Vísir - 08.03.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 08.03.1957, Blaðsíða 6
r ▼ffisœ Föstudaginn 8. marz 1937 t wisim Mlóðurmáls- /... D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. AfgreiSsla: Ingólfsstræti%3. Simi 1660 (fimm línur) Útgefándi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala kr. 1,50. Félagsprentsmiðjan h.f. Tvennskonar réttnr. ÞaS hefir löngum verið við- kvæðið, að hér á landi gilti tvennskonar réttur, annars- vegar réttur ríkisins til að fara sínu fram í samskipt- um sínum við óbreytta borg- ara, og hinsvegar réttur — eða öllu heldur réttleysi — J hinna sömu borgara gagn- ! vart ofurvaldi hins opinbera. 1 Hefir þetta sjaldan komið j betur'fram og greinilegar en einmitt síðustu vikurnar og I mánuðina — í tíð rikis- ■ stjórnar þeirra flokka, sem 1 kalla sig umbótaöfl þjóðfé- ■ lagsins — enda verður slíkt ástand aldrei ljósara en þeg- ar ríkisvaldið kreppir að þegnunum með höftum og hömlum. Þarf eltki að nefna mörg dæmi, til þess að þetta verði öllum ljóst. Eins og menn muna var ákveð- ið að binda kaupgjald og 1 vöruverð í lok ágústmánað- ! ar, er gefin voru út bráða- birgðalögin um bindingu ■ vísitölunnar. Kaup og verð- lag áttu að vera óbreytt. Áð- ' ur en þetta kom til fram- kvæmda, voru fáeinir aðilar ! i landinu látnir leggja bless- ! un s ína yfir það en þing ! þjóðariniiár — æðsti vett- vangur í þessum málum — 1 var ekki látið fjalla um mál- ið, fyrr en aðrir höfðu sam- þykkt það, sem ríkisstjórnin hafði í hyggju að gera. Við það sat að sjálfsögðu að verðlag og kaupgjald stóðu í stað, en ekki var það þó lengi. Ríkissjóður hefir lengi ! verið haldinn sífelldum sulti, og þegar ríkisstjórn- inni fannst ástæða til að fá meira fé fyrir áfengi og tó- • bak, þá var ekkert til íyrir- stöðu að hækka verð á þeim vörum. Margir telja þær — með réttu •— skaðlegar, en ríkissjóður var ekki að hækka verðið til að draga úr notkun þeirra, engan veginn. En það skiptir ekki verulegu máli í þessu sani- bandi. Hitt er veigameira, að svo hafði verið búið unt hnútana, að ekki mátti hækka vöruverðio nema með sérstakri undanþágu. Ríkisstjórnin hefir vitanlega talið sig undanþegna því á- kvæði og engu blaða. hennar fannst ástæða til að fetta fingur út í það. þótt hún gerði það, sem hún bannaði þegnunum að gera. Hún hafði réttinn, sem hún hafði hai’ðlega neitað öðrum um við sömu kringumstæður. Önnur ríkisstofnun Iiefir síðan fetað í fótspor einkasölu- fyrirtækjanna — annað hvort að uridirlagi ríkis- stjórnarinnai' eða með bless- un hennar. Það er ríkisút- varpið sem hefir hækkað taxta á auglýsingum fyrir skemmstu. Aftur hafði rík- isstofnun leyfi til að hækka þjónustu sina, og enginn get- ur komið í veg fy.rir það, af því að. hið opinbera er aðili, en ekki þegnarnir. Hver er svo hlutur þegnanna? Hann kemur bezt fram í þeirri árás, sem kommúnist- ar innan ríkisstjprnarinnar hafa hafið á verzlunarstétt- ina með blessun a:marra stuðningsflokka hennar. Meðan ríkið hækkar verðlag á því, sem það selur, skipar það kaupmönnum að taka minna fyrir það starf. sem þeir inna af hendi. Þéim er ætlað minna íé til starfsemi simiar en til dæmis tóbaks- einkasölurini, og sést þar enn munurinn á rétti ríkis og þegna. Hættuleg þróun. Forvígismenn verzlunarstéttar- innar hafa skýrt frá því, að þegar þeim hafi borizt til eyrna að verðlagsákvæði mundu yfirvofandi, haii þeh átt viðræður við yfir- völdin í þessum efnum og skýrt þeim frá tilhögun á- lagningar. Viðkomandi yf- irvöld létu sér- þau orð um munn fara, að álagningin væri hófleg. Mátti því ætla, að ekki mundi þykja ástæða til að skerða hana. Almenningur yeit nú, hvað of- an á hefir orðið. Álagningin, sem hið opinbera taldi hóf- lega, hefir verið skorin nið- ur til mikilla muna, svo að margir kaupmenn sjá nú fram á það. að þeir geti ekki. starfrækt fyrirtæki sín öllu lengur. Þar kemur enn framj rcttleysi borgaranna gagn-j vart ríkisvaldinu. og þarf ekki 'einu sinni að minna áj verðhækkun áfengis og tó-j baks til samanburðar. til ^ þess að mönnum sé það ljóst. Hér er um hættulega þróun að ræða. en hún er enn hættu- legri: fyrir það, að innan rik- isstjórnarinnar eru flokkar, sem leggja einstaka stéttir í einelti og' vilja uppræta þær, ef hægt er. Meðan þeir A. B. skrifar: Er ekki réttara að segja og rita Bolungavik en Bolungarvik? Hver er uppruni orðsins og af jhvaða lieimildum má fræðast um hann? Svar réttara er ta.lið að rita Bolungarvík og er þá farið eft- it elztu heimildum um orðið, Landnámu. Um uppruna þess er það að segja, að til er í mál- inu orðið bolungtn- (einnig buðlungur og buhmgur), og merkir það viðarhlaða, oft strítumyndaðan upp. Er ekki ólíklegt, að þessi orð séu dreg- in af bolur með viðskeytinu ungur. Af bolungur gæti svo Bolungarvík verið mynduð. Á móti því mælir þó, að orð. sem enda á -ungur, enduðu jafnan á s í eignarfalli eintölu, og er svo oftast enn, silungur, sil- ungs, teinungur, teinungs o. s. frv. Hefði því verið eðlilegra, ef staðarheitið er af karikyns- orðinu myndað að það héti Bolungsvík. Þess ber þó að geta. að Blöndalsorðabók hefir tvenns konar eignax-föll af orð- inu bolungur, bolungs og bol- ungar, en líklegt er, að ar-end- ingin sé nýleg. Af þessum sökurn hefir því verið haldið fram, að Bolungar- vík sé ekki myndað af karl- kynsorðinu, heldur af kven- kynsorðinu, sem hefð'i þá heitið bohmg, eignarfall til bolungar. Ekki veit eg til þess. að það orð komi fyrir eitt sér eða í öðrum samsettum orðum, en engin sönnun 'er það fyrir því að það hafi ekki verið til. En af hvoru orðinu, sem Bolungarvík er myridað, er sjálfsagt að haida sig við gamla ritháttinn, enda er almennt enn, ao svo sé. Geta.má þess, að fyrir kem- ur í fornum heimildum örnefn- ið Bolungaholt (r-laust.). Er álitið, að þar sé fyrri hlutinn eignarfall fleirtölu af bolung- ur í merkingunni nautkálfui' (sbr. Yxnafell, Öxnadalur o. fl.)_ og gæit bolungur í þeirri merkingu verið dregið af orð- inu boli með viðskeytinu -mig- ur, sem væri þá smækkandi viðskeyti. en þannig er það. einmitt oft (systrungur, tein- ungur o. fl.). Þ. M. S. skrifar m. a.: Ný- lega las eg orðið hrollvænleg- ur í blaðagrein og þýddi það hrollvekjandi. Eg hefi aldrei heyrt það né séð og langar að heyra álit þitt á júví. Mér virðist Ilirollvænlegur eiga aiveg eins rétt á sér og hrollvekjandi. Þetta eru hvort tveggja nýyrði búin til í sam- bandi við sálarkitlandi eða hryllilegar lcvikmyndir í augr lýsingaskyni. Hrollvæniegur er myndað með hliðsjón af orð- um eins og friðvænlegur, ill- vænlegur, og allir skilja hvað það þýðir. Einnig hefi eg séð nafnorðið hroilvekja notað um þessa tegund mynda (hún var mesta hrollvekja). Ekki er hæg't að fordæma þessi orð írá málfræðilegu sjónarmiði, en fá einhverju að ráða, geta þegnarnir ekki gert sér von- ir úmi.að réttur þeirra verði virtur. engin eftirsjá væri að þeim fyrir því, enda finnst mér ólík- legt, að þau festist í málinu. Hryllingsmyndir hafa surnir nefnt þessa tegund mynda, og er það sýnu betra. en ef til vill þykir það ekki nógu lokkandi. Þá er spurt: Haim uppgöfg- aði þetta eða hht, er það rétt? Svar: Hér er um að ræða framburðarskekkju, sem oft heyrist, en menn ættu að var- ast. Orð þetta er ekki skylt sögninni að göfga, heldur leitt af sögninní að götva, sem þýð- ir grafa. Uppgötva merkir því upphaflega að gi-afa eitthvað upp og uppgötvun uppgiöftur einhvers. En merkingin hefir breytzt og orðið rýmri, upp- götva merkir nú að finna eitt- hvað nýtt eða finna eitthvað upp. Leifur heppni uppgötvaði Ameríku; Morse uppgötvaði ritsímann; eg þai'f að uppgötva, hver er höfundur þessarar greinar. Framburðurinn upp- göfga, uppgöfgun, uppgöfgari er latmæli. sem stuðlar að mis- skilningi á ágætu orði. E, II. F. Suei — Framh. af 1. síðu. skipagjöldum. Tillaga væri komin fram um, að Alþjóða- bankinn íæki við þeim og greiddi svo Egyptalandi sann- gjai'nan hluta, samkvæmt samningum og eitt blaðið telur mikilvægast, að náð sé sem fyrst samkomulagi um greiðsl-! urnar, þá ætti að vera hægt að snúa sér að öðrum atriðum,! sem vist er að valdi miklu um ' og ef til vill löngum deilum, en 1 það er út af kröfum um skáða- bætur og gagnkröfum. Efnali agshl iðin. j Þá er rætt um það hvert (efnahagslegt tjón Arabaþjóð- irnar hafi beðið af deilunum, • I I , en a, m. k. ein þeirra Sýrlend- | ^ingar. hafi brugðið við til að. .ieyfa viðgerð á olíuleiðslunum,! |og fái þannig tækifæri til að geta byrjað á að græða þau sár, j sem það hefur bakað landinu,' að tekjulindin af olíunni tæmd- ist í bili. Fjórir mánuðir. Blöðin reeða um það, að nú hafi skurðurinn verið lokaður í fjóra mánuði, og' hefði skurð- j urinn þegar getað verið kom- j inn í notkun, ef Nasser hefði ekki tafið framkvæmdir. í blöðunum, t. d. Glasgow, Herald, heyrast raddir um, að, það sé hin óljósa og óákveðna stefna Dullesar og Eisenhowers, sem hafi leitt til mikillar gagn- rýni á Bandaríkjunum. Bendir blaðið á nauðsyn þess, að’ Eis- enhower geri glögga grein fyrir afstöðunni, og segi undir hvaðaj kringumstæðum hann myndi ( láta til kasta Bandaríkjanna | koma. Með því að skjóta öllu til Sameinuðu þjóðanna gætu mik- ; ilvægar og nauðsynlegar á- ( j kvarðanir vera ónýttar. sökum þess, að á vettvangi Sameinuðu þjóðaiuia, er unnt að beita neitunarvaldi — og það muni I Nasser og slíkir menn nota sér. J Eftirfarandi bréf hefur blað- inu boristi. „Ég vil ekki láta hjá iíða að iáta í ljós, að ég ar alveg sömu skoðunar og fram kom í Berg- máli í Vísi í dag (7/3), er hneig mjög í þá átt, að menn á öllum aldri hrifust eigi síður af því, sem gamalt er og gott, en þvl, sem mesta nýjanrumið er á, hvort sem það er Ijóð, saga, kvikmynd eða annað, svo að ég taki líkt til orða og gert var í blaðinu. Hefðarblær. Þegar um þetta er rætt mætti kannske lika benda á, að yfir svo mörgu, sem er gamalt, og má heita sígilt, er einhver hug- stæður blær, sem heillar, blær sem það fær, sem hefur unnið sér hefð fyrir gildi sitt. En svo má ekki gleyma því, þegar okk- ur finnst margt vera borið á borð fyrir okkur sem sé litils virði, að við vei'ðum að taka við öllu, sem tíminn sem við lifum á, réttir að okkur, en það gamla, margt af því, sem við dáumst svo mjög að, er það, sem hefur staðið af sér öll veður, og hefur fengið á sig þann liefðarinnar blæ, sem ég vék að. Hverju skilar nútiminn? Upp úr svona hugleiðingum sprettur svo kannske sú spum- ing, hverju nútíminn muni skila eftirkomendunum? Það er vit- anlega tilgangslítið að spyrja svona. En eitt vitum við, að á öllum tímum kemur margt fram sem á fyrir höndum langt líf, og sumt verður sígillt og lifir allt af. Og jafn tilgangslaust er um það að fást, að á hverjum tima skýtur upp Góugróðri, sem „grær oft fljótt og stendur sjaldan lengi“, eins og Þorsteinn kvað. Stundir huglirifa. Ég hefi oft haft ánægju af því, á „hátíðarstundum", eins og sagt var í Bergmáli — eða öllu heldur hátíðlegum stund- um, stundum þegar hópur manna verður snortinn af þvi íagra, á sturidum „stemningar" eða hughrifa, eða hvað memi vilja kalla það, af hve miklum innileik kvæði gömlu skáldanna eru sungin. Og þetta er víðar svo en á okkar landi. Og nú ætla ég að segja frá atviki, sem liefur orðið mér minnisstætt. I>á tóku ailir undir. 1 utanför, er ég fór í leikhús í Edinborg, var allfjölbreytt efnisskrá, og m. a. kom þar íram „Rock and Roil“-hljóm- sveit. Húsfyllir var og þarna var fólk á öllum aldri. „Rock and Ro]l“-hljómsveitin erfiðaðt með talsverðum árangri, unga fólkið klappaði og tók undir, en aðrir tóku þessu góðlátlega en kyrlátlega, og hafa kannske haft gaman af. En svo — í næsta atriði — kemur fram kona, sem um var sagt í efnisskránni. að væri yíðkunri fyrir vísnasöng sinn í sjónvarpi. Ekki man ég heiti hennar, en hún lék sjálf undir söng sinum, talaði skemmtilega við álieyrendur á milli, og er svo hafði gengið um stund kvaðst hún mundu syngja nokkur gömul lög og \isur, og bað menn taka undir með sér. Og nú komu gamlir kunningjar, liver á fætur öðrum, gamlar skoskar og irskar þjóðvisur, og nú tóku allir undir, c-kki dræmt og hikandi, öðru nær. Þetta var söngur, sem var borinn uppi af innri þrá, sem braust íram. úr hvers rrianns brjósti, og hafði á sér meiri blæ gloðinnar og radda æskunnar en ellinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.