Vísir - 08.03.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 08.03.1957, Blaðsíða 10
10 vlsm Föstudaginn 8. marz lð.'t EDISOINi MARSHALL: VíkÍHf umn 70 ■ BfinBiaiBIBBBDfll'aQQaSSEBQEBQBBaBBBaB hvað þá biðja um miskunn. Því örlög þín verða áreiðanlega 'stórfengleg. "ÍÉg starði á örin níu á andliti hans. ’ — Ég geri ráð fyrir því, sagði ég. — Þekkirðu hina konuna? — Mér datt fyrst í hug, að það væri Bertha, en þessi kona er ekki nógu stór til þess að geta verið hún. — Hún hefur verið við hirð Aella í nokkrar vikur. Hún hefur borið sorgarslæðu urn tíma vegna Ragnars, en í dag ber hún sorgarslæðu vegna sorgar Enid. Lyftu slæðunni, Meera! Mig hafði raunar grunað, að þetta væri Meera, svo að þetta kem mér ekki mjög á óvart. En hitt kom mér á óvart, þegar hún lyfti slæðunni, að sjá, hvað hún var orðin ungleg. Hún hlaut að vera nú, eins og hún var, 'þegar hún fylgdi Ragnari til fjárhirzlu ríka gyðingsins í Coi'dova, áður en ég fæddist. Ég hafði aldrei fyrr séð andlit lxennar jafn fjörlegt undir gullnu hárinu. 3. —Hasting! Þú varst heimskingi að lofa Morgana öryggi fyrri en þú varst búinn að fá skatt frá Rhodi'i, sagði Meera, eftir að hafa litið framan í mig. — Þú ert enn þá með þína gömlu bi’agðvísi, Meera. Þeir einu fjandmenn, sem mig langar til að semja við, sem stendur, ■eru Edmund af Anglia, Eðalráður og bróðir hans., Alfreð af Wissex. Ogier losaði mig við Aella.... — Ég losaði sjálfan mig við hann, sagði ég. — Þú áttir honum skuld að gjalda og greiddir hana vel. Nú a-eg þér skuld að gjalda, miklu meii'i og svo flókna, að erfitt er að meta hana. Án þín, Ogier, hefði ég ekki lifað hálfu lífi. — Og ef þú hefðir ekki verið, Hasting, hefði ég enn þá verið hlekkjaður akuryrkjuþræll. — Ég býst við, að þetta sé alveg rétt. Nú ættum við að geta snúið okkur að málinu. En ég verð að biðja þig að vei-a þolin- móðan meðan ég leiði fram vitnin. Hann sneri sér að mannin- um sem stóð við hlið hans: — Dagbert! Hvenær sástu fyrst Ogier danska. — Þegar hann kom fyrst til hirðar Aella með Morgana prins- essu og fanga sinn, Ragnar. Mennirnir, sem stóðu við boi'ðstokkana, stóðu gapandi af undrun. Offa einn var nógu djarfur til að segja: — Þessi maður er fífl, Hasting. ----Já, hirðfífl, en það er staða, sem krefst mikillar vizku, svaraði Hasting. — Hann er líka riddari og hann mundi ekki ijúga sjálfan sig í gálgann. Hvað skeði svo, Dagbert? Segðu 'það í svo fáum orðum sem þú getur. — Ogier bauðst til að fá Aella Ragnar í hendur, ef Aella vildi leysa Moi'gana frá eiði hennar. En þegar Aella frétti, að heimamundurinn var glataður og Morgana var ekki lengur jómfrú, leysti hann konuna frá eiði sínum endurgjaldslaust og Ogier hrinti Ragnari í ormagarðinn. Hasting sneri sér að Alan: — Er þetta rétt hermt? — Ég man ekki öll smáatriði, sagði Alan. — En ég get lýst fyrir þér í'song orustunni rnilli sklps Ragnars, Ormsins langa og báts Ogiers, sem hét Leikfang Óðins. Ég hélt, að Valhöll mundi hrynja. — Hvers vegna læturðu ekki berja hann fimmtíu vandar- högg spurði Meera, þegar mennirnir voru hættir að hlæja. — Hann yi'ði mér ekki þakklátur fyrir það. Og menn mínir mundu tæta mig sundur lið fyrir lið. Hasting horfði snöggvast á Morgana, bróður Godwin og Sendling, en síðan leit hann vongóður á Enid. — Þú baðst Meera um að hlífa þér við vitnisburði, ef hinir segðu nóg, Enid, sagði Hasting. — En rotturnar viija ekki yfir- gefa skip haíis, þótt það sé nú tekið að sökkva. Segðu okkur nú það, sem þú sagðir Meera um morðingja sonar þíns. Enid fói’naði höndum. — Ég er nú búin að gleyma því, sem ég sagði við hana.. .. — Hvernig getur það vexáð? Það var hálfum mánuði áður en Aella lagði af stað til Lincoln, hrópaði Meera. — En það hefur svo margt skeð síðan. Ég er farin að gleyma. — Gáðu að því, afji.-Hjgsting hressi það ekki við með sínum aðferðum. — Þegiru, Meera, sagði Hasting reiðilega, — Enid! Þó að þú1 hafir gleymt því, sem þú sagðir Meera, manstu áreiðanlega1 eftir dauða Ragnars við hirð sonar þíns. Segðu okkur frá því! — Ég minnist þess, að Ragnar kom hingað og Ogier var fangi hans. — Þú lýgur! hrópaði Meera. — Þegirðu! hrópaði Hasting og var nú orðinn mjög óþolin- móður. Því næst sneri hann sér að Enid. — Haltu áfram Enid! — Ég sá ekki bátinn. Mig minnir að einhver segði, að það hefði verið litli báturinn hans Ogier, en ekki skip Ragnars sjálfs — ég er ekki viss um það. Ragnar vildi fá lausnargjald fyrir welsku prinsessuna. Ég er viss um, að það var aðalerindi hans. En hann deildi við Aella og Aella lét síðan varpa honum í ormagarð. Enid lagði hendur í skaut sér og horfði rólega á Meera. — Þetta er sannleikurinn. Hitt, sem ég sagði þér, kona frá Cordova, var misskilningur, sem stafaði af því að ég hafði drukkið of mikið vín. Hasting vai'ð sauðarlegur á svipinn. Hann brá hendinni fyrir andlitið, eins og hann vildi dylja örin níu. — Enid! Viltu ekki fara og líta á andlit sonar þíns. Vera má, að þú vérðir þá snortin. ..— Nei, ég ætla að muna eftir honum eins og hann var í lifanda lífi. —' Heldui'ðu ekki, að það væri hyggilegi'a af þér að segja einhverja sennilegri sögu? — Ég hef sagt sánnleikann, Hvað sem þú gerir mér eða líki sonar míns, getur ekkert breytt þessum fi'amburði mínum. — Hataðirðu Ragnar svo mikið, að þú viljir gera allt, sem þú getur til að vernda morðingja hans. Eða er hin falska frægð sonar þíns þér svo mikils virði? — Frægð hans, sein hann verðskuldaði, er það eina, sem er mér einhvers virði, sagði Enid. — Hún er það eina, sem ég á eftir. Hasting horfði alvarlega á raðir vikinganna og staðnæmdist við skipshöfn Egbei’ts, sem stóð miðskipa. — Ég hef ekki kallað ykkur saman hér til að skemmta ykkur, sagði hann með miklum virðuleik. — Ég lýsi bví yfir fyrir ykkur víkingum, að Ogier Gyrfalcon drap föður minn, Ragnar. Hann náði honum á vald sitt, þegar Ragnar elti haim. Ragnar loðbrók, frægasti víkingur, sem uppi hefur verið féll fyrir liendi fyrrverandi þræls síns. Óðinn krefst hefndar. Víkingarnir stóðu kyrrir og voru fölir í framan. Því næst sagði gamall stýrimaður á Elddrekanum: — Ákæra þín hefur ekki verið sönnuð, Hasting meyjarkinn. Hvað segir Meera? — Það, sem ég veit, er í stuttu máli þetta, sagði Mee>ra.. — Þegar Ragnar sást síðast ’var hami að elta Ogier fyrir mynni Elbu. Fáeinum dögum seinna rak lík af nokkrum af 1 skipshötfn Ragnars á strönd og auk þcss brak af stefni Ormsins *«•*»* L r=s=a k»v*ö«l*>d*v»ö4»u*n*n»i Leikgagnrýnandinn Friedi'ich Luft í Berlín sat í kaffihúsi og drakk k affi með vini sínum. Allt í einu gekk ungur maður fram hjá þ eim og settist við borð innar í salnum. „Er þetta ekki nýi umtalaði leikarinn?“ spurði vinurinn. „Hann lítur þó vissulega ekki út fyrir að vera leikari þegár maður sér hann svona á föi'n- um vegi.“ ,Og ennþá síður þegar mað- ur sér hann á leiksviðinu,“ sagði Luft kuldalega. ★ Ákafur aðdáandi leikkon- unnar Marlene Dietrich hældist um af ættfeðrum sínum: „Að vísu voru aldrei til ríkir menn í ætt minni, en hinsveg- ar voru margir þeii-ra frægir fyrir hreysti," sagði hann. „Og síðasta dæmið er það að afi minn barðist í halanegi'astríð- inu í Afríku.“ „Drottinn minn dýri!“ hi'óp- aði leikkonan. „Hvorum megin barðist hann?“ ★ Tveir ungir menn, annar enskur hinn skozkur, voi'u ó- aðskiljanlegir vinir. Þeir bjuggu saman í herbergi, skiptu kaup- inu jafnt á milli sín, snæddu saman, skemmtu sér saman og áttu sömu ástvinuna. Dag nokkurn, þegar þeir komu í heimsókn til ástvinu sinnar, tók móðir herrnar á móti þeim og tjáði þeim sorg- bitin á svip að dótir hennar hafi eigazt tvíbura, en annar þeirra hafi dáið skömmu eftir fæðinguna. Skotinn var þá ekki seinn á sér og hrópaði: „Ó, veslings blessað barnið mitt!“ ~k í ræðu, sem Ulbricht vara- forsætisráðlierra A.-Þýzka- lands liélt fyrir sköirunu, kemur fram, að stofna átti tit uppþota 2. nóvember í saniúð- arskyni við ungverska frelsis- sinna, en upp um þctta komst í tæka tíð. Háskólastúdentar stóðu hér að baki við forysíu háskólakennara nokkurs, sein var handtekinn ásamt þremur stúdentum. r. & SunmfkA -TARZAN 230® Þér hafið til umráða 24 stundir þangað til þér verðið kallaður til skyldustai'fa, sagði liðþjálfinn. Það er ágætt, sagði Tarzan, ég ætla þá á meðan að hafa upp á vini mínúm, Pierre Bois. Annar hei’maður staddur á skrif- stofunni hló hátt. Það er auðvelt 1 félagiÁ’Piét'i'e Bois eyðir öllum sín- um frístundum á skemmtistaðnum „Rauða úlfaldanum“. Eg er ekki að lasta hann fyrir það, hélt maðurinn áfram glaðlega. Þessar dansmeyjar. Jæja, ekki meira um það. George Blanc fer með yður þangað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.