs á ‘ ferðum sínum um auðnina en auk þess höfðu ýmsir ættbálk-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.